Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 41 MINNINGAR an fyrir tæplega tíu árum þegar ég ruglaði saman reytum við barna- barn hans, hana Hörpu. Mér varð fljótt ljóst að afi Ingi var enginn venjulegur afi. Samband hans við barnabörnin og nú síðast barna- barnabörnin var ólíkt öðrum slík- um samböndum sem ég hafði áður kynnst. Það er ekki svo auðvelt að skýra með orðum á hvaða hátt sambandið var öðruvísi. Það var einfaldlega öðruvísi. Vissulega ríkti djúp ást og gagnkvæm virðing milli Inga og afabarnanna en það segir ekki alla söguna. Ingi var einfaldlega á sérstökum stalli í lífi þeirra. Þegar maður kynntist Inga fór maður fljótlega að skilja hvers vegna. Ingi var gæddur þeim sjald- gæfa eiginleika að manni leið alltaf vel í návist hans. Hann hafði tíma fyrir mann. Tíma til að hlusta og ræða málin. Tíma til að hjálpa hvort sem vandamálin voru stór eða smá. Ingi var heiðarlegur. Hann sagði skoðun sína alltaf um- búðalaust. Hann var einn þeirra fáu sem alltaf gat verið fullkomn- lega hreinskilinn og engum datt nokkru sinni í hug að móðgast eða reiðast honum. Það vissu allir hvar þeir höfðu afa Inga. Aldrei man ég eftir því að hann sjálfur hafi reiðst eða látið misjöfn orð falla um nokkurn mann. Ingi leysti málin með því að ræða þau og það gekk undantekningalaust upp. Það má segja að Ingimar hafi verið fulltrúi kynslóðar sem nú er að hverfa á braut. Kynslóðar sem er undirstaða þeirra góðu lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Hann vann langan vinnudag af eljusemi og dugnaði og lét sig ekki muna um að sækja sjóinn á trillu sinni í frítímanum. Flest verk léku í höndum hans og til fárra var betra að leita ef þörf var á aðstoð eða ráðleggingum. Því miður veikt- ist Ingimar hin síðari ár sem olli því að líkamlegt atgervi hans skertist verulega. Þessum veikind- um tók hann af sama æðruleysinu og einkenndi hann alla tíð. Í stað þess að kvarta og leggja árar í bát var barist af óbilandi krafti og allt- af haldið í vonina um betri tíð. Nú er þeirri baráttu lokið með sigri Ingimars. Sigri Ingimars vegna þess að við sem lifum hann getum einskis óskað okkur frekar en að við náum að komast í hálfkvisti við þá manneskju sem afi Ingi var. Birgir. Þú ert fallegur, afi Ingi. Þú varst alltaf svo góður við okkur og nú ert þú sætur engill. Kveðja Saga. Elsku afi, þú varst skemmtileg- ur, sætur, fyndinn og góður. Það var gott að þú varst pabbi hans afa Guðna, því þú kenndir honum að vera góður eins og þú. Þú varst alltaf svo duglegur að labba. Ég sakna þín, afi. Ég setti gogg í kistuna þína svo þú getir leikið þér á himnum. Þú ert bestur, en, afi, líður þér ekki betur núna? Auðvit- að. Þín langafastelpa Klara. Það eru hartnær 50 ár síðan ég kynntist þeim mætu hjónum Inga og Möggu, það var er ég trúlof- aðist systur Möggu. Mér var strax tekið með einstakri hlýju og ljúf- mennsku, sem ávallt hefur ein- kennt þau góðu hjón. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar við kveðjum þig, Ingi minn. Margar voru útilegu- ferðirnar sem við fórum í saman. Það var í þá daga sem leyfilegt var að tjalda nánast hvar sem var. Þú varst orðlagður góður bílstjóri og hafðir mikla ánægju af að aka um þetta fagra land okkar. Í marga veiðitúrana fórum við. Þú varst klókur veiðimaður og það var ekki laust við að ég öfundaði þig af því hvað þú varst laginn að krækja í fisk, þegar ekki var bein að fá. Það er margt sem ég vildi þakka þér, kæri vinur, margar voru gleði- stundirnar sem við áttum er við tókum spil í hönd og öll skiptin sem við fórum saman á hjónaböllin, það voru ánægjustundir sem aldrei gleymast. Þú barðist hetjulega við þinn erfiða sjúkdóm, aldrei heyrði