Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ALLS féllu 16 manns í sjálfsmorðs- árás konu sem sprengdi sig í Írak í gær. Sprengjan sprakk á skrifstofu samtaka súnníta í bænum Mugdad- iya í Diyala-héraði, um 90 km norð- austur af Bagdad. Samtökin berjast nú með yfirvöldum gegn hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda en voru áður fremst í flokki í barátt- unni gegn erlenda herliðinu. Skömmu eftir tilræðið sprakk bílsprengja í grannbænum Al- Manuriyah og varð 10 manns að bana. Lögreglan í Mugdadiya segir að konan hafi búið í bænum og hafi áður verið meðlimur í Baath-flokki Saddams Husseins, fyrrverandi for- seta Íraks. Tíu félagar súnníta- samtakanna létu lífið í tilræðinu. Samtökin berjast með írösku ríkis- stjórninni og Bandaríkjamönnum í tilraunum þeirra til þess að ná aftur tökum á héruðum þar sem al-Qaeda hefur haft sig mikið í frammi síð- ustu árin. Al-Qaeda sendi frá sér yfirlýs- ingu á fimmtudag þar sem sagt var að hefjast myndi ný hrina sprengju- tilræða í Írak. Hörðustu átökin í Írak á undanfarna mánuði hafa verið í Diyala. Al-Qaeda-menn og stuðningsmenn þeirra, sem áður héldu einkum til í Anbar-héraði í vestanverðu landinu og í ákveðnum hverfum Bagdad, eru nú sagðir hafa sest að í héraðinu. Reuters Skemmdarverk Reykur stígur upp frá olíuleiðslu við borgina Baiji, um 180 km norðan við Bagdad. Leiðslan var sprengd upp í gær. Sjálfsmorðssprengjumaður tók 15 með sér í dauðann ÍSLAND er í þriðja sæti á eftir Sví- um og Þjóðverjum í nýrri vísitölu umhverfismála, sem kynnt var á eynni Balí í Indónesíu þar sem lofts- lagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Þýsku umhverfis- samtökin Germanwatch reikna þessa vísitölu út og taka tillit til að- gerða sem ríkin hafa gripið til eða ætla að grípa til. Svíar standa sig best, eru í 1. sæti eins og í fyrra og Þýskaland tók nú annað sætið af Bretum þótt listinn væri birtur áður en Þjóðverjar kynntu í fyrrakvöld að þeir stefndu að því að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda um 36% fyrir ár- ið 2020. Lægstu einkunnir fá Bandaríkin og Sádi-Arabía. Nær 190 ríki eiga fulltrúa á ráð- stefnunni. Yvo de Boer, fram- kvæmdastjóri hennar, sagði í gær að ólíklegt væri að samkomulag næðist um bindandi aðgerðir til að minnka losun koldíoxíðs og ann- arra lofttegunda sem talið er að valdi hlýnun í lofthjúpnum. Morgunblaðið/Ómar Víða verra Loftmengun á Reykja- víkursvæðinu er stundum mikil. Ísland fær háa einkunn GEFIN hefur verið út handtökuskipun á hendur Anne Darwin, eiginkonu Bretans Johns Darwins sem birtist óvænt á lögreglustöð um sl. helgi eftir að hafa verið talinn látinn í fimm ár. Eiginkonan er sögð vera á leið til Bretlands frá Panama þar sem hjónin bjuggu undir dulnefni og verður hún að líkindum handtekin þegar hún stígur fæti á breska grundu. Embættis- menn í Panama gátu hins vegar ekki staðfest að konan væri farin og komu upp vangaveltur um að hún væri farin í felur. Konan segir nú að eiginmaðurinn hafi átt hugmyndina. „Ég hefði aldrei átt að hlusta á John en hann getur verið mjög sannfærandi,“ sagði hún í samtali við blöðin Daily Mirror og Daily Mail. John Darwin er enn í haldi lögreglu en er hann gaf sig óvænt fram sagðist hann hafa misst minnið og því ekki geta skýrt hvarf sitt. Hann var talinn hafa látist í slysi á kanó á Norðursjónum árið 2002 en nú þykir nær víst að hann hafi ásamt konu sinni sviðsett dauðdaga sinn og innheimt tryggingaféð. Tveir synir hjónanna í Bretlandi segjast ekki hafa vitað að faðir þeirra væri á lífi og eru bálreiðir yfir því að hafa verið gerðir að fórnarlömbum í svikamáli. Darwin verður handtekin BRESK stjórnvöld vilja draga úr „sjálfvirkum þýðingum“ upplýs- inga frá hinu opinbera á tungumál innflytjenda í Bretlandi. Tilgang- urinn er að að efla enska tungu og stuðla að því að innflytjendur og er- lent vinnuafl tileinki sér hana. Þýð- ingar stuðli að einangrun hópanna. Efla enskuna ANGELA Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur boðað fund forsætis- ráðherra allra 16 sambandslanda Þýskalands til að ræða stöðu félags- málakerfisins í ljósi morðs móður á fimm ungum sonum sínum í Darry í Norður-Þýskalandi. Konan hafði átt í samskiptum við félagsmála- yfirvöld vikurnar fyrir voðaverkin en hún var óstöðug á geði. Mikið uppnám MIKE Huckabee nýtur nú næst- mests fylgis í forvali repúblikana vegna forsetakosninga á næsta ári. Ný könnun sýnir Rudy Giuliani með 26% fylgi á landsvísu en Huckabee hefur nú 18% og er á hraðri sigl- ingu, hafði 10% fyrir mánuði. John McCain hefur 13% fylgi á landsvísu, Mitt Romney 12% og Fred Thomp- son 11%. Giuliani efstur Huckabee Hefur verið á miklu flugi. