Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 47 Ég var bara að heyra þetta áðan, fyrst hringdi Keli í mig, svo talaði systir þín við mig. Þetta er ekki al- veg sokkið inn. Þegar ég heyrði þetta var Camel-veskið, sem þú gafst mér, á borðinu fyrir framan mig. Mér finnst eins og þetta geti ekki verið satt. Fyrsta sem mér datt í hug var þegar við vorum 13-14 ára að hlusta á Jimi Hendrix. Ég veit ekki afhverju, bara það fyrsta sem ég hugsaði um. Ég er ekki að trúa því að ég muni aldrei hitta þig aftur. Þú fékkst alltaf svo klikkaðar hugmyndir og fylgdir þeim alltaf eftir. Sögurnar sem byrja á „Varstu búin að heyra hvað Valli gerði“ verða ekki fleiri. Ég man líka þegar við vorum að uppgötva Megas saman, ég þú og Jón Magnús að hlusta á „Gamli skrjóðurinn“ á með- an við rúntuðum á Elsu. Hvert einasta sumar síðan ég var 8 ára hefur verið litað af þér á einhvern hátt. Ég finn það á mér að lífið skipti um gír í dag, ekkert verður eins. Við erum aldrei aftur að fara að stela sígarettum af pabba þínum útí bílskúr, hanga heima hjá þér og horfa á sjónvarpið þegar þú ert einn heima. Það var líka alveg sama hversu lengi við vorum aðskildir, það var alltaf eins og við hefðum búið hlið við hlið alla okkar ævi. Hvernig á ég að geta keyrt framhjá húsinu þínu eða komið í Hólminn án þess að hugsa til þín. Þú hefur verið svo mikill fasti í lífi mínu í svo langan tíma. Ég finn helst fyrir Valtýr Guðmundsson ✝ Valtýr Guð-mundsson fædd- ist í Stykkishólmi 21. júlí 1984. Hann lést af slysförum 8. desember 2006 og var útför hans gerð frá Stykkishólms- kirkju 16. desember 2006. því að ég þurfi að kasta upp, ég veit ekkert hvernig mér á að líða. Þú ert vinur minn, og þú ert dáinn, hvernig getur það verið? Þú ert bara 22 ára gamall, þú getur ekki dáið, þú ert að fara að lifa að ei- lífu. Við höfum oft tal- að um það þegar við verðum gamlir á elli- heimilinu í Hólminum, hvernig tónlist við eig- um eftir að hlusta á, að við verðum bara í Counter Strike að hlusta á Pantera, að flengja hjúkkurnar. Þetta er aldr- ei að fara að gerast. Ég er bara að fara að heimsækja leiðið þitt í stað- inn fyrir þig, þangað til ég dey líka. Ég vildi það ekkert, ég vildi heim- sækja þig. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er það eina sem ég get hugsað um. Ég get ekkert endað þetta, ég gæti farið að telja upp fullt af skemmti- legum hlutum sem við gerðum sam- an, allar minningarnar, en ég bara meika það ekki. Ég get ekki komið með einhver fleyg lokaorð, þetta bara átti ekki að gerast, þetta átti ekki að fara svona, þú átt ekki að vera farinn. Þetta setur lífið í algjörlega nýtt ljós, ég hef verið að hafa áhyggjur af ómerkilegum hlutum undanfarnar vikur og daga, þær áhyggjur hurfu með þér, og ekkert er eftir nema söknuður, sorg, tómarúm sem ég mun reyna að fylla með minningum um þig, en það mun aldrei takast. Takk fyrir allt, Valli, takk fyrir að hafa verið hluti af lífi mínu, og þegar við hittumst vonandi aftur, einhver- staðar, einhvertímann, þá mun ég halda utanum þig, og þakka þér al- mennilega, betur en þessi texti getur mögulega gert. Ég er farinn að gráta. 8.12. 2006. Bragi Páll Sigurðarson. ✝ MargrétÁmundadóttir fæddist í Háholti, Gnúpverjahreppi 15. mars 1925, ásamt tvíburasystur sinni Guðbjörgu. Margrét lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ámundi Jóns- son bóndi frá Minna-Núpi, f. 27.8. 1887, d. 4.2. 1961, og Guðrún Sveinsdóttir frá Ásum, f. 3.6. 1886, d. 3.9. 1976. Árið 1928 flutti fjölskyldan að Minna- Núpi, þar sem systurnar ólust upp og hafa átt heima alla tíð. Margrét tók snemma þátt í bú- störfunum, ekki síður úti en inni. Árið 1954 giftist Margrét Krist- jáni Helga Guðmundssyni frá Bílduhóli á Skógarströnd, f. 31.3. 