Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rakel SteinvörKristjánsdóttir fæddist í Kirkjubæ í Hróarstungu 9. júlí 1919. Hún lést á sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 6. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Bjarnadótt- ir frá Hallfreðars- stöðum og Kristján Gíslason frá Svínár- nesi. Þau bjuggu lengst af á Hnit- björgum í Jökulsár- hlíð. Rakel er elst fjögurra systra, hinar eru Fjóla, f. 15.10. 1923, Ingibjörg, f. 23.7. 1925 og Jakobína, f. 8.5. 1929. Hróar. 2) Anna Sigurbjörg, f. 31.7. 1940. Maki Sigurður Viggósson. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Valgerður Lísa, Sigurður Elv- ar og Rakel Árdís. 3) Kristbjörg Aðalgunnur, f. 25.8. 1946. Maki Hallgrímur Gunnarsson. Börn þeirra eru Rakel Steinvör, Gunnar Þór og Arnar Sigurður. 4) Páll Sigurðsson, f. 5.7. 1950. Maki Sumarrós Árnadóttir. Synir þeirra eru Sigurður Steinar og Árni Heiðar. Langömmubörnin eru tuttugu og fimm og langa- langömmubörnin tvö. Þau hjónin byggðu nýbýli í Ár- teigi í Jökulsárhlíð 1949, og bjuggu þar til ársins 1969, en þá fluttu þau í Egilsstaði. Ásamt hús- móðurstörfum vann hún um tíma á prjónastofunni Dyngju og síðar á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum uns hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Rakelar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Rakel átti tvo hálf- bræður, Björn og Að- alstein. Þeir eru báðir látnir. Hinn 23. september 1938 giftist Rakel Sig- urði Pálssyni bónda í Árteigi í Jökulsárhlíð, f. 2.10. 1914, d. 16.10. 1997. Foreldrar hans voru Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Páll Sigurðsson. Börn Rakelar og Sigurðar eru: 1) Sig- ríður Erla, f. 22.4. 1939. Maki Jakob Þór- arinsson, börn þeirra eru Rakel Hulda, Valgeir, Sigurður Hlíðar, Laufey Steingerður og Þórarinn Tengdamóðir mín, Rakel S. Krist- jánsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Margar minningar koma í hugann þegar litið er til baka hartnær fjöru- tíu ár, síðan okkar kynni hófust. Efst er eftirsjá og söknuður, en einnig er heill hafsjór af góðum minningum sem fara í gegnum hugann. Það má með sanni segja að Rakel tók mér með opnum örmum, heimili þeirra Sigurðar stóð alltaf opið og allt það besta var borið fram. Greiðvikni og gestrisni þeirra var einstök, allt var sjálfsagt og velkomið. Hún sýndi styrk sinn í verki þegar hún fylgdi Sigurði eftir í veikindum hans og stóð við hlið hans í blíðu og stríðu, en einn- ig og ekki síður núna síðustu árin þegar hún þurfti sjálf að glíma við veikindi sem hún tókst á við af æðru- leysi og ekki heyrði maður hana kvarta. Margar skemmtilegar minningar eru af ferðalögum, út í Hlíð, niður á Borgarfjörð eða bara eitthvað út á gras, sérstaklega ef lítill lækur skoppaði þar. Þá var Rakel oftar en ekki komin úr sokkum og skóm og í fótabað. Hún hafði einstaklega mikla ánægju af allri útiveru og ferðalögum um landið sem hún unni svo mjög. Ekki spillti það fyrir að sjá hesta á beit, og alltaf gat hún dáðst að litlu folöldunum. Það var hennar uppá- hald. Ég tel það vera mitt lán að fá að kynnast Rakel og þakka fyrir kær- leika og vináttu. Blessuð sé minning hennar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hallgrímur Gunnarsson. Elsku amma. Nú hefur þú loksins fengið hvíldina sem þú varst búin að þrá svo lengi. Við sem eftir erum getum huggað okkur við að nú er þjáningum þínum lokið og þú ert komin til afa, sem hef- ur vakað yfir þér og beðið þín um hríð. Í bland við söknuð streyma upp í huga okkar minningabrot. Æskuminningar okkar eldri systk- inanna eru mjög tengdar ömmu og afa í Árteigi, en við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera mikið hjá þeim í sveitinni sem börn. Þar var stundaður hefðbundinn íslenskur bú- skapur. Það er ómetanlegt veganesti út í lífið að fá tækifæri til að alast upp í svo nánum tengslum við sveitalífið og náttúruna með Jökulsána og Dyr- fjöllin í augsýn. Í minningunni var alltaf nóg að gera og endalaus veð- urblíða. