Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 17 ERLENT N ýjustu yfirlýsingar stjórnvalda í Norður- Kóreu koma Kínverj- um tæpast á óvart. Líklegt er að ráða- menn í Peking freisti þess á bak við tjöldin að fá Norður-Kóreumenn aftur að samningaborðinu. Kínverjar eru elstu og helstu bandamenn hinna stalínísku stjórn- arherra í Pyongyang. Sérfræðingar í málefnum þessa heimshluta segja að yfirlýsing Norður-Kóreumanna frá því á fimmtudag þess efnis að þeir hefðu slitið sex ríkja viðræðum um kjarnorkuáform sín hafi vart getað komið kínverskum stjórnvöld- um á óvart. Í yfirlýsingu norður- kóreska utanríkisráðuneytisins voru ennfremur ítrekaðar staðhæfingar um að kommúnistastjórnin í Pyong- yang réði yfir gjöreyðingarvopnum. Raunar var þess getið að til stæði að stækka kjarnorkuvopnabúrið. „Yfirlýsing Norður-Kóreu mun ekki skjóta kínverskum ráðamönn- um skelk í bringu. Þeir þekkja þankagang stjórnar Kim Jong-il Norður-Kóreuleiðtoga og munu áfram þrýsta á um viðræður,“ segir Cui Yingjiu, sérfræðingur í alþjóða- samskiptum við háskólann í Peking. Árangurslausar tilraunir til að slá á spennuna Frá því 2003 hafa Bandaríkin, Kóreuríkin tvö, Kína, Japan og Rússland haldið þrjár viðræðulotur er miðað hafa að því að fá Norður- Kóreumenn til að hætta þróun kjarnorkuvopna og hljóta í staðinn efnahagslega og pólitíska umbun. Enginn árangur hefur náðst í þess- um viðræðum, að heitið getur. Fjórðu lotuna átti að halda í sept- ember sl., en horfið var frá því þar sem Norður-Kóreumenn neituðu að mæta og sögðu ástæðuna vera „ógn- andi“ stefnu Bandaríkjamanna. Jafnframt sögðu þeir að sú ákvörð- un yrði ekki endurskoðuð fyrr en fyrir lægi hverjir fara myndu með utanríkismál á seinna kjörtímabili George W. Bush Bandaríkjaforseta. Nú liggur það fyrir sem og afstaða Kim Jong-il og undirsáta hans. Spennan í samskiptum Banda- ríkjamanna og Norður-Kóreu braust upp á yfirborðið í október- mánuði 2002. Þá sökuðu Bandaríkja- menn stjórnvöld í Norður-Kóreu um að starfrækja leynilega áætlun sem miðaði að því að auðga úran þvert á samning sem gerður hafði verið árið 1994. Stjórnvöld í Pyongyang neit- uðu þessu en settu af stað á ný áætl- un um auðgun plútóníums. Opinber viðbrögð kínverskra stjórnvalda við yfirlýsingunni frá því á fimmtudag voru hófstillt og lítt upplýsandi um hvaða aðferðum ráðamenn hyggjast beita til að fá Norður-Kóreumenn aftur að samn- ingaborðinu. „Við höfum jafnan hvatt til þess að Kóreuskagi verði kjarnorkuvopnalaust svæði og að allt verði gert til að tryggja frið og stöðugleika í þessum heimshluta. Við vonum að sex ríkja viðræðunum verði fram haldið,“ sagði Kong Quan, talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins. Viðræðum haldið uppi svo lítið beri á „Þeir munu eiga viðræður við Norður-Kóreumennina í því skyni að fá fram hvort yfirlýsingar þeirra eru gjörsamlega út í loftið eða hvort þeir eru með þessu að reyna að bæta samningsstöðu sína,“ segir James Seymour, sérfræðingur í málefnum Kína við Columbia- háskóla í New York. „Ég býst ekki við frekari viðbrögðum af hálfu Kín- verja fyrr en þeir hafa rætt málin í rólegheitum við Norður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn,“ bætti hann við. Kínverjar hafa löngum valið þá leið í samskiptum við stjórnvöld í