Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 31
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 31 Áhöfn dýpkunarskipsins Perlunnar vinnur nú dag og nótt við dælingu sands upp úr höfninni hér á Sauð- árkróki. Hófst vinnan um síðustu helgi, og er stefnt að því að fram- kvæmdum ljúki milli jóla og nýárs. Að þessu sinni verður dælt frá enda norðurgarðsins og úr innsiglinga- rennu en einnig tekið eitthvað frá suðurplaninu. Alls verða teknir um 35 þúsund rúmmetrar af sandi sem að mestu fer í 5 til 6 þúsund fer- metra landfyllingu sunnan smábáta- hafnar.    Hjá Siglingamálastofnun hafa í haust verið gerðar líkanarannsóknir á höfninni, og í framhaldi af þeim verið ákveðið að byggja nýjan suður- garð, sem loka mun að mestu hafn- arsvæðinu, og skapar þá kyrrð sem vantað hefur á viðlegusvæði togar- anna, og annarra þeirra skipa sem sækja til hafnar á Sauðárkróki. Þeg- ar hefur verið tryggt fjármagn til verksins og verður væntanlega haf- ist handa við gerð þessa garðs nú síðla vetrar eða í vor.    Ómar Kjartansson hjá ÓK gáma- þjónustu er nú með nýtt hús í bygg- ingu, en þar mun verða aðsetur Flokku ehf. sem mun hefja starfsemi í janúar næstkomandi. Þetta nýja fyrirtæki mun annast móttöku á öllu endurvinnanlegu sorpi frá ein- staklingum og fyrirtækjum, allt frá blaðapappír til bílflaka, brotajárns og spilliefna, og segir Ómar að þetta sé aðeins byrjunin, enda stefnt að því að helst allur úrgangur sem til fellur í samfélaginu verði endur- nýttur, og sem allra minnst urðað eða brennt.    Komið hefur fram að á fjárlögum ríkisins eru ætlaðar 6 milljónir króna til Hátækniseturs Íslands á Sauðárkróki, og sérstaklega merkt til rannsókna á basalt-trefjum, en Hátæknisetrið er þegar komið í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands og norska aðila sem einnig eru að vinna að samskonar rannsóknum. Basaltið, sem er sama grunnefnið og er í steinullinni, sem framleidd er á Sauðárkróki, þykir líkleg til að nýt- ast, m.a. í létt en mjög sterkt burðarvirki, og sjá aðstandendur rannsóknanna fyrir sér að basalt- trefjarnar komið í stað steypu- styrktarjárns, sem gera ætti bygg- ingar bæði sterkari, en einnig ódýrari.    Á skíðasvæði Skagfirðinga í Tinda- stóli er hafin snjóframleiðsla af full- um krafti og hafa nokkrar snjó- byssur án afláts þyrlað u.þ.b. 2.000 mínútulítrum af vatni út í brekk- urnar, sem eru nú tilbúnar til að taka á móti þeim fjölmörgu sem vita fátt skemmtilegra en bregða sér á skíði.    Og svo eru jólin rétt ókomin. Álfta- gerðisbræður kynna nýjan disk með sínum ljúfa söng, aðventusamkomur eru í flestum kirkjum héraðsins, rökkurganga er í gamla Glaumbæj- arbænum og þeir sem vilja hafa ótal tækifæri á að salla á sig gómsætum réttum af jólahlaðborðum á flestum veitingastöðum. Ilmur af steiktu laufabrauði er löngu farinn að berast frá húsunum, og flestir búnir að panta sér skötu. Þannig að jólastemningin er í full- um gangi á Sauðárkróki og Skaga- firði öllum, og nú er bara að bíða eft- ir fyrsta jólasveininum með eitthvað gott í skóinn. SAUÐÁRKRÓKUR Björn Björnsson fréttaritari Morgunblaðið/Björn Björnsson Framkvæmdir Unnið er að dýpkun hafnarinnar á Sauðárkróki og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki milli jóla og nýárs. Þórir Jónsson á Ólafsfirði rölti ádögunum í lognhúminu út með hlíðinni milli fjalls og fjöru. „Þar var rólegt og gott“: Rökkrið felur rinda í hlíð. Refur smó í leynum. Innsker kyssir aldan blíð. Unir már á hleinum. Björn Ingólfsson sér náttúrustemninguna í öðru ljósi: Umskipti gagnger og heiftarleg orðin hér: Hríðin og stormurinn láta eins og naut í flagi, svellaðar hleinarnar kolvitlaust brimið ber, búinn að éta mávinn er refurinn slægi. Loks Davíð Hjálmar Haraldsson um „það sem kallað er hin eilífa hringrás náttúrunnar“: Melrakki kálað mávi einum gat, morðingjann Þórir veiddi – rakti sporin. Þórir verður að lokum að maðkamat. Mávurinn étur ormana á vorin. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir um þingmann Sjálfstæðisflokksins: Siggi Kári er flottur fír í fasi jafnan glaður, orðvar, prúður, skrambi skýr, skemmtilegur maður. Og ennfremur: Með óstöðvandi orðamas ýmsum þar til baga; Össur er með þvarg og þras á þingi flesta daga. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Rökkrið og hringrásin Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele heimilistækin. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.