Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 33 munaðarleysingjum í sínu umhverfi, en nokkuð er algengt á þessum slóð- um að ungt fólk deyi frá ungum börn- um úr alnæmi eða malaríu, að sögn Gígju. Gígja kynntist Kenýjastúlkunni Lindu Awino Haga, sem er 22 ára að aldri, í ferðinni, en hún var sem sjálf- boðaliði að endurgjalda hjálparsam- tökunum þann mikla greiða sem þau höfðu veitt henni með því að kosta hana til framhaldsnáms. „Hún var að færa bókhald og gera ótrúlega hluti með götustelpum í Nai- róbí. Linda missti móður sína ung, en hefur sýnt mikla námshæfileika. Og í haust fluttist Linda til Úganda þar sem hún hóf nám í hjúkrunargreinum við Kampala International University og býr á heimavist. Námið ásamt hús- næði kostar 1.800 dollara á ári sem svarar til rúmlega 100 þúsunda ís- lenskra króna. Það er heldur ódýrara en námið myndi kosta í Nairóbí,“ seg- ir Gígja, sem hefur nú stofnað Mennt- unarsjóð Lindu og leitar nú til allra, sem hún þekkir, eftir framlagi í sjóð- inn. „Því fer fjarri að ég standi persónu- lega sjálf undir öllum kostnaði, en ef ég kannski fæ 1.000 til 1.500 krónur frá hverjum þá vinna margar hendur létt verk. Ferðalag okkar mæðgna var að mörgu leyti erfitt, en ákaflega lær- dómsríkt. Eftir að hafa orðið vitni að því hvernig fátækt, sjúkdómar og skortur á menntun geta haft slæm áhrif á lífskjör margra tel ég að konur eins og Linda geti átt þátt í því að bæta samfélagið til hins betra.“ Styrkir tvö börn til viðbótar Gígja, sem býr ein en á löngu upp- komin börn, er ekki bara að styrkja Lindu frá Kenýa til vegs og virðingar og í þágu heimamanna heldur styrkir hún annars vegar til náms sextán ára stelpu, J. Eswari frá Suður-Indlandi, á vegum Vina Indlands og hinsvegar 18 ára strák frá Úganda, Patrick Opujo, í gegnum ABC-hjálparstarfið. Núna eftir Kenýaferðina má segja að málefnið sé orðið að sameiginlegu áhugamáli þeirra mæðgna því dótt- irin Rósa, sem er 38 ára að aldri og rekstrarfræðingur að mennt, er nú búin að taka að sér kenýskt styrkt- arbarn þrátt fyrir að hún búi sjálf ein með þrjú börn auk þess sem hún mun vera með fleiri áform í kollinum. „Verkefnið í kringum Lindu er þó algjörlega mitt prívatverkefni og fer ekki í gegnum neina milliliði enda leggja samtökin upp úr því að hafa enga milliliði því spilling er mikil í Kenýa. Hafi fólk hug á öðrum skyld- um verkefnum, er af nógu að taka og upplýsingar um einstök verkefni má m.a. fá í gegnum Vini Kenýa og Vini Indlands. Eftir þessa ferð er ég enn sann- færðari en áður um að til að vinna á fátækt og bæta líf og lífskjör fólks í heiminum þarf fyrst og fremst að mennta börn og fullorðna. Það getur svo sannarlega hver einstaklingur lagt sitt af mörkum til að bæta þenn- an heim,“ segir Gígja og er þakklát fyrir þau góðu viðbrögð, sem hún hefur fengið frá frændfólki, vinum og kunningjum. Styrktarbarn Rósa er nú búin að taka að sér þetta kenýska styrktarbarn og mun vera með frekari áform í kollinum, en þær mæðgur urðu fyrir mikl- um hughrifum í Kenýa- ferðinni. Reikningsnúmerið fyrir Mennt- unarsjóð Lindu er 0525-14- 120680 og kennitalan 0501432289. www.multikulti.is Eftir að hafa orðið vitni að því hvernig fátækt, sjúkdómar og skortur á menntun geta haft slæm áhrif á lífskjör margra tel ég að konur eins og Linda geti átt þátt í því að bæta sam- félagið til hins betra. Beosound 3 Með BeoSound 3 getur þú spilað tónlist frá innbyggðu útvarpinu eða hlaðið hana inn stafrænt, hvar sem er í Bang & Olufsen hljómgæðum. Hlaðanleg rafhlaðan sem endist í allt að tíu tíma spilun gerir svo allar snúrur óþarfar. BeoSound 3 kostar 59.500 kr. Beovision 8 Við hönnun BeoVision 8 var tekið sérstakt tillit til hljómgæða enda var tækið hannað utan um öflugt hljómkerfið. Háskerpuskjár með speglunarvörn tryggir síðan bestu mögulegu gæði myndarinnar. BeoVision 8 fæst í 26” og 32”. Verð frá 279.000 kr. BeoCom 6000 BeoCom 6000 er þráðlaust símtæki sem einfaldar samskiptin á heimilinu. Síminn er einfaldur í notkun og hægt er að tengja allt að átta símtæki einni stjórnstöð. Stjórnstöðin sem hleður símann er glæsilega hönnuð úr burstuðu áli og fáanleg í tveimur útfærslum, til að hafa á borði eða festa á vegg. BeoCom 6000 kostar 37.500 kr.          Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Gefðu nútímaklassík frá Bang & Olufsen í jólagjöf             Aðventuganga FÍ Sunnudagur 9. desember kl. 17.00 Gönguferð í miðbæ Reykjavíkur. Heimsókn í Alþingishúsið og Dómkirkjuna og átt þar góða stund. Fararstjóri í ferðinni er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur verður með fróðleik um miðbæinn. www.fi.is, fi@fi.is sími: 568-2533, m bl 9 46 77 1 Mæting við styttu Jóns Sigurðssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.