Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Dóra Guðlaugs-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 29. desember 1934. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Jónsdóttir, f. í Hafn- arfirði 28.1. 1911, d. 22.9. 1997, og Guð- laugur Gíslason al- þingismaður f. í Stafnesi í Miðnes- hreppi 1.8. 1908, d. 6.3. 1992. Dóra var elst 6 systkina, systkini hennar eru Jakobína, f. 30.3. 1936, d. 4.2. 2004, Ingibjörg Rannveig, f. 3.7. 1939, Gísli Geir f. 3.7. 1940, Anna Þuríður, f. 18.1. 1946 og Jón Hauk- ur, f. 2.10. 1950. Dóra giftist hinn 23.5. 1953 Bjarna Sighvatssyni skipstjóra og útgerðarmanni frá Ási í Vestmannaeyjum, f. 2.12. 1932. Hann er sonur hjónanna Guðmundu Torfadóttur, f. í Hnífs- dal 22.4. 1905, d. 27.9. 1983, og Sig- hvats Bjarnasonar skipstjóra og útgerðarmanns, f. á Stokkseyri 27.10. 1903, d. 15.11. 1975. Dóra og Bjarni eiga 5 börn, þau eru: 1) Sig- gift Halldóri Arnarssyni, f. 11.10. 1966, þau eiga 3 börn, Örn Bjarna, f. 14.1. 2000, Hákon Inga, f. 24.1. 2004, og Jón Ísak, f. 21.9. 2005. Fyrir átti Halldór tvö börn, Hörpu og Orra. 5) Hinrik Örn, f. 15.9. 1972 kvæntur Önnu Jónínu Sæv- arsdóttur, f. 24.12. 1972, þau eiga 3 dætur, Björg Huldu, f. 26.1. 1997, Birgittu Hrönn, f. 15.1. 2000, og Alexöndru Sif, f. 5.7. 2005. Dóra ólst upp í Vestmanna- eyjum. Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1953, að loknu námi starfaði hún sem ritari á Alþingi. Dóra og Bjarni fluttu aftur til Vestmannaeyja vorið 1954 að loknu námi Bjarna í Reykjavík. Dóra starfaði hjá Bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum um skeið. Síðar sá hún um bókhald fyrir fyrirtæki sem þau hjónin voru hluthafar í, en fyrirtækin voru í útgerð og fisk- vinnslu í Vestmannaeyjum. Bjarni og Dóra hófu búskap í Garðinum í Eyjum árið 1954. Þau festu kaup á Brimhólabraut 9 í Vestmanna- eyjum haustið 1954. Árið 1974 festu Bjarni og Dóra kaup á Heið- arvegi 9 þar í bæ og hafa þau búið þar síðan. Dóra stundaði versl- unarrekstur í Bókabúðinni í Vest- mannaeyjum um ríflega 20 ára skeið en seldi reksturinn árið 1996. Útför Dóru fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. urlaug, f. 6.10. 1954, gift Páli Sveinssyni, f. 6.8. 1950, þau eiga 3 börn; a) Söru, f. 8.3. 1983, sambýlismaður Jón Þór Klemensson, b) Örnu Sif, f. 5.1. 1988, og c) Sighvat, f. 14.5. 1990. Fyrir átti Sigurlaug Dóru Björk Gunnarsdóttur, f. 25.8. 1974, gift Við- ari Einarssyni, þau eiga 3 syni, Páll átti fyrir 2 börn, Helenu Sigríði og Svein Davíð. 2) Guðmunda Áslaug, f. 8.9. 1956, gift Viðari Elíassyni, f. 1.7. 1956, þau eiga 4 börn: a) Bjarna Geir, f. 11.10. 1979, sambýliskona Harpa Reynisdóttir, þau eiga einn dreng. b) Sindra, f. 25.12. 1982, sambýliskona Þórsteina Sigur- björnsdóttir. c) Margréti Láru, f. 25.7. 1986, og d) Elísu, f. 26.5. 1991. 3) Sighvatur, f. 4.1. 1962, kvæntur Ragnhildi S. Gottskálksdóttur, f. 3.7. 1956, þau eiga 3 börn, Dóru Dúnu, f. 2.12. 1984, Bjarna, f. 24.3. 1987 og Eggert Rafn, f. 23.12. 1995. Áður átti Ragnhildur synina Þórð og Gottskálk Þorstein. 4) Ingibjörg Rannveig, f. 2.9. 