Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Kjartan Björnsson, hár- skeri á Selfossi, er mikill áhugamaður um menningar- og félagsmál ýmis- konar enda hefur hann verið á fullum krafti á þeim vettvangi í gegnum árin. Hann segist ekki hafa neina eina skýringu á þessu, helst þá að foreldr- ar sínir og fjölskylda hafi alltaf verið menningarlega sinnuð, þetta sé þá bara í genunum. Nú er Kjartan að undirbúa jólatónleikana Hátíð í bæ sem verða á Selfossi næstkomandi miðvikudag. Kjartan hefur starfað mikið að íþróttamálum, var annar stofnandi og formaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi í 20 ár, hefur sungið í kór frá barn- æsku og söng í hljómsveit lengi svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hann að starf sitt á rakarastofunni í Miðgarði á Selfossi síðustu 25 árin hafi líka gert sig menningarlega sinnaðan og að þetta frábæra starf geri sig betur meðvitaðan um samfélag sitt. „Mér er ekki sama um umhverfi mitt og svo hefði ég sennilegast verið greindur ofvirkur á einhverju sviði í æsku en ég ólst sem betur fer upp fyrir tíma greininganna í rólegu sveitaþorpi sem Selfoss var þá,“ sagði Kjartan. „Hátíð í bæ“ Kjartan stendur fyrir jólatónleik- unum „Hátíð í bæ“ í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi miðvikudagskvöldið 12. desember. „Ég fékk hugmyndina í haust og kannski fannst mér vanta stóra og metnaðarfulla tónleika inn á okkar svæði hér á Suðurlandi líkt og við sjáum annars staðar á landinu, með fullri virðingu fyrir öðrum tón- leikum sem haldnir eru hér á Suður- landi. Þarna köllum við saman nokkra af fremstu listamönnum þjóð- arinnar til þess að skemmta okkur heima í héraði ásamt listamönnum úr heimahéraði. Suðurland er sannarlega upp- spretta margra stórkostlegra lista- manna sem teljast meðal þeirra fremstu hjá þjóðinni. „Hátíð í bæ“ verður sannkölluð hátíð í bæ þar sem jólastemningin fær notið sín, yfir tón- leikunum verður ró og jólafriður til að næra andann í aðdraganda hátíðar- innar. Þarna koma fram barnakór, Karlakór Selfoss, Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar, Ragnar Bjarnason og djásnið okkar Íslendinga hún Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem einnig mun syngja með karlakórnum. Svo er rúsínan í pylsuendanum stór- kostlegt leyniatriði. Kynnir á tónleik- unum verður séra Guðbjörg Arnar- dóttir í Odda á Rangárvöllum,“ sagði Kjartan spurður um jólatónleikana og hugmyndina að þeim. Hægt er að kaupa miða á midi.is. Orðlaus yfir viðtökunum Kjartan hefur haldið eitt glæsileg- asta þorrablót á Suðurlandi í íþrótta- húsi Vallaskóla síðustu sjö ár, það átt- unda verður laugardaginn 26. janúar 2008. „Það hefur vægast sagt gengið mjög vel með þorrablótin og er ég al- veg orðlaus aftur og aftur yfir frá- bærum viðbrögðum sveitunga minna hér á Selfossi enda frábært fólk. Ég fékk hins vegar hugmyndina á stór- glæsilegu þorrablóti í Þorlákshöfn og hreinlega fékk fyrirmyndina þaðan. Þorrablót er hverju byggðarlagi nauðsynlegt enda mikill menningar- auki,“ sagði Kjartan. Hann segist vera mjög ánægður með hvað mikið af nýjum íbúum á Selfossi sæki þorrablótin og ekki síð- ur brottfluttir Selfyssingar og aðrir Sunnlendingar. Það vakti mikla athygli í haust þeg- ar Kjartan fór fyrir hópi fólks sem hélt upp á 60 ára afmæli Selfoss. „Já, ég var formaður 60 ára afmælis- nefndar Selfoss með mjög gott fólk með mér og síðast en ekki síst gríð- armikla þátttöku bæjarbúanna. Af- mælishaldið gekk mjög vel og stóð í þrjá daga með fjölbreyttri dagskrá. Einhverjum fannst ekki rétt að halda sérstaklega upp á afmæli Sel- foss þar sem bærinn sameinaðist okkar góðu nágrönnum á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppi fyrir nokkrum árum. En ég var ásamt öðrum annarrar skoðunar og ég held að bæjarkjarnar og byggðir um allt land eigi í raun að grípa hvert það tækifæri sem býðst til þess að þjappa íbúunum saman og hressa upp á bæjarstemninguna. Það er líka nauðsynlegt að halda vel til haga sögu og menningu byggðanna og gleyma aldrei upphafsmönnunum,“ sagði Kjartan. 