Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hið árlega þorrablót Djúpavogshrepps var haldið síðustu helgina í janúar. Að venju var margt um manninn og kom fólk víða af landinu til að njóta dagskrár heimamanna. Blótið var líflegt og skemmtilegt og tókst nefndinni að koma skýrt til skila því helsta sem á daga Djúpavogsbúa hefur drifið á síð- asta ári. Hákarl, hangikjöt og hrútspungar voru að sjálfsögðu á boðstólum og að lokum var stiginn dans.    Í Grunnskólanum eru nýafstaðnir svo- kallaðir keppnisdagar en þetta er þriðja ár- ið sem skólastarfið er brotið upp á þennan hátt. Á þessum dögum er nemendum skipt í aldursblandaða hópa sem keppa í ýmsum greinum. Má þar nefna stærðfræði, ís- lensku, íþróttum, dansi og hæfileikakeppni. Á öskudag var haldin lokahátíð þar sem for- eldrum var boðið í íþóttahúsið til að sjá af- rakstur keppnisdaganna. Það var samdóma álit allra að vel hefði tekist til og börnin héldu syngjandi kát út í veðurblíðuna í skrautlegum öskudagsbúningum með von um að fá eitthvað gott í pokann sinn.    Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin á Djúpavogi í mars. Nemend- ur úr Grunnskóla Djúpavogs urðu í fyrsta og þriðja sæti í keppninni í fyrra og þóttu standa sig með stakri prýði. Undirbúningur er þegar hafinn og er von á keppendum frá Hafnarskóla, Hrolllaugsstaðaskóla og Hof- staðaskóla. Stóra upplestarkeppnin hefur náð að festa sig í sessi víða um land og er það fagnaðarefni að slík áhersla skuli vera lögð þennan þátt námsins.    Djúpavogshreppur hefur keypt þrotabú fiskimjölsverksmiðjunnar Gautavíkur. Unnið er að stofnun hlutafélags um rekst- urinn og munu þau mál skýrast betur á næstu dögum.    Nýlega var lokið við steypa grunn fyrir nýjan leikskóla sem á að vera tilbúinn næsta haust. Djúpavogsbúar eru ánægðir með framkvæmdina og hafa nokkrar ungar konur sýnt stuðning sinn í verki því von er á að a.m.k. níu „Djúpavogsbörnum“ í heiminn á árinu. Á Djúpavogi býr mikið af ungu fólki sem stefnir að því að búa hér áfram enda að- staða fyrir barnafólk til fyrirmyndar. Má þar nefna gott íþróttahús, glæsilega sund- laug og tónlistarskóla. Úr bæjarlífinu DJÚPIVOGUR EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR FRÉTTARITARA Nýja bújörðin – bú-skaparskógrækt,beitarstjórnun og nýting lands. Þetta er yf- irskrift ráðstefnu sem verður haldin dagana 16.– 17. mars á Núpi í Dýra- firði. Fjallað verður um hvernig skógrækt, kvik- fjárrækt og akuryrkja fari saman, hvert sé hlutverk beitar í vistkerfi skóga, hvað gerist við beit- arfriðun og hver eigi að gæta kindanna. Ræktun verðmætra timburteg- unda á ökrum og hönnun skjólbelta verður krufin. Fleira verður til umræðu hjá helstu sérfræðingum okkar á þessum sviðum og tveimur erlendum. Ráð- stefnan er haldin af Skjól- skógum á Vestfjörðum, Landgræðslunni, Land- búnaðarháskóla Íslands og Skógrækt ríkisins. Nýja bújörðin Nýi gervigrasvöllurinn á Flúðum er mikið not-aður. Börnin fara þangað í frímínútum og eftirskóla til að sparka bolta. Völlurinn er upphit- aður og er því hægt að nota hann allan veturinn. Hefur völlurinn til að efla mjög knattspyrnuáhuga í skólanum og sveitinni. Myndin var tekin þegar Heimir Gunnarsson var að þjálfa hóp áhugasamra knatt- spyrnumanna. