Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 33 UMRÆÐAN Miðaldabókmenntir okk-ar verða ekki metnartil fjár enda teljamargir íslenskan menningararf það dýrmætasta sem við eigum. Því fylgir mikil ábyrgð að taka við slíkum verð- mætum, gersemum sem hver kyn- slóð eftir aðra hefur notið og skilað niðjum sínum. Fram til þessa hef- ur það verið talið sjálfsagt að skila þessum verðmætum óbrjáluðum til næstu kynslóðar — og helst ætti hver kynslóð að leggja metn- að sinn í að gera svolítið betur, efla skilning á menningararfi okkar og auka rannsóknir á þessu sviði. Það er alkunna að við tókum góðu heilli við flestum þeim ís- lensku handritum sem varðveitt voru í Kaupmannahöfn. Því fylgdi mikil ábyrgð en ekki verður betur séð en Íslendingar hafi risið undir henni. Árnastofnun á Íslandi, þar sem handritin eru varðveitt, er um margt musteri og miðpunktur rannsókna og fræða á þessu sviði. Nýjum tímum fylgir ný tækni og nýir möguleikar. Umsjónarmaður telur engum vafa undirorpið að góð verk þoli það vel að um þau sé fjallað með mismunandi hætti. Þannig hlýtur að teljast eðlilegt að samin séu leikrit eða gerðar kvik- myndir reistar á fornsögum okkar. Þá þarf vitaskuld að stytta efnið og breyta því með ýmsum hætti. Slíkt er vandaverk en gott dæmi þess að vel getur tekist til er kvikmyndin Útlaginn þar sem Gísla saga er stofninn. Sama máli gegnir um ýmis önnur tjáningarform, t.d. teiknimyndasögur. Nýlega barst umsjónarmanni í hendur teiknimyndabók, Brennan, sögur úr Njálu. Eins og nafnið bendir til er hún byggð á frásögn- um Brennu-Njáls sögu af þeim at- burðum er ber einna hæst í sög- unni. Söguþræðinum er ekki fylgt nákvæmlega enda er þess auðvitað enginn kostur í knöppum texta teiknimyndabókar. Myndirnar eru vel gerðar og veita lesendum skemmtilega hugmynd um geðslag og skapgerðareinkenni höf- uðpersónanna. Það er reyndar ekki nýtt að myndskreyta fornrit okkar og undirritaður minnist tveggja nýlegra teiknimyndabóka sem byggðar voru á Laxdæla sögu. Það er vitaskuld ógerningur að miðla því sem kalla má gullald- artexta í knöppum texta teikni- myndabókar. Þetta hefur þó verið reynt í eldri verkum. Undirrit- uðum virðist meginreglan hafa verið sú að nota sögutextann óbreyttan eins og kostur er en þar sem nauðsynlegt var að stytta efn- ið, breyta því eða endursegja það var þess gætt að framsetning væri að öllu leyti í samræmi við mál- venju og hæfði efninu. Í Brennunni er farin önnur leið. Þar er efn- ið endursagt í mjög knöppu máli, framsetn- ing ber nokkurn keim af talmáli og í nokkrum tilvikum er vikið frá því sem kalla má hefð- bundna mál- beitingu. Skal nú vikið að nokkrum atriðum af þessum toga. Sem dæmi um talmálskenndan stíl má nefna eftirfarandi: Njáll er búinn að bæta fyrir föður minn og gott betur (bls. 18); kíkjum næst á Hafur auðga (40); Hvað meinarðu? (17) (‘hvað áttu við’); Engin slags- mál hér á Alþingi (52) og Er verið að kveikja eld?Á að fara að malla eitthvað, strákar? (60). Vafalaust vakir það fyrir höfundum að stíll- inn sé sem einfaldastur og í sam- ræmi við smekk og málkennd les- enda (væntanlega barna). En hér vaknar sú spurning hvort búning- urinn hæfi efninu og umsjón- armaður telur reyndar að talmáls- einkenni á borð við ofangreind séu ónauðsynleg, þau séu ekki til þess fallin að gera textann auðskilinn. Í nokkrum tilvikum má finna ný- mæli sem umsjónarmaður kannast ekki við, t.d. kasta goðunum (8) í merkingunni ‘kasta trúnni’; taka við sátt ‘sættast’ og ... ættir þú nú að stanga