mað- ur þig kvarta, aldrei sagðir þú styggðarorð um nokkurn mann. Þú varst ávallt svo þakklátur fyrir þá þjónustu sem þú fékkst hjá hjúkr- unarfólki. Það var einmitt þessi ljúfmennska þín og hjartahlýja sem virkaði þannig að mér fannst ég fá aukinn styrk við að heim- sækja þig. Fyrir það vil ég þakka þér. Mér er sérstaklega í minni er ég vitjaði þín á Garðvang, þangað sem þú varst nýkominn. Ég ók þér í hjólastól fram í setustofu, en þaðan er útsýni að Garðskaga. Þú lyftir höfðinu hærra og mér fannst mál- rómur þinn skýrast þegar þú komst auga á vitann og sagðir: „Já, þarna sé ég vitann.“ Það er einmitt á þessum fagra og stórbrotna stað sem þú ert fæddur og uppalinn. Ég er viss um að vitinn hefur lýst skært þegar þú fórst þína hinstu för. Það verður örugglega vel tekið á móti þér á þeim stað sem bíður okkar allra. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Elsku Magga, megi góður Guð gefa þér og fjölskyldu þinni styrk í sorgum ykkar. Aðalheiður og Ólafur. Snemma hinn 3. febrúar hringdi Lísbet æskuvinkona til mín og sagði mér að pabbi hennar, Ingi, hefði kvatt þennan heim kvöldið áður. Það er alltaf sárt að missa sína nánustu, en stundum getur svefn- inn langi verið líkn þeirra sem lengi hafa átt við heilsubrest að stríða. Ingimar, eða Ingi eins og hann yfirleitt var kallaður, var hægfara og einstaklega skapgóður maður. Ég átti mitt annað heimili heima hjá Möggu og Inga á Fax- abrautinni allan minn grunnskóla- aldur. Við Lísbet vorum óaðskilj- anlegar á þessum tíma og notuðum öll tækifæri til að leika okkur og þá sérstaklega í dúkkulísuleik. Það var afar gott að vera á þessu heim- ili og ég held að á öllum þessum árum hafi ég aldrei heyrt Inga verða reiðan eða skammast. Ingi fór hljótt yfir, var alltaf eitthvað að dunda sér, ýmist í garðinum, bíl- skúrnum eða einhvers staðar í hús- inu án þess að maður yrði hans sérstaklega var. Magga og Ingi voru miklir vinir og gleymi ég því aldrei hvað þau gátu eytt mörgum kvöldum með því að spila eða hlusta á útvarp eða bara sitja saman tvö og spjalla. Þau voru sjálfum sér nóg. Tíu ár eru liðin frá því að Ingi fékk sitt fyrsta alvarlega áfall og fylgdu mörg önnur eftir það svo heilsan varð aldrei sú sama aftur. En sá árangur sem náðist með endurhæfingu á Magga mikinn heiður af með þrotlausum dugnaði og tryggð við sinn heittelskaða eig- inmann. Minningar mínar um Inga og heimili þeirra hjóna eru allar góð- ar. Ingi var þannig maður að ekki var hægt annað en að þykja óskap- lega vænt um hann. Elsku Magga mín, þinn missir er mikill og sár og ég bið góðan Guð að styrkja þig og vera hjá þér. Elsku Lísbet mín og aðrir að- standendur, Guð veri með ykkur öllum. Guð geymi elsku Inga. Nú lýkur degi sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt, en blærinn hvíslar góða nótt. Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt, þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður sofðu rótt. (Valdimar V. Snævar.) Kveðja. Þóra Harðardóttir og fjölskylda. ✝ Páll Pálssonfæddist á Siglu- firði 3. nóvember 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 6. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Krist- ín Gunnarsdóttir og Páll Pétursson. Páll átti fimm bræður, Gunnar, f. 1925, Pét- ur, f. 1926, d. 2004, Halldór, f. 1929, d. 2002, Gísli, f. 1932, og Jóhannes, f. 1933. Auk þess átti Páll átta hálfsystk- ini. Páll kvæntist 12. október 1962 Ástdísi Stefánsdóttur, f. 4. júlí 1920, frá Ekru í Hjaltastaða- þinghá. