Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 61 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Hildur Lillien- dahl ljóðskáld og Úlfar Þormóðsson rithöfundur. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a. „kollusteini“ og „gós- entíð“ botna þau þennan fyrripart: Það er dimmt og kalt í desember og drungi yfir bænum. Um nýliðna helgi var fyrriparturinn þessi: Fullveldið er flestum gleymt, fáir þess nú minnast. Í þættinum botnaði Ingibjörg Har- aldsdóttir: Lýðveldið sem var loksins heimt líka farið að þynnast. Davíð Þór Jónsson: Allt sem hafði okkur dreymt mun útvatnast og þynnast. Séra Baldur Kristjánsson: Árin hafa áfram streymt og okkar vit að þynnast. Úr hópi hlustenda botnaði Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Margt er þó í muna geymt; má það eigi þynnast. og Lengi hafði lýði dreymt lýðfrelsi að kynnast. Hallberg Hallmundsson sendi þessa tvo: Það hafði lýðinn lengi dreymt en lítið þótt ávinnast. Þar mun lengi í ranni reimt sem rökkvuð skotin finnast. Halldór Halldórsson: Er nú fólk á eyrum teymt, auðmenn margir finnast. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli: Er frelsið var að hálfu heimt og helsi danskt að þynnast. Dimmur og kaldur desember Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleiðis til Orð skulu standa, Ríkisútvarp- inu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar Skothúsvegurinn Fyrriparturinn í dag fjallar um desembermánuð. Orð skulu standa Á PLÖTUNNI Einhversstaðar einhverntímann… aftur hefur söngkonan ástsæla, Ellen Krist- jánsdóttir, sett flest af sínum vin- sælustu lögum í nýjan búning. Ey- þór Gunnarsson stjórnar upptökum auk þess sem Ellen hefur fengið einvalalið hljóðfæraleikara til þess að koma fram með sér á plötunni. Það vekur athygli hve vel er vand- að til við útsetningar laganna. Þau ljá plötunni heildarsvip þrátt fyrir að vera eftir ólíka listamenn á ólík- um tímum. Einnig einkennast út- setningarnar af þroska og yfirsýn. Ekki reynt að breyta lögnum og gera þau að nýjum verkum, heldur fá þau að njóta sín í sígild- ari, og sum hver smekklegri, útgáfum en áður. Gott dæmi um þetta eru lögin „Ein- hversstaðar einhverntímann aftur“ og „Lifði og dó í Reykjavík“. Bæði njóta sín sem lögin sem þau hafa alltaf verið en hafa verið keyrð nið- ur í blúsaðri útfærslur af fyrri út- gáfu. Þetta heppnast mjög vel, einkum og sér í lagi vegna kunn- áttu Ellenar. Hún þekkir lögin út og inn og leikur sér með flutning þeirra og sérlega vandaðan og yf- irvegaðan hátt. Hún er ekki að reyna að enduruppgötva lögin sem slík – heldur flytja þau í þeirri stemmingu sem henni hentar í dag. Við þetta má bæta að „When I Think of Angels“ er hér í sérlega fallegri útgáfu og það sama má segja um „Litla systir“ en það kom mér mjög á óvart. Lagavalið er gott og lýsir ferli hennar ágætlega. Platan er eilítið rislág sökum fastrar stefnumörk- unar í útsetningum en fyrir vikið er hún mun þægilegri og samfelld- ari en hefðbundið safn þessara laga hefði verið. Útkoman er því afar vönduð og eiguleg safnplata fyrir aðdáendur Ellenar Kristjáns- dóttur. Fallegt safn góðra laga TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Ellen – Einhversstaðar einhverntímann… aftur  Helga Þórey Jónsdóttir SOUTH River Band leikur sérlega vandaða þjóðlagatónlist sem er að miklu leyti undir austurevrópskum áhrifum. Á plötu þeirra Allar stúlk- urnar má bæði finna frumsamin lög auk þjóðlaga úr ýmsum áttum. Lögin eru öll full af lífi og sál og á þar textahöfundurinn Kormákur Bragason stóran hlut að máli. Hlust- andinn er dreginn með í ferðalag um lendur ástar og örlaga þar sem staldrað er við einlægar og ljúfsárar minningar. Aðrir textar eru spaug- samar vísur um hegðun landans, kvennafar auk hinna bráðnauðsyn- legu drykkjuvísna. Helgi Þór Inga- son á einnig mjög góða texta – skemmtilegar frásagnir af ástum og sveitalífi. Það er að sjálf- sögðu umfjöll- unarefni að Geir H. Haarde for- sætisráðherra skuli syngja á plötunni en hann kemur fram í laginu „Ég hlusta á hjartað“ sem er ágætlega þýdd ábreiða af lagi Johnnys Cash „Walk the Line“. Geir kom mér talsvert á óvart því hann er mun lipurri söngv- ari en ég hafði gert mér í hugarlund. Skemmtileg viðbót það. Því miður get ég ekki kallaði for- sætisráðherra vorn gullmola plöt- unnar því það hlýtur að vera lag Ólafs Þórðarsonar tileinkað Szymon heitnum Kuran sem nefnist einfald- lega „Szymon“. Lagið er einkar fög- ur smíð – angurvær og blíð. „Szy- mon“ er virðuleg og viðeigandi kveðja til eftirtektarverðs tónlistar- manns. Meðlimir South River Band eru allir stjörnur þessarar plötu, laga- smíðar þeirra eru afskaplega góðar auk þess sem þeir hafa gott nef fyrir tökulögum. Það er þó hljóðfæra- leikur þeirra sem skarar fram úr, hvergi er feilnóta slegin og er flutn- ingurinn fullur af sál, frá fyrsta lagi til hins síðasta. Vönduð og skemmtileg plata TÓNLIST South River Band – Allar stúlkurnar  Helga Þórey Jónsdóttir Íslenskur geisladiskur smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.