Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÁSTARLJÓÐ af landi er sjöunda ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Eftir því sem Stein- unn hefur einbeitt sér í ríkari mæli að skáld- sagnalistinni hefur ljóðabókunum fækkað, eins og sést glögglega á því að á síðustu sextán árum hafa þær aðeins verið tvær, síðast Hugástir árið 1999. Ekki ætla ég að gera upp á milli bók- menntagreinanna tveggja því að Steinunn hefur náð afburðatökum á þeim báðum, en þó eru það alltaf sérstök tíðindi þegar skáldkonan sendir frá sér nýja ljóðabók. Aðdáendur ljóðskáldsins verða heldur ekki fyrir vonbrigðum. Í Ást- arljóðum af landi má finna gamalkunn minni og leiðarstef sem tengja bókina eldri verkum Steinunnar, jafnt ljóðabókum sem skáldsögum, en um leið bregður hún nýrri sýn á tilveruna í þessu nýjasta verki sínu. Viðfangsefni Ástarljóða af landi snúast um tengsl manns og náttúru, um forgengileikann, og um ástina sem er í sífellu mæld út frá óum- flýjanlegum aðskilnaði. Rétt eins og í ljóðunum „Árstíðasöngl“ í Kúaskít og norðurljósum (1991) einkennist ljóðaflokkurinn „Framlengdur sum- ardans fyrir austan fjall“ af vissunni um hverf- ulleika alls, um sumarið sem staldrar of stutt við og fjörbrot náttúrunnar, dagana áður en vet- urinn festir sig í sessi. Þá lifir sumarið enn í minningunni. Upp úr stendur októbermánuður: „Þegar lágfleyg/ sólin bregður rauðabjarma á landið um morgna, undir/ kvöldmat. Og landið er tilsýndar hlýtt, en ekki í verunni“ (63). Þegar kemur fram í nóvember „verður of þungt að róta unaðsdögunum fram í dagsljósið“ (65). Steinunn hefur lengi glímt við þversagnir tímans sem móta og stýra vitund sögupersóna hennar, ekki síður en ljóðmælenda. Í skáldlist Steinunnar renna gjarnan saman upphaf og endalok, sá sem hefur tapað ástinni sinni sleppir ekki huganum af tíma þegar allt lék í lyndi og að sama skapi eru ljóðmælendur Steinunnar stundum fylltir beyg yfir því að jafnvel óorðnar sælustundir taki að lokum enda. Þannig liggur ljóðaflokkurinn „Upphafsljóð fyrir eilífa byrj- endur“ ekki svo fjarri „Nokkrum gusum um dauðann og fleira“ úr Hugástum, þó að í fljótu bragði mætti ætla að ljóðaflokkarnir tveir mynduðu andstæður. Í fyrstu fundum ljóðmælandans og elsk- hugans í „Upphafsljóðum“ býr fyrirheit um aðskilnað, sambandið hefur runnið sitt skeið áður en það hefst því að endirinn endalausi gleypir að lokum allt: Upphaf kossins er undanfari upphafsins á næsta kossi og þetta er auðvelt. Það óbærilega er tilhugsunin um að allt upphaf tekur enda og að endalok kossins er undanfari lífsins án kossa. […] Í upphafi var tárið – það sem féll á borð, í fyrstu borg, af því að upphafið mátti ekki endast sem upphaf, aðeins sem framhald af upphafi og endirinn var vís, rétt hjá eða langt undan, en umfram allt vís. (13) Tíminn þurrkar allt út að lokum, ekki aðeins minningar fortíðar, heldur einnig samtíð og mögulega framtíð. Í tímaskyni Steinunnar býr írónísk skáldskaparvitund hennar, sú mælsku- fræði forgengileikans að mitt í ofgnótt sumars- ins er ljóðmælandinn alltaf „með vetrareyri í vasa“ svo vísað sé til orða Steinunnar sjálfrar úr ljóðaflokknum „Árstíðasöngli“. Þó er ekki laust við að ljóðmælandinn í Ást- arljóðum af landi sé eilítið mæddari en þeir ljóð- mælendur sem finna má í fyrri bókum Stein- unnar. Kannski er hann reynslunni ríkari, og því ekki eins ákafur að gefa sig ástríðunni á hönd, jafnt þeirri sem göfgar og þeirri sem bendluð er við synd. Í ljóðinu „Syndaspeki“ er dreginn upp munurinn á gömlum og ungum syndurum: Á móti reynsluleysi unga syndarans