Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 39 UM mánaðamótin júlí-ágúst síðastliðinn var byggðakvóta út- hlutað til báta á Sauð- árkróki fyrir fisk- veiðiárið 2006-2007. Þessi kvótaúthlutun var reyndar nokkuð seint á ferðinni þar sem nýtt kvótaár byrj- ar 1. september. Þá er þess að geta að kærur vegna úthlutunar geta borist, og þær þurfa að fá sína máls- meðferð, og ekki er hægt að hefja veiðar fyrr en þær hafa verið afgreiddar. Einnig voru þau skilyrði sett fyrir út- hlutun að aflanum skyldi landað á Hofs- ósi, hjá fiskvinnslu sem tæki aflann til vinnslu. Verðlagning skyldi vera sam- kvæmt Verðlagsstofu skiptaráðs og sett veð fyrir greiðslu. Bátur undirritaðs, Helga Júlíana SK-23, fékk úthlutað 6.570 þorskígildum, þar af voru tæp fimm tonn þorskur. Um mán- aðamótin september-október var komið grænt ljós frá Fiskistofu um að hefja mætti umræddar veiðar. Farið var í róður seinnipartinn hinn 2. október sl. og ætlunin að landa seinnipart daginn eftir. Ekki gekk það eftir þar sem gerði brælu um nóttina (sem betur fór) og var því báturinn kominn að bryggju á Hofs- ósi að morgni 3. október. Ekki var nú aflinn mikill, eða um 300 kg þorskur og rúm 600 kg ufsi, aðgerður, sem landað var á Sauðárkróki seinna um daginn. Samkvæmt vigtarnótu frá Hofs- óshöfn var þorskur 270 kg + 23 kg undirmál sem glatast hefur á leiðinni frá hafnarvog að fiskvinnslu þar sem hann kemur hvergi fram á afreikn- ingi, einungis 270 kg þorskur. Fiskurinn var veginn og flokkaður af kaupanda, sem þótti við hæfi að borga 122 krónur fyrir kílóið. Lagt var upp með að landa þyrfti tonni á móti tonni og stóðum við í þeirri trú að við hvert landað tonn fengjum við tonn af byggðakvóta á móti. En ekki var því nú aldeilis fyrir að fara, gleymst hafði að lesa smáa letrið. Við nánara samtal við Fiskistofu kom í ljós að fiska þurfti tvö tonn á móti hverju lönduðu tonni og landa því öllu áður en byggða- kvótinn fengist afhentur. Það þýðir að ég hefði þurft að landa tíu tonnum fyrir áramót til að fá þessi fimm tonn afhent en haust- og vetrarmánuðir eru ekki heppilegasti tím- inn til handfæraveiða. En allt um það. Kostnaðarhliðin Þá er það hin hliðin á málinu sem snýr að kostnaði. Segjum svo að leigja hefði þurft stóran hluta aflans, skiptir reynd- ar ekki máli þar sem leigu- verðmæti er það sama. Leiguverð í krókaafla- marki á þorski er í dag 220 þúsund krónur sem þýðir að leiga á 10 tonnum kost- ar 2,2 milljónir króna. Miðað við að fá 122 krónur fyrir kílóið fást 1,220 millj- ónir fyrir 10 tonnin. Það vantar því rétt um eina milljón til að endar nái saman í aflaverðmæti mið- að við þessar forsendur og er þá eftir útgerðarkostn- aður og mannakaup. (Það er eins gott að vera í þokkalega launuðu starfi til þess að geta staðið í þessu!). Einnig landaði báturinn Vinur SK-22 um 600 kílóum af þorski og er svipaða sögu að segja af útkomunni úr því dæmi. Til að fullkomna vitleysuna hvarf fiskverkandinn af svæðinu og hefur ekki spurst til hans. Það er því enginn á Hofsósi sem getur tekið á móti fiski og fullnægt þeim skilyrðum sem gerðar eru samkvæmt reglum um út- hlutun byggðakvóta. Það er því ljóst að samkvæmt áætl- un um að efla atvinnulíf á Hofsósi með 90.000 þorskígildum af byggðakvóta, og tvö tonn á móti tonni eða samtals 270.000 þorskígildum, verður ein- ungis landað tæpu tonni af þorski á þessu ári, hitt fellur dautt niður. Þessi framkvæmd skýtur ef til vill sterkari stoðum undir það að við bú- um