Pyongyang að senda þangað nefndir embættismanna svo lítið beri á. Þessir menn hafa síðan borið boðin á milli ráðamanna í Peking og hinn- ar einangruðu stjórnar Kim Jong-il. Þannig kom nokkuð á óvart að Kín- verjar skyldu lýsa sig fúsa til að hýsa sex ríkja viðræðurnar sem Norður-Kóreumenn hafa nú blásið af. Þetta frumkvæði Kínverja þótti til marks um þroskaðri og virkari diplómatísk afskipti af þessu erfiða deilumáli. Þá hafa Kínverjar iðulega tekið að sér það hlutverk að vera eins konar túlkendur heimssýnar ráðamanna í Norður-Kóreu. Alkunna er að al- þjóðasamfélagið á lítinn aðgang að Kim Jong-il og mönnum hans og framganga þeirra er iðulega með öllu óskiljanleg ráðamönnum ann- arra ríkja. Kínverjar hafa því lagt verulega áherslu á að viðræðurnar um kjarn- orkuáform Norður-Kóreu og þeir hafa unnið ötullega að því að fá stjórnvöld þar til að taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Ákvörðun stjórnvalda í Pyongyang má í þessu ljósi túlka sem áfall fyrir Kínverja. Kínverskir sérfræðingar eru hins vegar ekki sammála þessari útlegg- ingu á rás atburða. „Norður-Kórea og Bandaríkin eru hér í aðal- hlutverki. Kínverjar hafa gegnt hlutverki sáttasemjara,“ segir Jin Jingyi, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við háskólann í Pek- ing. „Það er Bandaríkjastjórn sem er ábyrg fyrir þessari stöðu mála með því að halda því þráfaldlega fram að Norður-Kóreumenn ráði yf- ir kjarnorkuvopnum,“ bætir hann við. Efst á verkefnalista Kínverja? James Seymour við Columbia- háskóla telur hugsanlegt að aukin harka í afstöðu ráðamanna í Norð- ur-Kóreu geti orðið til þess að Kín- verjar auki afskipti sín af deilunni og kjarnorkuáformum hinna fyrr- nefndu. „Fram til þessa hefur þetta mál ekki verið efst á verkefnalista Kínverja, Taívan-málið er talið mik- ilvægara,“ segir hann. „Sú stað- reynd að Norður-Kórea hefur náð einhverjum árangri á sviði kjarn- orkumála kann að verða til þess að stjórnvöld í Kína setji málið nú efst á forgangslistann,“ bætir hann við. Fréttaskýring | Líklegt þykir að ráðamenn í Kína freisti þess að fá Norður-Kóreumenn aftur að samningaborðinu enda hafa þeir iðulega tekið að sér að túlka sýn Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, og undirsáta hans til veruleikans. Reuters YFIRLÝSINGAR Norður-Kóreumanna hafa vakið reiði og skelfingu sunnan landamæranna. Efnt var til mótmæla í gær í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, þar sem fundarmenn fordæmdu kjarnorkuáform norðanmanna. Kveikt var í fána Norður-Kóreu auk þess mótmælendur báru spjöld sem lýstu afstöðu þeirra til Kim Jong-il, leiðtoga hinnar stalínísku stjórnar landsins. Mikil reiði í Suður-Kóreu Kínverjar í lykilhlutverki VIÐBRÖGÐ Breta við tilkynning- unni um að Karl krónprins hygðist kvænast ástkonu sinni, Camillu Parker Bowles, voru nokkuð blend- in. Skoðanakönnun benti til þess að flestir Bretar væru hlynntir því að þau gengju í hjónaband en að and- staðan við að Karl yrði konungur hefði aukist. Samkvæmt könnun The Daily Telegraph vilja nú tveir þriðju Breta að Karl kvænist Camillu Parker Bowles. Fyrir tæpum tveimur árum voru 48% hlynnt hjónabandi þeirra. Athygli vakti þó að aðeins 40% að- spurðra vildu að Camilla yrði titluð prinsessa eins og ráðgert er verði Karl krýndur konungur. 