kemur frumkrafturinn, svo og öfundsvert úthaldið til að endurtaka syndina hratt og fólskulega. Bæta snarlega úr mistökum. ––– Gamall syndari og hægfara, hins vegar, hefur síst efni á að gera mistök og reynslan hefur kennt honum að syndin verður ekki sæt nema hún sé nákvæmlega útfærð. (52) Ljóðið er að finna í ljóðaflokkn- um „Ljóð fyrir lengra komna“, en þar má einnig finna síðbúnar ást- arjátningar (45-47) og ljóð um ást- ir miðaldra fólks (48-49). Hættan er sú að með reynslunni fari syndaviljinn fyrir lítið, eins og kemur fram í ljóðinu „L“ þar sem ljóðmælandi segir höfuðóvin syndarinnar sjálfa letina „með stóru L./Sú sem hefur bók- staflegan fullnaðarsigur/ eftir nokkra óvænta áfangasigra“ (54). Sá sem finnur ekki til syndar sinnar er orðinn leiður á lífinu. Í þessari kostulegu framandgerv- ingu, þar sem syndin tekur á sig ímynd dyggðarinnar, er synd- aranum ráðlagt að sníða sér synd eftir sínum sérstaka vexti, að ná því besta úr henni. Í þessu öfugsnúna en reynsluríka ljósi ber að lesa æðruleysisbænina sem beint er „Til hæstr- áðanda sem úthlutar elskhugum og ástkonum“: Auðmjúklega, hafðu í huga, að ein ástkona er ungum manni ekki nóg. Ungi maðurinn þarf eina „við aldur […] til að vitna í ljóðin fyrir sig“ og aðra „unga, þá sem augu hans hafa velþóknun á.“ En því er eins far- ið með eldri konuna. Hún þarf unga elskhugann „sem dáist að henni fyrir andríki,/ gæsku, ef einhver er,/ fyrir það sem eftir er af útlitinu“, en líka einn lúinn, eldri: til að dýrka hennar unglega kropp, samviskusamlega, eins langt og hjartað leyfir. (50-51) Ástarljóð Steinunnar fjalla líka um landið sem við byggjum eins og titill ljóðabókarinnar ber með sér. Síðasti bálkur bókarinnar er „Einu-sinni-var-landið“ (69-88) er nú loks birtur í heild sinni, en frumgerðin að fyrstu þremur hlutunum kom fyrst fyrir almenningssjónir í tveimur ljóðum í Lesbók Morgunblaðsins á ár- unum 2003 og 2004. Steinunn hefur nú umritað þá hluta, en þeir lýsa hinum fyrsta Íslendingi, nafnlausum einsetumanni frá Írlandi, sem held- ur á húðkeip sínum norður um haf, þar sem hann ferðast fjarða og fjalla á milli og blessar náttúruna með orðum. Þessi nafnlausi munkur ber beinin áður en landið sem verður Ísland er numið af norrænum mönnum. Hann er þó fyr- irmynd allra þeirra sem sannarlega elska land- ið, en það fyllir hann í senn ótta og draumlyndri aðdáun. Ekki fór á milli mála að ljóðið sem birtist á síðum Lesbókarinnar var hörð gagnrýni á virkj- unarstefnu stjórnvalda og þau náttúruspjöll sem unnin hafa verið á landinu um aldir. Í við- bótarljóðunum („Endurvakningu“ og „Eyði- landinu“) er þetta sagt berum orðum því að Steinunn vekur einsetumanninn til lífsins árið 2006. Þá blasir ekki lengur við honum ljósgrænt ævintýraland drauma hans, „Einu-sinni-var- landið“ (69), sjálf „Paradísareyjan“ (73) sem átti hug hans allan, heldur „brennimerkt land“ (84), „Moldarland“, „hamflett deyjandi dýr“, „húð- flett“, „Eyðilagt land“ (85) og einsetumaðurinn veltir því fyrir sér hvaða tröll hafi þannig farið höndum um landið. Upprisinn sálufélagi ein- setumannsins leiðir hann í sannindin: Engin tröll að verki, heldur víkingarnir sjálfir. Búnir stórvirkum vopnum úr nútíma. Gegn fósturjörð sinni. (87) Einsetumaðurinn varpar fram spurningunni hvort slíkar hugmyndir komi frá „þeim vonda sjálfum“ og þakkar „þrenningunni þríeinu og öllum/ heilögum fyrir það að eiga ekki afkom- endur./ Sérstaklega ekki á þessu landi“ (87). Svo ryður hið kómíska alvarleikanum á brott. Framliðnir einsetumenn verða með tímanum léttlyndir, hvar sem þeir