Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 39 MINNINGAR hans. Síðast – í fyrrasumar – fylgdi hann okkur hjónum úr hlaði í Steins- holti, að vanda vel ríðandi, á fallega settum hesti, kvikum. Sjálfur kom- inn á níræðisaldur, steig léttilega af baki inn á Flesjum þar sem var áð, spjallað og kæst. Riðum síðan Brandsgilið og niður á Kálfáreyjar. Hann kvaddi okkur þar, vildi aðeins kasta kveðju á fólkið í Stóru-Más- tungum, en þar náði Loftur í ágæta eiginkonu sína, Björgu Sigurðar- dóttur. Við riðum inn í Dal. Óreyndir fjallmenn voru oft nefndir „Kóngslallar“ þegar þeir voru í fylgd fjallkóngs. Ég var hálf- gerður Kóngslalli Lofts sumrin mín tvö í kaupavinnu í Steinsholti 1961– 1962. Loftur sýndi fjölskyldu minni fá- dæma tryggð og vináttu alla tíð. Heimsótti þau mörg hver reglulega og veitti birtu inn í líf þeirra á efri árum. Nú síðast Unnu föðursystur minni í hennar erfiðu veikindum. Börnin mín minnast líka margra gleðistunda með Lofti. Það eru mikl- ir gæfumenn sem skapa sér slíkan orðstír. Við hjónin vottum börnum Lofts, systrum, frændgarði og vinum dýpstu samúð. Blessuð sé minning vinar okkar Lofts. Margrét og Kristján Guðmundsson. Nokkrir galvaskir ferðafélagar vörðu miðsumardögum í að ferðast um fjallvegi landsins í um tuttugu ára skeið. Ferðin hófst jafnan austur í Hreppum, en þar vissum við af af- bragðs hrossum, sem voru fær til langferða. Við höfðum einnig átt því láni að fagna, að kynnast þar ýmsum afburða góðum fylgdarmönnum, sem gátu jafnan leyst úr hverjum vanda, sem fyrir kunni að koma í þessum ævintýraleiðangrum. Einn þessara manna var Loftur Eiríksson bóndi í Steinsholti. Loftur var mikið lipurmenni og hugljúfur í viðmóti, hvort heldur sem hann umgekkst hross eða menn. Alltaf var hægt að reiða sig á úrræði hans og trausta forustuhæfi- leika, þegar þræða þurfti um erfiðar leiðir. Minnisstæð er okkur ratvísi hans, þegar haldið var um vandfarið hraun og áður ótroðnar slóðir norð- an við Laka og yfir Skaftá í Grasver. Þá var djarflegt að ríða forvaða við þann Langasjó, sem nú er mjög rætt um, að þurfi að varðveita. Ótal minningar koma upp í hug- ann, þegar horft er til baka yfir þetta viðburðaríka skeið í ævi okkar. Þessi góðu kynni við Loft og heimili hans hafa haldist æ síðan, þótt þess- um ferðaþætti lyki. Ýmislegt annað farsælt höfum við átt saman að sælda. Þar hefur Loftur búhöldur og heimilisfaðir verið okkur jafn við- mótsgóður og á fjallaslóðum. Við ferðafélagar kveðjum Loft með hlý- hug og þökkum honum samfylgdina, og minnumst hans í dag, þar sem hann „bíður eftir vegum fjalla nýj- um“. Við sendum fjölskyldu Lofts okkar samúðarkveðjur. Fyrir hönd ferðafélaga Sturla Friðriksson. Við Loftur í Steinsholti vorum vinir. Við hittumst ekki oft og við hringdum ekki hvor í annan, en við vorum vinir. Ég kom aldrei að Steinsholti öðru vísi en að hitta hann þó að ég ætti stundum allt annað er- indi. Það var eitthvað við Loft sem var aðlaðandi. Það var gott að hitta hann. Það var gott að vera með hon- um. Fyrir mörgum árum, þegar ég hafði uppgötvað hálendi Íslands langaði mig inn á afrétt. Ég fékk Loft með mér. Við fórum inn