Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKLU moldviðri er nú þyrlað um Keflavíkurflugvöll. Hvorki valda því þotuhreyflar né árás- ir meintra óvinaherja frá útlöndum heldur sækir að Vellinum nokkuð fámennur en að sama skapi há- vaðasamur her ís- lenskra stjórnmála- manna með pólitískar keilur að vopni. Her- fræðin er gam- alkunnug – skjóta sóðalegum aðdrótt- unum að ein- staklingum og daðra við lygina. Tilgang- urinn helgar meðalið. Þessir sömu aðilar virðast hins vegar láta sér í léttu rúmi liggja flestar stað- reyndir málsins: 1. Herinn fór af landi brott – nokkuð snögglega. 2. Ríkið eignast mannvirkin eftir samningaferli við Bandaríkjamenn. 3. Sett voru sérlög um eignirnar þar sem Þróunarfélaginu er ætl- að að ráðstafa þeim með hags- muni ríkisins og fólksins að leið- arljósi. Enginn greiddi atkvæði gegn þeim lögum! 4. Auglýst var eftir verði og hug- myndum. 5. Bestu hugmyndir og hæstu verð réðu sölu. 6. Hálfu ári síðar voru íbúar á Vallarheiði orðnir um og yfir 1.000 talsins og fer fjölgandi. 7. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki eru að koma sér fyrir á Vell- inum og munu kalla eftir ara- grúa starfa fyrir vinnufúsar hendur. 8. Þekkingarþorp er að leysa her- stöð af hólmi. 9. Nokkrir illa upplýstir stjórn- málamenn skjóta í myrkri sínu á uppbyggingarferlið. Draugaþorp fyrir einu ári Þetta er kjarni málsins. Menn virðast búnir að gleyma því að fyr- ir u.þ.b. einu ári var talað um verðlausar eignir á Vellinum. Fyr- ir einu ári misstu um 900 manns vinnu sína á Vellinum. Fyrir um einu ári var jafnvel talað um að „fara með jarðýtu á allt draslið“. Fyrir einu ári höfðu flestir áhyggj- ur af atvinnu- og tekjumissi hundraða einstaklinga. Fyrir fjór- um mánuðum var Völlurinn mann- laus draugabær. Nú ríkir þar bjartsýni og flestir sjá fallega landsýn framundan. Þess vegna skjóta árásir hinna illa upplýstu stjórnmálamanna skökku við. Þær eru ekki í takt við þann almenna og samhenta vilja flestra að breyta erfiðri stöðu í sókn og leita að tækifærum fremur en uppgjöf. Hálfsannleikurinn og rógurinn eru algjörlega á skjön við staðreyndir og vilja til uppbyggingar. Þróunarfélag en ekki fjárfestinga Það virðist hafa farið framhjá nokkrum þingmönnum að eign- irnar voru auglýstar í öllum helstu miðlum landsins. Og hæsta tilboði tekið! Þar að auki var Þróun- arfélaginu ætlað að skoða hug- myndir um starfsemi að baki til- boðunum. Félagið ber heitið Þróunarfélag – ekki fasteignafélag eða fjárfestingafélag. Ástæðan er einfaldlega sú að félaginu er, skv. lögum, ætlað að meta hugmynd- irnar í því skyni að verja húsnæð- ismarkaðinn og freista þess að skapa varanleg störf fremur en að verða skammtímasjón- armiðum að bráð. Vill hann verðfella eigur okkar? Alþingismaður telur að ríkið hefði getað fengið tvöfalt hærra verð fyrir eignirnar. Þvílík þvæla. Að- ferðafræði hins snjalla þingmanns byggist á því að selja eina og eina íbúð af þeim 2.000 sem eru til staðar. Þingmaðurinn (sem býr á Suðurnesjum) virðist ekki hafa tekið eftir því að fyrirtækið Háskólavellir átti hæsta tilboð í um 1.600 íbúðir og skoraði best í hugmyndum að notkun íbúðanna. Grunnur þeirra eru einmitt þær frábæru nemendaíbúðir sem um og yfir 1.000 manns búa í núna – ánægð þrátt fyrir ön- uglyndi nokkurra póli- tíkusa. Margir vöruðu við því að skella