1970, Elsku mamma, nú er stríðinu lokið, hetjuleg barátta til síðustu stundar. Þegar ég hugsa til baka er svo margs að minnast frá æskunni í Eyj- um og minningarnar tengjast þér. Ferðirnar út í Stafnes með nesti, að ganga yfir Dalfjallið var ævintýri fyr- ir fimm ára strák, horfa yfir dalinn og Heimaey er nokkuð sem ég gleymi aldrei. Þú kynntir mig fyrir fegurð eyjunnar okkar. Fara í berjamó vest- ur á hamar. Þú kynntir mig fyrir West Ham, liðinu sem ég hef haldið með síðan. Ég fór að fara í sveit á sumrin þegar ég var átta ára, er ég kom heim um haustið varst þú komin að því að fæða Ingibjörgu og tveimur árum síðar Hinrik Örn. Í bæði skiptin komstu mér á óvart, þannig varst þú. Gosveturinn 1973 þegar við bjugg- um á Eyrarbakka, þegar pabbi veikt- ist, þú með Ingibjörgu tveggja ára og Hinrik Örn nokkurra mánaða og svo mig, 11 ára. Þú varst ein, þekktir eng- an á Bakkanum. Alltaf dugnaðar- kona. Haustið 1973 aftur á Brimhóla- brautinni, pabbi á sjúkrahúsi í Reykjavík. Við tvö með litlu systkin- in. Hvað þú varst dugleg, sást um allt, kláraðir allt, hugsaðir um okkur, gafst okkur hlýju og athygli þótt þú værir örugglega oft úrvinda. Aldrei kvartaðir þú. Síðan keyptuð þið bókabúðina, það átti svo vel við þig, þú elskaðir starfið. Að fá að vera með þér í búðinni voru forréttindi fyrir 12 ára strák. Það var mikil vinna á þér í búðinni og oft þótti okkur systkinunum nóg um er af- greiða þurfti viðskiptavini fram undir kl. sex á aðfangadagskvöld. Þannig vildir þú hafa það, alltaf að aðstoða fólk eins og þú gast, fórnaðir þér fyrir aðra. Ljóð voru okkur sameiginlegt áhugamál, gátum rætt um ljóðin og skáldin. Þú gafst mér jafnan ljóða- bækur í afmælisgjöf og það gladdi mig ávallt. Þú fylgdist vel með okkur systk- inunum þegar við komumst á ung- lingsárin og fórum til náms í Reykja- vík. Þú skiptir þér ekki af okkar daglega lífi, ákvörðunum sem við tók- um. Hafðir oft áhyggjur af okkur en sagðir fátt. Varst ekkert fyrir það að skipta þér of mikið af. Þú varst mikil sjálfstæðiskona, var þér í blóð borið. Þú trúðir á jafnrétti kynjanna án þess að vera að fjasa mikið um það, gerðir það bara í verki. Ferðin okkar til Barcelona með Imbu systur var ógleymanleg, við lét- um draum þinn rætast. Skoðuðum borgina sem þig hafði dreymt um að heimsækja. Nýstigin upp úr erfiðum veikindum arkaðir þú um alla borg- ina. Við skoðuðum öll söfnin nema eitt sagðir þú, og hlóst. Kímnigáfan þín var mikil og sér- stök. Þú gast komið okkur til að hlæja til síðustu stundar. Pabbi stóð eins og klettur hjá þér í veikindum þínum og þú hafðir meiri áhyggjur af honum en þér. Veikindi þín vildirðu ekki ræða. Styrkur þinn var mikill, þú barðist, bugaðist ekki, lést ekkert á þér sjá, en við vissum að þú varst mikið veik. Mamma, þú varst einstök kona, sannkölluð hetja. Ég mun sakna þín en þú verður alltaf í huga mér og ég mun leita til þín áfram. Mig langar til þess að þakka starfs- fólki og læknum á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun og hlýju í garð mömmu og pabba. Þinn, Sighvatur. Elskulega mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Ekki hefði mig ór- að fyrir því fyrir rúmum tveimur ár- um að mamma myndi kveðja svo fljótt. Hún var alltaf svo heilsuhraust og sterk. Mamma tók veikindunum eins og hverju öðru verkefni, baráttan var ótrúleg, alveg fram á síðustu stundu. Það var aldrei gefið eftir. Að fylgjast með því hvernig mamma tók á veik- indum sínum kenndi mér margt. Því mun ég aldrei gleyma. Mamma var vel lesin kona, greind, kappsöm, þrjósk og með skemmtileg- an húmor. Baráttan lýsti sér vel er hún opnaði Bókabúðina strax eftir gos. Á þeim tíma ríkti mikil óvissa um þróun byggðarlagsins, hún með ung börn á heimilinu og pabbi á þeim tíma á sjó. Álagið við að reka Bókabúðina jafnframt því að sinna heimilinu var oft mikið og vinnudagurinn langur. Engu að síður sinnti hún sínum verk- um mjög vel. Húmorinn var alltaf á sínum stað, allt fram til lokadags – oft kaldhæð- inn og beittur en skemmtilegur. Ég á ófáar minningar þar sem ég sit á skrifstofu mömmu í Bókabúð- inni, ég að sinna heimalærdómnum og mamma að sinna