Ytri- Hrepps afrétt, inn í Klakk og gistum í Setrinu norðan við Fjórðungssand. Ég átti ógleymanlega stund með Lofti þá nótt, við einir með auðninni og þögn næturinnar og við trúðum hvor öðrum fyrir hugrenningum okkar. Næsta dag ókum við niður Gnúpverjaafrétt, kunnugri slóðir. Þá hafði ég komist að því að ferða- garpurinn Loftur hafði ferðast fullt eins mikið sem fylgdarmaður um aðrar víðáttur landsins en heima- afréttinn. Honum voru hugleiknar ferðirnar sem hann hafði farið sem fylgdarmaður ferðafólks með Ágústi í Ásum og Sigurgeir í Skáldabúðum. Ég þakka fyrir skilaboðin sem ég fékk frá Böggu systur hans um dag- inn sem urðu til þess að ég átti ennþá eina stutta stund með Lofti. Það var gott að eiga Loft í Steins- holti að vini. Þorsteinn Ólafsson. Þegar við bræðurnir fréttum af andláti Lofts í Steinsholti var okkur brugðið. Tveir okkar höfðu hitt hann tiltölulega nýlega og þá var hann svo hress og kátur. Þegar við heyrðum síðan hvernig andlátið bar að gátum við ekki annað en brosað með sjálf- um okkur því við höldum að Loftur hefði hvergi annars staðar viljað vera en við gegningar þegar kallið kæmi, nema kannski á hestbaki. Við vorum ekki gamlir þegar við komum fyrst í Steinsholt og raunar munum við varla eftir okkur öðruvísi en við værum þar öðru hvoru. Fyrstu árin okkar voru það tíðar heimsóknir en þegar við urðum eldri fengum við að vera þar um lengri hríð. Fyrst fáeinar vikur og síðar heilu sumrin. Fyrst höfðum við verið hjá systk- inunum í gamla bænum en síðar færðum við okkur yfir í austurbæinn til Lofts og Bjargar og barna þeirra. Þar nutum við Jón Bragi og Óttar velvildar Lofts og Bjargar og Gísli síðar Lofts og Bjargar og Silla og fjölskyldu hans. Við vorum fljótir að sjá að það var gott að vera í kringum Loft því hann hafði lag á að segja okkur til við ým- islegt. Hann lagði mikla áherslu á að við vönduðum okkur við allt sem við komum nálægt og hann eyddi drjúg- um tíma í að kenna okkur að sópa, moka, negla, beisla, spenna múl, leggja á, halda fæti og svo fram- vegis. Allt átti að gera eftir ákveðnum reglum. Leiðin hans Lofts var auðvitað ekki alltaf sú eina rétta til að framkvæma hlutina og stundum ekki einu sinni sú besta, en aðalatriðið var að vanda sig og leggja metnað í allt sem maður gerði. Þessi skilaboð hafa fylgt okk- ur æ síðan og þau hafa reynst okkur gott veganesti fyrir það sem við höf- um tekið okkur fyrir hendur síðar á lífsleiðinni. En Loftur var ekki bara góður kennari heldur líka frábær félagi. Þrátt fyrir að hann hafi verið tals- vert eldri en við fannst okkur hann aldrei vera gamall. Hann var alltaf einn af strákunum. Kannski það hafi verið glaðværðin sem gerði hann ungan í anda því aldrei var langt í glensið og kannski var það þess vegna sem við guttarnir hændumst að honum. Margar minningar eru tengdar Lofti en ferðirnar aftan á Scaniunni hans með fjallféð inn í Skúmstungur eru hvað eftirminni- legastar. Stundum með Steinsholts- féð og stundum með fé annarra. Þá höfðu allir mikilvægt hlutverk. Í byrjun þótti mikilvægast að sitja framí og þiggja ís hjá Valla í Rétt- arholti en eftir því sem menn urðu eldri og reyndari fengu þeir að skoppa á pallinum innan um féð til að passa að engin træðist undir. Á leiðinni heim kenndi hann okkur svo örnefnin í sveitinni á meðan hann raðaði í okkur súkkulaði og reykti pípuna sína. Hann taldi Gísla meira að segja trú um að Grettistakið rétt innan við Haga væri af hans völdum. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna að Silli sonur hans reyndi að selja honum sömu hugmynd um sjálfan sig að Gísli áttaði sig á því að grínið var á hans kostnað. Þannig gætum við lengi haldið áfram en látum hér staðar numið. Eftir stendur minningin um góðan vin og góðan kennara en umfram allt góðan mann. Við þökkum Lofti og Björgu í Steinsholti allt sem þau gáfu okkur í uppvextinum. Blessuð sé minning þeirra. Jón Bragi, Óttar Már og Gísli Björn Bergmann.  Fleiri minningargreinar um Loft Eiríksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Sigurður Steinþórsson og Andreas Bergmann. ✝ Aðalheiður Krist-ín Jónsdóttir fæddist í Brúnár- vallakoti á Skeiðum 22. ágúst 1913. Hún lést á Ljósheimum, öldrunardeild Heil- brigðisstofnunar Suðurlands, aðfara- nótt 6. febrúar síðast- liðins. Foreldrar hennar voru Sigur- laug Erlendsdóttir húsmóðir á Brúnár- vallakoti og á Eyrar- bakka, f. 1871, d. 1955 og Jón Gestsson bóndi á Brúnárvallakoti og verka- maður á Eyrarbakka, f. 1866, d. 1945. Sigurlaug eignaðist soninn Eirík Þorgilsson bónda í Lang- holti í Hraungerðishreppi, f. 1894, d. 1967. Saman eignuðust þau Sig- urlaug og Jón, auk Aðalheiðar, synina Gest, f. 1910, d. 1927 og Er- lend, f. 1911, d. 1935. Aðalheiður giftist 1953 Sigurði Kristjánssyni kaupmanni og hreppstjóra á Eyrarbakka, f. 1896. d. 1977. Börn þeirra eru: 1) Jón deildarstjóri á Litla-Hrauni, f. 31.8. 1953, kvæntur Sigríði Magnúsdótt- ur hjúkrunarfræð- ingi, MS., deildar- stjóra við Land- spítala háskóla- sjúkrahús, f. 7.4. 1958, börn þeirra eru Aðalheiður Kristín nemi í Verslunarskóla Ís- lands, f. 12.6. 1986 og Magnús Jóel nemi í Grunnskóla Árbæjar, f. 5.10. 1989. 2) Elín, f. 25.1. 1955, lengi verkstjóri við fiskvinnslu á Eyrarbakka. Sigurður Kristjánsson átti frá fyrra hjónabandi soninn Kristján Sigurbjörn skrifstofumann, f. 19.3. 1945, en hann ólst að mestu upp hjá föðursystkinum sínum. Útför Aðalheiðar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. (Árni Helgason.) Elsku mamma, með þessu fallega ljóði, sem mér finnst eiga svo vel við þig, vil ég nota til að byrja kveðju mína. Það er varla unnt að lýsa þér með nokkrum orðum, en mig langar samt að reyna það. Segja má að þú hafir verið horfin á vissan hátt, því Alzheimer-sjúkdóm- urinn vægðarlaus breytti mikið per- sónu þinni. Og sl. 3 ár voru þér erfið, og þó svo við vissum um tíma að hverju stefndi þá svíður jafn sárt að missa ástvin. Mamma mín, þú getur verið svo sátt við allt þitt líf og allt það sem þú tókst þér fyrir hendur. Í þínum huga voru aldrei vandamál, bara mál sem þurfti að vinna og leysa. Meginhluti ævi þinnar fór í að hjúkra, þjóna og hjálpa, fyrst bræðrum þínum tveim sem dóu ungir eftir mikil veikindi, síðan foreldrum þínum og síðast en ekki síst allt það sem þú gerðir fyrir pabba. Öll árin sem hann