eru, „uppi eða niðri, eða alveg til hliðar“. Saman biðja þeir þó bæn- ina: „UM BROTTREKSTUR VÍKINGA ÚR PARADÍS“ (88). Sumum lesendum þykja kannski viðbæturnar óþarfa heimsósómi, þar sem fyrri hluti ljóðsins kemur spjöllunum glögglega til skila með því að lýsa ósnortnu landinu, en náttúruverndin er Steinunni of- arlega í huga og hefur áður verið viðfangsefni í skáldskap hennar, t.d. í sögunni Hundrað dyr- um í golunni (2002), og svo í fjölmörgum grein- um um umhverfismál í dagblöðum. Í Ástarljóðum af landi víkur Steinunn Sigurð- ardóttir ekki frá þeim hugðarefnum sem hafa verið henni hugleikin um nokkurt skeið. And- spænis stórum spurningum skáldsins er hjartað skynlaus tímavörður, en það er til bóta að á meðan við eldumst lærir húðin af gefa eftir. Steinunn er líka aldrei betri en þegar hún hnýs- ist í kringum sjálfan kjarnann, svo vitnað sé í Hamlet. Þó að lífið sjálft yfirskyggi dauðann BÆKUR Ljóð Eftir Steinunni Sigurðardóttur, Mál og menning 2007, 89 bls. Ástarljóð af landi Guðni Elísson Steinunn Sigurðardóttir Á UNDANFÖRNUM árum hafa bækur sem tilheyra svokölluðum Austen-iðnaði flætt yfir markaðinn. Þetta eru framhalds- sögur sem byggjast á skáldsögum ensku 19. aldar skáldkonunnar Jane Austen, sögur sem taka fléttu úr bók- um hennar og nútíma- væða hana, glæpasög- ur, kokkabækur, túristabækur, bækur um jólahald og þannig mætti lengi telja. Þetta eru fyrst og fremst bækur fyrir janistana, en svo kallast harðasti aðdáendahópur skáld- konunnar. Jane Austen leshringurinn eftir Karen Joy Fowler sker sig þó úrflestum þessara bóka að því leyti að hún er ekki bara fyr- ir janista heldur höfðar til þeirra sem hafa gaman af góðum bókum. Sagan er vel skrifuð og skemmtileg og fangar þýðingin höfundarrödd- ina ágætlega því hún er vel unnin. Ég tek því undir með Alice Sebold sem segir aftan á bókarkápunni „Ef ég gæti borðað þessa skáldsögu myndi ég gera það“. Í bókinni hittast fimm konur og einn karlmaður að ræða skáldsögur Austen. Jocelyn, sem er rúmlega fimmtug en hefur aldrei giftst, er forsprakki hópsins og hún ákveður að þær byrji á skáldsögunni Emmu, af tillitssemi við vinkonu sína Syl- viu, en maður hennar til 32 ára hafði nýlega beðið um skilnað: „Af því að aldrei nokkurn tímann hefur nokkur lesið hana og langað til að giftast“ (10) og hún vill ekki heldur gera Sylviu það „að komast í návígi við glæsimennið herra Darcy svo stuttu eftir þessar slæmu fréttir“ (10). Jocelyn ber sömuleiðis ábyrgð á því að einhleypa karl- manninum Grigg er boðið að vera með. Vinkonurnar hafa þekkt Jocelyn nægi- lega vel til að vita að hann er ætlaður ein- hverri þeirra en hverri er óljóst því hann er of gamall fyrir sumar en of ungur fyrir aðr- ar: „Þátttaka hans í leshringnum var mikil ráðgáta“ (11). Á milli samræðna um það hvort herra Knightley sé ástríðufullur, hvort Jane og Churchill séu ástfangin, eða hvort Emma og herra Knig- htley séu ómerkilegt par, fáum við svo að heyra sögur úr lífi persón- anna sem mynda leshringinn. Þeim lesendum sem ekki þekkja til verka Austen er boðið upp á leið- arvísi í bókarlok (223-252). En þó að bókin standi sjálfstætt margfald- ast sú nautn sem lesendur hafa af lestri hennar, þekki þeir þann menningarheim sem hún sprettur upp úr. BÆKUR Skáldsaga Eftir Karen Joy Fowler, 253 bls. Stílbrot 2007. Þýð. Eva Hrönn Stefánsdóttir og Ölvir Gíslason Austen Jane Austen leshringurinn Alda Björk Valdimarsdóttir Karen Joy Fowler Við eigum öll okkar eigin Jane ÞAÐ getur verið erfitt og jafnvel vandræðalegt að skilgreina veru- leikann, en segja má að það sé