amstri dagsins í búðinni. Þrátt fyrir annríkið var alltaf hægt að leita til mömmu. Sérstaklega er mér minnisstætt hve gott var að leita til hennar varðandi lærdóminn, hún kunni svör við öllu. Einnig var tíminn í kringum jólin eftirminnileg- ur. Mikið að gera í Bókabúðinni en með ótrúlegu skipulagi tókst mömmu að hafa stjórn á hlutunum. Bakaði meira að segja í byrjun nóvember! Þolinmæði mömmu í garð okkar krakkana var aðdáunarverð. Ekki var óalgengt að heimilinu væri breytt í íþróttavöll, þar sem ýmist var keppt í handbolta eða fótbolta. Það voru ófá- ar stytturnar sem við eyðilögðum en einhvern veginn tók mamma þessum ærslafullu leikjum okkar með stóískri ró. Mamma var alltaf ankerið í fjöl- skyldunni. Mamma átti oftast loka- orðið er kom að stórum ákvörðunum í lífi þeirra hjóna. Pabbi var mikill framkvæmdamaður en mamma var ávallt rödd skynseminnar. Ólíkir ein- staklingar sem vógu hvort annað full- komlega upp. Það verður undarlegt að geta ekki hringt og sagt frá hvað fjölskyldan mín hafi aðhafst þann daginn eða hvað dætur mínar lærðu nýtt í dag. Eða leyft stelpunum mínum að tala við ömmu sína og segja frá sætum sigrum dagsins eða sárum ósigrum. Dætur mínar eiga eftir að sakna ömmu sinnar mikið. Þær eiga eftir að sakna ömmu sem alltaf tók vel á móti þeim er stelpurnar komu í heimsókn. Amma átti alltaf nýbakaðar kökur er við komum í heimsókn til Vestmanna- eyja. Ömmu sem alltaf var boðin og búin að annast þær og hafði tíma til að sinna þeim. Það verður skrýtið að koma til Vestmannaeyja eftir andlát mömmu. Ekkert verður eins. Er við komum til Vestmannaeyja í sumar og mamma var í Reykjavík sökum veikinda töl- uðu dætur mínar mikið um það hve skrýtið það væri að koma til Vest- mannaeyja þegar enginn amma væri á Heiðarveginum. Við sem eftir lifum munum varð- veita góðar minningar um góða mömmu og ömmu. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, takk fyrir hlýju og umhyggju í garð fjölskyldu minnar. Elsku mamma, guð varðveiti þig. Þinn sonur Hinrik Ö. Bjarnason. Tengdamóðir mín, Dóra Guðlaugs- dóttir, lést 26. nóvember sl. eftir erfið veikindi. Það var fyrir 28 árum sem við Sig- urlaug, dóttir hennar og Bjarna Sig- hvatssonar, rugluðum saman reytun- um. Mér er í fersku minni þegar ég kom með henni Sillu minni í fyrsta skipti á heimili þeirra við Heiðarveg- inn. Ég var á nálum eins og flestir í svipaðri stöðu, en ég þurfti engu að kvíða. Andrúmsloftið var óþvingað. Dóra sá til þess með léttu spjalli um daginn og veginn. Kynni mín við hana voru alltaf góð og var mjög gott að eiga hana að í einu og öllu. Dóra tengdamamma var mörgum kostum búin. Upp í hugann koma hugtökin heiðarleiki, sanngirni, mannvirðing og fordómaleysi. Eins bar hún alla tíð mikla umhyggju fyrir „börnunum sínum“, en þar var ég tal- inn með líka. Kveðjustundin á tímamótum okkar í janúar 1989 á Vestmannaeyjaflug- velli er mér afar minnisstæð. Það var þegar við Silla ásamt dætrunum, Söru og Örnu Sif, vorum að leggja af stað og flytjast búferlum í eitt til tvö ár til Bretlands. Varð það reyndar úr að England varð okkar heimaland næstu 10 árin. Þarna á flugvellinum fengum við allar þær bestu óskir og fyrirbænir sem til voru, faðmlög og tárin runnu. Dóra átti síðustu orðin áður en við fórum um borð í flugvél- ina: „Palli minn, passaðu nú vel upp á stelpurnar mínar fyrir mig.