öllum íbúðunum á almennan markað. Nú vilja ein- hverjir pólitíkusar fara þá leið. Þar með mæla þeir með hreinni eignaupptöku íbúðareigenda á sv- horninu og gjaldþroti margra íbúðareigendur. Athyglisvert er að sjá pólitíkus mæla með þeirri leið. Mikil breyting á minna en ári Sé litið framhjá hinum athygl- isverðu árásum hins fámenna hers nokkurra pólitíkusa þá má segja að ævintýri sé líkast að upplifa hina hröðu þróun á Vallarheiði. Hratt en markvisst eru íbúðir leigðar út á sanngjörnu verði til þakkláts skólafólks. Til allrar ham- ingju tekur það ekkert mark á illa grunduðu upphlaupi hinna árás- argjörnu. Það gera heldur ekki fulltrúar þeirra fjölmörgu fyr- irtækja sem eru nú að koma sér fyrir á svæðinu með fjölbreytilega og lifandi starfsemi. Flestir sem að koma deila sömu framtíðarsýn og snúa bökum saman af því allir eru staðráðnir í að líta á brottför hersins sem tækifæri. Rík- isstjórnin hefur sýnt málinu ein- stakan skilning. Jafnframt er óhætt að segja að þeir sem hæst hafa í niðurrifi og nöldri hafa ekki beinlínis verið að trufla starfsfólk Vallarins í daglegum störfum – enda ekki sést mikið til þeirra á svæðinu. Samstilltur hópur Að gefnu tilefni er líka ástæða til að geta þáttar Árna Sigfússonar í uppbyggingu Vallarsvæðisins. Fyrir starfsfólk og alla þá ólíku hópa sem tengjast ferlinu skiptir höfuðmáli að vera samhent og deila sýn. Árni hefur verið vakinn og sofinn yfir verkefninu – hvatt fólk til dáða og átt stóran þátt í að skapa samstilltan hóp með ólíkum einstaklingum. Verkin hafa sann- arlega talað. Upp er að rísa lifandi þekkingarþorp sem mun veita þús- undum híbýli og atvinnu. Illa grundaðar árásir nokkurra ein- staklinga munu engu breyta þar um. Þær verða fljótlega gleymdar en lifandi starf og líf á Vallarheiði mun standa áfram. Árásir á Keflavík- urflugvöll Hjálmar Árnason er ósáttur með árásir nokkurra ein- staklinga á Þróunarfélagið og framþróun á Vellinum Hjálmar Árnason » Markmiðstarfsins á Vellinum er að skapa varanleg störf í lifandi þekkingarþorpi. Aðdróttanir nokkurra póli- tíkusa gera lítið annað en skaða. Höfundur er forstöðumaður fagskóla Keilis. HVAÐ hefur áunnist öll seinustu ár? Þetta þekki ég manna best því ég er fyrsta frækorn flokksins. Flokkurinn komst á þing og upp frá því dofnaði aðalbaráttumálið sem var að kollvarpa þeim hörmungum sem kvótakerfið olli þjóðinni. Ástandið sem kvótakerfið skóp getur ekki endað nema á einn veg ef heldur fram sem horfir. Varðandi þetta þrætuepli sem kvóta- kerfið er var nú nýver- ið gerð Gallupkönnun á stöðu kerfisins hjá þjóðinni í heild. Út- koman er sú að 85% þjóðarinnar vilja losna undan oki kerfisins og fara aðra heilbrigðari leið við stjórn fiskveiða svo sem að úthlutun aflaheimildan skili þjóð- arbúinu jöfnum tekjum af okkar sameiginlegu auðlind í stað þess að allur arðurinn renni ofan í vasa ein- hverra útvalinna útgerða sem á sín- um tíma bókstaflega lögðu hald á allt landgrunn Íslands. Sem sagt stálu í nafni laga öllu góssinu frá hinum almenna borgara sem ekki var á bandi stjórnvalda. Á einn veg ef heldur fram sem horfir Það er engu líkara en að lands- feður, þ.e. stjórn og stjórnarand- staða, standi í þeirri meiningu að Ís- land sé á öðrum hnetti. Svo er ekki, Ísland er eitt mikilvægasta land jarðar fyrir þá matvælauppsprettu sem þrífst á landgrunninu