Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 63 HÉR voru góðir gestir frá Ný- fundnalandi; gítarleikararnir Duan Andrews, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, og Brad Powell, hryngítaristi, sem þó fékk að leika eitt blússóló, er þeir hittu Björn Thoroddsen gítarvirtúos og Jón Rafnsson bassaleikara á fjölsóttum tónleikum í DOMO. Django-sveiflan var á dagskrá og hefur Björn ekki yfirgefið hana þótt rafvæddari hafi hann verið í seinni tíð með Gömmum og Cold Front-sextettnum. Björn hefur leikið með fjölda þekktra er- lendra gítarleikara, en hér voru eng- ir heimssnillingar á ferð. Andrews er smekklegur gítaristi og merkilegt nokk; bestu sóló hans voru ekki í djassstandördum sem hann þekkir út og inn heldur í „Tangó“ Björns Thoroddsens og „Sofðu unga ástin mín“, einföld og einlæg. Björn lék skemmtilegan rapsódískan inngang að „Tangó“, ljúffagran, en hefði mátt sleppa sjóvinu, sem var einskonar millikafli með gítartrommi og grí- neffektum, áður en „Tangóinn“ sjálfur hófst. Sá kafli hefði mátt koma annars staðar, á undan „Sweet Georgia Brown“ eða „Limehouse Blues“, svo einhverjir slagarar kvöldsins séu nefndir. Django var líka á dagskrá; „Minor Swing“ sem allir þekkja og ópus sem minna er spilaður, „Swing 42“. Þarna eins og annars staðar sýndi Björn yf- irburðatækni og músíkalítet og Jón Rafnsson lyfti gítartríóinu með sveiflubassaleik sínum eins og jafn- an þetta kvöld. Gestirnir buðu upp á heldur slappan dúett, „Rosa“ eftir Andrews, en það var gaman að heyra „The Breakwater Boys“ eftir franska Nýfundnalandsfiðlarann Emile Benoit sem þeir fjórmenn- ingar léku frísklega. Forvitnilegt var að heyra í tónlistarmönnum frá landi sem maður þekkir lítið – þótt margt eigi þessar tvær eyjar sam- eiginlegt. Gestir frá Nýfundnalandi TÓNLIST DOMO Thoroddsen og Andrews. Sunnudags- kvöldið 25. nóvember 2007  Vernharður Linnet Morgunblaðið/Frikki Landsliðsmenn Duane Andrews og Björn Thoroddsen. 18 ára og eldri www.saft.is Fyrir hvern er jólagjöfin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.