Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 60
Það er náttúrlega bara svo mikið af samkyn- hneigðu fólki á Íslandi að þetta vantar hreinlega. … 68 » reykjavíkreykjaví Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „URÐUR vill aðeins draga sig í hlé, hún vill ekki skuldbinda sig um of hvað tónleikaferðalög varðar. Þann- ig að hún ætlar aðeins að draga sig út úr þessu,“ segir Birgir Þór- arinsson, Biggi Veira, forsprakki GusGus, en þær fréttir bárust í gær að Urður Hákonardóttir söngkona ætli að draga sig út úr sveitinni. GusGus hefur verið að fylgja plöt- unni Forever eftir, en síðustu tón- leikarnir á þeim túr munu fara fram á Nasa laugardaginn 29. desember, og verða það jafnframt síðustu tón- leikar Urðar með sveitinni í bili. Eftir það verða aðeins tveir form- legir meðlimir í GusGus, Biggi og Stephan Stephensen. Aðspurður segir Biggi ekki koma til greina að ráða nýja söngkonu, enda verði Urð- ur eitthvað með þeim áfram á tón- leikum. „Við eigum líka nóg af lög- um, það er ekki vandamál. Þótt einhverjum muni kannski finnast að það vanti eitt eða tvö lög í settið af því að Urður er ekki með, þá er það bara allt í lagi.“ Orðnir svo gamlir Þá segir Biggi að eftir áramót muni tónleikar sveitarinnar breyt- ast. „Þegar við vorum búin að gera síðustu plötu, Forever, skiptum við alveg út „live-settinu“, það var ekk- ert lag á því af næstu plötu á undan, Attention, nema „David“ af því að það var svo mikill hittari. Kannski tökum við það bara instrumental.“ Aðspurður segir Biggi að næsta plata GusGus sé nokkuð vel á veg komin, en bæði Urður og Daníel Ágúst munu líklega eiga lög á henni. „Hún verður náttúrlega bara geð- veik eins og allt sem við höfum gert,“ segir hann og bætir því við að platan muni líklega koma út strax á næsta ári, en fjögur ár liðu á milli Attention og Forever. „Það má ekki líða meira en eitt ár á milli núna, við erum orðnir svo gamlir að við höfum ekki aldur til að bíða svona lengi á milli platna,“ segir Biggi og hlær. Hvað síðustu Forever-tónleikana varðar lofar Biggi gríðarlegu stuði 29. desember. Miðasala á tónleikana hefst strax á mánudaginn en hún fer fram á midi.is. Breytingar hjá GusGus GusGus Frá vinstri: Stephan, Urður og Birgir. Nýjasta plata sveitarinnar, Forever, hefur notið mikilla vinsælda hér heima sem og erlendis. Urður kemur fram á sínum síðustu tónleikum í bili  Huldar Breið- fjörð rithöfundur hefur lítið látið fyrir sér fara síð- an hann skrifaði ferðasöguna Múr- inn í Kína en rit- höfundurinn söðlaði um í kjölfarið og flutti til New York til að læra kvikmyndagerð. Í næsta hefti Raf- skinnu sem kemur út í byrjun næsta árs verður að finna stuttmynd eftir Huldar og mun það vera fyrsta kvikmyndaverk hans ef frá eru tal- in kvikmyndahandrit sem hann hef- ur unnið að í samstarfi við aðra. Heiti myndarinnar liggur ekki fyrir en fróðlegt verður að sjá hvernig Huldar fer að því að nýta rithæfi- leikana í kvikmyndalistinni. Fyrsta stuttmynd Huld- ars Breiðfjörð  Færeyska hljómsveitin Boys in a Band sigraði keppnina Global Batt- les of the Bands sem fram fór í London í fyrrakvöld. Sveitin lék á Icelandic Airwaves og þótti standa sig frábærlega vel. Hin íslenska Cliff Clavin hafnaði í 6 sæti. Færeyingarnir sigruðu hljómsveitarstríðið  Á afþreyingarsíðunni Spinner- .com má finna nýtt myndband Bjarkar Guðmundsdóttur við lagið „Declare Independence“ af plöt- unni Volta. Myndbandinu leikstýrir franski leikstjórinn Michel Gondry en í því sést Björk predika yfir all- sérstökum her sem ber bæði græn- lenska og færeyska fánann á erm- unum. Skilaboðin verða því ekki skýrari. Eða hvað? Byltingarmyndband Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is BENNI Hemm Hemm er að gefa út nýjan disk um þessar mundir og munu útgáfutónleikarnir renna saman