umhverf- is landið. Þar sem Ísland er á okkar sameiginlegu jarðkúlu, jarðarbúa, eru ráðamenn á Íslandi ekki einráðir með það á hvern hátt fiskimiðin eru nýtt og þaðan af síður sá ofbeldis- fulli hópur útgerðarmanna sem LÍÚ nefnist og er í raun ekkert annað en pólitískir ofbeldismenn. Því er það bókstaflega skylda allra stjórn- málaflokka á Íslandi að virða skoð- anir 85% landsmanna og efna til kosninga um þetta mál. Eigum við að breyta til um aðferð- ir á stjórn fiskveiða? Eða eigum við að þegja og þykjast ekki vita um óánægju þessara 85% þjóðarinnar og þar með pína landsmenn til að umlíða óréttlætið sem felst í þeirri misskipt- ingu á þeim arði sem hin sameiginlega fisk- veiðilögsaga gefur af sér. Þetta var meining okkar mestu sjóhetju allra tíma á Ís- landi, Guðmundar heitins Kjærne- sted. Frekja LÍÚ, og fyrirlitning á væntingum jarðarbúa Áhyggjur náttúruverndarsinna um allan heim vegna aðferða Íslend- inga við ónáttúruvænar veiðar og ósjálfbæra nýtingu á öllum teg- undum nytjafiskjar á Íslandsmiðum getur leitt til viðskiptabanns á land- ið ef heldur fram sem horfir, svo sáraeinfalt er það nú, þetta þrætu- mál um þessi fiskimið okkar sem vissir menn vilja nýta sér og sínum nánustu í hag hvað sem það kostar, en þetta getur orðið þjóðarheildinni of dýrt. Ath. þessi viðvörun er í fullri alvöru. Þú, ágæti prófessor og háskóla- kennari, Hannes Hólmsteinn. Hefur þú gert þér grein fyrir þessu? Að nokkur hundruð fjölskyldna á hinum dreifðu byggðum á ströndinni hafa af völdum kvótakerfisins orðið að negla grátandi fyrir glugga heim- ila sinna og yfirgefa æskustöðv- arnar, ævistritið, aleiguna og neyðst til að hefja nýtt líf við erfið skilyrði illa undirbúin og lítt menntuð til vel launaðra starfa á ókunnum stöðum víðs vegar á mölinni? Hefurðu íhug- að öll þau verðmæti sem liggja í ónotuðum félagsheimilum, heilsu- gæslustöðvum, skólum, og annarri þjónustuundirbyggingu? Hefurðu íhugað stöðu allra sveitarfélaganna á landsbyggðinni eftir verk Halldórs Ásgrímssonar og co.? Þú veist að kvótakerfið er búið að valda slysum og dauðsföllum fyrir aldur fram á saklausu heiðarlegu fólki. Það er bú- ið að valda keðjuverkandi vanda- málum fyrir þjóðina alla svo sem þjófnaði, svikum drengskaparlof- orða, landsfrægum lygum og ófyr- irsjáanlegum vandamálum fyrir réttarkerfið í landinu. Allt þetta get ég sannað og því er niðurstaðan fyr- ir þína persónu á gráu svæði, sé tek- ið tillit til allra þeirra sendiferða sem þú hefur tekið að þér fyrir LÍÚ til að lofsyngja glæpinn mikla á Ís- landi frammi fyrir þjóðunum. Það var stofnaður stjórnmálaflokkur gegn kvótakerfinu 1998 Garðar H. Björgvinsson skrifar um kvótakerfið og landsbyggðina »Útkoman er sú að85% þjóðarinnar vilja losna undan oki kerfisins og fara aðra heilbrigðari leið við stjórn fiskveiða. Garðar Björgvinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. AÐ UNDANFÖRNU hafa að- standendur og félög eldri borgara ítrekað reynt að vekja athygli stjórn- valda á bágri stöðu margra aldraðra í þjóðfélaginu. Við í Félagi stjórn- enda í öldrunarþjón- ustu (FSÍÖ) tökum undir skoðanir þeirra um að skjótra breyt- inga sé þörf í þessum málaflokki á Íslandi. Á hátíðarstundum er tal- að um að búa eigi öldr- uðum áhyggjulaust ævikvöld, þau fallegu fyrirheit hafa ekki enn verið efnd. Öldr- unarþjónustan