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson bóndi á Ekru og kona hans Sigur- borg Sigurðardótt- ir. Synir Ástdísar eru Sigurjón Jóns- son, f. 1946, var bú- settur í Danmörku og Noregi, d. 2000, og Örn Jónsson, f. 1948, smiður í Reykjavík. Ungur kom Páll í Smiðsgerði í Kol- beinsdal og bjó þar til ársins 1984 er þau hjón hættu bú- skap og fluttu til Sauðárkróks. Páll hóf störf hjá Trésmiðjunni Borg 1984 og starfaði þar til árs- ins 1997, er hann lét af störfum vegna aldurs. Páll verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ágæti félagi. Ekki sáum við á þér neitt fararsnið á laugardaginn þegar þið Ásta komuð í kaffi til okkar, létt spjall og til að fylgjast aðeins með enska boltanum. Það voru önnur ferðalög fyrirhuguð okkar á milli, á undan þessu sem þú fórst í, snöggt og fyrirvaralaust. Þú hafðir gaman af því að ferðast, og voruð þið Ásta dugleg að fara í lengri og styttri ferðir, hvort heldur var að sumri eða vetri. Þú hafðir á orði ekki alls fyrir löngu að þú hefðir heimsótt nær alla staði á landinu fyrir utan suðvesturhornið, sem kanna skyldi á næstunni. Kynni okkar hófust er þú byrjaðir að starfa hjá okkur á Trésmiðjunni Borg 1984 eftir að hafa hætt búskap í Smiðsgerði og flutt til Sauðárkróks. Páll starfaði á Borginni til ársins 1997 er hann lét af störfum, þá orðinn sjötugur að aldri. Í Smiðsgerði bjóst þú alltaf snyrtilegu búi, áttir fallegt fé og fórst vel með þitt. Eftir því sem árin liðu jókst okkar vinskapur og samskipti urðu meiri. Þú sást alfarið um húsið okkar, slá og þrífa garðinn, koma pósti og ýmsum gögnum til réttra aðila þann tíma sem við dvöldum erlendis. Jafnvel þótt við værum heima tókstu til hendinni, rakaðir saman laufinu í garðinum og á stéttinni, þegar þér fannst nóg um slóðaganginn og framtaksleysið í okkur, því þú varst sérstakt snyrti- menni og vildir hafa allt í röð og reglu. Þú varst ekki allra, en sannur vinur vina þinna, og þvílíkur öðlingur þeirra sem fengu að njóta. Vinnusam- ur, barngóður, hafðir fastar skoðanir á mönnum og málefnum og gast verið hnyttinn. Palli, þú varst mikill veiði- maður, og dálítill safnari, ekki á ómerka hluti, heldur var gott að hafa nóg að bíta og brenna. Ekki er hægt að hafa tölu á þeim lítra fjölda blá- berja sem þú tíndir, já, það var sko sannarlega útgerð hjá okkur. Sultu- gerð, líkjörsframleiðsla, svo ekki sé nú minnst á öll berjaboxin, sem vinir og vandamenn fengu að njóta. Slíkt magn mun aldrei sjást framar á þessum bænum, en nú er komið að okkur að halda uppi heiðri þínum og krækja í nokkrar dósir næsta sumar. Við erum viss um að þú verður með í þeirri för. Þú lést þér annt um litla sauðahjörð. Þú lagðir rækt við býli þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit, þinn blómavöll, hvert strá sem augað leit. Og þótt þú hvíldist sjálfur undir súð, var seint og snemma vel að öðrum hlúð, og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel. Þú hafðir öllum hreinni reikningsskil. Í heimi þínum gekk þér allt í vil. Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. (Davíð Stef.) Kæri vinur, við þökkum þér trygga og góða vináttu og erum þakklát fyrir þann tíma sem við höfum átt með þér, við vottum Ástu, Erni og öðrum að- standendum samúð okkar. Guðmundur og Sigurlaug. Kæri vinur. Eftir að pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir farinn yfir, hugsaði ég með mér að nú yrðu heimsóknir til þín ekki fleiri. Heim- sóknir sem einkenndust af léttu spjalli um þjóðmálin, fiskveiðar og landbúnað að ógleymdu bæjarlífinu. Ég kynntist þér ekki náið fyrr en núna á seinni árum, og í sjálfu sér ekki fyrr en ég kom heim frá Kanada. Þú varst húsvörður hjá okkur á Grundarstígnum á meðan mamma og pabbi voru í Kanada. Þú fylgdist vel með því að allt væri á sínum stað, hvort sem við systkinin vorum heima eða ekki. Mér fannst þetta mjög svo þægilegt, að