“ Ósann- girni heimsins virðast engin takmörk sett og erfitt er að skilja af hverju hennar tími var nú komin. Það er endalaust hægt að velta því fyrir sér af hverju fólk á góðum aldri er kallað burt. Enginn veit hver verður næst- ur, og enginn hver annan grefur. Eitt sinn, fljótlega eftir að veikindin greindust, þá ræddum við Dóra mál- in. Okkur kom saman um að til þessa hefði fjölskyldan verið lánsöm, farsæl og sloppið vel við áföll. Allir hraustir og heilbrigðir. Svo verður mér að orði: „Svo lýstur þessum sjúkdómi allt í einu niður í fjölskylduna.“ Þá segir Dóra: „Já, fyrst það varð að ske, þá var eins gott að ég varð fyrir því. Ég er orðin full- orðin og hefði ekki afborið það að horfa upp á einhvern annan í fjöl- skyldunni verða fyrir þessu.“ Þannig var Dóra, raunsönn og þakklát fyrir lífið. Hún bjó yfir einstökum hæfileik- um til að láta öðrum líða vel. Hana skorti aldrei hrósyrði og hvatningu sem hún sparaði ekki í garð annarra. Þegar Dóra lá banaleguna stóð fjöl- skyldan þétt saman. Þótt síðustu dag- arnir væru svo erfiðir sem raun bar vitni, þar sem öllum var ljóst hvert stefndi, má einnig segja að þeir hafi verið innihaldsríkir og gefandi, því börnin hennar fimm voru dag og nótt við sjúkrabeð hennar ásamt Bjarna. Og aðrir fjölskyldumeðlimir voru ekki langt undan, þegar kveðjustund- in rann upp. Fjölskylduböndin styrktust. Ómetanlegt var fórnfúst starf og hjálpsemi starfsfólksins á Sjúkrahúsi Vestmanneyja. Því færa ástvinir allir bestu þakkir. Ömmubörnin voru henni öll jafn kær, umhyggja og ást hennar mikil. Vandfyllt verður það skarð, sem nú hefur verið höggvið í ástvinahópinn og tilveru þeirra, barnanna og Bjarna. Elsku Dóra, þér verður efa- laust fagnað á nýjum stað og meðal annarra ættingja og vina, sem þegar hafa kvatt, en dvelja nú þegar í dýrð- inni á himni. Að lokum ætla ég að leyfa mér að vona, að ég „hafi passað vel upp á stelpurnar þínar“ og hann Sighvat son okkar á þessum árum í Bretlandi. Hvíl í friði, mín kæra tengdamóðir. Kæri Bjarni, ég votta þér og börn- um ykkar Dóru mína dýpstu samúð. Góður Guð blessi minningu hennar og gefi ykkur styrk á þessum reynslu- tíma lífsins. Hann leiði okkur fram til huggunar og friðar. Páll Sveinsson. „Hvenær förum við til afa og ömmu í Vestmannaeyjum?“ Í tengslum við fjölmörgu Íslandsferðirnar okkar á undanförnum árum hefur þetta verið mest brennandi spurningin hjá börn- um mínum. Eftir stutt stopp í Reykjavík var farið með Herjólfi til Eyja. Við komuna biðu okkar ávallt kræsingar að hætti Dóru; skonsur, rækjusalat og annað heimabúið góð- gæti. Eftir að hafa innbyrt þetta, oft- ast í meira magni en góðu hófi gegndi, var farið í Þorlaugargerði. Drengirnir gefa hestunum og kindunum með afa sínum, fara bryggjurúntinn og þegar komið var til baka á Heiðarveginn var Dóra klár með veislumáltíð. Ég gat nánast verið viss um að fá mína uppá- halds-skóbót í eftirrétt. Kaffi og smá koníak að lokum, en Dóra er sú eina sem ég hef kynnst sem drakk koníak með klaka. Hún var höfðingi heim að sækja. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Dóru fyrir tæpum níu árum. Èg var þá kominn í samband við yngstu dóttur hennar, sem í dag er eiginkona mín. Með okkur þróaðist vinátta sem aldrei bar skugga á. Bjarni og Dóra tóku börnum mínum af fyrra hjónabandi strax opnum örmum. Ég verð Dóru ævinlega þakklátur fyrir þann stuðning og um- hyggju sem hún hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Hún fylgdist vel með okkar daglega amstri þó í öðru landi væri, ég held varla að það hafi liðið sá dagur sem hún var ekki í sam- bandi við Ingibjörgu og strákana. Hún hvatti okkur ávallt áfram, var traust, réttlát, en umhugað um að gera ekki upp á milli, heldur koma eins fram við alla. Dóra hefur ávallt staðið eins og klettur í stórsjóum lífsins. Hún var ekki týpan sem lét bugast, heldur tók málin í sínar hendur og hélt