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum með ömmu niður á engin með nesti fyrir fólkið sem var við hey- skapinn. Kaffinu var stungið í ullar- sokka til að halda á því hita og að sjálfsögðu fylgdi með heimabakað meðlæti. Vinnudagurinn við búskapinn var gjarnan langur en það kom þó ekki í veg fyrir að fólk gæti notið lífsins. Amma var mikið náttúrubarn og að vinnudegi loknum fór hún gjarnan í reiðtúr fyrir svefninn. Svona var hún amma, henni leið hvergi betur en á hestbaki úti í guðsgrænni náttúrunni, síðan lagðist hún jafnan niður í grænt grasið og fékk sér kaffisopa. Þennan áhuga á náttúrunni og dýr- um vorum við systkinin svo lánsöm að erfa frá náttúrubarninu henni ömmu. Eftir að amma og afi brugðu búi bjuggu þau á Egilsstöðum og eru ekki síður margar góðar stundir sem við áttum með þeim þar. Þar áttu þau lengst af heimili á hæðinni fyrir neðan Palla frænda og Rósu sem af mikilli óeigingirni og alúð veittu þeim öryggi og stuðning þegar aldurinn færðist yfir og heilsu þeirra hrakaði. Amma stóð sem klettur við hlið afa í veikindum hans og annaðist hann af ástúð uns hann kvaddi þennan heim. Eftir stóð amma, búin að kveðja sinn heittelskaða lífsförunaut, en það veit enginn fyrr en reynir hversu mikinn tómleika það skilur eftir sig. Heilsu ömmu hrakaði mjög síðustu árin og undir það síðasta í erfiðum veikindum átti hún sér þann draum heitastan að fá hvíldina og hitta elsku afa aftur. Síðustu æviárin sín naut amma góðrar umönnunar starfsfólks sjúkrahússins á Egilsstöðum og vilj- um við færa þeim bestu þakkir fyrir það. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður Jónsson.) Hvíl í friði, elsku amma. Valgerður Lísa, Elvar, Rakel Árdís og fjölskyldur. Það er alltaf jafn erfitt að venjast því þegar einhver nákominn er kall- aður burtu úr þessu lífi, þó stundum sé það samt sem áður jafnvel heitasta ósk viðkomandi. Rakel amma var bú- in að eiga langa og farsæla ævi og ég held að hún hafi verið fegin að sofna svefninum langa. Við brotthvarf hennar koma minningarnar fram og verða geymdar sem fjársjóður í hug- anum. Amma var góðhjörtuð kona sem alla tíð fylgdist vel með afkom- endahópnum sínum sem orðinn er býsna stór. Auðvitað var oft erfitt að búa þetta langt frá henni og geta ekki skotist með langömmubörnin í heim- sókn, eða litið til með henni þegar heilsunni hrakaði. Samt held ég að hún hafi verið svolítið ánægð með að ég skyldi giftast Skagfirðingi og setj- ast að þar, því alla tíð var hún hrifin af hestum og söng eins og Skagfirðing- ar, og naut þess að koma í heimsókn hingað í fjörðinn. Það var mikið áfall fyrir hana þeg- ar afi dó en saman deildu þau öllu meðan hans naut við. Minnisstæðar eru ferðirnar í berjamó þegar við amma þurftum alltaf að leita að betri þúfum og óðum jafnvel berfættar yfir ár og læki því örugglega væri meira að hafa þar. Alltaf beið afi jafn þol- inmóður og lét þessa vitleysu eftir okkur. Heimsóknirnar til þeirra voru líka svo notalegar. Heimilið í Hlé- skógunum var svo bjart og hlýlegt rétt eins og þau sjálf og gestrisnin svo rík. Það er okkur Gunnari mikilvægt að muna að í okkar síðustu heimsókn til ömmu fór hún með okkur stutta stund heim til sín og þrátt fyrir þrek- leysið var hún alltaf að bjóða okkur einhverja hressingu eins og verið hafði. Það var henni líka mikil lífsfyll- ing að hafa svo mikið af fólkinu sínu nálægt, sem var svo duglegt að líta til hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma. Nú ertu örugglega búin að hitta afa aftur og þá líður ykk- ur vel. Þakka þér fyrir öll yndislegu augnablikin sem við eigum í minning- unni og veita hlýju og gleði. Laufey. Þú lést þér annt um litla sauðahjörð. Þú lagðir rækt við býli þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit, þinn blómavöll, hvert strá, sem augað leit. Og þótt þú hvíldist sjálfur undir súð, var seint og snemma vel að öðrum hlúð, og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel. Þú hafðir öllum hreinni reikningsskil. Í heimi þínum gekk þér allt í vil. Þú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð, því hógværð þinni nægði daglegt brauð. (Davíð Stefánsson.) Þessi orð skáldsins eiga í mörgu svo vel við líf ömmu minnar Rakelar Steinvarar, sem nú er látin. Það var ljóst hvert stefndi síðustu misserin og amma eflaust hvíldinni fegin. Amma Rakel var ein af þessum duglegu alþýðukonum sem sinntu börnum og búi af miklum dugnaði og elju. Oft voru aðstæður hjá þeim afa erfiðar og lítið til af aurum. Það er ágætt að minna okkur nútímafólkið, sem höfum allt til alls, á hvað stutt er síðan fólk eins og amma bjó við erfið kjör, hvorki rafmagn né heitt vatn og mikið basl