hefur að mörgu leyti setið eftir í íslensku þjóðfélagi. Tökum dæmi, finnst nokkrum boð- legt að sjúkur aldraður einstaklingur sitji vansæll og einmana heima um langan tíma vegna þess að ekkert pláss er laust á öldrunarheimilum? Finnst nokkrum boðlegt að „búa“ á sjúkrahúsi, jafnvel í langan tíma, vegna þess að nauðsynleg úrræði fást ekki? Finnst nokkrum boðlegt að að- standendur geti ekki um frjálst höf- uð strokið, jafnvel árum saman, vegna áhyggna af öldruðum ættingja í heimahúsi og skorti á úrræðum í öldrunarþjónustunni? Finnst nokkr- um boðlegt að aldraðir þurfi að búa í 8-9 ferm. herbergjum og deila snyrt- ingu með mörgum öðrum? Fyrir stuttu var umræða í fjölmiðlum um að fangar þyrftu stærra einkarými – hvað þá um sjúka aldraða? Finnst nokkrum boðlegt að heilsulausir aldraðir Íslendingar séu einmana og kvíðnir vegna skorts á starfsfólki, bæði í heimaþjónustu og á öldr- unarheimilum? Nei, okkur finnst þetta ekki boð- legt. Sú þjónusta sem aldraðir vilja fá, þ.e.a.s. aukin heima- þjónusta og bætt öldr- unarheimilaþjónusta, er mun ódýrari en sjúkrahúsdvöl. Brag- arbót í þessum efnum er því mun hagkvæm- ari fyrir þjóðfélagið, að ekki sé talað um líðan fólks sem bíður í óör- yggi á sjúkrahúsum og veit ekki hvenær það þarf að flytja né hvert. Í FSÍÖ eru 155 stjórnendur í öldr- unarþjónustu af öllu landinu. Félagar hafa verið að kynna sér breyttar áherslur og nýja sýn í öldrunarþjónustunni, keppikefli fé- lagsmanna er að bæta þjónustuna eins og kostur er. Við höfum kynnt okkur hugmyndafræði og þróun öldrunarþjónustu í nágrannalöndum og viljum feta svipaða leið. Við viljum efla heimaþjónustu og heimahjúkrun þannig að það verði raunhæfur kost- ur að vera sem lengst í heimahúsi, þ.e.a.s. ekki að menn þurfi að búa heima svo lengi sem mögulegt er, heldur svo lengi sem hlutirnir ganga vel heima fyrir og það er val hins aldraða. Við teljum afar mikilvægt að byggð verði ný heimili fyrir aldraða sjúka sem bíða í mjög brýnni þörf eftir að komast á öldrunarheimili. Við teljum ekki síður mikilvægt að bæta aðbúnað á eldri öldrunarheim- ilum, 8-9 ferm. herbergi og sameig- inleg snyrting með mörgum er óá- sættanlegt í nútímaþjóðfélagi. Þessi tvö verkefni, að byggja ný heimili og gera úrbætur á gömlum heimilum, þarf að vinna samhliða því að aldr- aðir hafa ekki tíma til þess að bíða lengur! Við viljum efla heimilisbrag og auka virkni og þjálfun á öldr- unarheimilum. Við viljum efla end- urhæfingu, dagþjónustu og skamm- tímadvalir. Við viljum aðstoða aldraða við að eiga verðugt líf til ævi- loka og til þess þurfum við raunhæf daggjöld sem duga fyrir rekstri öldr- unarheimila. Fyrst og síðast viljum við að þjón- ustan og úrræðin séu sveigjanleg þannig að þau mæti þörfum sem flestra aldraðra, enda eru þarfir þeirra afar ólíkar rétt eins og ann- arra aldurshópa. Við félagar í FSÍÖ vitum að stjórnvöld eru þessa dagana að und- irbúa breytingar í málaflokknum og bíðum spennt eftir ákvörðunum um úrbætur. Við bíðum spennt eftir úrbótum í öldrunarmálum Brit J. Bieltvedt skrifar um kjör aldraðra » Fyrst og síðast vilj-um við að þjónustan og úrræðin séu sveigj- anleg þannig að þau mæti þörfum sem flestra aldraðra … Brit J. Bieltvedt Höfundur er framkvæmdastjóri Öldr- unarheimila Akureyrar og formaður Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.