ótrauð fram á veginn. Hún var greind kona, hafði ferðast víða og var vel lesin. Að hennar mati var mikilvægt að standa á eigin fótum og stuðningur hennar og skilningur á útrás okkar til Dan- merkur var ómetanlegur. Hún og Bjarni komu reglulega í heimsókn og sýndu því sem við vorum að gera mik- inn áhuga. Komur ömmu og afa til Lemvig var mikilvægur punktur i lífi strákanna okkar. Strákarnir biðu ávallt spenntir eftir að fá þau i heim- sókn, vitandi að þá var nægur tími fyrir spilamennsku og spjall. Nær- verustundir með ömmu og afa hafa gefið strákunum mínum meira en orð fá lýst, og við erum þakklát fyrir þann góða og gefandi tíma sem við áttum saman. Minningarnar um yndislega ömmu munu lifa í hjörtum okkar. Dóra var ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar á torg. Fyrir henni var mikilvægast að öllum öðrum liði vel. Þessi eiginleiki kom berlega í ljós síðustu dagana er hún háði hetjulega baráttu við veikindi sín. Hún var nokkrum dögum fyrir andlátið í reglulegu sambandi við Ingibjörgu að skipuleggja jólagjafirnar sem dóttir hennar átti að annast fyrir hana. Hún hélt reisn sinni fram til þess síðasta Mikill er missir Bjarna. Dóra hefur ávallt staðið sem klettur við hlið hans og veitt honum ómetanlegan styrk, stuðning og umhyggju, eins og hann veitti henni svo aðdáanlega í veikind- um hennar. Ég bið góðan Guð að veita elsku Bjarna styrk á þessari erfiðu stundu. Halldór Arnarson og börn. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast og kveðja elskulega tengdamóður mína sem er nú látin eftir mikla bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Það eru komin 17 ár síðan Hinni kynnti mig fyrir foreldrum sínum sem tóku mér strax opnum örmum. Mér er sérstak- lega minnisstæð fyrsta heimsókn mín til Eyja en þá var, eins og allar götur síðan, tekið vel á móti mér og Dóra var svo stolt af því að sýna mér Eyj- una sína í yndislegu veðri. Ári síðar vann ég svo í Eyjum yfir sumarið og bjuggum við þá hjá þeim á Heiðar- veginum í góðu yfirlæti. Það sumar áttum við Dóra margar góðar stundir þar sem við sátum og spjölluðum um allt milli himins og jarðar og var mörgum stundum varið í spjall í eld- húsinu eða niðri í búð þar sem hún var nú oftast þá. Mér fannst alltaf jafn magnað að hlusta á hana tala um Vestmanna- eyjagosið og hvernig hún mundi í smáatriðum atburði kvöldsins áður en gosið hófst en þegar ég rifja þetta upp finnst mér eins og þessar lýsing- ar hennar séu ljóslifandi fyrir mér. Við áttum ýmislegt sameiginlegt ann- að en að vera þverar steingeitur og oft ræddum við um drauma og ýmis andleg málefni sem ýmsir hristu nú bara hausinn yfir. Áhuga fyrir versl- unarrekstri áttum við líka sameigin- legan og hvatti hún mig margoft til að drífa mig í verslunarrekstur og komu ýmis gylliboð um að taka við búðinni þegar henni fannst sinn tími kominn þar en hún vissi að ég hafði haft gam- an af því að fylgjast með rekstrinum hjá henni og þvælast með henni milli heildsala í bænum. Þegar von var á fyrsta barninu hjá okkur þótti mér mjög vænt um hvað hún sýndi öllu mikinn áhuga og ekki klikkaði hún á því að prjóna teppi, kaupa sængurver og miðla reynslu sinni til mín. Barnabörnin voru orðin mörg en það kom ekki í veg fyrir að hvert og eitt þeirra fengi mikla um- hyggju og athygli og dætur mínar eru Dóra Guðlaugsdóttir Elsku amma Dóra. Það var alltaf svo gaman að koma til þín á Heiðarveg- inn af því að þið afi voruð alltaf svo góð við okkur. Von- andi líður þér vel uppi hjá Guði. Þínir ömmustrákar, Elliði Snær, Arnór og Ívar Bessi Viðarssynir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.