var sjúk- lingur, og fyrir þig var það sjálfsagt að hann fengi að vera heima. Allt var fyrir hann gert með ást og virðingu. Þú notaðir tímann til að vinna handavinnu og sagðir oft að það hefði verir svo gott að geta hvílt sig og tekið í handavinnuna. Eftir þig liggja margir hlutir sem þú gafst til vina og ættingja og þessir hlutir eru okkur ómetanlegir. Eftir að hann lamaðist og varð blindur var hann aldrei hafður einn, það var alltaf ein- hver til staðar og þegar þú vannst úti vorum við Jón heima annað eða bæði. Þetta var allt svo sjálfsagt og eðlilegt, við lærðum að standa saman og gera hlutina með gleði af því við vildum gera það. Lundarfar þitt hef- ur þá ábyggilega bjargað miklu, allt- af stutt í húmorinn og brosið. Fyrir mér ert þú eina líkust Pollýönnu. Þú tókst á öllu af æðruleysi og erfiðleik- arnir voru bara til að sigrast á. Það hefur ekki verið auðvelt hlut- verk að hjúkra pabba og annast upp- eldi okkar og sjá um alla hluti, en aldrei kvartaðir þú. Þú áttir eftir fráfall pabba góð ár og heilsan var í góðu lagi, og þú gast gert það sem hugur þinn stóð til. Það var þér létt og auðvelt að tefla, leggja kapal og spila bridds á tölvu, þó svo þú værir komin nokkur ár yfir áttrætt þegar þú settist fyrst fyrir fram „tækið“. Tölvan veitti þér mikla ánægju eftir að þú gast ekki gert handa- vinnu. Þegar barnabörnin komu þá blómstraðir þú og alltaf var amma tilbúin að hlusta og leiðbeina. Að- alheiður Kristín og Magnús Jóel voru hafin yfir alla gagnrýni og allt sem ljósin þín sögðu og gerðu var allt alveg fullkomið, og því er ég al- veg sammála eins og svo mörgu öðru. Mamma mín, ég ætla ekki að rekja í smáatriðum ævi þína en vil bara þakka þér fyrir allt og allt. Eins og ég sagði í upphafi voru sl. 3 ár þér erfið. Vil ég því nota tækifærið til að þakka öllu starfsfólki Ljósheima fyr- ir alla þá vinsemd og hlýju sem þú fékkst hjá þeim í veikindum þínum. Ég vil þakka þann góða anda sem þar ríkir, og þau kærleiksverk sem þar eru unnin. Sem gerir það að verkum að auðveldara er fyrir bæði heimilisfólk og ættingja að takast á við hlutina. Veittan stuðning og vin- áttu sem ég hef fengið frá starfsfólki Ljósheima vil ég þakka af heilum hug. Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) Þín Elín. Aðalheiður ólst upp að Brúnár- vallakoti á Skeiðum til níu ára aldurs en þá fluttist hún með fjölskyldu sinni til Eyrarbakka og bjó þar allar götur síðan. Sem ung kona gegndi hún hinum ýmsu störfum, um tíma við aðhlynningu sjúkra á elliheim- ilinu Grund í Reykjavík, hún stund- aði heimilisstörf á heimili kaup- félagsstjórans Egils Thorarensen á Selfossi. Hún vann við heimilis- og landbúnaðarstörf á Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi og í nokkur ár sem verkstjóri við netagerð á Eyrar- bakka. Hún lét af störfum utan heimilis er hún giftist árið 1953, utan fárra ára er hún starfaði hálfan dag- inn við fiskvinnslu á Eyrarbakka. Snemma kynntist Aðalheiður helj- arkrumlu sorgarinnar. Fjórtán ára gömul missti hún Gest bróður sinn þá sautján ára gamlan eftir stutta sjúkralegu og átta árum síðar missti hún yngri bróður sinn Erlend tutt- ugu og