Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐ LENDING? Nú gætir vaxandi svartsýnivegna þróunar efnahags-mála. OECD telur hættu á svonefndri harðri lendingu í efna- hagslífinu en með því er væntanlega átt við að við Íslendingar fáum harð- an skell vegna þess að þensla sé of mikil og efnahagskerfið fari úr skorðum af þeim sökum. Aðrir telja, að óróinn á fjármála- mörkuðum, sem nú er farið að gæta hér muni reynast okkur erfiður. Ís- lenzku útrásarfyrirtækin muni verða illa úti á fjármálamörkuðum í útlönd- um og áhrif þess muni koma fram hér. En til eru þeir, sem líta á þessa þróun frá öðru sjónarhorni og telja að það sé alveg ástæðulaust fyrir ís- lenzkt hagkerfi að fara út af sporinu af þessum sökum. Röksemdafærsla þeirra er eitt- hvað á þessa leið: Það er engin ástæða til þess að telja að íslenzkt efnahagslíf verði illa úti á næstu mánuðum og misserum. Grundvall- arþættir í efnahags- og atvinnulífi okkar eru heilbrigðir. Við höfum enn mikla möguleika á að halda uppi býsna miklum hagvexti næstu árin ef við bara viljum. Þeir möguleikar byggist ekki sízt á áframhaldandi nýtingu orkuauðlindanna. Þeir sem halda þessum sjónarmið- um fram benda á, að við höfum haft efni á því undanfarin ár að efna til umfangsmikilla umræðna um um- hverfið og orkuöflunina. Að við höf- um haft efni á því að vilja verja land- ið fyrir frekari áföllum vegna stórframkvæmda á miðhálendinu o.s.frv. Nú kunni þessi viðhorf að breytast ef augljós merki um samdrátt komi upp, atvinna dragist saman, útlend- ingar flytji til síns heima eftir að hafa verið á eins konar vertíð hér í nokkur ár og svo megi lengi telja. Í raun og veru eru talsmenn þess- ara sjónarmiða að halda því fram, að á næstu mánuðum verði þjóðin að gera upp við sig, hvort hún vilji rifa seglin og fara sér hægar í lífsgæða- kapphlaupinu eða taka meðvitaða ákvörðun um að halda því áfram m.a. með því að greiða fyrir framkvæmd á borð við álverið í Helguvík. Þetta er áhugaverð spurning. Er þjóðin tilbúin til að taka ákvörðun um að hægja á kapphlaupinu um efn- isleg verðmæti? Eða er löngunin eft- ir stöðugt betri lífskjörum svo mikil, að fólk sé reiðubúið til þess að fórna því, sem fórna þarf í því skyni að ná enn lengra á því sviði? Frammi fyrir þessari samvizku- spurningu kunnum við að standa að nokkrum mánuðum liðnum. Fram undir lok síðustu aldamóta lék allt í lyndi en svo sprakk blaðran, sem byggðist á himinháum vænting- um um afrakstur af tölvu- og hug- búnaðarbyltingunni. Í kjölfar þess að sú blaðra sprakk samþykkti Alþingi að byggja Kárahnjúkavirkjun. Hvað gerist nú ef fólk sér fram á samdrátt í efnahagslífinu? Er hugs- anlegt að þá aukist stuðningur við fleiri álver? Mun fólk standa við hin stóru orð undanfarinna ára? VIÐSNÚNINGUR Í MALAVÍ Alþjóðabankinn gerir alla jafnakröfur um að lánveitingum fylgi skuldbindingar um afnám hafta og ríkisstyrkja í viðkomandi löndum. Yf- irleitt er staða þessara ríkja svo slæm að þau eiga ekki annars kost en að sætta sig við kröfur bankans. Malaví er eitt af þeim löndum, sem Alþjóðabankinn og ýmis auðug ríki, sem veitt hafa landinu aðstoð, hafa undanfarna áratugi þrýst á um að lúta lögmálum hins frjálsa markaðar, þar á meðal að afnema niðurgreiðslur á áburði til bænda. Á níunda og tí- unda áratugnum voru stjórnvöld lát- in afnema niðurgreiðslur með öllu. Örbirgð í Malaví hefur verið mikil og um tíma blasti við landinu hungurs- neyð. Árið 2005 var uppskera svo lé- leg að fimm milljónir manna þurftu á neyðarsendingum af mat að halda. Í landinu búa 13 milljónir manna. Á undanförnum tveimur árum hef- ur dæmið hins vegar snúist við og skyndilega er hafinn útflutningur á matvælum frá Malaví. Að baki þessum viðsnúningi er grundvallarstefnubreyting, sem lýst var í grein í dagblaðinu International Herald Tribune í vikunni. Þar kemur fram að hinn nýi forseti Malaví, Bingu wa Mutharika, hafi ákveðið að hætta að hlusta á boðskap vestrænna ríkja, fara þess