Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BÚAST má við að eldri borgarar muni taka út viðbótarlífeyrissparnað smátt og smátt, en ekki allan í einu eftir að stjórnvöld hafa hætt að láta sparnaðinn skerða bætur almanna- trygginga. Þessi breyting kemur öryrkjum sem eiga viðbótarlífeyrissparnað til góða en þeir hafa ekki getað komist hjá skerðingu. Tíu ár eru liðin frá því að ákvæði voru sett í lög um séreignarlífeyrissparnað. Samkvæmt uppgjöri lífeyrissjóðanna áttu landsmenn 198 milljarða inni á séreignarreikningum á vegum lífeyrissjóðanna í árslok 2006. Aukningin á því ári var 34% eða 50 milljarðar. Séreign- arsparnaður í heild nam um 13% af heildar- eignum lífeyriskerfisins. Um tveir milljarðar króna voru greiddir út af lífeyrissparnaðarreikningum á árinu 2006. Vegna skerðingarreglna hafa flestir kosið að taka þennan sparnað út áður en þeir yrðu 67 ára. Tekjur af séreignasparnaði hafa skert bæt- ur Tryggingastofnunar ríkisins með alveg sama hætti og tekjur úr almennum lífeyr- issjóðum. Skerðingarhlutfallið er 39,95% og verður á næsta ári 38,35%. Skerðing greiðslna úr lífeyrissjóðum nær til tekjutryggingar og heimilisuppbótar en grunnlífeyrir skerðist ekki. Sigurður Grétarsson, sérfræðingur hjá Tryggingastofnun, segir að ef viðkomandi búi einn og sé með heimilisuppbót þá nái tekjur úr lífeyrissjóðum að skerða bætur almanna- trygginga viðkomandi manns um u.þ.b. 50%. Nauðsynlegt er að hafa í huga að þarna er verið að tala um skerðingarhlutfall fyrir skatt. Hafa þurft að taka sparnaðinn út fyrir 67 ára aldur Það er ekki stór hópur sem verður fyrir því að viðbótarlífeyrir skerði bætur TR. Ástæðan er sú að ef fólk tekur út viðbótarlífeyr- issparnað áður en það verður 67 ára kemur ekki til skerðingar. Flestir hafa því nýtt sér þetta og tekið sparnaðinn út í einu lagi áður en þeir komust á ellilífeyrisaldur. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa áttað sig á þessu nægilega tímanlega og hafa því lent í skerðingum. Þessi skerðing kemur hins vegar illa við örorkulífeyrisþega því að tekjur frá viðbótarlífeyrissparnaði skerða tekjur þeirra. Þeir hafa ekki getað tekið sparnaðinn út áður en þeir fara á ellilífeyri til að losna við skerð- ingar. „Hugmyndin með viðbótarlífeyrissparnaði var að fólk tæki út þennan sparnað smátt og smátt og að þetta væri til viðbótar við aðrar tekjur. Reglurnar hafa hins vegar verið þann- ig að fólk hefur orðið að taka þetta út í einni summu,“ sagði Sigurður Grétarsson. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að breyta reglum þannig að viðbótarlífeyrissparnaður hætti að skerða bætur almannatrygginga. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 1. janúar 2009. Þeim sem ekki hafa tekið út viðbótarsparnað en eru orðnir 67 ára er því ráðlagt að bíða í eitt ár með að taka hann út. Þannig geta þeir losnað við skerðingu. Ástæðan fyrir því að þetta kemur ekki til framkvæmda fyrr er sú að það er mjög flókið tæknilega að koma þessu við á skömmum tíma. Tryggingastofnun er búin að senda út til lífeyrisþega tekjuáætlun þar sem gert er ráð fyrir viðbótarlífeyrissparnaði. Þá þarf rík- isskattstjóri að aðgreina viðbótarlífeyr- issparnað frá öðrum greiðslum úr lífeyr- issjóði. Skerðing viðbótarlífeyris afnumin Eldri borgarar þurfa að einu ári liðnu ekki lengur að taka viðbótarlífeyrissparnaðinn út í einu Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Maður sem býr einn og hefur engartekjur fær 126.537 kr. á mánuði í ellilíf- eyri frá TR. Ef hann er með 50 þúsund króna tekjur á mánuði í viðbótarlífeyr- issparnað skerðast bætur hans um 25.865 kr. Helmingur af sparnaði hans er því í reynd sparnaður fyrir ríkið. »Um síðustu áramót áttu landsmenn 198milljarða inni á lífeyrissparnaðar- reikningum. Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ÞEIR sem hafa verið teknir ölvaðir við akstur segja að viðmótið sem þeir fá eftir á; skömmin, viðbrögð ætt- ingja, vina og fjölskyldu; reynist þeim erfiðara en tilhugsunin um sekt, refs- ingu eða þann möguleika að missa bílinn. Þetta segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, en hann gerði ásamt Helga Gunnlaugssyni rannsókn á við- horfi ökumanna sem teknir voru fyrir ölvun við akstur. Erindi um rann- sóknina er birt í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Ágúst vann rannsóknina þannig að hann tók viðtal við fólk, sem tekið hafði verið ölvað undir stýri, á meðan það var enn ölvað. Að hans sögn var mjög áberandi að viðmælendur hans töldu nánast fjarstæðu að þeir lentu í slysi. „Sex af fjörutíu spáðu í það hvort lögregla myndi taka þá eða ekki. Þetta viðhorf er ákveðin vís- bending um að fólk gerir mjög lítið úr hugsanlegum afleiðingum ölvunar- aksturs,“ segir Ágúst. Fram kemur í erindi hans að rann- sóknir árin 2005 og 2006 sýni að helming