Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björg Ebeneser-dóttir fæddist á Rauðbarðarholti í Hvammssveit í Dala- sýslu 1. maí 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 2. febrúar síðastliðinn. Foeldr- ar hennar voru Ebeneser Kristjáns- son, f. 23. september 1882, d. 13. október 1909 og Elínbjörg Jónasdóttir, f. 1864, d. 28. ágúst 1939. Fyrri maður Elín- bjargar var Jóhannes Jónsson, synir þeirra voru Jóel, Guðjón, Þórarinn og Jóhannes, en þrír drengir dóu ungir. Elínbjörg og Jóhannes voru búsett í Ásgarði í Hvammssveit. Jóhannes lést 1899, en Elínbjörg bjó í Ásgarði til 1901, en þá flutti hún að Rauð- barðarholti og hóf búskap með Ebeneser og þar fæddist Björg. Ebeneser lést árið 1909, en Elín- björg var í húsmennsku á Rauð- barðarholti, þar til hún flutti á Valþúfu á Fellströnd, ásamt Björgu þá 11 ára gamalli, en Jóel sonur hennar byrjaði þá búskap þar. Þaðan fluttu þau síðan að Svínaskógi, á Fellströnd, en Björg var þá 17 ára. Björg stundaði nám við Húsmæðraskólann að Staðar- felli, veturinn 1928-29. Eiginmaður Bjargar var Guð- mundur Þorbjörn Ólafsson, bóndi í Sælingsdalstungu í Hvamms- sveit, f. 14. mars 1891, d. 6. maí 1958foreldrar hans voru þau Val- gerður Þorbjarnardóttir og Ólaf- ur Jónsson í Fremra Skógskoti í Miðdölum. Björg og Þorbjörn byrjuðu búskap í Sælingdalstungu og bjuggu þar í tvö ár, en fluttu þaðan að Harrastöðum í Miðdöl- um árið 1935 og bjuggu þau þar, fram til þess að Þorbjörn veiktist og dó. Eftir það bjó hún þar ásamt Jóel syni sínum, en Jóel tók síðar alveg við jörðinni. Börn Bjargar og Þorbjarnar eru: 1) Valgerður, f. 17.3. 1934, maki Júlíus Eiðsson, f. 4.1. 1919, búa á Dalvík. Börn þeirra eru: a) Eyrún Kristín, f. 12.3. 1955, maki Óskar Haukur Óskarsson, f. 24. 9. 1955, búa á Bakkafirði; börn þeirra, Tómas Björn, unnusta Elín Auður Ólafs- dóttir, Ívar Örn, unnusta Edda Sif Eyjólfsdóttir, og Eva Björg. b) Guðmund- ur Þorbjörn, f. 20.8. 1958, maki Áslaug Valgerður Þórhalls- dóttir, f. 8.2. 1964, búa á Dalvík, börn þeirra, Björn Þór, Valþór Bjarki og Snæþór Júlíus. c) Valur Björgvin, f. 25.12. 1962, maki Ester Margrét Ott- ósdóttir, f. 20.6. 1963, búa á Dalvík, börn þeirra, Hrund, Kristín, Úlfar og Ýmir. d) Júlíus Garðar, f. 2.2. 1966, maki Gréta Guðleif Arn- grímsdóttir, f. 12.5. 1973, búa á Akureyri, börn þeirra, Júlía Mar- grét, Eiður Máni og Valgerður María. 2) Guðmundur, f. 17.3. 1936, býr í Reykjavík. Sonur hans og Sigþóru Guðrúnu Oddsdóttur, f. 30.7. 1946 er Bjarki Þór, f. 23.6. 1966, maki Erla Kristín Sigurðar- dóttir, f. 29.6. 1967, búa í Hafn- arfirði, börn þeirra, Guðrún Lísa, Telma Björk og Karítas Sif. 3) Jó- el Vésteinn, f. 4.7. 1938, maki Sig- ríður Skarphéðinsdóttir, f. 3.4. 1944, búa á Harrastöðum í Dala- sýslu. Börn þeirra eru: a) Þor- björn, f. 8.8. 1974, maki Ragnheið- ur Jónsdóttir, f. 3.1. 1972, búa á Harrastöðum 2, börn þeirra, Arn- ar Freyr og Helgi Fannar. b) Við- ar, f. 5.2. 1977, maki Þórunn Björk Einarsdóttir, f. 19.7. 1980, búa í Búðardal, dætur Viðars eru Júlía Líf og Ester Þóra. Uppeldisdóttir Jóels og dóttir Sigríðar er Fanney Kristjánsdóttir, f. 31.1. 1968, maki Brynjólfur Gunnarsson, f. 27.9. 1966, búa í Búðardal, börn þeirra, Jóhanna Lind, Ívar Atli, Árný Björk og Íris Dröfn. 4) Elínbjörg, f. 10.7. 1941, maki Hörður Elías- son, f. 31.8. 1941, búa í Mos- fellsbæ. Börn þeirra eru: a) Björg, f. 29.4. 1968, maki Sigurður Óli Ólafsson, f. 1.6. 1968, búa í Banda- ríkjunum, börn þeirra, Oddur og Elísabet. b) Lilja, f. 29.4. 