Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 25 SÉ fyrir mér höfuð Orfeusar að- skilið frá búk á leið niður á syngj- andi söngva um sína Evridísi í Ha- desarheimum þegar stígið er inn í Blysfarir, ljóðasögu eftir Sig- urbjörgu Þrastardóttur. Kannski hefur hverfulleikinn og endurtekn- ingarmáttur hans slík áhrif að með hverjum slætti hjartans fæðist ný nútíma goðsaga, ný Kristjana F og Detlef. Aðdráttarafl klisjunnar er magnað ef að er gáð. Ljóðmælandi dregur lesanda með í minning- arferð, blysför. Lýst er sambandi tveggja einstaklinga og staðsetn- ingin er kofi, Þýskaland, lest, laut, landslag – en fyrst og fremst þessi staður orða. Í upphafi ljóðasög- unnar er nótt og hún býður honum hjálp sína. Orðin eru steinrunnin, kaldranaleg, jafnvel tilgerðarleg og líkt og ljóðmælandi sé ekki viss um að ætlunin sé að stinga í samband. Lesandi er tældur með í för á lúmskan hátt. Það er ekki fyrr en skyndilega í miðri sögu að klakinn fer að bráðna af orðunum og á bak við reynist hold og blóð sem renn- ur, gamalt og nýtt: „eins og / opn- ist á þér vinstri upp- handleggurinn /grannur en kjötmikill/ og út brjótist bláar fegurðir / og haglél / og út streymi skammtafræðireglur / um innri meiningu allra hluta / eins og titri tvær geirvörtur / þegar ég bít þig í hinn / handlegginn / grann- an en blóðmikinn / í leit að miklu stærri spurningum / að taka með mér heim“ (88). Þetta er fjórða ljóða- bók Sigurbjargar og hér finnur hún sinn slagkraft, sinn söng, – kannski sinn fagurfræðilega dreka. En í gegnum ljóðin birtist reglulega hvítur dreki sem er í senn fallegur, hættulegur og sorg- legur, brúar samband skáldskapar og dauða: „nei, / drekinn er ekki dauðinn heldur slitr- urnar / úr lífinu eins og það hefði getað orðið, segir hann / ef hvað, spyr ég af gang- stéttinni / ef þú veist, segir hann með störu en einhver hefur tekið / hljóðið af“ (90). Í lokin er ljóðmælandi einn eftir, hið nauð- synlega hvarf hefur átt sér stað og eftir situr svört fylgja sem nærir minningar og innri átök. Kannski hefur hann sem hún skrif- ar um, horfið aftur niður til Hades- arheima líkt og Evridís þegar Or- feus lítur rétt sem snöggvast á hana á leið þeirra upp. Hún veit að hann mun leysast upp áður en sag- an er úti, og það er í gegnum ljóðin eitthvað glóandi að molna. Orðin og líkaminn. Áhugaleysi lesanda í upphafi breytist svo um munar í gegnum orðaskóg og í lokin nær ljóðasagan hátindi í pönksálmi þar sem kallað er: komdu samt. Ljóðin minna að sumu leyti á ljóðin í Öll fallegu orðin eftir Lindu Vilhjálms- dóttur hvað varðar form, takt og tilfinningu, og það er ekki leiðum að líkjast. Blysfarir er skáldskapur sem kemur lesanda að óvörum, stekkur á hann út úr myrku skúmaskoti. Eftir stendur sterk skáldskaparreynsla. Að fæða sína goðsögu BÆKUR Ljóð Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. JPV, 2007, 147 bls. Blysfarir Soffía Bjarnadóttir Sigurbjörg Þrastardóttir STUNDUM eru ljóðabækur eins og fjölskyldualbúm. Við flettum ljóði eftir ljóði og myndirnar kveikja minningar. Þannig er í það minnsta upplifun mín af lestri bók- ar Bjarna Gunnarssonar, Blóm handa pabba. Hún fjallar meira og minna um samband sonar og föður og síðan sonar og sonarsonar. Þetta er hversdagsraunsæi þar sem tekist er á við ýmis þau vandamál og verkefni sem fylgja fjölskyldulífi. Það sem einkennir þessa bók umfram allt annað er lipur texti. Mér finnst bókin vera fremur átakalítil og það er létt yfir henni í heildina. Hún er ljúf aflestrar. Skáldið hefur ágætt vald á mynd- máli og vandað er til textans í flestu. Á hinn bóginn ristir skáld- skapurinn kannski ekki neitt sér- staklega djúpt. Hér er ekki verið að glíma við hin meiri háttar mál, hvorki í veraldlegum skilningi né andlegum, heldur að gæða hvers- dagsleikann lit í ljóði. Töluvert er ort á þennan máta hér á landi frá því að Jón úr Vör birti Þorpið og svo sem gott eitt um það að segja. Þótt slík verk sæti engum stórtíð- indum má hafa ánægju af því að rifja upp gamlar myndir úr myndaalbúmum: Önnur ljósmynd sýnir prúðbúin ungmenni á dansleik suður með sjó Hljómar leika fyrir dansi Þótt gráleit myndin reyni að ljúga til um aldur þá leynir sér ekki barnsleg eftirvænting gestanna Þau horfa öll upp á við líkt og gervitungl fljúgi um salinn eða Rúnar fari gandreið á bassanum Blóm handa pabba er hugljúft verk og kallar fram minningar og vangaveltur um samband fólks í fjölskyldum en er átakalítið og tíð- indi flest minni háttar. Fjölskyldu- albúm BÆKUR Ljóð Eftir Bjarna Gunnarsson. Uppheimar 2007. Blóm handa pabba Skafti Þ. Halldórsson Vitatorg Kolaportið Bergstaðir Ráðhús Reykjavíkur Vesturgata 7 Traðarkot Stjörnuport Bílastæðasjóður ÞÚ ÁTT BÍLSKÚR Í BÆNUM Njóttu þess að koma í hlýjan bílinn í bílastæðahúsum borgarinnar. Bílastæðahúsin á Laugavegi og Hverfisgötu eru opin 2 klst. lengur en verslanir í desember. Á „Löngum fimmtudögum“ er opið til kl. 23. Frá 14. til 23. desember er opið til miðnættis og til kl. 13 á aðfangadag. Frítt í bílastæðahúsin á laugardögum! Aðeins 80 kr. fyrsti klukkutíminn, síðan 50 kr. eftir það hver klukkutími. NÝTT Notaðu Stjörnuport og Traðarkot, stæði á besta stað í miðbænum! P IP A R • S ÍA • 7 2 2 1 1 Hárgreiðslustofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.