Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 35 MINNINGAR ✝ Kristbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Steinsstöð- um á Djúpavogi 7. september 1924. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorsteinsson, f. 26.7. 1895, d. 23.5. 1973, og Ragnheiður Sig- ríður Kristjánsdótt- ir, f. 28.4. 1888, d. 22.7. 1956. Systkini Kristbjargar eru Jón Jónsson, f. 1912, d. 1926, Guðlaug- ur Jónsson, f. 10.5. 1909, d. 19.3. 1992, Þórhallur, f. 22.7. 1921, Ragnhildur, f. 14.6. 1923, d. 15.3. 2004, Þorgerður, f. 2.11. 1923, Ólafur, f. 24.6. 1927, Kristín, f. 25.1. 1930 og Hjörtur, f. 10.1. 1934. Sonur Kristbjargar og Lýðs Björnssonar er 1) Sævar, f. 2.12. 1944, maki Valgerður Jónsdóttir, með Ásbirni Karlssyni fiskmats- manni á Djúpavogi, f. 9.4. 1917, d. 11.1. 1987, börn þeirra eru: 6) Ás- björn, f. 10.1. 1958, maki Elín Stur- laugsdóttir, börn Sturlaugur Jón, Sindri Egill og Rakel. 7) Þorsteinn, f. 21.5. 1959, börn hans og Maríu Jósefsdóttur eru Davíð Þór, Sara og Martína fósturdóttur hans. 8) Kristín, f. 31.3. 1961, sonur hennar og Jóhanns Gunnarssonar er Ró- bert. Kristín á eitt barnabarn. 9) Hrönn, f. 14.5. 1962, maki Kristján Ragnarsson, börn Óliver Ás og Ragnar Sigurður. 10) Drengur, f. andvana í júní 1963. Kristbjörg gekk í barnaskóla á Djúpavogi og sleit þar barnsskón- um. Á unglingsárum var hún í sveit á Löndum í Stöðvarfirði og síðar lá leið hennar suður og var hún m. a. kaupakona á Suðurlandi og á Blikastöðum í Mosfellssveit og síðar í vist hjá Haraldi Guð- mundssyni, ráðherra. Fyrri hluta árs 1945 hélt hún aftur til Djúpa- vogs og átti þar heima upp frá því. Kristbjörg starfaði hjá Búlands- tindi á Djúpavogi frá 1970 allt til ársins 1991. Útför Kristbjargar fer fram frá Djúpavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. börn þeirra eru Birg- ir, Guðmundur, Hild- ur, Jón og Atli. Barna- börn Sævars eru þrjú. Kristbjörg hóf sam- búð árið 1946 með Ás- geiri Karlssyni verka- manni á Djúpavogi, f. 24.6. 1923, d. 5.2. 1955, börn þeirra eru: 2) Björg, f. 9.9. 1946, maki Magnús Bene- diktsson. Börn hennar og Eyjólfs Ólafssonar eru Hugrún, Eyrún og Kristbjörg. Barna- börn Bjargar eru átta og barnabarnabörn tvö. 3) Emma, f. 15.2. 1948, maki Ívar Björgvins- son, börn Ásgeir, Halldór Björgvin og Margrét. 4) Róbert, f. 19.9. 1949, d. 26.7. 1968. 5) Ragnheiður, f. 19.7.1951, maki Gunnar Þór Guðmundsson, börn Þorbjörg, Guðmundur Heiðar og Elmar. Barnabörn Ragnheiðar eru fjögur. Kristbjörg hóf sambúð árið 1957 Elsku besta amma, við munum kveðja þig með miklum söknuði, við sem óskuðum þess svo innilega að þú yrðir hundrað ára. Við þökkum þér þær góðu stundir sem við fengum að eiga með þér. Mikið fannst okkur nú gott að koma í heimsókn til þín, því þú áttir alltaf einhvert góðgæti handa okkur, gott var að geta gengið að syk- urpúðunum vísum í skápnum hjá þér, því þú vissir hvað okkur þóttu þeir góðir, og ekki megum við gleyma pönnukökunum þínum, þær voru langbestar hjá þér. Alltaf var nú gaman hjá okkur þeg- ar við sátum við eldhúsborðið hjá þér og spiluðum veiðimann og þjóf, kannski vorum við nú pínu óþægir stundum en alltaf áttir þú næga þol- inmæði handa okkur. Þú varst alltaf svo góð við okkur og gott að koma til þín. Við munum sakna þín mikið mikið og biðjum við góðan guð að geyma þig vel elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þínir ömmustrákar Óliver Ás og Ragnar Sigurður. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara hann hugsi soldið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur upp til þín. (Megas.) Elsku amma. Þegar maður er barn er manni sagt að amma og afi séu englar í dular- gervi, ég er ekki frá því að það sé rétt a.m.k. í þínu tilviki. Ef það reynist rétt hjá mér ertu komin á þinn rétta stað og getur nú fylgst með öllum af- komendum þínum vaxa og dafna. Það er margs að minnast frá þeim tíma sem við eyddum saman amma mín. En flestar eru nú minningarnar þannig að þú hafir verið að stjana eitt- hvað í kringum mig. Alltaf gat maður verið viss um að fá eitthvað gott að borða hjá þér og get ég lofað þér því að ég fæ hvergi betri mat en þann sem þú eldaðir ofan í mig í Nýborg. Við gátum rætt um alla heimsins hluti, gátum hlegið að sömu hlutun- um, horfðum saman á sjónvarpið, spiluðum kasínu o.s.frv. Það vantar mikið inn í tilveru mína núna. Það er svo skrýtið að vita til þess að næst þegar ég kem á Djúpa- vog þá verður þú ekki þar. Engin amma að leggja kapal inni í eldhúsi, engin amma að horfa á sjónvarpið, engin amma að fíflast í ömmustrák- unum sínum, engin amma að taka á móti gestum og bjóða þeim uppá kaffi og með því. Engin amma til þess að taka á móti mér þegar ég kem inn í Nýborg. En eins og Megas segir í laginu hér að ofan, þá líður tíminn áfram og teymir mann á eftir sér, og það eina sem ég get vonast eftir er að hann leiði mig síðar aftur upp til þín, amma mín. Nú ert þú komin upp til þinna ástvina og átt vonandi eftir að fylgjast með okkur afkomendum þínum áfram. Ég mun alltaf minnast þín sem þeirrar hraustu, hressu og glöðu konu sem þú varst, frábær móðir, stórkost- leg amma og umfram allt falleg sál. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, amma mín, þú hefur gefið mikið af þér og átt skilið þá hvíld sem þú færð nú hjá afa og öllum hin- um sem hvíla með þér. Ég sakna þín, Róbert. Nú er elsku Kristbjörg farin, við mæðginin horfum á eftir henni með söknuð og þakklæti í hjörtum okkar. Kristbjörg var yndisleg kona, svo góð, dugleg og kraftmikil. Þegar ég hitti hana fyrst, áramótin 97-98, sá ég og fann strax hversu góða kona hún var. Hún tók mér svo vel og ég varð strax partur af fjölskyldunni. Að koma til Kristbjargar í Nýborg var einsog að koma á 5 stjörnu hótel, þvílíkur gestgjafi, morgunmatur, heitur matur í hádeginu, sætabrauð um 3 og svo kvöldmatur. Alltaf kvaddi maður saddur, sæll og þakklátur. Já það var sko yndislegt að koma í Ný- borg og alltaf var maður jafn velkom- in. Söknuður Patreks Leós er mikill. Ekki fyrir svo löngu síðan kom send- ing til hans í póstinum, mikið var hann glaður en þegar ég sagði að sendingin væri frá langömmu, þá varð hann yfir sig kátur, hann reif upp pakkann í of- boði einsog honum einum er lagið, í pakkanum var húfan hans sem hann hafði gleymt hjá langömmu sl. sumar, þúsund krónur, pennaveski og lítill miði með kveðju frá langömmu, hann ljómaði af gleði, mikið var langamma góð. Langamma var frábær í hans aug- um. Pennaveskið passar hann sko vel, hann ætlar að nota það þegar hann byrjar í skólanum. Við Patrekur erum heppin að eiga óteljandi góðar minningar um Krist- björgu, sem við höfum verið að rifja upp síðustu daga og við munum halda því áfram, því það er svo yndislegt og dýrmætt að eiga góðar minningar um svona frábæra konu. Þó að söknuðurinn sé mikill getum við huggað okkur við það að við eigum þessar minningar, og við vitum að langömmu líður vel, núna er hún uppi hjá guði að baka rúgbrauð og leggja kapal. Elsku Róbert, Kristín og ykkar frábæra fjölskylda, megi góður guð vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Elsku Kristbjörg, takk fyrir allar góðu stundirnar, takk fyrir allt. Guð blessi þig. Esther. KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Elsku besta langamma. Það var svo gaman að vera hjá þér alltaf, ég fékk alltaf svo gott að borða. Það var líka svo gaman að fylgjast með þér gera kapal. Það verður voða skrýtið að koma á Djúpavog og þú ert ekki þar. Ég sakna þín rosalega mikið. Þinn langömmustrákur, Patrekur Leó. HINSTA KVEÐJA Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HJÖRLEIFS TRYGGVASONAR, Ytra-Laugalandi. Vilborg Þórðardóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Ívar Ragnarsson, Grettir Hjörleifsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Þórður Hjörleifsson, Hildur Larsen, Hugrún Hjörleifsdóttir, Einar Gíslason, Jóhannes H. Hjörleifsson, Hildur Magnúsdóttir, Jón Elvar Hjörleifsson, Kolbrún I. Rafnsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BRYNHEIÐAR KETILSDÓTTUR frá Ketilsstöðum, Mýrdal, Austurgerði 1, Vestmannaeyjum. Hjartans þakkir til alls starfsfólks við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fyrir einstaklega góða umönnun liðinna nær 10 ára. Alúðarþakkir til allra annarra er aðstoðað hafa okkur. Guð blessi ykkur öll. Arnfrið Heiðar Björnsson, Guðlaugur Grétar Björnsson og aðrir ástvinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR EINARSDÓTTUR, Ásbraut 3, Kópavogi. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar K. Magnússon, Katla Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN FRIÐRIKSDÓTTIR, Furulundi 6c Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Reynir Sigursteinsson, Katrín Haraldsdóttir, Gunnar Sigursteinsson, Björg Ragúels, Steindór Sigursteinsson, Erla Baldursdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MAGNEA DAGMAR TÓMASDÓTTIR, Engihjalla 19, Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 15. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Minningarsjóð Hvíta- bandsins njóta þess, sími 820 2124. Rúnar Þórhallsson, Þórhallur Rúnar Rúnarsson, Guðrún Vigdís Jónasdóttir, Tómas Rúnarsson, Hrefna Jónsdóttir, Lísa Margrét Rúnarsdóttir, óskírð Tómasdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORKELL JÓHANN SIGURÐSSON, Hátúni 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðju- daginn 8. febrúar. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Albert Ágústsson, Sigurður E. Þorkelsson, Hildur Harðardóttir, Guðríður Þorkelsdóttir Svendsen, Flemming Svendsen, Þorkatla Þorkelsdóttir Donnelly, Thomas Donnelly, Gísli Þorkelsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.