Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁTINN er í Reykja- vík á 87. aldursári Óli B. Jónsson íþrótta- kennari, fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari. Óli fæddist að Grandavegi í Reykjavík 15. nóvem- ber árið 1918 en for- eldrar hans voru Jón Jónsson og Þórunn Eyjólfsdóttir. Óli B. lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands að Laugar- vatni árið 1946. Óli átti að baki glæsilegan feril sem leikmaður og þjálfari í knatt- spyrnu. Hann hóf að leika með meistaraflokki KR árið 1936 og lék knattspyrnu með KR í 13 ár og varð fyrst Íslandsmeistari með lið- inu 1941. Árið 1948 var hann þjálf- ari og leikmaður meistaraflokks KR og gerði liðið að Íslandsmeisturum ár- in 1948, 1949 og 1950 en sjálfur hætti hann að leika með liðinu 1949. Óli B. varð þjálfari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu 1951 en það ár vann íslenska liðið m.a. Ólympíumeistara Svía á Melavellinum 4:3. Síðar tók hann aft- ur við þjálfun meist- araflokks KR og þjálf- aði liðið til 1962. Þá gerði hann Keflvíkinga að Íslandsmeisturum árið 1964 og Val 1966 og 1967. Óli B. kvæntist Guðnýju Guð- bergsdóttur árið 1946 en hún lést árið 1990. Þau eignuðust þrjú börn, Hólmfríði Maríu, Jón Má og Jens Val. Andlát ÓLI B. JÓNSSON VEGNA tilmæla Samkeppnisstofn- unar hefur Umferðarstofa tímabund- ið afturkallað þrjár af fjórum sjón- varpsauglýsingum þar sem börn hafa komið fram við glannalegar aðstæð- ur. Jafnframt hefurUmferðarstofa ákveðið að vísa niðurstöðu Sam- keppnisstofnunar til samkeppnis- ráðs. „Við sættum okkur ekki við þessa niðurstöðu auglýsinganefndar Sam- keppnisstofnunar,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu. „Það var kostur á því að áfrýja til samkeppnisráðs og við kjósum að fara þá leið. Við teljum margt gagn- rýnivert við þessa niðurstöðu. Samkvæmt bréfi Samkeppnis- stofnunar er meginástæðan fyrir þessari niðurstöðu auglýsinganefnd- arinnar sú að börn séu sýnd í auglýs- ingunum að nauðsynjalausu við hættulegar aðstæður. Við teljum þetta vægast sagt undarlegt í ljósi þess að börn eru þátttakendur í um- ferðinni og því miður fórnarlömb. Þau eru fórnarlömb ölvaðra öku- manna og jafnvel foreldra sinna ef þeir sýna af sér vítavert kæruleysi. Það er líka margt annað í þessari nið- urstöðu sem við gerum alvarlegar at- hugasemdir við,“ segir Einar. Lýsa eftir ábyrgð foreldra Formleg kvörtun barst Samkeppn- isstofnun frá umboðsmanni barna þar sem óskað var eftir athugun á því hvort auglýsingarnar brytu í bága við fimmtu málsgrein 22. gr. samkeppn- islaga þar sem segir: „Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.“ Auglýsingarnar þrjár sýna barn hlaupa á eftir bolta og fara fram af svölum, barni er kastað niður stigaop í annarri og í þeirri þriðju grætur barn í fangi manns eftir að hann hleypur niður konu í stigagangi og hún virðist látast af þeim völdum. Á vef Umferðarstofu segir að ekki sé verið að sýna fram á áhættuhegð- un barna í auglýsingunum. Þess í stað sé sýndur fullorðinn einstaklingur viðhafa glæpsamlegt ábyrgðar- og kæruleysi þar sem barn sé fórnar- lamb, ekki gerandi. Lýst sé eftir ábyrgð foreldra og fullorðinna gagn- vart sjálfum sér og börnum þeirra. Umferðarstofa afturkallar þrjár auglýsingar tímabundið Niðurstöðu áfrýjað til samkeppnisráðs GUÐNI Bergsson, héraðsdóms- lögmaður og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, hefur hafið störf hjá Landsbankanum Luxembourg SA. Guðni mun starfa að þróun- arverkefnum sem lúta að einka- bankaþjónustu og alþjóðlegum við- skiptum Landsbankans. Starfsstöð Guðna verður í Reykjavík. „Ég hef búið erlendis í mörg ár og þar sem ég er tiltölulega nýkominn heim í fjölskyldu- og vinafaðm þá vil gjarnan að starfsstöð mín sé hér á landi. Að sjálfsögðu verð ég þó á far- aldsfæti fyrir bankann í Lúxemborg og starfsvettangurinn verður líka að þó nokkru leyti í Bretlandi,“ segir Guðni. Starfið á vegum Landsbankans leggst mjög vel í Guðna og mörg spennandi verkefni fram undan að sögn hans. „Eftir að ég kom heim tókst ég á við lögfræðina. Ég sótti síðan lög- mannanámskeið, fékk lögmanns- réttindi og starfaði við lögmennsku hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Þar kunni ég vel við mig innan um gott fólk en því er ekki að neita að mér