út tönnunum rassgatið á merinni, sem þú ást í gær (42). Í síðasta tilvikinu hlýtur reyndar að vera um misskilning að ræða. Samsvarandi texti í Njáls sögu er stanga úr tönnum þér rassgarn- arendann merarinnar, sem ... og þar virðist merkingin býsna skýr. Í pistlum mínum hef ég nokkr- um sinnum vikið að ofnotkun orða- sambandsins vera að gera eitt- hvað, t.d. ég er ekki að skilja/fatta þetta og hann er að standa sig vel. Svipuðu máli gegnir um sögnina vera að viðbættum lh.nt. Við get- um sagt barnið fór/kom grátandi en helst ekki barnið er grátandi (nema lh.nt. sé lýsingarorðsmerk- ingar). Þess í stað segjum við barnið er að gráta eða barnið grætur. Það skal fúslega við- urkennt að oft koma upp álitamál er tekin er afstaða til dæma af þessum toga. Megindrættirnir eru þó skýrir og enn fremur virðist ljóst að í nútímamáli er málnotkun að breytast fyrir áhrif frá ensku. Þessu sinni skal ekki farið frekar út í þá sálma heldur látið nægja að tilgreina tvö dæmi úr Brennunni: Ég er hér en ekki grenjandi (65) og Hvað er að gerast ‘hvað gengur á’ (48). Umsjónarmaður hefði kosið að nota hér annað orðalag en hver dæmi fyrir sig. Í íslensku vísar ábendingarfor- nafnið þessi jafnan til einhvers sem er nálægur eða maður sér (þessi hérna, þessi þarna ...). Í ensku er samsvarandi fornafn (this) notað með svipuðum hætti en auk þess til áherslu (svo sem í dæmum er samsvara þessi bjáni, kjáni, þussi, glæpamaður ...). Það er í sjálfu sér ekkert rangt við að hafa sama háttinn á í íslensku en naumast getur slík málbeiting tal- ist til fyrirmyndar. Nokkur dæmi af þessum toga má finna í Brenn- unni, t.d. Þessi Kristur ... (33) og ... jaxlinn úr þessum Þráni (65). Umsjónarmaður hefur gerst all- langorður um títtnefnda teikni- myndabók enda finnst honum efn- ið afar mikilvægt. Ekki er við því að búast að menn verði á eitt sáttir um þetta efni fremur en mörg önn- ur en umsjónarmanni fannst ómaksins vert að láta afstöðu sína í ljós. Það er vitaskuld ógerningur að miðla því sem kalla má gullaldartexta í knöppum texta teiknimynda- bókar. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson – 45. þáttur BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MIG langar að þakka Theodóri Gunnarssyni fyrir grein sem birtist í Morgunblaðinu hinn 17. janúar. Þar svarar hann grein sem ég skrifaði og færði rök fyrir því að rangt væri að banna reykingar á veitingastöðum. Theodór er fylgj- andi banni en eitthvað virðast rök mín gegn banni vera að flækjast fyrir hon- um og því fannst mér mikilvægt að svara greininni hans. Theodór segir í grein sinni: ,,Sam- kvæmt [skoðun Guð- mundar] ætti fólki … að vera frjálst að reykja, blaðra í bíó og vera með hávaða á bókasöfnum,“ hann gengur reyndar svo langt að segja að með mínum rökum ætti fólki að vera frjálst að gera þarfir sínar í sundi. Ef bíó- húsin og bókasöfnin, sem Theodór talar um, eru í einkaeign er það sá sem á eignirnar sem ákveður hvernig fólk hagar sér á þessum stöðum. Nákvæmlega eins og þegar Theodór tekur á móti fólki heima hjá sér er það hann, ekki gestirnir, sem ræður því hvort þar sé reykt, hvort fólk hafi hávaða eða labbi inn á skítugum skónum. Þetta er kjarni málsins því ég er alfarið á móti allri þvingun á fast- eignaeigendur í þessu sambandi. Það kemur hreinlega öðru fólki ekki við hvort það er reykt í minni fasteign, hvort sem ég bý þar, rek verslun eða veitingastað. Ef ein- hverjum mislíkar það, þá verður sá hinn sami að versla annars staðar eða hringja í stað þess að