Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 51 DAGBÓK Reykjavíkurmótið í tvímenningi. Norður ♠ÁK10 ♥Á532 S/AV ♦75 ♣10985 Vestur Austur ♠D9 ♠G4 ♥D64 ♥K87 ♦Á96 ♦KG102 ♣DG743 ♣ÁK62 Suður ♠876532 ♥G109 ♦D843 ♣– Friðjón Þórhallsson og Vilhjálmur Sigurðsson tóku sín fyrstu spil saman í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi síð- astliðinn laugardag. Skortur á sam- hæfingu háði þeim lítt og þeir unnu sannfærandi sigur með 59,2% skor. Ás- mundur Pálsson og Guðm. P. Arnarson urðu í öðru sæti (55,6%), en bronsið kom í hlut Ragnars Magnússonar og Bjarna H. Einarssonar (54,2%). Reykjavíkurmeistararnir fengu hreinan topp í spilinu að ofan. Eins og sjá má liggur punktastyrkurinn í AV, en hins vegar má fá tíu slagi í spaða- samningi í NS. Friðjón og Vilhjálmur fengu að spila þrjá spaða doblaða eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – – Pass Pass Pass 1 grand 2 spaðar 3 lauf 3 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Vilhjálmur var í sagnhafasætinu og fékk út lauf. Spilið liggur til sókn- arinnar og Vilhjálmur tvísvínaði í hjarta og tryggði sér þar þrjá slagi til viðbótar við sjö á tromp. Sem gaf 630 og topp. Á nokkrum borðum spiluðu AV þrjú grönd og unnu, því spaðinn er illa stífl- aður. En það sást líka að NS „fórnuðu“ í fjóra spaða yfir þremur gröndum og sú fórnarsögn varð óvænt að vinnings- sögn og gaf 590. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Ásgarður | Þorrablót SÁÁ í Ásgarði, Glæsibæ. Húsið opnað kl. 19. Miða- sala á skrifstofu SÁÁ í Síðumúla 3–5. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð á morgun kl. 14. Annar dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús fyrir félagsmenn FEBK og gesti þeirra í félagsheimilinu Gjábakka laugardaginn 12. febrúar. Hefst kl. 14 Dagskrá: Upplestur o.fl. kaffi og með- læti. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leikfélagið Snúður og Snælda frum- sýna leikritið Ástandið á morgun kl. 14 í Iðnó. Næsta sýning verður mið- vikudag 16. febrúar kl. 14, miðasala í Iðnó og skrifstofu FEB. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag og á morgun kl. 13–17 er opin listsýning Sigríðar Salvarsdóttur frá Vigur úr mannshári. Listakonan er á staðnum í dag og á mánudag frá hádegi. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Gönguhópur Háaleit- ishverfis fer frá Hæðargarði 31 alla laugardagsmorgna hvernig sem veð- ur er. Boðið upp á teygjuæfingar og íslenskt vatn að göngu lokinni. Til- valin samverustund fyrir alla fjöl- skylduna. Upplýsingar í s. 568–3132. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund alla laugardag kl. 20. Einnig eru bænastundir alla virka morgna kl. 7–8. Ath. breyttir tímar á morgunbænastundunum. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 20 heppnir námsmenn í Námsmannaþjónustu Íslandsbanka fá 15.000 króna bókakaupastyrk núna í febrúar. SÆKTU UM Á ISB.IS – DREGIÐ 21. FEBRÚAR BANKAÁBYRGÐ Á NÁMSLÁNUM Námsmenn í Námsmannaþjónustu Íslandsbanka geta nú fengið bankaábyrgð á námslán sín í stað sjálfskuldarábyrgðar. Nánari upplýsingar á isb.is, í útibúum Íslandsbanka og í þjónustuveri í síma 440 4000. BÓKAKAUPASTYRKUR! PENINGAR eru viðfangsefni fyrirlestratvennu sem Lista- safnið á Akureyri efnir til í samstarfi við Gilfélagið. Fyrri fyrirlesturinn fer ein- mitt fram í dag kl. 15 í Ket- ilhúsinu, en þar veltir Jón Proppé, gagnrýnandi og heimspekingur, fyrir sér „nokkrum hliðum á sama peningnum“. Í tilkynningu frá Listasafn- inu á Akureyri segir m.a. „Peningar eru furðuverk, flóknir og einfaldir í senn, blessun og byrði, guðsgjöf og bölvun. Þeir eru að sumu leyti mjög áþreifanlegur hlutur, stabílli, áreiðanlegri, raunverulegri en jörðin sem við stöndum á. Samt hvílir einhver leyndardómur yfir peningunum, einhver hula sem engum hefur tekist að svipta af þeim. Peningar eru ígildi allra hluta, einfaldur mælikvarði í heimi sem er sundurleitur og óend- anlega margræður, en einfaldleiki peninganna er blekking.“ Í fyrirlestri sínum mun Jón ræða um peninga og siðmenningu, en fyrirlest- urinn er í tengslum við sýninguna „Stríðsmenn hjartans,“ sem nú stendur yf- ir í Listasafninu á Akureyri en þar má meðal annars sjá 100 milljónir króna í reiðufé, en sýningunni lýkur 6. mars. Jón Proppé veltir sér upp úr peningum 90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 12. febrúar, er níræð Sig- ríður Jónsdóttir, Sólvangsvegi 1, áður Hringbraut 35, Hafnarfirði. Hún tek- ur á móti gestum í Skútunni, Hóls- hrauni 3, milli kl. 15 og 18. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Á morgun, 13.febrúar, verður Stefan Stef- anson, fyrrverandi fógeti í Gimli, 90 ára. Fjölskylda hans heldur honum samsæti í Minerva samkomuhúsinu í Gimli kl. 14–16 á morgun, sunnudag, en þeir sem ekki komast í veisluna geta sent honum rafpóst (sjson@mts.net) eða kveðju með bréfi. Heimilisfangið er 416 – 94 1st Ave, Gimli MB R0C 1B1, CANADA. 50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 12. febrúar, er fimmtugur Jón Kr. Friðgeirsson, bryti á varð- skipinu Tý. Hlutavelta | Á dögunum héldu tvær ungar stúlkur hlutaveltu á Garðatorgi í Garðabæ til styrktar Regnbogabörn- um, samtökum gegn einelti. Þær söfn- uðu 2.217 krónum. Stúlkurnar heita Gyða Jóhannsdóttir, átta ára nemi í Flataskóla í Garðabæ, og Rut Guðna- dóttir, tíu ára nemi í Lindaskóla í Kópavogi. „HEITIR reitir“ er yfirskrift sýn- ingar á ljósmyndum Báru K. Krist- insdóttur ljósmyndara sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur í dag kl. 16. Bára er að góðu kunn sem auglýsinga- og iðnaðarljós- myndari hér á landi. Meðfram þeirri vinnu hefur hún einnig sinnt eigin listsköpun á sviði ljósmyndunar, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga frá byrjun ferils síns. Myndefni Báru á sýningunni eru gróðurhús. Myndirnar gefa innsýn í þennan heillandi heim og leitast hún við að fanga það sjónarspil sem skapast út frá andstæðum; innan- dyra og utandyra. Aðeins gler og járngrind skilja á milli og hafa um- hverfisþættir eins og birta, hiti og kuldi afgerandi áhrif á útkomu myndanna sem í senn endurspegla fegurð og framandleika. Í mynd- unum má einnig greina skírskotanir til listasögunnar og minna margar þeirra á hollenskar kyrralífsmyndir þar sem draumurinn um Edensgarð- inn var hafður í hávegum. „Mér finnst gróðurhúsin mjög heillandi heimur, það skilja þarna að fimm millimetrar að vera inni í hita og raka eða úti í byl,“ segir Bára. „Gróðurhúsin eru heitir reitir, þetta er alveg samnefni. Hér og þar á Ís- landi eru svona heitir reitir sem eru í senn framandi og kunnuglegir, nokkurs konar gular kúlur sem stíga upp úr snjónum.“ Heitir reitir, í senn framandi og kunnuglegir Ljósmyndasafn Reykjavíkur er í Grófinni, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýning Báru stendur til 22. maí og er opin frá kl. 12–19 á virkum dög- um en frá kl. 13–17 um helgar. ULLARVETTLINGAR Myndlist- arakademíu Íslands verða afhentir tilgerðarlausum íslenskum mynd- listarmanni í kvöld kl. 20.30 á Næsta bar. Í tilkynningu frá Mynd- listarakademíunni segir að við- urkenningunni sé ætlað að beina augum þjóðarinnar að því nauðsyn- lega afli sem myndlistin er á þroskabraut hverrar þjóðar og gildi hennar í fortíð, nútíð og fram- tíð. „Einnig er viðurkenningunni ætlað að vekja athygli á þeim myndlistarmanni sem hefur dug, þor og frumleika til þess að ausa af þeim nægtabrunni sem geymir forn og ný sannindi um eðli þeirrar þjóð- ar sem kallar sig Íslendinga,“ segir ennfremur. Þetta er í fimmta sinn sem Ull- arvettlingarnir eru veittir, en í til- efni fimm ára afmælisins munu fyrrum handhafar vettlinganna verða sérstakir heiðursgestir við afhendinguna. Ullarvettlingar afhentir TÓNLEIKASYRPAN 15:15 tekur upp þráðinn að nýju í Borgarleik- húsinu í dag kl. 15.15, en slagverks- hópurinn Benda heldur fyrstu tón- leika sína á þessu ári sem eru jafnframt 40. tónleikarnir sem 15:15 flytjendahópurinn heldur í sam- starfi við Leikfélag Reykjavíkur. Benda hefur undanfarin ár leikið fyrir grunnskólanemendur tónleika- dagskrá byggða á tónlist frá fram- andi slóðum heimsins. Í þetta sinn verður öllum aldurhópum boðið að slást í för með Bendu og heimsækja staði sem eru annaðhvort raunveru- legir eða einungis til á tónlistarlegu landakorti slagverkssafnsins. Þá mun Benda leika nýja tónlist sem sett hefur verið saman fyrir þetta tækifæri, en þar er að finna kjallaraferð niður í lægstu mögu- legu tíðnisvið tónlistarinnar, kamm- ermúsíktilburði stóru trommunnar og sitthvað fleira. Gestir Bendu verða þeir Jóel Pálsson og David Bobroff sem blása ferskum vindum niður í þau hyldýpi sem eru kontra- bassaklarinett og kontrabassabás- úna. Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout eru með- limir Bendu, en þeim til halds og trausts er þeirra tryggi gestaleikari Snorri Sigfús Birgisson. Framandi slóðir hjá 15:15 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.