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sparkað í allan vetur Davíð Hjálmar Har-aldsson las Morg-unblaðið vel og vandlega og orti síðan þetta: Miklar fréttir Mogginn ber en mjólkurkýr og huðna saman myndað hafa her ef Halldór styður Guðna. Og fyrst Davíð Hjálmar er nefndur til sögunnar verður að birta limru eft- ir hann: Þeir komu að Jónínu kátri með kjaftinn svo troðinn af slátri að enginn það sá sem nú álykta má að hún var að drepast úr hlátri. Björn Ingólfsson orti um limrusmíðar Davíðs Hjálmars Haraldssonar á bolludaginn: Þær koma eins og krakkar í fríi eða kríur í fljúgandi skýi, limrurnar hans, þessa léttkvæða manns, eða bollur úr bakaríi. Komu að Jónínu kátri pebl@mbl.is Vatnsleysuströnd | Sauðburð- ur er hafinn í Halakoti á Vatns- leysuströnd. Í gærmorgun voru sex ær bornar og tíu lömb fædd. Talið er að ærnar í Halakoti hafi það gott, kannski of gott. Útvegsbændurnir Magnús og Ragnar Ágústssynir eru með um tuttugu ær í Halakoti, sér til skemmtunar eins og Ragnar kemst að orði. Þeir reiknuðu með að standa í sauðburði í byrjun maí en fyrsta lambið fæddist 16. janúar. Ragnar telur að helmingur fjárstofnsins beri núna en hinn helmingurinn á eðlilegum tíma. „Þetta hefur allt gengið hratt og vel fyrir sig. Ég er orðinn svo gamall að ég get ekki verið að vaka yfir þessu en lömbin hafa verið komin á spena þegar ég hef komið í húsin á morgnana. Þetta verður ekki betra,“ segir Ragnar. Ærnar frá Halakoti voru í haust í gerði með öðru fé af Vatnsleysuströnd og þar hafa þær gengið og komist í kynni við hrút mörgum mánuðum áð- ur en við mátti búast. „Það er einkennilegt að þessar ær okkar skuli ganga svona snemma en ekki féð af hinum bæjunum,“ segir Ragnar. Þeir bræður fengu litlar skýringar hjá dýra- lækninum á þessum skrítna gangi náttúrunnar, aðra en þá að Halakotsánum hljóti að líða vel og hafa það gott. „Ég veit ekkert hver faðirinn er. Það gerir ekkert til, þetta virðist vel ættað,“ segir Ragnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýfædd Ragnar Ágústsson með tvö snemmbornu lambanna fyrir utan fjárhúsin. Óvíst um faðernið Sauðburður Akranes | Stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefur samþykkt að taka upp viðræður við stofnaðila heimilisins um hvort sækja eigi um fjárveitingu til ríkisins til byggingar nýrrar sjúkradeild- ar, að hluta til lokaðrar deildar fyrir heilabilaða. Ef af verður er gert ráð fyrir að umrædd bygging myndi rísa norð- austan við dvalarheimilið í átt að Inn- nesvegi. Bæjarráð Akraness hefur nú þegar fagnað hugmyndum stjórnar Höfða varð- andi samþykktina og er gert ráð fyrir við- ræðum við heilbrigðisráðuneytið á næstu vikum varðandi málið segir í frétt á vef Akraneskaupstaðar. Ræða nýja sjúkrabygg- ingu Höfða Borgarnes | Kjöri íþróttamanns Borg- arfjarðar var lýst á íþróttahátíð UMSB á dögunum. Gauti Jóhannesson hlaut þá tit- ilinn íþrótta- maður Borgar- fjarðar fyrir árið 2004. Gauti er talinn vera einn af bestu hlaupur- um landsins í 800, 1.500 og 3.000 metra hlaupum. Gauti er í læknisnámi í Svíþjóð og gat því ekki verið viðstaddur af- hendingu verðlaunanna og tók faðir hann, Jóhannes Guðjónsson, við viðurkenningunni. Í 2. sæti var Sigurkarl Gústafsson spretthlaupari og í 3. sæti Sigurður Guð- mundsson sundmaður. Frá árinu 1980 hefur farið fram kjör íþróttamanns Borgarfjarðar á vegum UMSB, en sá fyrsti sem hlaut þennan titil var langhlauparinn Jón Diðriksson frá Helgavatni. Árið 1981 var Einar Vil- hjálmsson spjótkastari kjörinn og ári síð- ar 1982 Íris Grönfeldt spjótkastari en hún hlaut þessa viðurkenningu fimm sinnum eftir það. Gauti bestur í Borgarfirði ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.