heim- sækja mig. Reykingar mættu hins vegar vera bannaðar í opinberum stofn- unum, t.d. hjá lögregl- unni eða skattinum, kjósi hið opinbera að gera það. Fólk sem sækir þangað hefur yf- irleitt ekkert val, það getur sjaldan komist hjá því að fara þangað og því er eðlilegt að reykingar séu bann- aðar þar. Fólkið, sem Theodór talar um að gæti kosið að gera þarfir sínar í sundi, fellur hér undir sama hatt. Í sundlaugum sem hið opinbera rek- ur ætti að vera og er bannað að gera þarfir sínar annars staðar en á salernum. Þegar um sundlaugar/ heita potta í einkaeign er að ræða kemur það auðvitað engum öðrum en eigandanum við hvað þar er gert. Kjósi hann að borða í pott- inum, drekka öl eða annað er það hans mál. Gestir geta þá sleppt því að fara í pottinn ef þeim mislíkar það sem þar fram fer og valið ann- an pott eða laug til þess að svala sundþörf sinni. Þetta er kjarni málsins. Að lokum vil ég hafna því að banna eigi reykingar þar sem fólk hópast saman. Þrátt fyrir að reyk- ingamenn séu í dag aðeins 25% fullorðinna á Íslandi, eins og Theo- dór bendir á, gefur það meirihlut- anum engan rétt til þess að hafa af honum þessa iðju. Það er réttur reykingamanna að reykja og hóp- ast saman ef þeir kjósa. Þegar hóp- ar koma saman á einkaeign er það aftur eigandans að ákveða hvort þar sé reykt alveg sama hvort hann býr þar, rekur veitingarhús eða verslun. Það er ekki réttur gesta að þvinga gestgjafa til þess að hafa heimilishald með þeim hætti sem gestunum þóknast, það finnst mér augljóst. Í þessu samhengi er auð- vitað fráleitt að fólk sem gestgjaf- inn þekkir ekki og á kannski aldrei eftir að kynnast þröngvi sínum gildum um heimilishald upp á hann. Frelsi til að reykja Guðmundur Arnar Guðmundsson svarar Theodóri Gunnarssyni ’Það kemur hreinlegaöðru fólki ekki við hvort það er reykt í minni fasteign, hvort sem ég bý þar, rek verslun eða veitingastað.‘ Guðmundur Arnar Guðmundsson Höfundur er meistaranemi við HÍ og í stjórn Frjálshyggjufélagsins. FYRIR nokkrum mánuðum barst okkur fyrst til eyrna orðrómur um að ákveðnir aðilar væru að vinna að því að koma sóknarpresti okkar Garðbæinga frá, orðrómur þessi varð æ þrálátari svo að lokum ákváðum við að kynna okkur málið og viti menn formaður sókn- arnefndar Matthías G. Pétursson, Arthur Farestveit, Friðrik J. Hjartar prestur og Nanna Guðrún Zoega djákni, fara fremst í flokki við að koma rétt kjörnum sókn- arpresti okkar Garðbæinga úr emb- ætti. Okkur gengur mjög illa að trúa því að Matthías G. Pétursson skuli fara þarna fremstur í flokki en hann var kosningastjóri Hans Markúsar og að því er við töldum vinur hans. Svo vill til að við höfum í gegnum tíðina eða allt frá fyrstu dögum Hans Markúsar í embætti nýtt okk- ur þjónustu hans, bæði á gleði- og sorgarstundum t.d. við giftingar, skírnir og jarðarfarir, og satt best að segja er ekki hægt að hugsa sér traustari, hlýrri og betri mann í mannlegum samskiptum en einmitt séra Hans Markús. Það sem virðist hafa komið öllum þessum leiðindum af stað er óánægjubréf sem Nanna Guðrún Zoega djákni skrifaði og las upp á sóknarnefndarfundi, á þessu stigi verður ekki farið nánar út í efni þessa bréfs. Að okkar mati hefði legið beinast við að Nanna Guðrún hefði sagt starfi sínu lausu, vegna óánægju sinnar. Það er okkur hulin ráðgáta hvernig menn innan íslensku þjóð- kirkjunnar geta hegðað sér svona, við töldum að boðskapur kirkjunnar ætti að vera „trú, von og kær- leikur“, en brögðum þeim sem beitt er við að koma sóknarpresti okkar frá bera