fjögurra ára. Missir bræðr- anna var henni og foreldrum hennar þyngri en orð fá lýst og syrgði hún þá alla ævi. Fertug giftist hún Sigurði Krist- jánssyni og eignuðust þau börn sín tvö á næstu tveimur árum. Eftir tólf ára hjónaband veiktist Sigurður og hjúkraði Aðalheiður manni sínum með aðstoð barna sinna næstu tólf árin og flest þeirra var hann blindur, lamaður og rúmfastur. Á þessum ár- um var afar þröngt í búi hjá fjöl- skyldunni, enga utanaðkomandi að- stoð var að fá, enga heimahjúkrun og lengst af engin fjárhagsleg aðstoð frá hinu opinbera. En með miklu æðruleysi, stolti, væntumþykju og góðum skammti af kímnigáfu komst fjölskyldan samhent og sterk yfir þessi harðindi og sigraði alla erfið- leika. Eftir að Sigurður lést 1977 bjó Aðalheiður lengst af og rak heimili með Elínu dóttur sinni eða þar til hún sökum heilsubrests varð að fara á sjúkrastofnun og dvaldi hún á Ljósheimum á Selfossi síðustu þrjú ár ævi sinnar. Aðalheiður var heiðarleg, sóma- kær manneskja og tók erfiðleikum með miklu æðruleysi. Hún bar sterkan persónuleika, var virðuleg, fáguð og greind kona. Hún tók upp á því á efri árum að læra á tölvu og sat stundum tímum saman við hana. Hún fylgdist alla tíð vel með þjóð- félagsmálum, horfði jafnan á alþing- isumræður í sjónvarpi og hafði skoð- un á flestu því sem helst bar á góma í samfélaginu hverju sinni. Aðalheið- ur var sérstaklega myndarleg og vandvirk til allra hluta. Hún var gestrisin og góð heim að sækja, hafði góða kímnigáfu og var vinum sínum trygg ævina út. Hún var afbragðs matselja og bar fram mat af mikilli smekkvísi og alúð auk þess sem hún bakaði heimsins bestu kökur. Hún vann mikla handavinnu sem var listi- lega gerð af mikilli vandvirkni og bar heimili hennar alla tíð vott um snyrtimennsku og smekkvísi. Hún unni börnum sínum og barnabörnum heils hugar og vildi veg þeirra sem mestan. Börnin mín tvö, Aðalheiður Kristín og Magnús Jóel, voru þeirr- ar gæfu aðnjótandi að búa í nálægð við ömmu sína mest alla æsku sína og sóttu þau mikið að vera samvist- um við hana. Þau komu nær daglega til hennar og Ellu frænku þar til við fluttum frá Eyrarbakka í ágúst 2002. Hún kenndi þeim að tefla og þau nutu óskiptrar athygli hennar, elsku, aðdáunar, trausts og heilbrigðrar siðferðilegrar innrætingar sem þau munu njóta góðs af alla sína ævi. Síðustu fjögur æviárin fór að bera á sjúkdómseinkennum Alzheimers sjúkdómsins sem ágerðust svo að hún gat ekki lengur verið heima hjá Elínu. Það voru þung spor að fá hana lagða inn á Ljósheima, en þau þrjú ár sem hún dvaldi þar, fékk hún frá- bæra umönnun alls hins góða og færa starfsfólks sem þar vinnur og viljum við, fjölskylda hennar, færa þeim öllum okkar innilegustu þakkir fyrir þá alúð, hlýju og mannvirðingu sem þau sýndu Aðalheiði í þjónustu sinni við hana. Elín mágkona mín stundaði móð- ur sína af fádæma samviskusemi og umhyggju, bæði meðan hún var veik heima og eftir að hún varð heimilis- maður á Ljósheimum. Engin orð fá því lýst hversu mikils virði það var móður hennar og okkur hinum sem málið varðar. Sigríður Magnúsdóttir. AÐALHEIÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.