í stað að þeirra for- dæmi og bjóða bændum rækilegar niðurgreiðslur á áburði og fræi líkt og bændum í bæði Bandaríkjunum og Evrópu er boðið upp á. Í greininni kemur fram að innra eftirlit Alþjóða- bankans hafi tekið út frammistöðu hans þegar kemur að landbúnaði í Afríku og fundist lítið til koma. Af- nám niðurgreiðslna hefði ekki aðeins leitt til svimandi hás verðs á áburði, heldur hefði bankinn ekki áttað sig á að það væri grundvallaratriði að bæta jarðveg ef takast ætti að auka matarframleiðslu. Viðsnúningurinn í landbúnaði í Malaví kemur fram í uppskerunni á maís. 2005 var uppskeran 1,2 millj- arðar tonna, 2,7 milljarðar árið 2006 og 3,4 í ár. Fyrir vikið hafa tekjur bænda hækkað og aukið framboð hef- ur leitt til lækkunar á matarverði, sem kemur fátækum borgurum landsins til góða. Embættismenn Alþjóðabankans í Malaví segjast styðja stefnu stjórn- valda, en gagnrýna að ekki skuli vera kveðið á um það hvenær hætta eigi að niðurgreiða áburð. Síðast þegar fréttist hafði ekki heldur verið ákveð- ið hvenær ætti að hætta að niður- greiða landbúnað í Bandaríkjunum og Evrópu. Hlutverk Alþjóðabank- ans er að veita lán til að aðstoða við uppbyggingu í þróunarríkjum. Hlut- verk hans er ekki að nota þróunarrík- in sem tilraunastofu fyrir tiltekna hagfræði, sem leiðtogar ríkjanna, sem ráða mestu í bankanum, láta sér ekki detta í hug að innleiða heima hjá sér. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í fljótu bragði á lesandi ef tilvill erfitt með að sjá sam-hengi milli heitanna tveggjaí yfirskrift. Allir þekkja PISA en færri KappAbel. Greinin er skrifuð til að sýna samhengi milli þeirra. KappAbel-stærðfræðikeppnin er í vetur í boði fyrir 9. bekki í sjö- unda sinn. Tæpur þriðjungur nemenda í þessum árgangi hefur þegar lokið 1. lotu keppninnar, en 2. lota fer fram í janúar. KappAbel er vissu- lega keppni en það eru bekkir sem keppa, ekki einstaklingar. Og sem íþrótt er Kapp- Abel að vísu tækifæri til afreka, en mik- ilvægast er að hún höfðar til allra og ber í raun einkenni al- menningsíþróttar. Auk þrautanna sem nemendur fá til úrlausnar í 1. og 2. lotu, vinna bekkirnir þema- verkefni sem í raun er rannsókn á tengslum stærðfræði við eitthvert annað svið eða fyrirbæri í sam- félaginu. Íslenskir nemendur hafa tvisvar sigrað í Norðurlanda- keppni KappAbel. Lundarskóli á Akureyri í þrautunum vorið 2005 og Digranesskóli í Kópavogi í bekkjarverkefninu vorið 2007. Stuttu eftir að 9. bekkingarnir luku 1. lotu KappAbel nú í nóv- ember, voru kunngjörðar nið- urstöður PISA-rannsóknarinnar frá 2006. Stærðfræðiþátturinn þar var að vísu ekki meginþáttur en gaf þó skýrar vísbendingar. Niðurstöður ollu vonbrigðum og forráðamenn menntakerfisins boða enn einu sinni að þetta verði að líta alvarlegum augum og bregðast við. Undir það taka fjöl- miðlar en lítið sem ekki hefur ver- ið fjallað um hvers eðlis verkefnin í PISA séu. Það hlýtur þó að vera forsenda uppbyggingar, að gera sér ljóst hvað er verið að kanna þar. Er það af sama toga og það sem kannað er á samræmdu lokaprófi grunn- skóla, en það er al- kunna að það hefur haft mjög mikil áhrif á efnisval og efnistök í efstu bekkjum grunn- skólanna. Íslendingar hafa tekið þátt í tvenns konar fjölþjóðlegum samanburðarrannsóknum í stærðfræði. Í fyrsta sinn var það TIMSS (Third International Mat- hematics and Science Study) árið 1995. TIMSS hefur öðlast lengra líf við að breyta nafninu í Trends in International Mathematics and Science Study og var safnað gögn- um 2003 og 2007, en Íslendingar tóku í hvorugt skiptið þátt. TIMSS skoðar hversu vel nem- endur mæta kröfum námskrár og ráða við verkefni sem eru hlið- stæð því sem er í námsefni land- anna. Að því leyti er TIMSS að nokkru á svipuðum slóðum og samræmd lokapróf grunnskól hafa verið. PISA (Programme for Inte national Student Assessment) upprunnið í allt öðrum farvegi TIMSS. Þessi rannsókn er til komin vegna óska OECD um s við eftirfarandi