1919, og tóku þau við búi á Minna-Núpi af for- eldrum Margrétar. Sonur þeirra er Ámundi Kristjáns- son bifreiðastjóri, til heimilis á Minna- Núpi, f. 13.6. 1954. Á heimilinu ólust einnig upp dætur Guðbjargar, þær Guðrún Ingólfs- dóttir, f. 5.9. 1949, og Herdís Kristjáns- dóttir, f. 19.3. 1958, en móðir þeirra dvaldi gjarnan tímabundið utan heimilis vegna vinnu sinnar. Eftir að hafa dregið saman í búrekstrinum árið 1974 hófu þau Margrét og Kristján að taka börn til sumardvalar og stunduðu þann rekstur í 17 sum- ur. Einnig vistuðu þau fólk á ýms- um aldri á veturna. Útför Margrétar verður gerð í dag frá Stóra-Núpskirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku Magga mín. Ég þakka þér samfylgdina í 82 ár. Við vorum svo nánar tvíburasystur, næstum eins og ein manneskja alla tíð. Hugurinn verður hjá þér áfram eins og hingað til. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Saknaðarkveðja. Þín systir, Bagga. Elsku langafrænka. Okkur mun ekki verða kalt á litlu tásunum í ullarsokkunum sem þú prjónaðir á okkur. Við vitum að þér líður vel hjá engl- unum og munt vaka yfir okkur og passa okkur. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Kveðja frá litlu fuglunum þínum. Kristján Hrafn Ingason. Ívar Örn Snorrason. Elsku Magga okkar Við vorum svo heppin að eiga tvær ömmur hlið við hlið og strákarnir okkar langa ömmu og langa frænku á sama stað. Það var yndislegt að þú náðir að kynnast Kristjáni Hrafni og Ívari Erni og fylgjast með þeim fyrstu mánuðina þeirra. Enda passaðir þú vel upp á það í bæjarferðum ykkar að fá alltaf að sjá fuglana þína áður en farið væri austur. Þú guð sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni. Í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, en við vitum að þú munt vaka yfir okkur og vera hjá okkur. Takk fyrir ómetanlega ást og um- hyggju alla tíð. Við munum hugsa vel um ömmu fyrir þig. Ástarkveðja, Erla og Ingi. Snorri og Erla. Elsku Magga Ekki datt mér í hug þegar ég heimsótti þig á spítalann 22. nóvem- ber að ég ætti eftir að standa við dán- arbeð þitt eftir rúman klukkutíma. „Magga frænka dáin.“ Sem betur fer var elsku mamma hjá þér ásamt okk- ur systrum þegar þú skildir við. Margs er að minnast úr sveitinni í mínum uppvexti og í gegnum árin. Þú varst mér sem önnur móðir alla tíð. Þú kunnir svo sannarlega að lifa lífinu lifandi, Magga mín, jákvæð og áhugasöm fyrir öllu. Þau eru mörg ferðalögin sem ég er búin að fara með þér í, og vera bílstjóri fyrir ykk- ur í sveitinni, nú síðast í sumar norð- ur í land, alltaf jafn gaman, ég hlakk- aði alltaf til að fara með ykkur. En sú ferð sem stendur uppúr er þegar við fjölskyldan fórum saman með Nor- rænu. Svo var nú gaman að fylgjast með ykkur pæjunum í fatastússinu að sauma, kaupa föt og breyta þeim. Þér féll aldrei verk úr hendi og alltaf með handavinnu þegar færi gafst á, og sást þú um sokka á mín börn þegar þau voru yngri og barnabörnin nú seinni ár. Þú fylgdist vel með mér og minni fjölskyldu, hvernig gengi hjá okkur öllum og það síðasta sem við töluðum saman, þá varstu ánægð með þær framkvæmdir sem var verið að gera á mínu heimili og baðst fyrir kveðju. Og þykir mér vænt að þú vissir um þær. Nú verða heimsóknirnar ekki fleiri til mín og söknuðurinn mikill, og eins var erfitt að koma í sveitina fyrst eftir fráfall þitt þegar einn hlekkinn vantar. En minning þín lifir og veit ég að þú munt vaka yfir mér. Elsku Magga, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allar góðu stundirnar sem við áttum. Ég mun geyma þær í hjarta mínu. Elsku Kristján, Ámundi, Mamma og fjöl- skylda mín öll, guð gefi okkur styrk í sorginni og söknuðinum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín, Guðrún. Frænka okkar, Margrét Ámunda- dóttir frá Minna-Núpi verður til grafar borin í dag. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum þó að erfitt sé að festa á blað lýsingu á svo skemmtilegri og á margan hátt óvenjulegri konu. Möggu var annt um samferðafólk sitt. Á heimili henn- ar og Kristjáns hafa margir fengið samastað sem á þurftu að halda, um lengri eða skemmri tíma. Þau hjónin ráku í mörg ár sumarbúðir fyrir börn. Heimilið var því oft mann- margt og líflegt og því stýrði Magga, oft með dyggri aðstoð Böggu tví- burasystur sinnar. Magga var hreinskiptin og hrein- skilin og sagði það sem henni bjó í brjósti. Hún var góður granni sem deildi jafnt gleði og sorgum með okk- ur nágrönnum sínum. Magga hafði einlægan áhuga á fólki og var um- hugað um velferð þess. Hún var ræktarsöm við ættingja og vini og margar þéttskrifaðar gestabækur á Minna-Núpi bera vitni um að þangað er gott að koma. Ekki hafði hún síður gaman af því að heimsækja aðra og setti það ekki fyrir sig að skreppa landshornanna á milli til að heilsa upp á góðan vin. Ferðafélaginn í flestum þessara ferða var Bagga systir hennar. Á þeirra yngri árum gáfust ekki mörg tækifæri til að leggjast í ferðalög en því bættu þær úr á fullorðinsárum og ferðuðust bæði innanlands og utan ásamt fjöl- skyldum sínum. Frásagnir þeirra af þessum ferðum voru skemmtilegar og gáfu tækifæri til að njóta ferðanna með þeim. Á ferðum þeirra innan- lands var það yfirleitt Magga sem keyrði, en hún var alltaf á góðum bíl- um og gat sagt manni ýmislegt sem konur af hennar kynslóð eru ekki alltaf að leggja sig eftir, svo sem hversu mörg hestöfl bifreiðin væri og hvernig hún væri í samanburði við aðrar. Magga hafði gaman af falleg- um fötum og alla tíð var valið af natni það sem vel fór saman. Hún veitti því líka eftirtekt hverju aðrir klæddust og hafði orð á því ef henni líkaði það sem hún sá. Það er gott að geta rifjað upp skemmtilegar stundir með Möggu, við minnumst hennar fyrir lífsgleðina og umhyggjusemi alla tíð. Kristjáni, Ámunda, Böggu, Guð- rúnu, Herdísi og öðrum aðstandend- um vottum við okkar innilegustu samúð. Sigríður Gunnarsdóttir og Hildur Gróa Gunnarsdóttir frá Stóra-Núpi. Magga á Minna-Núpi setti svip á samtíðina. Hún var tvíburi, hinn helmingurinn af henni er Bagga. Þær voru svo nátengdar að varla er hægt að nefna aðra í einu. Þær fæddust agnarlitlar í Háholti og þótti krafta- verk að þær skyldu lifa miðað við að- stæður. Þriggja ára fluttust þær að Minna-Núpi og þar átti Magga heima alla tíð og starfaði. Systurnar ólust upp við venjuleg sveitastörf og þurftu snemma að hjálpa til við búskapinn enda voru ekki önnur börn á bænum. Þær urðu ungar jafnvígar á inni- og útistörf og miklar hestaskellur. Magga giftist Kristjáni Guð- mundssyni 1954. Tóku þau við búi á Minna-Núpi, stunduðu búskapinn af natni, þekktu skepnurnar sínar vel, hver einstaklingur skipti máli. Það hefur áreiðanlega verið gott að vera húsdýr hjá þeim. Þegar maður hugsar um Möggu kemur gleði og hispursleysi fyrst upp í hugann. Hún var glaðlynd, frænd- rækin, sagði skemmtilega frá, notaði gjarnan hendurnar til að leggja áherslu á orð sín og gerði grín að sjálfri sér. Hún var ávallt vel til fara, fannst gaman að kaupa sér föt og notaði óspart skartgripi. Fínust fannst henni hún vera í upphlutnum og klæddist honum við hátíðleg tæki- færi. Magga var fróðleiksfús, fylgdist vel með samferðafólkinu, ungu sem öldnu, og bar einstaka umhyggju fyr- ir því. Hún var gestrisin, tók á móti fólki með útbreiddan faðminn, það var sérstaklega gaman að koma til hennar. Rúmlega fertug tók Magga bíl- próf. Hún eignaðist þó ekki bíl fyrr en löngu síðar. Henni leið vel í bíl, hafði áhuga og skoðanir á slíkum tækjum og vildi