Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 53 Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU á fimmtudag risu menn úr sætum í lok sýningar til að hylla leik- stjórann Eddu Heiðrúnu Backman. Áhorf- endur höfðu margar ástæður til að gera það. Í tvo áratugi hefur hún verið ein fremsta leik- kona þjóðarinnar. Hún er hugrökk kona. Hún valdi sjálf þetta verk Mýrarljós til flutnings, – verk sem snertir á ólíka vegu tilfinningar okk- ar og aldagömul minni sem við berum innan- borðs – verk sem gefur kvennablóma Þjóðleik- hússins tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Hún er skynsöm kona. Hún valdi til samstarfs við sig tvo Grikki, annan leikstjóra, Giorgos Zamboulakis, og búninga- og grímugerð- armanninn, Þanos Vovolis, sem báðir flytja með sér ferskar hugmyndir inní húsið, önnur, löngu þráð, vinnubrögð. Hún skilar í þetta fyrsta skipti sýningu sem ber af öllum frum- raunum sem ég hef séð þar til fjölda ára og endurspeglar meiri djörfung og metnað fyrir hönd leiklistarinnar en þar hefur einnig sést lengi. Verkið gerist frá sólarupprás til sólarlags við stórt mýrlendi, Kattarmýri, í afskekktri byggð á Írlandi þar sem menn og draugar vafra hver innan um annan. Í mýrinni hefur konan Hester Svan alist upp og einangrað sig, skilin þar eftir barn að aldri af móðurinni. Djúp og leyndardómsfull er líka Hester Swan eins og mýrin og nátengd náttúrunni villt og ástríðufull. Á þessum degi þarf Hester að horf- ast í augu við það að Karþak Kilbride, fyrrum elskhugi hennar og faðir barnsins hennar Jósí ætlar að ganga að eiga yngri konu Karolínu Cassidy. Karþak og nýi tengdafaðirinn Xiaver Cassidy vilja einnig hrekja Hester til annarrar borgar úr húsi hennar við mýrina. En Hester vill ekki yfirgefa mýrina, hún á þá von að þang- að snúi móðir hennar aftur, þar vill hún ala dóttur sína upp. Reið og særð rís hún upp til varnar með skelfilegum afleiðingum. Jón Axel Björnsson býr til víðáttu mýrinnar með nánast auðu leiksviði og einangrun Hest- erar með hóli- mýri (upphækkun) aftast á svið- inu sem allir þurfa að príla yfir til að komast að húsi hennar. Birni Bergsteini Björnssyni gef- ast ekki mörg tækifæri til að sýna hæfileika sína að þessu sinni þar sem litlar breytingar eru á leikmyndinni – en innkoma látna bróð- urins úr vatninu þar sem með borði í brúð- kaupsveislu er búið til annað svið á sviðinu er einn af hápunktum sýningarinnar og hefðu hann og Jón Axel mátt að skaðlausu fá rými til að skapa fleiri slíkar fantasíur undir fínlegri tónlist Atla Heimis. Eyðilegt sviðið fær hins vegar áhorfandann til að einbeita sér að leikaranum og það er leik- arinn og færni hans sem eru aðalatriðið í þess- ari sýningu. Í stuttu máli töfrar Giorgios Zamboulakis sem leikstýrir sviðshreyfingum og raddbeitingu nýjar hliðar fram hjá öllum leikurum. Og er vel studdur af öðrum töfra- manni Þanos Vovolis. Leikararnir hreyfa sig og tala á allt annan máta en áður og margir þeirra eru að gera undraverða hluti, jafnvel al- gjör aukahlutverk eins og þjónustustúlkurnar og þrí-fararnir Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir sitja manni í minni svo og litli þjónninn hann Arnmundur Ernst Backman. Ívar Örn Sverrisson leikur drauginn bróður Hesterar, líður áfram einsog hafi hann ekki fast land undir fótum, svífandi vera úr öðrum heimi, svipbrigðalaus, slokrar loft. Eru ekki draugar einmitt svona?! Barnið, Kristbjörg María Jensdóttir leikur litlu kotrosknu dótt- urina Jósí af húmor og ótrúlega fagmannlega. Vigdís Hrefna Pálsdóttir nær flottri stærð á sviðinu sem litla postulínsdúkkan Karólína er engum vill eiginlega gera illt, og vekur bæði samúð og hlátur. Edda Arnljótsdóttir er vin- gjarnleg nágrannakona, sem orðin er skökk og skakklappa af allri vinsemdinni og jámennsk- unni og fín er uppbyggingin hjá henni