banaslysa í umferðinni hafi mátt rekja til ölvunaraksturs. Ágúst segir að hugsanlegt sé að fólk geri sér ekki grein fyrir hve hátt þetta hlutfall er. „Á móti segi ég: Þau eru fá vanda- málin sem hafa verið útlistuð eins ít- arlega og ölvunarakstur,“ segir Ágúst og nefnir forvarnir og auglýs- ingar í því samhengi. „Það er sann- arlega búið að koma þessu á fram- færi,“ segir hann. Viðhorfið er smitandi „Ég held að vandamálið sé að þetta eru tveir, jafnvel þrír, hópar og lausn- irnar eru mismunandi eftir hópum. Í fyrsta lagi er ekki hægt að horfa fram hjá því að þeir sem aka mest ölvaðir er fólk sem á við áfengisvandamál að stríða. Lausn fyrir þann hóp er m.a. meðferðarúrræði, refsingar, eins og t.d. áfengislás í bíla, og hert lög- gæsla,“ segir Ágúst. „Ungt fólk, 17, 18, 19 ára, er annar hópur. Ég varð nokkuð var við þennan hóp í minni rannsókn, en þetta fólk var að skemmta sér, nýkomið með bílpróf, og vegna ungs aldurs er ómögulegt að greina hvort þetta fólk á við áfeng- isvandamál að stríða eða ekki.“ Þann hóp segir Ágúst unnt að upplýsa t.d. með fræðslu í skólum. Þriðja hópinn segir hann vera fullorðið fólk sem einfaldlega er að stelast til að brjóta af sér, en ekki á við neinn áfengis- vanda að stríða. Ágúst leggur áherslu á að viðhorf til ölvunaraksturs sé smitandi. „Ef við gefum þau skilaboð frá okkur að það sé óleyfileg hegðun að aka ölv- aður smitar það út frá sér. Þetta kemst til skila og þennan þátt á ekki að vanmeta.“ Skömmin verri en refsingin  Ölvaðir ökumenn telja það fjarstæðu að þeir geti lent í slysi  Þeir sem teknir hafa verið ölvaðir segja viðmót ættingja erfiðara en tilhugsunina um refsingu Í HNOTSKURN »Alls voru 40 viðmælendur til-búnir til þátttöku í rannsókn- inni en átta báðust undan. Svar- hlutfall er því 81,3%. »Viðtölin fóru fram á lög-reglustöðinni á Selfossi (32), lögreglustöðinni í Reykjavík og hjá læknamiðstöðinni í Kópavogi þangað sem komið er með ölvaða ökumenn til blóðprufu (8). TVEIR karlmenn, sem slösuðust al- varlega í bílslysi á Reykjanesbraut á fimmtudag, liggja enn á gjör- gæsludeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis hafa þeir geng- ist undir meðferð og er haldið sof- andi í öndunarvél. Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Í árekstrinum lentu saman jeppi og lítill sendibíll. Að sögn lög- reglu virðist sem jeppinn hafi lent á öfugum vegarhelmingi með þeim afleiðingum að bílarnir rákust sam- an. Einn ökumaður reyndi að ryðj- ast í gegnum slysavettvanginn. Liggja enn á gjörgæslu- deild HLAUPIÐ í Skeiðará náði há- marki sínu síðdegis í gær og er talið að rennslismagnið gæti hald- ist óbreytt allt fram til dagsins í dag, laugardags. Um var að ræða lítið hlaup með rennsli upp á ná- lægt 800 rúmmetra á sekúndu en geta verður þess að hér var um sjónmat að ræða, en ekki mæl- ingar. Til samanburðar er venju- legt meðalrennsli á þessum árs- tíma nokkrir tugir rúmmetra á sekúndu. „Þetta er mjög lítið hlaup og kannski líkt hlaupinu árið 2004 nema miklu minna,“ segir Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður og verkfræðingur hjá Orkustofn- un. Þar er átt við hegðun hlaups- ins því hlaupið 2004 var margfalt meira, eða 3 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Ekki fréttist af tjóni á mann- virkjum vegna hlaupsins. Skeiðarárhlaupið náði hámarki sínu í gær Telst lít- ið hlaup Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hlaup Það var kraftur í ánni þegar þessi mynd var tekin við vesturenda Skeiðarárbrúar. Þetta telst þó lítið hlaup. EINSTÆÐ kona fannst látin í íbúð sinni í Hátúni nýverið. Lögregla hefur staðfest að hennar hafi ekki verið vitjað í rúma viku. Sigur- steinn Másson, formaður Öryrkja- bandalags Íslands, harmar atburð- inn og gerir kröfu um að farið verði yfir hvað hafi brugðist. Fjölbýlishúsið sem konan bjó í er í eigu Brynju, hússjóðs ÖBÍ, og er ætlað öryrkjum. Sigursteinn segir að kröfu verði að gera til þess að virkt stuðningskerfi sé við íbúana. „Samskonar atburður gerðist í des- ember árið 2005. Þá lá kona látin lengi án þess að hennar væri vitjað. Ég kallaði þá til alla þjónustuaðila og forsvarsmenn Brynju til að ganga úr skugga um að allt yrði gert sem mögulegt væri til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Nú geri ég kröfu um að farið verði yfir hvað hafi verið gert síðan 2005 og til hvaða ráða gripið verði í framhaldi af þessu.“ Ekki er ljóst hvernig dauðsfallið bar að og er málið í rannsókn. Var ekki vitj- að í rúma viku FORYSTA ASÍ hefur óskað eftir fundi með forystumönnum rík- isstjórnarinnar til að kynna kröfur sem verkalýðshreyfingin gerir sameiginlega í tengslum við kjara- viðræður sem nú standa yfir. Kröf- urnar verða kynntar fyrir Sam- tökum atvinnulífsins á mánudag. Kynna kröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.