47% sögðu að hún ætti ekki að fá neinn titil og aðeins 7% sögðu að hún ætti að verða drottning. Aðeins 37% sögðust vera hlynnt því að Karl yrði næsti konungur og 41% vildi að elsti sonur hans og Díönu prinsessu, Vilhjálmur prins, tæki við af Elísabetu drottningu sem þjóðhöfðingi. Er þetta í fyrsta skipti sem fleiri vilja frekar að Vilhjálmur prins verði næsti konungur en Karl krónprins. Að sögn The Daily Telegraph bendir könnunin til þess að hjóna- bandið geti veikt breska kon- ungdæmið. Aðeins átta af hundraði sögðust telja að hjónabandið myndi styrkja konungdæmið en 36% töldu að það myndi veikjast. Blöðin styðja ákvörðunina Bresku dagblöðin fögnuðu í gær þeirri ákvörðun Karls að kvænast Camillu. The Times sagði þetta væri rétti tíminn fyrir krónprinsinn að ganga að eiga konuna, sem hann býr með, tæpum 35 árum eftir að þau kynntust. Blaðið lauk lofsorði á þau fyrir að hafa komið fram með „reisn og tilhlýðilegri aðgát“ á síðustu ár- um. Camilla lét lítið á sér bera í fyrstu eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París 1997 en þau Karl hafa komið fram saman opinberlega á síðustu árum. Camilla fær ekki titilinn prinsessa af Wales, eins og Díana, sem naut mikilla vinsælda meðal al- mennings. Hún verður titluð her- togaynja af Cornwall og síðan prins- essa verði Karl konungur. Í forystugreinum blaðanna var ekki fjallað um hvort Karl ætti að afsala sér ríkisarfatign til að kvænast frá- skilinni konu – líkt og Játvarður VIII sem afsalaði sér konungstign 1936 – heldur um hvernig aðdá- endur Díönu myndu taka hjóna- bandinu. Daily Mirror gagnrýndi þá Breta, sem eru andvígir ráðahagnum, og sagði að þótt Karl hefði ekki komið vel fram við Díönu verðskuldaði hann „samúð og skilning“. Daily Mirror tók undir með nokkrum álitsgjöfum sem spáðu því að stuðningurinn við hjónabandið myndi aukast meðal almennings. The Sun, söluhæsta dagblað Bret- lands, fagnaði því að Karl og Cam- illa skyldu hafa ákveðið að hætta að „lifa í synd“. The Daily Telegraph hvatti einnig Breta til að sýna „þroska“ og benti á að synir Karls og Díönu, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, vildu að hann yrði hamingjusamur með Camillu. Vilja slíta konungssambandinu Skiptar skoðanir eru meðal Ástr- ala um hvort Karl eigi að kvænast aftur. Lýðveldissinnar áréttuðu kröfu sína um að Ástralía sliti kon- ungssambandinu við Bretland en konungssinnar, þeirra á meðal John Howard forsætisráðherra, óskuðu þeim Karli og Camillu til hamingju. Samtök ástralskra lýðveldissinna, ARM, hvöttu Ástrala til að slíta kon- ungssambandinu áður en Karl yrði konungur. Framkvæmdastjóri ARM sagði að fjölmargir Ástralar hefðu skráð sig í samtökin eftir að skýrt var frá brúðkaupinu. Flestir Bretar hlynntir hjónabandi Karls krónprins og Camillu en vilja ekki að hún verði drottning Aukin andstaða við að Karl verði konungur London. AFP. Reuters CAMILLA Parker Bowles sýnir demantshring sem Karl prins gaf henni þeg- ar þau trúlofuðu sig. Um 250 gestir voru í trúlofunarveislu þeirra í Windsor- kastala í fyrrakvöld. Camilla sagði við fréttamenn að Karl hefði lagst á hnén þegar hann bað hennar. „Ég er rétt núna að að koma til jarðar,“ sagði hún. Camilla sýnir trúlofunarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.