fá þig í heimsókn, þar sem þú varst alltaf búinn að koma við í bakaríinu og kaupa eitthvað með morgunkaffinu áður en þú vaktir mig. Eftir að þú hættir að vinna þá sastu ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Þú fannst þér skemmtileg áhugamál sem þú kappkostaðir að sinna. Stór silungaútgerð með öllu til- heyrandi, veiðum, vinnslu og reyk. Enda er reykti silungurinn þinn frægur á mörgum heimilum víðs veg- ar um landið. Göngutúrar, meðal ann- ars í kringum golfvöllinn, sem skiluðu hundruðum golfbolta inn á hverju sumri og ekki megum við gleyma öll- um berjunum sem þú tíndir í lítravís í hlíðum bæjarins. Þú hafðir nefnilega þann eiginleika að þér fannst afskap- lega gaman að gefa öðrum. Það átti við um öll áhugamálin, fullar geymslur af golfkúlum, fullur frystir af berjum og reyktum silungi. Ég þakka þér fyrir að hafa fengið að njóta þess. Hafðu það gott, Palli minn. Kveðja. Guðmundur Víðir Guðmundsson. Kæri vinur. Nú hringir ekki lengur síminn minn, þar sem þú ert á línunni til að skiptast við mig á fréttum og umræðum um lífið og tilveruna. Við kynntumst þegar ég var 14 ára og þú 57 ára. Þá varst þú að vinna á Borginni og ég kom þangað í sum- arvinnu. Við vorum bæði stjórnsöm og ekki laust við að ég væri smávegis smeyk við þig í byrjun. Þú vildir hafa allt snyrtilegt inni á verkstæðinu, þér fannst oft nóg um umgengnina í unga fólkinu og mér þótti þú stundum ganga fulllangt í snyrtimennskunni. Ég komst þó fljótlega að því að það var gott að hafa þig við hlið sér, sérstaklega þar sem ég var eina stelpan í öllu stráka- gerinu. Svo liðu árin og með okkur tókst góður vinskapur. Á þessum árum gerðum við ýmislegt saman og fyrir þremur árum skiptum við um hús- næði á sama tíma. Þú og Ásta að minnka við ykkur og ég, Jón og Sig- urlaug Rún að stækka við okkur og ég fékk að taka þátt í þínum flutn- ingum. Við, ásamt Erni, fluttum hús- gögn og kassa á milli húsa, ég hengdi upp gardínur og og allt í einu var ég farin að ákveða, í samráði við þig, hvar sófinn ætti að vera í stofunni. Þarna áttu sér stað ákveðin hlut- verkaskipti, sem er víst gangur lífs- ins. Enn þá vorum við bæði stjórn- söm en þarna gekk allt eins og í sögu, enda ég orðin 20 árum eldri. Stelpurnar mínar fengu aldeilis að njóta góðmennsku og vinskapar þíns og alltaf var kátt þegar við öll hitt- umst. Púslur og mackintosh munu alltaf verða hluti af minningunni um þig hjá okkur öllum. Þessi vinskapur okkar hefur nú varað í 20 ár og allt í einu er honum lokið fyrirvaralaust án þess að ég fái nokkru um það ráðið. Ég mun varð- veita hann um ókomin ár. Ég votta Ástu og Erni samúð okk- ar. Elsku Palli, takk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Unnur Elfa. Elsku Palli. Mamma segir að margir taki á móti þér og ég vona að þú hittir Magga langafa. Hann er líka engill eins og þú. Þorgerður Ósk er svo lítil að hún skilur þetta ekki en ég veit að þú ert hjá Guði og ég segi henni frá þér þegar hún verður stærri. Ég er núna að kenna henni að púsla eins og þú kenndir mér. Við ætlum að lána þér bænina okkar í ferðalagið Ó, Jesú bróðir besti, og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Kær kveðja. Sigurlaug Rún. PÁLL PÁLSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og frænku, SVÖVU SKÚLADÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Hátúni 10a, Reykjavík. Aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓHANNESAR ODDSSONAR glerskurðarmeistara, Vesturgötu 57A. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Sigurður Páll Ásólfsson, Gunnlaug Jóhannesdóttir, Þórður Guðmundsson, Gunnar Jóhannesson, Laufey Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.