við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hefði ekki verið betra að FISK Seafood hf. á Sauðárkróki hefði fengið að njóta góðs af þessu þar sem skerðingin var um tvö þúsund tonn? Byggðakvóti til bjargar Hofsósi Steinar Skarphéðinsson skrifar um úthlutun byggða- kvóta í Skagafirði Steinar Skarphéðinsson » Það er þvíenginn á Hofsósi sem getur tekið á móti fiski og fullnægt þeim skilyrðum sem gerðar eru sam- kvæmt reglum um úthlutun byggðakvóta. Höfundur er vélfræðingur og starfar sem öryggisvörður á Landspítalanum við Hringbraut. SVEITARFÉLÖGIN hafa ákveðnar lögskyldur vegna veiða á ref og minki og ber að ráða kunn- áttumenn til veiða á þeim villidýr- um. Væntanlega eru þær skyldur settar til að koma í veg fyrir óhóf- lega fjölgun þessa vargs í þeim til- gangi að draga úr þeim skaða sem hann veldur í náttúru lands- ins. Verndun náttúrunn- ar er ekki einkamál íbúa einstakra sveitar- félaga. Fjölskrúðugt fuglalíf er hluti ís- lenskrar náttúru og allir landsmenn hafa möguleika á að njóta þess unaðar sem það veitir. Refir og minkar eru skaðsamir í varp- löndum, valda fuglum grandi og minkurinn er auk þess af- kastamikill skaðvaldur í seiðabú- skap laxa og silunga í ám og vötn- um. Af framangreindri ástæðu eru refirnir unnir og minkurinn líka drepinn. Hluti kostnaðar sveitarfélaga vegna refa- og minkaveiða er end- urgreiddur úr ríkissjóði. Í því felst viðurkenning á því sjónarmiði að það sé ekki einkamál íbúa einstakra byggðarlaga að halda varginum í skefjum. Upphaflega var ráð fyrir því gert að endurgreiðslan næmi 50% af kostnaði við veiðarnar. Um endurgreiðsluna gilda nú ákveðnar reglur og fjármunir til verkefnisins ráðast af því hvað tilgreint er í fjár- lögum hverju sinni. Séu þessar end- urgreiðslur skoðaðar sem hlutfall af heildarkostnaði kemur í ljós að heldur betur hallast þar á, sveit- arfélögunum í óhag. Á árinu 2006 námu endurgreiðsl- urnar tæplega 24% af heildarkostn- aði. Sé tekið tillit til þess að ríkið innheimtir virð- isaukaskatt af kostnaði við veiðarnar nemur kostnaðarhlutdeild rík- isins aðeins um 12% af heildarkostnaðinum. Á því ári nam heild- arkostnaður við veið- arnar rúmlega 114 m.kr. en endurgreiðsla ríkisins að frádregnum tekjum þess af virð- isaukaskatti rúmum 14 m.kr. Kostnaður sveitarfé- laganna vegna þessa verkefnis er hæstur í víðáttumiklum sveitarfélögum og þar getur hann jafnframt verið mjög hár á hvern íbúa og sem hlutfall af skatttekjum sveitarfélagsins. Hæstur er kostn- aðurinn tæplega 17.000 kr. á íbúa og nemur um 3,4% af heildarskatt- tekjum þess sveitarfélags. Fjöl- mennustu sveitarfélögin þurfa engu til að kosta í þessu náttúruvernd- armáli. Ríkisvaldið hefur ákveðið að friða ref innan marka þjóðgarða, eins og á Hornströndum. Að áliti kunnugra hefur það leitt til fjölgunar refs í ná- grenni friðunarsvæða, valdið mikl- um skaða á fuglalífi, og leitt til auk- ins kostnaðar þeirra sveitarfélaga sem næst þeim liggja. Í ljósi um- ræddrar friðunar og þess hve ríkið tekur lítinn þátt í kostnaði við þetta verkefni, sem þó varðar landsmenn alla, er ekki nema eðlilegt að sumir velti því alvarlega fyrir sér hvort hlutaðeigandi sveitarfélög eigi ekki að hætta refa- og minkaveiðum. Í frumvarpi til fjárlaga 2008, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gert ráð fyrir 30 m.kr. til þessa verkefnis. Sú fjárhæð þarf að hækka í 60 m.kr. til að endur- greiðsluhlutfallið nemi um 50% eins og upphaflega var ætlunin. Auðvit- að er endurgreiðsluhlutfallið þó lægra sé