Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Skagafjörður | Fyrsta úthlutun úr minning- arsjóði Jóns Björnssonar, tónskálds og kór- stjóra frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði, fór fram nýlega. Eitt hundrað þúsund króna við- urkenning féll í skaut Sveinrúnar Eymunds- dóttur frá Árgerði í Skagafirði, 23 ára nem- anda við Tónlistarskóla Skagafjarðar. „Ég var mjög hissa en ánægð að fá styrk- inn. Mér finnst það frábært framtak að þessi minningarsjóður hafi verið stofnaður,“ segir Sveinrún en hún hefur þegar ákveðið í hvað styrkurinn fer. Langar hana að kaupa sér tenórflautu og „alvöru“ piccoloflautu en frá sex ára aldri hefur hún lært á piccoloflautu, altflautu og sópranflautu. Sveinrún segist stefna á meira flautunám næsta haust og bæta einnig við sig píanónámi. Síðar meir set- ur hún svo stefnuna á tónlistarkennaranám. Söngur og tónlist hafa lengi átt djúpar og sterkar rætur í vitund Skagfirðinga og þaðan hafa komið mörg af ágætustu tónskáldum landsins. Einn af þeim sem setti hvað sterk- astan svip á söng- og tónlistarlíf í Skagafirði allt frá miðri síðustu öld var Jón Björnsson, en hann lést árið 1987. Árið 2003 hefði Jón orðið 100 ára og í tilefni þess gaf fjölskylda hans út geisladisk með úrvali laga tónskálds- ins í flutningi skagfirskra listamanna. Eiður Guðvinsson frá Sauðárkróki, frændi Jóns, annaðist útgáfuna og fékk Stefán R. Gíslason, söngstjóra Karlakórsins Heimis í Skagafirði, til aðstoðar við val og frágang laganna. Jón Björnsson var einmitt einn af stofnendum Heimis og söngstjóri kórsins um áratuga skeið. Með sölu á diskinum var stofnaður minningarsjóður sem hefur það aðalmarkmið að veita efnilegum tónlistarmönnum fjár- styrk. Morgunblaðið/Björn Björnsson Styrkur afhentur Eiður Guðvinsson afhenti Sveinrúnu styrkinn. Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskólans, er til hægri. Kaupir sér flautur fyrir styrkinn Hólmavík | Bergur Thorberg myndlist- armaður kemur við á menningarhátíð á Hólmavík, á leið sinni til Flórens á Ítalíu, þar sem honum hefur verið boðið að taka þátt í alþjóða Flórens-tvíæringnum. Fé- lagsmiðstöðin Ozon heldur hátíðina og kem- ur Bjarni þar við klukkan átta í dag, laug- ardag. „Hugmyndin kviknaði í fyrra og var hátíð- in þá öðrum þræði sett upp sem liður í námi mínu í tómstunda- og félagsfræðum við Kennaraháskóla Íslands. Hún var vel heppn- uð og yfir 130 manns komu að horfa á þann- ig að við ætlum að endurtaka leikinn í ár. Að þessu sinni verðum við þó að flytja hátíðina úr Bragganum í Félagsheimilið vegna pláss- leysis. Við erum bjartsýn og reiknum með 150–180 áhorfendum,“ segir Bjarni Ómar Haraldsson, forstöðumaður Ozon. Bjarni segir krakka á aldrinum 13–16 sjá alfarið um skipulagningu hátíðarinnar. Hans hlutverk sé einkum að hafa eftirlit með vinnu þeirra fimm undirbúningsnefnda sem krakkarnir tuttugu og sjö að tölu skiptast í. „Undirbúningurinn felst í að finna skemmti- atriði, hafa samband við þá sem aðstoða, redda tæknimálum, útvega kaffiveitingar og slíkt,“ segir Bjarni. Alls verða um 20 atriði flutt á hátíðinni, auk þess sem Bergur verð- ur með myndlistarsýningu. Kaffi verður selt í hléi og mun Bergur þá skapa listaverk á staðnum úr sínum kaffibolla, en hann hefur skapað sér þá sérstöðu að mála myndir með kaffi. Krakkarnir eru sjálfir með nokkur tónlistar- og leiklistaratriði, ásamt spuna, en einnig koma fullorðnir skemmtikraftar úr byggðarlaginu og yngri krakkar að hátíð- inni og gefa allir vinnu sína. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Forstöðumaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson tekur lagið í félagsmiðstöðinni. Bergur Thorberg kemur á menningarhátíð Ozon Hveragerði | Meirihluti bæjar- stjórnar Hveragerðisbæjar frest- aði því á fundi í fyrradag að taka afstöðu til umsóknar ÁTVR um rekstrarleyfi fyrir vínbúðina sem á að fara að opna í ESSO-skálanum í Hveragerði. Forseti bæjarstjórnar segir að vantað hafi nauðsynleg gögn en auðvitað verði leyfið veitt þegar þau liggi fyrir. Vínbúðin hefur verið tilbúin til opnunar í viku með vörum í hillum. Bæjarstjórn Hveragerðis óskaði eftir því að ÁTVR opnaði vínbúð á staðnum og lagði áherslu á að hún yrði í hinni nýju verslunarmiðstöð, Sunnumörk. ÁTVR ákvað eftir auglýsingu að semja við Olíufélag- ið hf. um að koma upp vínbúð í bensínstöðinni í Hveragerði, þrátt fyrir harða andstöðu bæjarstjórn- ar og margra bæjarbúa. Í lok síðasta mánaðar sendi Áfengis- og tóbaksverslunin bæj- arstjórn bréf og óskaði eftir leyfi til að hefja rekstur vínbúðarinnar. Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti að fresta afgreiðslu erind- isins og fól bæjarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum, meðal annars um afgreiðslutíma fyrir- hugaðrar verslunar. Jafnframt var vakin athygli á því að ekki lægi fyrir starfsleyfi heilbrigðiseftirlits. Fulltrúar minnihluta bæjarstjórn- ar, Sjálfstæðisfélags Hveragerðis- bæjar, greiddu atkvæði gegn frestun og létu bóka að unnt væri að veita starfsleyfið á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Jafnframt kom fram í bókun fulltrúanna að þótt allir bæjarfulltrúar hefðu talið að vínbúðin væri betur komin í Sunnumörk mætti það ekki lita af- greiðslu þeirra á málinu nú. „Auðvitað verður þetta samþykkt“ Þorsteinn Hjartarson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi komið á óvart að ÁTVR hefði ekki sent umsókn um leyfi fyrr en rétt áður en opna átti búðina. Gögn hafi vantað sem nauðsynlegt væri að fá áður en afstaða væri tekin til þess. „Auðvitað verður þetta samþykkt,“ segir Þorsteinn. Hann neitar því að frestun á afgeiðslu leyfisins sé liður í þeim ágreiningi sem var um staðsetningu búðarinnar. Búið er að innrétta vínbúðina í söluskála ESSO við Breiðumörk og vörurnar komnar í hillur. Fyr- irhugað var að opna hana fyrir viku en við innkomuna í vænt- anlega vínbúð er miði þar sem sagt er að opnað verði þegar stað- festing berist frá bæjarstjórn. Er- indi ÁTVR til bæjarstjórnar er dagsett 28. janúar. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði við Fréttavef Morgunblaðsins í gær að fyrirtækið hefði verið að bíða eftir leyfinu sem þó hefði að þeirra mati verið raunverulega fengið með því að Hvergerðingar og bæj- arstjórnin hefði óskað eftir vínbúð- inni á sínum tíma. Höskuldur tók fram að starfs- leyfi heilbrigðiseftirlitsins hefði fengist tveimur dögum fyrir fund bæjarstjórnar og vakti einnig at- hygli á því að það væri ekki hlut- verk bæjarstjórna að ganga eftir slíkum leyfum. Þorsteinn Hjartarson sagði að erindi ÁTVR yrði tekið fyrir þegar umrædd gögn hefðu borist. Hann segir að þótt ekki sé fyrirhugaður fundur í bæjarstjórn fyrr en í næsta mánuði mætti kalla saman aukafund til að afgreiða brýn mál og síðan gæti bæjarráð einnig af- greitt málið en það kæmi saman tvisvar í mánuði. Bæjarstjórn frestar afgreiðslu rekstrarleyfis vínbúðar Verslunin bíður tilbúin til opnunar Selfoss | Smáratorg ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð fyrir um 20 þúsund fermetra verslanamiðstöð á Selfossi, vestan Ölfusár. Þar hyggst fyrirtækið byggja hús fyrir Rúmfatalagerinn og fleiri verslanir