við að eignast eigin land- skika og hefja búskap. Langir vinnu- dagar og vinnulúnar hendur voru daglegt brauð. Amma var alla tíð mjög gestrisin – hún vildi að allir fengju gott að borða hjá henni og í minningu minni var alltaf til eitthvert gott bakkelsi hjá ömmu. Amma var gjafmild og bjó til ýmsa fallega hluti sem prýða nú heimili afkomenda hennar – eins passaði hún að ömmu og langömmu- börnin fengju vettlinga og leista sem hún prjónaði. Amma var einstakt náttúrubarn. Ég sé hana fyrir mér komna úr sokk- unum og skónum og farin að vaða í lækjum eða ársprænum Amma var áhugasöm um flest í náttúrunni, hafði gaman af fallegum steinum, skoðaði hreiður og fugla og sýndi okkur fal- legar plöntur sem hún fann. Það eru ófáar stundirnar sem setið var í ein- hverjum grasbalanum með kaffi- brúsa og kökubox og náttúrunnar notið. Frá árinu 1982 bjuggu amma og afi í tvíbýli með Palla syni sínum og Rósu konu hans. Ég veit að þetta var ömmu ómetanlegt og hafði hún oft orð á því. Ég kveð nú ömmu Rakel með kæru þakklæti og geymi í huganum falleg- ar myndir og minningar. Blessuð sé minning hennar. Rakel Steinvör. Elsku amma. Núna þegar þú ert farin úr þessum heimi fer maður að hugsa til baka um allar þær góðu stundir sem við áttum saman og hvað þú varst okkur alltaf góð og umhyggjusöm. Við vorum svo heppnir að fá að búa í sama húsi og þú og afi og gátum alltaf farið niður til ykkar þegar okkur langaði að spila við ykkur, eða fá okkur eitthvað gott að borða. Það var alltaf til nóg af kök- um í búrinu hjá þér og nýttum við bræður okkur það til fulls. Sérstak- lega munum við eftir því hversu gott það var að koma heim úr skólanum, labba inn í eldhús og sjá þar fullan disk af nýbökuðum ömmuskonsum, og maður gat alltaf stólað á það að á sunnudagsmorgnum varst þú búin að laumast inn með fullan disk af heitum skonsum og þær eru ófáar kleinurnar sem við erum búnir að setja ofan í okkur sem þú hefur bakað handa okk- ur. Stundum þegar við sátum og horfðum á sjónvarpið þá hringdi sím- inn, þá varst það þú og baðst okkur aðeins að koma niður til þín og svo þegar við komum niður þá sást þú við hliðina á geislaspilaranum þínum og sagðir „Æi, strákar mínir, ég man ekkert hvernig maður á að setja þetta af stað.“ Við skildum aldrei hvernig væri hægt að gleyma svona auðveld- um hlut, sérstaklega þegar það var búið að kenna manni það að minnsta kosti tuttugu sinnum. Það var eitt- hvað við þig og jólin sem gerðu jól og áramót svo eftirminnileg hjá okkur. Þessi fáu jól sem þið afi voruð ekki hjá okkur voru ekki ekta jól, þið voruð eiginlega stærsti parturinn af jólun- um hjá okkur bræðrum. Minningin um ykkur afa mun lifa með okkur alla tíð. Við kveðjum þig, amma, með vísu úr kvæðinu Höfðingi smiðjunnar eftir Davíð Stefánsson, sem var uppáhalds skáldið þitt. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. (Davíð Stefánsson.) Þínir sonarsynir, Sigurður Steinar og Árni Heiðar. RAKEL STEINVÖR KRISTJÁNSDÓTTIR Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ] og útfarar ástkærs eiginmanns, föður okkar, ] tengdaföður, afa og langafa, DAVÍÐS GUÐMUNDSSONAR, Kristnibraut 43. Sérstakar þakkir til starfsfólks B4 Landspítala Fossvogi, 13B Landspítala Hringbraut og Karlakórsins Stefnis. Ingibjörg Friðfinnsdóttir, Stefanía Davíðsdóttir, Sverrir Sigfússon, Guðmundur Davíðsson, Sjöfn Eggertsdóttir, Kristín Davíðsdóttir, Sigfús B. Sverrisson, Vilborg E. Jóhannsdóttir, Stefanía I. Sverrisdóttir, Cary Yaccabucci, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Haukur Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Davíð Guðmundsson, Margrét Sigurðardóttir, Sverrir Sigfússon, Alexandra Sigfúsdóttir, Andri Steinn Hauksson, Torfi Jökull Hauksson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Davíðsson, Viktoría E. Guðmundsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR, Ásvegi 9, Breiðdalsvík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 10. febrúar. Minningarathöfn verður í Árbæjarkirkju þriðju- daginn 15. febrúar kl. 17. Jarðarför verður auglýst síðar. Gunnar Ari Guðmundsson, Heiðrún Alda Hansdóttir, Einar Guðmundsson, Björn Guðmundsson, Aðalheiður Guðrún Guðmundsdóttir, Friðrik Mar Guðmundsson, Alda Oddsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Þorlákur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.