tekið tillit til þeirra tekna sem ríkið hefur af virðisaukaskatt- inum og ekki fæst endurgreiddur. Réttast væri að ríkið bæri kostn- að af því að verja náttúru landsins fyrir skaða af völdum refa og minka. Lágmarkskrafa er að ríkið greiði helming þess kostnaðar sem hlutaðeigandi sveitarfélög hafa af því verkefni. Ákvörðun þar um ligg- ur hjá ráðherrum og alþing- ismönnum. Til hvers eru refirnir unnir? Þórður Skúlason segir ríkið ekki greiða sinn hlut í eyðingu refa og minka »Réttast væri að ríkiðbæri kostnað af því að verja náttúru lands- ins fyrir skaða af völd- um refa og minka. Þórður Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. JÓN Þ. Þór, sá ágæti sagnfræð- ingur, skrifar nokkuð harða ádrepu um bók Guðna Ágústssonar og Sig- mundar Ernis Rúnarssonar í Morg- unblaðið á fimmtudaginn. Jón, sem venjulega er kurteis og sanngjarn í dómum, nær varla upp í nefið á sér, talar um ,,marflatan blaðamanna- texta“ og ,,flaustursleg vinnubrögð“ og klykkir út með því að líkja bók- inni um Guðna við heilagra manna sögur. Jón er líka búinn að reikna út hve langur (eða stuttur, öllu heldur) tími fór í ritun bókarinnar, og finnst ekki mikið til um. Þá bendir hann á að Freysteinn Jóhannsson er ranglega sagður Guðmundsson, og það bæði í texta og nafnaskrá. Síðast en ekki síst er Sigmundur Ernir skamm- aður eins og skólakrakki fyrir að skrifa að Albert Guðmundsson hafi verið ,,veðraður af veraldarbrölti“ og loks gerir Jón stólpagrín að Sig- mundi fyrir að líkja ríkisstjórn- arsamstarfi við ráðahag. Þetta eru auðvitað misþungar sakargiftir. Þær sem snúast um smekk verður ekki deilt um. Þar sem Jón Þ. Þór sér marflatan blaða- mannatexta sé ég fantavel skrifaða og safaríka frásögn, ríkulega krydd- aða kímni, af pólitískri sögu síðustu áratuga. Auðvitað frá sjónarhóli Guðna Ágústssonar, en það er líka skemmtilegur sjónarhóll, og í hæsta máta fróðlegt að skoða landslagið þaðan. Ég dáðist einmitt mjög að frásagnaraðferð Sigmundar Ernis, því úr verður einskonar pólitísk spennusaga með litríkri aðal- persónu, sem bæði hefur húmor fyr- ir sjálfum sér og öðrum. Nei, það verður ekki deilt um smekk, en mér fannst Jón Þ. Þór óþarflega strangur í einstökum at- hugasemdum. Fólk veðrast í verald- arinnar brölti – og hvað er að því að líkja samstarfi í ríkisstjórn við ráða- hag? Ég skil ekki aðfinnslur Jóns í þessum efnum, en ugglaust hefur hann bara þróaðri máltilfinningu en ég. Um leið og ég ítreka, að ég ber fulla virðingu fyrir sjónarmiðum sagnfræðingsins Jóns Þ. Þór, þá vil ég þakka fyrir að deila þeim ekki með honum. Mér fannst bókin um Guðna stórskemmtileg lesning. Vel skrifuð og fróðleg. Og svei mér ef ég varð ekki framsóknarmaður í sælu- ríkt korter, eftir að lestri lauk. En bara í korter! Hrafn Jökulsson Guðni frá mínum bæjarhóli Höfundur býr í Trékyllisvík. Sóleyjarimi 5, íbúð 0602, Rvk. Opið hús í dag á milli 14 og 16 M bl 9 46 40 5 Til sölu glæsileg og vel skipulögð 104,4 fm. 3ja til 4ra herb. íbúð á 6. og efstu hæð í nýlegu fjölbýlishúsi við Sóleyjarima 5 í Reykjavík. Glæsilegar innréttingar og skápar. Falleg gólfefni, parket og flísar. Vandað baðherbergi með nuddbaðkeri. Stórar svalir. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni. Tvinn ísskápur og uppþvottavél fylgja íbúðinni. Stutt er í alla þjónustu. Stæði í opnu bílskýli fylgir. Verð 29,9 millj. Guðni, sími: 895-0102, og Bertha sýna íbúðina á milli 14 og 16 laugardag og sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.