og aðra þjónustustarfsemi. Það verður þó væntanlega ekki fyrr en eftir fimm ár að svo. „Okkur finnst þetta spennandi kostur. Það eru 20 til 25 þúsund manns þarna á sumrin, ef við telj- um sumarhúsafólkið með. Straum- urinn virðist liggja þangað. Við ákváðum því að sækja um lóð þarna,“ segir Agnes Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Smáratorgs ehf. Aðaleigandi fyrirtækisins er Jákup Jacobsen í Rúmfatalagernum. Fyrirtækið sótti um lóð við Suð- urlandsveg, í iðnaðarhverfinu við innkomuna til Selfoss, vestan Ölf- usár. Þar hefur skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar samþykkt að úthluta fé- laginu lóð, alls 50 til 60 hektara. Nánari útfærsla er eftir. Um er að ræða svæði sem áður var búið að skipta í sjö lóðir. Bárður Guð- mundsson, skipulags- og bygginga- fulltrúi, segir að væntanlega verði að breyta deiliskipulagi á svæðinu í tengslum við lóðarúthlutunina. Agnes segir að næstu verkefni á vegum Smáratorgs sé að byggja verslunarmiðstöð við Vesturlands- veg og Turninn milli Smáratorgs og Smáralindar í Kópavogi. Síðan komi að uppbyggingu á Selfossi. Tíminn verði notaður til undirbún- ings og reiknar hún með að hægt verði að byggja þar eftir fimm ár. Hugmyndin er að byggja 20 þús- und fermetra verslunarmiðstöð, kaupgarð, eins og Agnes orðar það með áherslu á lágvöruverðsversl- anir. Yrði þetta tvöfalt stærri bygging en Smáratorg í Kópavogi. Reiknað er með að Rúmfatalager- inn verði með verslun í húsinu og þar verði einnig matvöruverslun, heimilisverslun og fleiri verslanir, jafnvel veitingastaður og hugs- anlega bensínafgreiðsla. Agnes segir að málið sé á byrjunarstigi og of snemmt að segja nánar til um hvaða starfsemi verði í húsinu. %%                  !  "" "" # $   %&   P(8  "! 1!%%     '"! *#5 ( '                            ! "# Smáratorg fær 50–60 hektara lóð undir versl- unarmiðstöð Þórshöfn | Fólksfækkun hefur víða staðið landsbyggðinni fyrir þrifum en Þórshöfn á Langanesi er þar undantekning því 3% fjölgun var nú á milli ára. Allt leiguhúsnæði á vegum sveitarfé- lagsins er fullnýtt og á þessum fyrstu tveim mánuðum ársins er búið að selja tvær íbúðir í eigu þess og fyrirspurnir eru um fleiri. Mikið barnalán hlýtur að ein- kenna þannig staði og svo er vissulega á Þórshöfn. Á leikskólanum Barnabóli eru þrjátíu og fjögur hress og kát börn sem þykir ekki margt á stærri leikskólum. Það er þó sérstakt að núna eru fernir tvíburar á Barnabóli og segir Steinunn leikskólastjóri að það sé hátt hlutfall. „Ég vann áður á leikskóla með 100 börnum og þar voru engir tvíburar,“ sagði Steinunn, ánægð með frjósemina á Þórshöfn. Tvennir tvíburar hætta í vor og setjast í fyrsta bekk Grunnskólans; það eru þær Sonja og Díana Gunnarsdætur og dreng- irnir Óli og Þórhallur Agnarssynir. Þeir urðu 6 ára í janúar en þær nú í febrúar. Feður þeirra, Agnar og Gunnar eru báðir sjómenn á sama bát, Geir ÞH- og heyrst hefur að fólk sem hyggur á barneignir sjái Geirinn fyrir sér sem ákjósanlegan vinnu- stað – en þar mun vera fullmannað. Á yngri deildinni eru „litlu víkingarnir“ eða Birkir og Heiðmar Víkingssynir sem verða 2ja ára í apríl og í nóvember bættust í hópinn fjögurra ára gömlu tvíburarnir Krystian og Justyna, sem eru pólsk. Þau hafa aðlagast vel og fá nýbúafræðslu á leik- skólanum. Leikskólinn var stækkaður fyrir þremur árum því brýn þörf var á stærra húsnæði og ekki er annað að sjá en að litla fólkið þar sé ánægt með lífið og tilveruna á Þórshöfn. Morgunblaðið/Líney Fernir tvíburar eru nú á leikskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.