fyr- irferðarmikið viðfangsefni nú til dags. Heilræði lásasmiðsins eru sjálfskrif Elísabetar Jökulsdóttur þar sem hún segir frá tímabili í lífi sínu og fléttar saman reynslusögum af þráhyggju, geðhvörfum, ást, einmanaleika og sársauka svo eitthvað sé nefnt. Veru- leikaleikritið er hrópandi játning- arþörf, raunveruleg þörf sem ekki skyldi vanmeta. Sögurnar í þessari frásögn eru jafnt píkusögur sem fjöl- skyldusögur þar sem aðalfrásagan hverfist um ástarsamband við hatta- gerðarmann og trommuleikara frá New York. Meg- instefið er einmana- leiki, ótti við hann og þráin út úr vanmætti hans. Föndrað er við maníu, ástinni lýst sem geðveiki og for- tíðin birtist jafnvel sem grafhýsi. Veru- leikinn á það til að rata í skáldskap og hér er skrifað af miklu öryggi um veikindi og vöntun þar sem líkami og hug- ur takast á. Einka- rýmið er opinberað, veruleikinn holdi klæddur settur á svið. Höfundur seg- ir skrifin vera tilraun til að komast út úr blekkingunni. Sú nýja blekking sem skapast í þessari opinber- unarbók er skapandi og óþægilega heiðarleg. Það er gott flæði í textanum en þó gætir endurtekn- inga í efnistökum á köfl- um sem verða leiðigjörn, sér í lagi í sjálfslýsingum innra lífs. Húmor og ír- onía eru þó aldrei langt undan og því verður þessi persónulega frásögn í heild sinni skemmtileg og skondin aflestrar með grasserandi heilræðum persóna verksins, sem eru fjölskylda, vinir og annað samferðarfólk El- ísabetar í gegnum árin. Það er sjálf- sagt að hafa eitt heilræði eftir, við ástarangist, og mæla með að fólk fái sér vatn – before and after. (163) Veruleikinn sviðsettur BÆKUR Sjálfskrif Eftir Elísabetu Jökulsdóttur. JPV, 2007, 219 bls. Heilræði lásasmiðsins Soffía Bjarnadóttir Elísabet Jökulsdóttir ASKA er þriðja glæpasaga Yrsu Sig- urðardóttur sem skartar lögfræð- ingnum Þóru Guðmundsdóttur í aðal- hlutverki og þótt hér sé ekki gallalaust verk á ferð er víst að þeir sem nutu fyrri bókanna eiga eftir að taka þessari fagnandi. Líkt og í þeim tengist fléttan sögu landsins nánum böndum. Hér er það gosið mikla í Vestmannaeyjum 1973 sem reynist miðpunktur atburðarásarinnar en þegar fornleifafræðingar grafa hús upp úr eyðilendi hrauns og ösku og í ljós koma fjögur lík reynist nauðsyn- legt að „grafa“ enn frekar, nú eftir upplýsingum um voveif- legan glæp sem framinn var á svipuðum tíma og hamfarirnar skullu á byggðarlaginu. En þótt langt sé um liðið tengist málið þó mörgum sem enn hafa mikilla hags- muna að gæta og höf- undur fléttar inn í þenn- an grunnsöguþráð ýmsum hliðarsögum en sterkust af þeim er sú er lýtur að Tinnu, ungri stúlku sem þjáist af át- röskun, en þar fer höf- undur á kostum í sköpun á aukapersónu sem sannarlega hefur áhrif innan frásagnarinnar, og á les- endur. Söguþráðurinn sjálfur er margþættur og Yrsa hefur þann hátt á að hraða sér hvergi sem stundum er galli því lesendur eru oft komnir töluvert á undan sjálfri framvind- unni og bókin verður því á stöku stað lang- dregin. Biðlund reynist þó borga sig enda ágætlega búið að flest- um þáttum frásagn- arinnar þótt sumum kunni að þykja nokkuð langt seilst í úrlausn glæpamálsins en ein- mitt þar kemur í ljós ákveðinn galli á rökvís- inni sem liggur bókinni til grundvallar. Aska reynist þó að mörgu leyti vel smíðuð spennusaga og mætti halda því fram að Yrsa hafi nú skipað sér í hóp okkar fremstu höfunda á sviðinu. Yrsa Sigurðardóttir Björn Þór Vilhjálmsson BÆKUR Skáldsaga Eftir Yrsu Sigurðardóttur, Veröld. Reykjavík. 2007. 380 bls. Aska Upp komast syndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.