við jólaglögg og opnun nýrrar verslunar, Útúrdúrs, á Njálsgötu 14. En með fullri virðingu fyrir tónlist Benna eru það þó um- búðirnar sem ég er með hugann við í þessari búð, þetta er nefnilega handverks- og listmuna- búð sem leggur sérstaka áherslu á bókverk sem og umgjörð annarra listverka. Það var Auður Jörundsdóttir sem hannaði umslagið á plötu Benna en hún er ein sexmenninganna sem rekur búðina, en hin fimm eru Hildigunnur Birg- isdóttir, Þórunn Hafstað, Sigurður Magnús Finnsson, Guðrún Jóhanna Benónýsdóttir og Pétur Már Gunnarsson en þau tvö síðastnefndu verða helst fyrir svörum þar sem þau eru að leggja lokahönd á að innrétta búðina. Bókakápuverðlaun og hægindastólar Eftir að tilnefningarnar fyrir Íslensku bók- menntaverðlaunin höfðu verið lesnar upp í sjón- varpssal var komið að næstu verðlaunum sem þáttastjórnandinn Egill Helgason kynnti svo: „Þetta er nú kannski léttur samkvæmisleikur en hugmyndin er að velja bestu bókakápuna.“ Þessi útúrdúr á ágætlega við um umrædda búð, þarna kristallast ágætlega klisjukenndir fordómar um að ekki skuli dæma bókina út frá kápunni, án þess að bera virðingu fyrir bókverkinu sem sér- stöku listformi. Þetta sást vel á því að taldir voru upp höfundar fimm efstu bókanna en aðeins hönnuður sigurkápunnar, þótt hönnunin sé það sem verið er að keppa um. Ég spyr þau vitaskuld um verðlaunin sem verið er að afhenda um það leyti sem viðtalið fer fram. Þau eru ánægð með sigurvegarann – Sagan af Bíbí sem Svavar Pétur Eysteinsson hannaði – en þóttu vinnubrögðin ekki til fyrirmyndar – enda valið út frá smá- myndum í bókatíðindum sem varð til þess að ein bókanna 30 sem tilnefndar voru var ekki eig- inleg bókakápa heldur aðeins mynd sem sett var í stað kápu sem ekki var tilbúin tímanlega (við bók Hugleiks Dagssonar, Kaupið okkur). Þau segja þörfina fyrir svona búð hafa verið brýna. „Við höfum fundið fyrir skorti á svona búð, svona búðir er ógeðslega gaman að koma í þegar maður fer út. Hér er þetta alltaf einn rekki inni í galleríinu, sem hálfpartinn hverfur og verður ekkert úr.“ Ein búð sem hefur verið höfð til fyrirmyndar er norska búðin Torpedo en ætlunin er að í Útúrdúr verði þemakvöld, listsýn- ingar og tónlist. Innst í búðinni eru svo tveir hægindastólar í herbergi sem þau kalla „hang- out“ búðarinnar. „Við ætlum að byggja borð og hafa kaffivél og fleira hér. Við viljum líka að fólk geti gluggað aðeins í bækurnar hér, þetta snýst ekki bara um að selja, ekki síður að auka að- gengið að bókunum.“ Tyrkneskar teiknisögur og gullakistur Ég tek þau vitaskuld á orðinu og glugga í nokkrar bækur. Sérstaka athygli mína vekur tyrkneska teiknisagnaröðin Kaldirim Destani eftir Masist Gül, sem þekktastur var sem sterk- byggður aukaleikari í tyrkneskum bíómyndum en teiknaði á meðan í skúffuna einhverjar mögn- uðustu myndasögur tyrkja. Sagan er öll sögð í bundnu máli og ku vera illþýðanleg en í raun er ekki slæm tilbreyting að prófa að lesa mynda- sögu eingöngu fyrir myndirnar – enskur texti er þó aðgengilegur í útprenti. Meðal annarra verka í búðinni er lítið box eftir Guðrúnu Jóhönnu með ýmsum smámunum, vid- eói, kerti, veggspjaldi, textum og bolum meðal annars. Þarna er einnig bók eftir Kristínu Ei- ríksdóttur ljóðskáld og myndlistarkonu sem hún myndskreytir sjálf og engar tvær bækur eru eins. Útúrdúrar og bókverk Morgunblaðið/Brynjar Gauti Búðareigendurnir Hildigunnur Birgisdóttir, Auður Jörundsdóttir, Pétur Már Gunnarsson og Guðrún Jóhanna Benonýsdóttir. Búðin á sér fyrirmynd í norsku búðinni Torpedo. Ný handverks- og listmunabúð opnuð á Njálsgötunni í dag Útúrdúr verður opin frá þriðjudögum til laug- ardaga frá kl. 14 til 18. Búðin verður svo opnuð með áðurnefndum útgáfutónleikum á morgun, laugardag, kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.