eiga góðan farar- skjóta. Hún var dugleg að ferðast, fannst sjálfsagt að skreppa, hvort sem var í kaupstað, til bæja að hitta vini og vandamenn eða á samkomur af ýmsu tagi. Hún naut þess að vera innan um fólk . Einnig fór Magga í lengri reisur með Böggu eða allri fjölskyldunni. Þegar þær systur ferð- uðust óku þær til skiptis og óx ekki í augum að skjótast á milli landshluta. Fyrir fáum árum var ég ásamt þeim í fermingarveislu norður í landi. Sama dag voru þær boðnar í veislu á Akra- nesi og ekki gerðu þær upp á milli, yfirgáfu norðanveisluna tímanlega, skelltu sér suður í íslenska búningn- um undir stýri, til að ná fyrrnefndri veislu. Magga nýtti tímann vel, vildi ekki missa af neinu sem í boði var og lét heilsuleysi ekki aftra sér frá því að taka þátt í lífinu. Magga lagði mikið upp úr gömlum gildum, vildi halda í þau en hreifst af tækniframförum nútímans. Varla var búið að opna Hvalfjarðargöngin fyrr en Magga og hennar fólk ók í gegn og fleiri samgöngumannvirki síðari ára voru prófuð á fyrstu dögum. Nú er tími Möggu hér á jörðinni liðinn. Það er erfitt að átta sig á því þar sem hún var á fullu nánast fram í andlátið, hún stóð meðan stætt var. Fyrir það er hægt að þakka. Ég kveð Möggu frænku mína með söknuði og þökk fyrir allan kærleik- ann sem hún sýndi mér og mínu fólki. Við erum rík af minningum um gleði- gjafann hana Möggu. Fjölskyldu Möggu sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Minningin um einstaka konu mun ylja þeim í framtíðinni. Árdís Jónsdóttir. Það er ekki oft á lífsleiðinni sem maður kynnist sannarlega góðu fólki en í mínum huga var hún Magga á Minna-Núpi ein þeirra. Magga var hörkutól með stórt hjarta sem vert er að taka sér til fyrirmyndar. Ég var vinnukona hjá Möggu og Kristjáni í tvö sumur og er óhætt að segja að það hafi verið lífreynsla sem ég hefði ekki viljað vera án. Fullt af lífi, gleði, hlátri og vinnusemi, ómetanlegt veganesti fyrir nýfermdan ungling- inn. Það var svo yndislegt mörgum ár- um seinna þegar við hjón fórum í heimsókn á Minna-Núp með tví- burana okkar, að geta sýnt þeim hvaðan Magga og Bagga voru, þess- ar sætu konur sem 9 árum áður höfðu gert sér ferð norður á Akur- eyri til að sjá tvíburana okkar ný- fædda og mynd var tekin af tvíbura- systrunum Möggu og Böggu þar sem þær voru hvor með sinn tvíburann, Sunnu og Dillon, í fanginu. Sú mynd er oft skoðuð og með þurfa að fylgja sögur úr sveitinni. Það eru líka ekki meira en örfáar vikur síðan Sunna minntist á rækju- salatið góða sem við fengum í þessari heimsókn, það var gott að koma á Minna-Núp. Í huga mínum er mikið þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra sem stóðuð henni næst. Með vinsemd og virðingu. Erika Lind Isaksen. Komið er að leiðarlokum á langri og farsælli ævi Margrétar Ámunda- dóttur á Minna-Núpi. Þegar við eign- uðumst sumarhúsið Árbakka fyrir rúmum ellefu árum vissum við strax að þar myndi okkur líða vel enda hef- ur það gengið eftir. En við höfðum ekki séð fyrir að kaupum á sumar- húsi fylgdi annað og meira, kynnin af heimilisfólkinu á Minna-Núpi. Þessi kynni eru löngu orðin að vináttu sem hefur dýpkað eftir því sem árin hafa liðið og er hún okkur ómetanlega mikils virði. Yfir ófáum kaffibollum og meðlæti hafa þær systur Magga og Bagga opnað okkur innsýn í heim sveitarinnar í Gnúpverjahreppi með lifandi sögum af mannlífi liðins tíma og þær ásamt Kristjáni hafa deilt með okkur tímalausri lífsspeki. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Möggu á Minna-Núpi og við þökkum henni margar ógleyman- legar samverustundir. Blessuð sé minning hennar. Helga og Peter. Margrét Ámundadóttir  Fleiri minningargreinar um Margréti Ámundadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.