ekki þessa yfirskrift heldur minna vinnubrögðin helst á norna- veiðar og galdrabrennur hið forna sem við héldum að þjóðkirkjan á Ís- landi fordæmdi. Skorum við á Garðbæinga að standa vörð um og styðja við bakið á réttkjörnum sóknarpresti sínum séra Hans Markúsi Hafsteinssyni. ÞÓRUNN LÚÐVÍKSDÓTTIR, ÁSGEIR GUNNLAUGSSON, Brúnási 21, Garðabæ. Garðbæingar, standið vörð um sóknarprest ykkar Frá Þórunni Lúðvíksdóttur og Ásgeiri Gunnlaugssyni: AÐ undanförnu hafa fréttir um glæsilegan árangur margra ís- lenskra fyrirtækja verið áberandi. Útrás, hagnaður og hagræðing eru orð sem einkenna umfjöllun um ís- lenskt atvinnulíf. Jákvæð viðhorfs- bylting hefur orðið á afstöðu al- mennings til atvinnurekstrar í þessu landi á örfáum árum en áður voru hagnaður og gróði nánast skammaryrði í íslensku máli. Svo er sem betur fer ekki lengur. Það er merkilegt að helstu vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi skuli ekki vera frum- framleiðsla og iðn- aður, eins og ríkjandi viðhorf hafa lengst af gert ráð fyrir, heldur fjármála- og flutn- ingastarfsemi, lyfja- framleiðsla og versl- un. Starfsemi þessara fyrirtækja er mikils virði fyrir samfélag okkar, en á sama tíma óvænt og skapar ný viðhorf til þess hvað það er sem skapar þau verðmæti sem við öll lifum á. Hin nýju fyrirtæki eru áræðin og ákveðin, arðsækin og áhættusöm. Þau taka ákvarðanir hratt og framkvæma þær umsvifalaust. Hið nýja hagkerfi er þannig í eðli sínu allt annað en hið gamla. Hlutverk háskóla landsins er m.a. að undirbúa nemendur sína fyrir þátttöku í því. Háskólarnir eiga hér að vera í fararbroddi en ekki fylgj- endur. Þannig eiga háskólarnir að útskrifa nemendur sem flytja nýja þekkingu og viðhorf inn í samfélag og atvinnulíf, en ekki að elta þarfir og viðhorf gærdagsins. Það er hins vegar athyglisvert að sú mælistika sem lögð er á árangur íslenskra fyrirtækja í dag er nánast eingöngu sá hagnaður sem þau skila. Málið er ekki og á ekki að vera svo einfalt. Hagnaður fyr- irtækja þarf að vera í samræmi við það samfélag sem þau starfa í og framlag þeirra til þess samfélags. Fyrirtæki hafa ekki eingöngu skyldum að gegna við eigendur sína, hluthafana, heldur einnig við- skiptavini og aðra meðborgara. Einnig hér hafa háskólarnir hlut- verki að gegna og axla þá ábyrgð að mennta stjórnendur sem hafa skilning á samfélags- legum skyldum þeirra fyrirtækja sem þeir reka. Í Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum verið mikil um- ræða um óeðlilegan hagnað og græðgi stór- fyrirtækja og í sumum tilvikum hefur skapast gjá milli þeirra og al- mennings. Slíkt má ekki gerast hér. Fyr- irtæki, sem ganga vel, hafa samfélagslegum skyldum að gegna. Þeim ber að leggja sitt af mörkum til menn- ingar-, líknar- og menntamála. Þau verða að hafa skýra umhverfisstefnu og gæta að góðu siðferði í viðskiptum. Þeim ber að stuðla að jafnrétti karla og kvenna og þau eiga að vera góðir þegnar í okkar sam- félagi. Þetta eru þeir mælikvarðar sem sam- félagið leggur á starfsemi fyr- irtækja landsins. Þeir eru ekki síð- ur mikilvægir en hagnaður þeirra og arður til hluthafa. Vanræki fyr- irtæki hinar samfélagslegu skyldur sínar er hætt við því að orðið gróði verði skammaryrði á ný í íslensku máli. Árangur fyrirtækja Runólfur Ágústsson fjallar um rekstur fyrirtækja Runólfur Ágústsson ’Hagnaðurfyrirtækja þarf að vera í sam- ræmi við það samfélag sem þau starfa í og framlag þeirra til þess sam- félags.‘ Höfundur er rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.