Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 35 B O Ð S K O R T Þér er boðið á 2. uppboð okkar þann 9. desember í IÐNÓ við tjörnina í Reykjavik. Dagskrá: Kl. 14.00 Frímerki. Kl. 15.30 Póstkort og mynt. Kl. 16.30 Listmunir, handverk og fágætar bækur. Forsýning verður á Austurströnd 1, Seltjarnarnesi þann 8 des. frá kl 11-18. Heitt á könnunni og meðlæti á staðnum. Einning er hægt að skoða uppboðshluti á netinu, www.aa-auctions.is. M bl 9 45 43 1 Hættumat fyrir Tálknafjörð Hættumatsnefnd Tálknafjarðarhrepps Í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000 hefur verið unnin tillaga að hættumati vegna ofanflóða fyrir Tálknafjörð. Tillagan liggur nú frammi til kynningar á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps. Athugasemdum skal skilað til Tálknafjarðarhrepps í síðasta lagi 11. janúar 2008. Bak við klæðninguna leynist ótrúlegt geymslurými. Þó er erfitt að gera sér grein fyrir því, þar sem engir húnar eru á hurðunum, að- eins smellulæsingar svo nóg er að þrýsta á hurðina til þess að hún opnist. „Með því að klæða gólf og vegg á þennan hátt sýnist gólfflöt- urinn miklu stærri,“ segir eigin- maðurinn. „Og þarna er líka súðin sem mér finnst svo notaleg,“ segir frúin. „Gamla íbúðin mín var undir súð svo þetta er ekki fyrsta íbúðin með súð sem ég hef búið í.“ Risarennihurðir Í þessu athyglisverða alrými á efri hæðinni, sem meira að segja svefnherbergi hjónanna tilheyrir að hluta til, a.m.k. þegar plexigler- hurðin er ekki dregin fyrir, er sjón- varpshorn og auk þess vinnuhorn fjölskyldunnar með tölvu og til- heyrandi, eins og gerist og gengur á íslenskum heimilum. Þarna geta allir látið fara vel um sig og nóg pláss er fyrir synina vilji þeir leika sér smávegis í návist foreldranna, sama hvort þau eru við tölvuna eða að horfa á sjónvarpið. „Við fjölskyldan eigum margar góðar samverustundir á efri hæð- inni. Eini ókosturinn við þetta rými er að ekki er hægt að opna nógu marga glugga,“ segja hjónin. „Reyndar bara tvo. Á sumrin er stundum svo heitt hér að við verð- um að vera með viftu.“ Trúlega er þó ekkert að vandbúnaði að setja fleiri opnanleg fög í gluggana, enda mun það vart vera sýnileg útlits- breyting á húsinu sem slíku en gera lífið bærilegra á stöðugt heit- ari íslenskum sumardögum og nótt- um. Mikið jólabarn Nú þegar jólin eru að nálgast er gaman að fá að vita hvernig þau birtast á svona mínimalisku heimili. Er leyfilegt að hengja upp jóla- skraut? „Manninum mínum finnst ég stundum ofgera þegar kemur að skreytingunum. En það er nú ekki svo mikið sem bætist við, finnst mér, enda er ég mikið jólabarn. Auðvitað verður að vera jólatré og stjörnur í gluggunum og síðan set ég grenigreinar á handriðið og skreyti með kúlum. Ég reyni að gera umhverfið jólalegt fyrir strák- ana og jólabarnið sjálfa mig.“ Ég bendi á að hjónin geti auðvit- að horfið til einfaldleikans aftur þegar börnin eru farin að heiman. Þau samþykkja það. Annars er ljóst að lengi býr að fyrstu gerð því eiginmaðurinn er alinn upp í skand- inavísku umhverfi en eiginkonan segir: „Þegar við vorum að kynnast var ég miklu meira í Laura Ashley- stílnum. Ég var hrifin af íbúðum undir súð og leitaði sérstaklega að slíkri íbúð þegar við vorum að kaupa á sínum tíma. Mér finnst þær alltaf svo „kósí“ og huggu- legar. Þessi notalegheit kalla ég nú orðið fram með kertunum og fal- legum smáhlutum. Og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim er að kveikja á kertum. Ég hugsa að ég myndi kannski ekki fara aftur í Lauru Asley-stílinn, og þó, kannski ef komin væri pínulítil stelpa! Her- bergið hennar yrði kannski í slíkum stíl og eiginmaðurinn fengi þar engu um ráðið.“ í skandinavískan einfaldleika Norræn hönnun Mest ber á skandínavískum húsgögnum á þessu fallega heimili. Borðið fyrir framan sófann hannaði Ólöf Jakobína Erludóttir. Hreindýrið hefur tekið sér stöðu fyrir jólin. Létt yfir öllu Á veggjunum eru hvítar Montana hillur sem flestar eru lokaðar. Yfir hillunum í stofunni hanga myndir eftir Hildi Pálu, vinkonu húsmóðurinnar. Rúmt við borðstofuborðið Á borðstofuveggnum hangir málverk eftir Sossu og ljósið sem hangir yfir borðstofuborðinu er danskt PH ljós. Parket upp á vegg Þessi aðferð við að leggja parketið stækkar gólfflötinn, sjónrænt a.m.k. Bak við parketlagða veggina leynist ótrúlega mikið geymslupláss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.