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STAÐFEST var í gær að minnst tveimur myndböndum, sem sýndu bandaríska leyniþjónustumenn yfir- heyra meinta hryðjuverkamenn al- Qaeda, hefði verið eytt af starfs- mönnum leyniþjónustunnar, CIA, árið 2005. Blaðið The New York Times segir ástæðuna þá að mynd- böndin hafi sýnt pyntingar. Myndböndin sýndu yfirheyrslur minnst tveggja grunaðra hryðju- verkamanna árið 2002, annar var Abu Zubaydah sem var hátt settur hjá samtökum Osama bin Ladens, al-Qaeda. Í yfirlýsingu Michaels Haydens, hershöfðingja og yfir- manns CIA, í gær til starfsmanna stofnunarinnar vegna málsins er sagt að myndböndin hafi verið gerð árið 2002. Þeim hafi verið eytt þrem- ur árum síðar til að vernda öryggi leyniþjónustumanna sem stunduðu yfirheyrslurnar. Þess má geta að ár- ið 2005 fóru fram umræður á þingi í Washington vegna ásakana um að CIA hefði beitt fanga pyntingum. „Ef [upptökunum] hefði einhvern tíma verið lekið hefðu þær gert mönnum kleift að bera kennsl á þau starfsystkin ykkar hjá CIA sem tóku þátt í aðgerðinni, þau og fjölskyldur þeirra hefðu verið berskjölduð fyrir hefndum af hálfu félaga í al-Qaeda og stuðningsmanna þeirra,“ segir í yfirlýsingu Haydens. Auk þess hafi umræddar yfir- heyrslur ekki haft neina þýðingu lengur og því ónauðsynlegt að varð- veita upptökurnar. Búið hafi verið að skrá vandlega allar upplýsingar sem fram hafi komið við yfirheyrslurnar, segir Hayden. The New York Times segist hafa heimildir fyrir því að á myndunum hafi m.a. verið sýndar vatnspynting- ar, en það er aðferð þar sem líkt er eftir drukknun hjá þeim sem verið er að yfirheyra. Hayden vísar því hins vegar algerlega á bug að við yfir- heyrslurnar hafi verið beitt ólög- mætum aðferðum. Hafi myndböndin einmitt verið gerð til að sannreyna að nýjar og harkalegri yfirheyrslu- aðferðir, sem stjórn George W. Bush forseta heimilaði í kjölfar árásanna á Bandaríkin 2001, væru eftir sem áð- ur innan lagalegra marka. AP Pyntaður? Fangi í Guantanamo- herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu. Eyddu myndböndum með yfirheyrslum CIA segir að ef gögnunum hefði verið lekið hefði al-Qaeda hefnt sín á fólkinu sem sá um yfirheyrslurnar Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÚSSLAND og Vesturveldin deila nú hart um framtíð Kosovo-héraðs en Albanar, sem eru í meirihluta í héraðinu, hyggjast lýsa yfir sjálf- stæði frá Serbíu í næstu viku. Serb- ar, sem njóta stuðnings Rússa, berj- ast hart gegn sjálfstæðinu og óttast m.a. að hlutur serbneska minnihlut- ans verði fyrir borð borinn. Sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Vítalí Tsjúrkín, sagði í gær að stjórn sín myndi þrýsta á um að haldið yrði áfram viðræðum um framtíð Kosovo þegar umsömdu, fjögurra mánaða tímabili slíkra við- ræðna milli Bandaríkjanna, ESB og Rússlands lýkur á mánudag. Utanríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsins, NATO og Evrópu- sambandsins náðu í gærkvöldi sam- komulagi um að 17 þúsund friðargæsluliðar á vegum NATO, KFOR-liðið, yrðu áfram í Kosovo, hver sem stjórnarfarsleg staða svæðisins yrði. Herliðið myndi taka „fast og ákveðið“ á ofbeldisöflum ef þau létu til sín taka. Kosovo gegnir lykilhlutverki í áróðri serbneskra þjóðernissinna sem benda á að þar séu mikilvægir staðir í sögu þjóðarinnar síðustu ald- irnar. En ráðamönnum Serba er vandi á höndum vegna þess að fallist þeir ekki á sjálfstæði Kosovo gæti það gert að engu vonir Serba um að ríkið fái aðild að ESB. Rússar vara við því að fái Kosovo einhliða sjálfstæði án þess að samið verði fyrst um málið hjá öryggisráði SÞ muni það ýta undir óstöðugleika og átök á Balkanskaga og annars staðar í álfunni þar sem þjóðabrot vilja sjálfstæði. Georgía, sem vill fá aðild að NATO, óttast að tvö héruð er njóta stuðnings Rússa, Suður-Ossetía og Abkhazía, muni fara að fordæmi Kosovo-Albana og rífa sig laus. Segjast Georgíumenn vona að tryggt verði að litið verði á Kosovo sem undantekningu en ekki reglu. Vesturveldin heita að halda áfram friðargæslu Rússar segja sjálfstæði Kosovo geta ýtt undir óstöðugleika Í HNOTSKURN »NATO hefur haft friðar-gæslulið í Kosovo síðan loftárásum bandalagsins gegn Serbum lauk árið 1999. »Kosovo hefur í reynd veriðundir stjórn Sameinuðu þjóðanna í átta ár en NATO annast öryggismálin. Reuters Herferð Kona í Belgrad gengur fram hjá veggspjaldi með mynd af Winston Churchill, leiðtoga Breta í seinni heimsstyrjöld. Serbar hófu í gær herferð til að berjast gegn sjálfstæði Kosovo-héraðs og notuðu m.a. fræg ummæli Churchills er hann stappaði stálinu í landa sína. Á spjaldinu stendur m.a.: Við munum aldrei gefast upp!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.