Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 34
lifun 34 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is J ólaundirbúningurinn var rétt að hefjast á heimili ungra hjóna með tvo litla syni. Aðventukransinn var kominn á sinn stað og silfraða hreindýrið, sem aðeins er uppi um jólin, hafði tekið sér stöðu á einni hillunni. Heimilið ber vott um sterkan skandinavískan stíl og tæran einfaldleika. Frúin á heim- ilinu viðurkennir þó að einu sinni hafi hún hallast meira að Lauru Ashley og íbúðum undir súð. Súð- ina fékk hún reyndar hér á efri hæðinni en „Laura Ashley“ er hvergi sjáanleg. Íbúðin er í Kópavogi, skammt frá helstu kennileitum bæjarins, Smáralindinni og nýja risaháa gler- turninum við Smáratorg. Það þvæl- ist svolítið fyrir blaðamanni hvort kalla eigi húsið raðhús, litla blokk eða bara tvíbýlishús. Ástæðan er sú að húsalengjuna mætti kalla rað- hús, en síðan er hvert hús á þrem- ur hæðum; íbúð á fyrstu hæð og önnur þar fyrir ofan á tveimur hæðum, að sjálfsögðu með sér- inngangi. Þar er efri hæðin ögn undir súð og einungis stórir þak- gluggar. Bjart og stílhreint Fjölskyldan, eða réttara sagt hjónin, fluttu hér inn fyrir tíu ár- um. Þá var hvorugur sonurinn fæddur en sá eldri fæddist reyndar tíu dögum síðar. Þau létu sér neðri hæðina nægja þar til fyrir þremur árum þegar efri hæðin var inn- réttuð. Íbúðin er 190 fermetrar auk bílskýlis. Þeim var því vissulega ekki í kot vísað jafnvel þótt þau nýttu aðeins neðri hæðina til að byrja með en á henni eru stofan og borðstofan út í eitt en eldhúsið þar til hliðar. Að auki eru á hæðinni þrjú herbergi og baðherbergi. Allir veggir utan einn eru hvítir, vegg- urinn bak við sófann í stofunni. Á gólfum er ljósleit eik svo það er bjart yfir, enda draga litir hús- gagnanna ekki úr birtunni. Á veggjum eru danskar Montana- einingar, aðallega lokaðar, en ekki sem hillur, og þær eru allar hvítar. Sófinn er grár, á gólfinu fyrir fram- an hann er húð af skjöldóttri kú, og það eina sem er svart eru Corona- stólarnir, þekkt dönsk hönnun. Sófaborðið á sér íslenskar rætur þar sem Ólöf Jakobína Erludóttir húsgangahönnuður hannaði það. Ljósið yfir borðstofuborðinu er danskt PH ljós en yfir sófaborðinu hangir þekkt ljós eftir japanska hönnuðinn Shoichi Uchiyama. Fjölskyldan leitaði í smiðju Xe- níu Ólafsson innanhúsarkitekts þegar kom að því að hanna fyr- irkomulagið á efri hæðinni. Hún kom með grunnhugmyndirnar og síðan prjónuðu þau eigin hug- myndir við hennar. Hæðinni er skipt í tvennt, en þó ekki í tvo jafna hluta. Minni helmingurinn er svefn- herbergi hjónanna og þar er líka gert ráð fyrir baðherbergi. Rýmið þjónar enn sem komið er hlutverki fataherbergis, hvað sem síðar verð- ur. Hæðinni er svo sannarlega ekki skipt í tvennt með hefðbundnum veggjum með einu hversdagslegu dyraopni og venjulegri hurð. Út frá útveggjunum ganga smáveggir en síðan tekur við op með stórglæsi- legum rennihurðum úr plexígleri. „Við ætluðum fyrst að vera með glerhurðir en var bent á hversu hættulegt það gæti verið á heimili þar sem eru börn. Svo var verðið í hærri kantinum!“ Plexíglerið varð fyrir valinu og það fékkst í Akron í Síðumúla. Glerið er eins og það sé sandblásið og með nokkrum röndum. Rönd- unum er ætlað að höfða til band- anna í stigahandriðinu sem myndar fallegan hring í alrýminu, enda er þetta hringstigi, listasmíði frá Járn- smiðju Óðins á Smiðjuvegi. Þótt hurðirnar séu feiknastórar renna þær léttilega eftir brautum frá fyr- irtækinu Járn og gler. Eikarparket upp á vegg Það vekur nokkra athygli að eikarparketið sem klæðir gólfið á efri hæðinni hættir ekki þar sem útveggurinn tekur við af gólfinu. Veggurinn er parketklæddur allt upp að því þar sem hallandi loftið tekur við. Frúin segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að nýta parketið á þennan hátt. Þá hafi fólk ekki al- mennt verið farið að viðarklæða veggi, eins og reyndar var mikið gert hér áður og fyrr. Svo hóf þessi klæðningarstíll innreið sína á nýjan leik og hún var í vafa um hvað gera skyldi en lét slag standa og hélt sínu striki. Frá Lauru Ashley Morgunblaðið/Ómar Hlaupið upp stigann Stiginn setur mikinn svip á íbúðina, sama hvort horft er á hann á neðri hæðinni eða handriðið sem er í kringum stiga- opið uppi í alrýminu. Rennihurðir Laufléttar rennihurðir úr plexígleri loka hjónaherbergið frá alrýminu á efri hæðinni. Við rúmið stendur Tréð – fatastandur eftir Katrínu Pétursdóttur og Michael Young. Litríkt nammi í skálum Ljósir litir gera það að verkum að það er létt yfir holinu í miðri íbúðinni. Þaðan er gengið upp á loftið. Í þessu athyglisverða alrými á efri hæðinni [...] geta allir látið fara vel um sig og nóg pláss er fyrir synina vilji þeir leika sér smávegis í ná- vist foreldranna, sama hvort þau eru við tölv- una eða að horfa á sjónvarpið. - kemur þér við Vinnan göfgar Einar Bárðarson Hvernig var Eyjólfur Kristjánsson eins árs? Hvar endar vöxtur lífeyrissjóðanna? Pólskur hversdagur á Suðureyri Aftur í tísku að karl- menn gangi með hatt Dagur Kári vælir ekki undan vonbrigðum Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.