spurningum og OECD fullyrðir að þeir hafi fe svör við þeim á þeim tímapunk sem rannsókn var lögð fyrir. Þ hefur nú verið gert þrisvar, ár 2000, 2003 og 2006 og lotan ve endurtekin 2009, 2012 og 2015 Spurningarnar eru: – Eru nemendur vel undirb fyrir ögranir (challenges) framtíðar? – Geta nemendur greint sam hengi, rökstutt og átt sam skipti á virkan hátt og öfl- ugan? – Búa nemendur yfir hæfni að halda áfram að læra svo lengi sem þeir lifa? Grundvöllur PISA er þanni allt annar en TIMSS og einnig annar en samræmdra lokapró grunnskóla á Íslandi. Persónu PISA og KappAbel Eftir Önnu Kristjánsdóttur »… stærð skrefahjálpar ekki ef haldið er í ranga átt KappAbel vísar í ákveðna átt, sem grundvallast á vitn- eskju um að nemend eru megnugri en skólaárangur sýnir. Anna Kristjánsdóttir Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Grunnkunnátta í íslensku er lykil-atriði þegar kemur að sam-skiptum og þátttöku innflytjendaí samfélaginu. Dæmi eru um að börn innflytjenda þurfi að túlka fyrir for- eldra sína í samskiptum við heilbrigðisstofn- anir og banka. Er það áhyggjuefni, t.d. þeg- ar börn eru að túlka fyrir foreldra sína þegar fjárhagserfiðleikar steðja að. Aðgengi að túlkum á þessum sviðum getur verið vandamál og starfsfólki umræddra stofnana finnst ekki alltaf ljóst hvenær kalla má á túlk. Þetta er m.a. niðurstaða nýrrar rann- sóknar, Innflytjendur: Viðurkenning og virðing í íslensku samfélagi, sem Kristín Harðardóttir, Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir gerðu og kynnt var í Þjóð- arspeglinum í gær. Rannsóknin náði til þriggja sveitarfélaga þar sem fjöldi innflytj- enda er meiri en að meðaltali á landsvísu en í kynningunni var sérstaklega fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar í Ísafjarðarbæ og Fjarðabyggð. Rannsóknin byggist á eigindlegum rann- sóknaraðferðum sem m.a. felast í því að taka einstaklings- og hóprýniviðtöl, bæði við innflytjendur og innfædda. Tungumálið rauði þráðurinn Þó ekki væri sérstök áhersla lögð á ís- lenskukennslu í rannsókninni varð nið- urstaðan þó sú að íslenskukunnátta og ís- lenskukennsla voru rauðu þræðirnir í gegnum flesta þætti sem talað var um. Í ótengdum málaflokkum s.s. bankastarfsemi, heilbrigðis-, skóla- og atvinnumálum kom tungumálið upp sem lykilþáttur bæði hjá Ís- lendingum og fólki af erlendum uppruna. Í rannsókninni er tekið fram að innflytj- endur á Íslandi eru margvíslegur og ósam- stæður hópur sem á það oft eitt sameig- inlegt að vera flokkaður sem innflytjendur. Á síðasta ári voru innflytjendur yfir 6% af heildarfjölda landsmanna. Í Fjarðabyggð var hlutfallið 31,7% og í Ísafjarðarbæ 7,9%. Framtíðarsýn innflytjenda í þessum byggð- arlögum var mjög ólík. Í Ísafjarðarbæ mátti finna ákveðið vonleysi vegna atvinnu- ástandsins, m.a. vegna kvótaskerðingar og fólksfækkunar. Fólk hafði áhyggjur af að missa starf sitt, þurfa að flytja burt og geta ekki selt eignir sínar. Bjartsýni einkenndi hins vegar ástandið í Fjarðabyggð. Þar hafði fólk ekki miklar áhyggjur af upp- sögnum þar sem það taldi sig eiga mögu- leika á öðru starfi á svæðinu. Íbúar byggðarlaganna tveggja lögðu áherslu á mikilvægi íslenskukunnáttunnar og lýstu margir innflytjendur áhuga á að læra tungumálið. Mismunandi sýn mátti þó greina, annars vegar hjá þeim sem vildu fyrst og fremst læra vinnutengda íslensku og hins vegar þeim sem höfðu áhuga á að læra meiri íslensku til að geta átt samskipti á breiðari grunni. Mikill áhugi var hjá at- vinnurekendum og þjónustuaðilum að bjóða upp á kennslu á vinnutíma. Sterkar raddir komu fram til að fólk se tungumál e dag, á þeirr skila miklu skortur væ fjármagni. Höfunda isvert að st enda og mö starfi á Ísla málagetu þ lensku og j leika. Þetta þar sem sta sendir heim ekki tungum sem skilgre Fulltrúar v Vonleysi fyrir ves bjartsýni á Austu Fjölbreytni fagnað Nemendur í grunnskóla Þorlákshafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.