130 útvarpsviðtöl „Það sem er framundan hjá mér, fyrir utan tónleikana 12. desember, er jólatraffíkin í vinnunni og svo að halda jólin með fjölskyldunni. Ég er mikið jólabarn og elska þann tíma og mun reyna að njóta hans til hins ýtr- asta. Einnig er ég að klára verkefni sem ég hef unnið að í nokkurn tíma sem er varðveisla og endurgerð um 130 út- varpsviðtala við Sunnlendinga sem ég tók fyrir Útvarp Suðurlands á ár- unum 1997 til 2002 en ég ætla að af- henda þættina héraðskjalasöfnum Árnesinga, Rangæinga og Vest- mannaeyja til eignar. Ég spái svo lítið í hlutina fyrr en kannski í febrúar eða mars en þá stefni ég á að hafa uppá- komu á Selfossi sem nánar verður kynnt síðar,“ sagði Kjartan rakari. Ekki sama um umhverfi mitt Starfið Margir ráðherrar hafa komið við hjá Kjartani og fengið sérstaka ráðherraklippingu. Geir H. Haarde forsætisráðherra þakkar Kjartani. Heldur mikla jólatónleika fyrir Sunnlendinga Selfoss | Atlantsolía hefur opnað nýja bensínstöð Selfossi en þetta er tólfta stöðin sem fyrirtækið opnar frá því að það hóf að selja bensín 8. janúar 2004. Bensínstöðin er við hlið Toyota- umboðsins, rétt áður en komið er að Ölfusárbrúnni á austurleið. Með tilkomu Atlantsolíu á Selfoss hefur bensínverð lækkað og er það lægsta á landinu eða um 126 kr. lítrinn. Það kom í hlut Ragnheiðar Her- geirsdóttur, bæjarstjóra í Árborg, að dæla fyrstu lítrunum en með henni á myndinni er Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Atlantsolía á Selfossi Selfoss | Kvenfélag Selfoss hélt í vikunni sinn árlega jólagjafafund þar sem félagið afhenti gjafir að andvirði 700.000 krónur fyrir jólin. Hjálparsjóður Selfosskirkju fékk t.d. 200.000 krónur, Kvennaathvarfið 100.000 krónur, sérdeild Sunnulækjarskóla 50.000 krónur, sambýlið Vallholti 9 fékk sjónvarp, Strókur fékk útvarpstæki og geislaspilara og vinnustofan í Gagnheiðinni fékk tölvu að gjöf. Aðal fjáröflunartekjur kvenfélagsins er sala á dagbókinni Jóru, sem félagið selur nú 16. árið í röð. Í félaginu eru 122 konur og það fagnar 60 ára afmæli sínu í mars á næsta ári. Formaður félagsins er Guðrún Þóranna Jóns- dóttir. Kvenfélag- ið úthlutar Gjafir Fulltrúar Kvenfélags Selfoss og þeirra sem fengu gjafir á árlegum jólagjafafundi félagsins. Þorlákshöfn | Bæjarstjórn Sveitar- félagsins Ölfuss hefur samþykkt stefnu í menningarmálum. Stefnan er til þriggja ára og er ætlunin að endurskoða hana á árinu 2010. Menningarstefnan hefur verið í undirbúningi síðustu árin, á vegum menningarnefndar sveitarfélagsins. Meðal annars hefur verið gerð könn- un meðal íbúa og málið rætt á íbúa- fundum. Á vef sveitarfélagsins kem- ur fram að íbúar eru almennt ánægðir með framboð viðburða. Helst er að ungu fólki finnist ekki nægilega mikið komið til móts við óskir þess og gagnrýnt að ekki var meira um viðburði í dreifbýlinu. Tilgangur menningarstefnunnar er að gera menningarstarf á vegum sveitarfélagsins markvissara. Stefn- unni er ætlað að auðvelda þeim sem starfa að menningarmálum að skipu- leggja starfið betur og vinna að ákveðnum markmiðum til lengri tíma. Þá er talið að fjármunir sveit- arfélagsins nýtist betur. Stefna í menningar- málum ♦♦♦ NORÐURBAKKA 23 - 25, HAFNARFIRÐI MIKLABORG KYNNIR Vetur, sumar, vor og haust Er þetta útsýnið þitt? F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG M E Ð Þ É R A L L A L E I Ð S . 5 6 9 7 0 0 0 w w w . m i k l a b o r g . i s ÁBYRGJUMST TRAUST, GÆÐI OG ÁREIÐANLEIKA Í VIÐSKIPTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.