fannst að það gæti verið spennandi að starfa innan bankageirans. Þar er mikill vöxtur og mörg spennandi verkefni. Ég stóðst því ekki mátið þegar ég fékk þetta tækifæri hjá Landsbankanum,“ segir hann. Ætlar að fylgjast áfram með knattspyrnunni af lífi og sál Guðni var atvinnumaður í knatt- spyrnu í Bretlandi til margra ára og fyrirliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu. Hann er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Boltinn með Guðna Bergs á sjónvarpsstöðinni Sýn og segist áfram munu fylgjast með knattspyrnunni af lífi og sál. „Ég er samningsbundinn á Sýn fram á vorið og verð því áfram með þáttinn. Að sjálfsögðu mun ég halda tengslunum við fótboltann, bæði í gegnum sjónvarpsþáttinn og Knatt- spyrnuakademíuna, sem við nokkrir knattspyrnumenn höfum komið að,“ segir hann. Guðni er kvæntur Elínu Konráðs- dóttur félagsráðgjafa. Guðni Bergsson til Landsbankans í Lúxemborg Ljósmynd/Hari „Ég stóðst því ekki mátið þegar ég fékk þetta tækifæri…“ segir Guðni Bergsson, en hann hefur þegar hafið störf hjá Landsbankanum. KRAKKARNIR á Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði ráku upp stór augu þegar skipverjar á Bjarti NK121 frá Neskaupstað komu með hákarl til að sýna þeim. Eins og sjá má er hákarlinn stór og mikill og vakti hann eðlilega miklar umræður hjá börnunum, enda ekki á hverjum degi sem hákarl kemur í heimsókn á Lyngholt. Ljósmynd/Björgvin Þórarinsson Hákarl í heimsókn á Lyngholti SAMTÖK afurðastöðva í mjólkur- iðnaði hefur samþykkt að beina því til mjólkursamlaganna að kaupa af bændum prótein úr samanlagt allt að 4,5 milljónum lítra mjólkur um- fram greiðslumark á yfirstandandi verðlagsári. Ástæðan er góð sala á mjólk og mjólkurvörum síðustu misserin. Salan á síðustu 12 mán- uðum er 109,5 milljónir lítrar á pró- teingrunni. Greiðslumarkið er hins vegar 106 milljónir lítra. Mun meira selst af próteinríkum mjólkurvörum en fituríkum mjólk- urvörum. Þess vegna greiða mjólk- ursamlögin meira fyrir mjólk sem er próteinrík. Tilmæli stjórnar SAM felur í sér að auk þess að greiða fyrir 106 milljónir lítra kaupa samlögin pró- tein úr samanlagt allt að 4,5 millj- ónum lítra mjólkur. Einungis verð- ur greitt fyrir próteinhluta mjólkurinnar, þ.e. 75% af afurða- stöðvaverði, enda verður fitan flutt úr landi þar sem ekki er markaður fyrir hana innanlands. Í bréfi frá SAM til mjólkursam- laganna segir að fylgst verði með söluþróun næstu mánuði og í byrj- un maí nk., þegar sölutölur apr- ílmánaðar liggja fyrir, muni koma í ljós hvort, söluþróunin gefi tilefni til þess að keypt verði meira pró- tein úr umframmjólk á verðlags- árinu. Kaupa 4,5 millj- ónir lítra af mjólk til viðbótar LÖGREGLAN á Ísafirði leitar manns sem sýndi dónaskap á al- mannafæri þegar hann beraði sig fyrir framan konu sem stödd var í bíl fyrir utan Grunnskólann á Ísafirði í fyrradag. Hann var flú- inn þegar lögreglan kom á stað- inn. Er hann talinn vera 25–30 ára. Leitað að dóna á Ísafirði HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt franskri konu, búsettri hér á landi, forsjá dóttur sinnar sem hún á með frönskum manni. Hann var nýlega dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka stúlkuna með sér til Frakklands árið 2001 og halda henni þar hjá sér. Hæstiréttur taldi mikilvægt eftir það umrót og þá erfiðleika í sam- skiptum aðila, sem stúlkan hafði mátt búa við, að ró skapaðist um hana og hún fengi að búa við stöð- ugleika. Öryggi og festa virtist hafa ríkt í lífi hennar síðastliðið eitt og hálft ár sem hún hafði búið hjá móð- ur sinni. Á þessum tíma virtist stúlk- an hafa náð ágætu jafnvægi og ekki annað komið fram en að henni liði vel í dag og dafnaði vel. Því yrði ekki séð að breyting á umhverfi og aðstæðum yrði henni til góðs. Þegar litið væri til framangreinds og ungs aldurs stúlkunnar, sem er 5 ára, yrði að telja hagsmunum hennar betur borgið fengi móðirin forsjá hennar. Málið dæmdu Markús Sigur- björnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Dögg Pálsdóttir hrl. og Steinunn Guðbjartsdóttir hdl. fluttu málið fyrir móðurina og Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Há- kon Stefánsson hdl. fyrir föðurinn. Hagsmunum dótturinnar betur borgið hjá móðurinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.