1971, maki Jón Kristinn Snorrason, f. 13.3. 1970, búa í Reykjavík, börn þeirra, Gauti og Kristín. c) Heiða, f. 9.5. 1977, býr í Mosfellsbæ. Útför Bjargar fer fram frá Kvennabrekkukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í hvert sinn er ég kvaddi ömmu mína eftir heimsókn til landsins lét hún í ljós efa um að við ættum eft- ir að hittast aftur. Hún var raunsæ manneskja og furðaði sig stundum á langlífinu og þó hún gerði sjálf ekki mikið úr aldarafmælinu sínu þá var ég ákaflega montin af henni. Sem stelpa fékk ég á sumrin að njóta þess að dvelja hjá ömmu í sveitinni. Ég man svo vel eftir notalega herberginu hennar á Harrastöðum; tifinu í klukkunni, öllum fallega útsaumnum og engla- myndunum sem héngu yfir rúm- inu. Amma var svo vandvirk. Hún saumaði í, prjónaði sokka og vett- linga á okkur barnabörnin og fal- lega dökka hárið hennar var alltaf svo snyrtilega fléttað í tvær fléttur sem náðu henni langt niður á bak. Síðustu árin bjó amma á Hrafn- istu í Reykjavík. Þó heyrnin og sjónin væru orðin léleg þá fylgdist hún alla tíð vel með sínum nán- ustu. Minnið brást henni aldrei og ekki heldur jafnaðargeðið. Við kveðjum þig, elsku amma, með þeim hætti sem þú varst vön að gera, Guð veri með þér. Björg og fjölskylda. Minning: þú að skenkja mér ný- mjólk í könnu, manstu þessa hvítu með rauðu og bláu fuglunum, ég sit á grænu fjársjóðskistunni þinni, við eldhúsborðið, inni í eld- húsinu þínu á Harrastöðum, velti því fyrir mér hvað sé í henni, ég fæ líka hvíta köku með rabarbara- sultu, þú ert í blómakjól með grá- sprengdar fléttur vafðar um höf- uðið, mér finnast þær svo fallegar, mig langar í eins, en hárið mitt er ekki nógu sítt, þú sest á stólinn við gluggann, þennan með prjónuðu grænu og brúnu setunni, þaðan sérðu yfir á Grund, í glugganum eru tálgaðir selir og skeljar sem ég ætla að leika með þegar ég er búin með kökusneiðina. Elsku amma takk fyrir allar yndislegu stundirnar, hvíl í friði. Þín Heiða. BJÖRG EBENESERDÓTTIR Hjartanlega þökkum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR frá Akurey í Vestur-Landeyjum, Njálsgerði 15, Hvolsvelli. Sigrún Gissurardóttir, Sigurdór Sigurdórsson, Dóra Björg Gissurardóttir, Sigurjón Valdimarsson, Grétar Gissurarson, Málfríður Sigurðardóttir, Þóra Gissurardóttir, Þorsteinn Ó. Markússon, Magnús Þór Gissurarson, Janet Eggleton, Hrönn Gissurardóttir, Rúnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR frá Kalastöðum. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sjúkra- húss og heilsugæslu Akraness. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Jensdóttir, Ásgerður Ásta Magnúsdóttir, Ólafur Magnússon, Þorbjörg Unnur Magnúsdóttir, Karl Sigurðsson, Þorvaldur Ingi Magnússon, Brynja Þorbjörnsdóttir, Soffía Sóley Magnúsdóttir, Gísli Runólfsson, Ásta Jenný Magnúsdóttir, Jón Haukur Hauksson, afa- og langafabörn. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ✝ Guðmundur Ár-mann Böðvarsson vélstjóri, eða Mannsi í Ásum eins og hann var alltaf kallaður, fæddist 19. júlí 1926 í Vestmannaeyjum. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Böðvar Ingvarsson verkstjóri, f. 29. ágúst 1893 í Koti í Rangárvallahreppi, d. 26. desember 1981 í Vestmannaeyjum, og Ólafía Hall- dórsdóttir, f. 8. ágúst 1894 í Kot- múla Fljótshlíðarhreppi, d. 11. maí 1988 í Vestmannaeyjum. Guð- mundur Ármann var fjórði í röð níu systkina. Hin eru: Ásdís, f. 1919, d.1925, Ólafía Dóra, f. 1921, d. sama ár, Ásta, f. 22. september 1922 í Vestmannaeyjum, d. 1. ágúst 1993 í Reykjavík, maki Hall- dór Sigmar Guðmundsson og áttu þau fjögur börn, Marta Sigríður, f. 4. júní 1924 í Vestmannaeyjum, d. 20. september 2002 í Reykjavík, Ásdís, f. 28. mars 1928 í Vest- mannaeyjum, d. 8. október 2002, maki Þórður Snjólfsson og áttu þau fjögur börn, Aðalheiður Dóra, f. 28. maí 1929 í Vestmannaeyjum, d. 27. október 2003 og átti hún einn son, Hilmar, f 16. janúar 1931 í Vestmannaeyjum, maki Sæbjörg Jónsdóttir, Bergþór Reynir, f. 15 maí 1934 í Vestmannaeyjum, maki Sigurlaug Vilmundardóttir og eiga þau fjögur börn. Guðmundur Ármann kvæntist 11. júní 1949 Jónu Þuríði Bjarna- dóttur, f. 20. október 1925 í Sand- gerði, d. 8. júlí 1999 í Vestmanna- eyjum. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson þurrabúðarmaður í Sandgerði, f. 7. september 1893 í Býjaskerjum í Miðneshreppi, d. 3. október 1972, og kona hans Guð- rún Kristín Bene- diktsdóttir, f. 6. júní 1893 í Haga í Mjóa- firði, d. 11. desember 1934. Fósturdóttir þeirra er Sigurleif Guðfinnsdóttir, f. 18. nóvember 1956 sem þau ólu upp frá fæð- ingu, maki Höskuld- ur Rafn Kárason, f. 12. maí 1950. Börn þeirra eru: a) Kári, f. 26. september 1973, maki Guðný Bjarna- dóttir. aa) Höskuldur Rafn, f. 1. ágúst 2002, d. sama dag. ab) Leifur Rafn, f. 11. ágúst 2003. b) Ármann, f. 20. október 1977, barn bb) Jóna Lára, f. 22. maí 2000. c) Jónas, f. 13. mars. 1988. Mannsi fór til sjós 1942 15 ára gamall. Hann lauk prófi úr Vél- skóla Íslands 1947 og var vélstjóri á ýmsum bátum eftir það, en fór síðan í Stýrimannaskólann 1958 og var eitt ár formaður á Ingþór Ve. Mannsi keypti árið 1961 Hafliða Ve 13, 38 tonna bát, ásamt Karli Guðmundssyni skipstjóra. Mannsi var vélstjóri og kokkur á honum fram til 1988 er Hafliði var seldur. Sjómannsferill Mannsa stóð í 46 ár, en að honum loknum vann hann í sex ár hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum við veiðarfæra- viðgerðir. Eftir að Mannsi hætti að vinna sneri hann sér að listsköpun. Hann skar út í tré og renndi ýmsa muni. Hann sótti einnig námskeið í teikn- ingu, tréútskurði og trérenni- smíði. Liggur eftir hann fjöldi muna, s.s. askar, prjónastokkar, krúsir, pennar o.m.fl. Hann smíð- aði líkan af Hafliða Ve 13 og fyrsta Skúla fógeta Ve. Útför Guðmundar verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Guðmundur Ármann Böðvarsson hét hann fullu nafni. Innan fjölskyld- unnar var hann alltaf kallaður Mannsi. Æskuheimili hans var í Ás- um efst á Skólaveginum í Vest- mannaeyjum. Hann kvæntist Jónu Bjarnadóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Í Ásum hófu þau bú- skap í sambýli við foreldra Mannsa. Þangað kom ég fyrst í heimsókn til þeirra hjóna með foreldrum mínum. Þau Mannsi og Jóna byggðu sér hús á Vallargötu 14 en þar stóð heimili þeirra til æviloka. Mannsi var einn af þessum hæg- látu mönnum sem hafa svo notalega nærveru og eru svo oft sannkallaðir öðlingar, ekki síst gagnvart börnum. Enda voru þau ófá börnin sem nutu þess að eiga samneyti við hann, hvort sem var að spila við hann, ræða við hann, heyra hann segja sögur eða fá hann til að lesa fyrir sig. Þar komu við sögu vinabörnin, börn frændfólks þeirra hjóna og ekki síst afabörnin sem hann hélt mikið upp á. Ég var einn af þessum krökkum sem nutu vinskapar hans, enda bjó ég hjá þeim hjónum um tíma eftir að móðir mín dó og var þar heimagangur lengi á eftir. Sigurleif tvíburasystir mín er alin upp hjá þessum heiðurshjónum. Mestan starfsferil sinn var Mannsi sjómaður, fyrst sem háseti, þá vélstjóri og síðan skipstjóri