þegar hún loks getur tekið sig saman og verið hug- rökk. (Hún þarf nú að fara að leika burð- arhlutverk.) Kristbjörg Kjeld gæðir líka föð- urömmu Josí, þessa meinyrtu, nísku, kúguðu, barnslegu konu, yndislega kómísku látbragði en af hverju er hún látin beita röddinni svona hátt? Sigurður Sigurjónsson er auðvitað líka kostulegur í litlu hlutverki sem ellihrumur prestur og ekkert spaugstofulegur. Þá er Kristján Franklin Magnús trúverðugur yf- irgangsseggur sem Xiaver Cassidy, en leikur hans sem draugasafnari með grímurnar, and- litin tvö, raddirnar tvær sem hann mótar svo listavel, hreyfingar hans þar, eftirminnilegri. Stærsta skref fram á við tekur þó Guðrún S. Gísladóttir sem leikur blindu kattarkon- una, hún er í átta orðum sagt í hreyf- ingum og rödd malandi köttur í konulíki. Hér hefur þessi greinda leikkona fengið aðferð í hendur sem nýtist henni full- komlega. Baldur Trausti Hreinsson leik- ur elskhugann Karþak og túlkar ástina á dótturinni vel, einnig hörku hans og mis- kunnarleysi gagnvart Hester – en það vantar töluvert á að samband hans við Hester sé fullunnið. Hin sameiginlega sekt þeirra, sektarkennd, sem gerir böndin milli þeirra óslítanleg engu síður en barnið og er svo stór þáttur í harmleik Hesterar er ekki unnin út í sýningunni. Að sumu leyti brotnar sýningin í þrennt: Í harmrænan að nokkru leyti upphafin leik Halldóru Björnsdóttur með stóru látbragði sem hún vinnur að sjálfsögðu glæsilega úr og á áhrifaríkan hátt meðal annars þegar hún sveiflast á milli stórra tilfinninga og miðlar okkur sársauka hennar og reiði. Stílfærðan leik katt- arkonunnar og þeirra grímuklæddu. Og svo nálgast menn hlutverkin með hefð- bundinni raunsæis aðferð. Í sjálfu sér er ekkert að því að leiknir séu mismunandi stílar í einni leiksýningu – en hér verða þeir til þess að ekki tekst að miðla stærstu tilfinningunum sem liggja til grundvallar ákvarðana Hester, tilfinn- ingum sem aðeins er hægt að afhjúpa í samleik. Og hins vegar víkur stundum áherslan á framvindu sögunnar og þróun persónu Hesterar fyrir því að einum leik- ara er gefið of mikið pláss of mikill tími. Þegar Hester ætti að vera í fókus er einhver annar það. Þessa annmarka má áreiðanlega skrifa á það að Mariana Carr byggir þetta fremur hefðbundna verk sitt sem stendur föstum fót- um í írskri leikritahefð lauslega á gríska harm- leiknum um Medeu. Þess vegna er sennilega þessi klofningur. Menn vilja geta leikið stóran harmleik en detta svo ofan í formgerð verks- ins. Það skyggir hins vegar ekki á hitt að hér er verið að gera tilraunir, leita nýrra leiða fyrir leikarana og allir eru þeir að skapa eitthvað nýtt, vinna ný lönd. Og hér fá áhorfendur að njóta þess að hlæja og gráta. Vonandi fær Edda Heiðrún þessa tvímenninga aftur til liðs við sig og þá kannski í glímu við grískan harm- leik. Lofað sé hugrekkið LEIKLIST Þjóðleikhúsið Eftir Marinu Carr í þýðingu Árna Ibsen. Höfundur tón- listar: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjóri: Edda Heið- rún Backman, Leikstjóri sviðshreyfinga, radda og gríma: Giorgios Zamboulatis, leikmynd: Jón Axel Björnsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Björnsson. Bún- ingar og gervi: Þanos Vovolis. Leikarar: Halldóra Björnsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Kristbjörg María Jensdóttir/Bríet Ólína Kristinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Kristján Franklín Magnús, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnmundur Ernst Backman. Stóra svið fimmtudag 10.febrúar, kl. 20.00 Mýrarljós María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Golli „Hér er verið að gera tilraunir, leita nýrra leiða fyr- ir leikarana og allir eru þeir að skapa eitthvað nýtt, vinna ný lönd,“ segir María Kristjánsdóttir m.a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.