en þá fór hann í útgerð með Karli Guð- mundssyni. Þeir gerðu út bátinn Hafliða Ve 13 í næstum 30 ár án áfalla, þar sem Mannsi var vélstjóri og oft kokkur samhliða en Karl skip- stjóri. Þarna lágu leiðir okkar Mannsa enn saman en ég fékk pláss á Hafliða er ég var á sextánda ári og reri með þeim félögum sumarlangt. Þá sannaðist enn og aftur hvern mann Mannsi hafði að geyma. Hann reyndist mér sannarlega vel og kenndi mér ýmislegt um sjó- mennsku og lífið sem ég hef búið að síðar á lífsleiðinni. Mannsi var bóka- unnandi og hafði gaman af að lesa bæði bækur og blöð. Hann átti sjálf- ur gott safn bóka og notaði auk þess bókasafnið í Eyjum mikið. Hann var fróðleiksfús og minnugur og sagði ágætlega frá því sem hann upplifði í gegnum bækurnar. Eitt af því sem Mannsi fékkst við eftir að hann hætti til sjós var að smíða. Hann kom sér upp rennibekk og fleiri verkfærum í kjallaranum á Vallargötunni og þar urðu til alls- konar fallegir munir svo sem pennar, pennahulstur, askar og ým- islegt fleira. Hann hafði einnig gam- an af að skera út og gerði það ágæt- lega. Ég fékk penna að gjöf frá honum og fjölskyldu hans fyrir nokkrum ár- um sem ég hef haldið upp á og notað við ýmis tækifæri. Ég var einmitt að nota pennann um síðustu helgi þegar brá svo við að blekið þraut á svip- uðum tíma og Mannsi var kallaður burt úr þessum heimi. Tilviljun? Já, eflaust en táknrænt. En þessi penni mun í hvert sinn sem ég sting honum niður minna mig á góðan mann sem ætíð reyndist mér vel. Mannsi var hraustur maður nær alla sína ævi. Hann varð þó fyrir al- varlegu hjartaáfalli fyrir nokkrum árum og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Seint í haust greindist hann með þann sjúkdóm sem dró hann til dauða. Ég vil að lokum þakka Mannsa og Jónu fyrir allt það góða sem þau gerðu mér og fjölskyldu minni því það var og er ómetanlegt okkur öll- um. Elsku Leifa mín, ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð en veit að minningarnar um góðan dreng munu ylja ykkur um ókomna framtíð. Hafsteinn G. Guðfinnsson. Elsku Mannsi, kallið er komið, þú greindist með illvígan sjúkdóm en tókst á því með æðruleysi og hóg- værð eins og við var að búast af þér sem barst tilfinningar þínar mest með sjálfum þér. Ég var ekki há í loftinu, sjö ára skotta úr Sandgerði, fór ég mína fyrstu ferð með Jónu frænku til Vestmannaeyja með Herjólfi og tókst þú ávallt jafn vel á móti mér. Við vorum í símasambandi, við Jóna frænka, en eftir lát hennar urðum við mjög náin og var oft mikið hlegið. Þú varst handverksmaður mikill og mjög fróður og víðlesinn og var mjög gaman að hlusta á þig. Heimsóknin til þín í sumar með barnabörnin mín var yndislegur tími þú stóðst á bryggjunni með fallega brosið þitt, þú lagðir hart að þér að börnin upplifðu að fá að sleppa pysj- um við vorum svo heppin að sá tími var í hámarki á meðan dvöl okkar stóð. Allt í einu var hugur minn kom- in í fortíðina þegar þú fórst með mig og Sigga bróður og leyfðir okkur að sleppa pysjum, við vorum ekki vön þessu og er til mynd af okkur með frosið bros haldandi á pysju. Myndin rifjar alltaf upp fyrir mér hvað þú varst barngóður. Elsku Mannsi, ég þakka þér fyrir yndislegar samverustundir og þú átt alltaf stórt pláss í hjarta mínu. Elsku Leifa frænka og Höskuldur þið hugsuðuð ávallt svo vel um for- eldra ykkar. Guð launi ykkur ávallt elskurnar mínar, megi guð styrkja á erfiðum tíma. Ykkar frænka Helga Sigurðardóttir. GUÐMUNDUR ÁRMANN BÖÐVARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.