Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 45 ✝ Anna ÞorgerðurBenediktsdóttir fæddist á Kálfafelli í Suðursveit 22. júní 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 30. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Benedikt Þórðarson, f. á Hala í Suðursveit 20. júlí 1894, d. 18 febrúar 1968 og Ingunn Þórðardóttir, f. á Kálfafelli í Suður- sveit 28. ágúst 1895, d. 19. sept. 1978. Þau bjuggu á Kálfafelli. Bræður Önnu voru Þórður Guð- brandur, f. 22. maí 1920, d. 10. apríl 2003 og Steinþór, f. 2. sept. 1922, d. 22. janúar 2005. Eiginmaður Önnu er Ingimar Bjarnason, f. á Upp- sölum í Suðursveit, 15. apríl 1930. Foreldrar Ingimars eru Bjarni Gíslason, f. 18. maí 1905, d. 5. ágúst 1991 og Þóra Sigfúsdóttir f. 13. sept. 1903, d. 14. mars 1989. Anna og Ingimar reistu nýbýlið Jaðar í Suðursveit árið 1953 og stunduðu Lovísa Bylgja, f. 1966, gift Kristjáni Friðrikssyni, f. 1968. Þau eiga börnin Friðrik, f. 1991 og Ingu Kristínu, f. 1998. b) Anna Björg, f.1974, gift Ívari S. Reynissyni, f. 1973, dætur þeirra eru Áróra Dröfn, f. 1999 og Selma Ýr, f. 2004, og c) Jóna Benný, f. 1980. Átján ára fór Anna í húsmæðra- skóla á Hallormsstað, ári seinna fór hún til Reykjavíkur og dvaldi þar næstu 4 vetur. Þar vann hún meðal annars á saumastofu og lærði kjólasaum. Auk húsmóðurstarfsins á Jaðri tók hún að sér ýmis störf. Var ráðskona við Hrollaugsstaða- skóla í 3 vetur, 1970-1973, og sím- stöðvarstjóri við símstöðina að Jaðri um árabil, þar til hún var lögð niður. Hún var virkur þátttakandi í félagsstörfum í sveitinni, bæði í leikfélagi, kvenfélagi, bridgefélagi og kirkjukór, ásamt starfi í sóknar- nefnd. Einnig var hún félagi í Hestamannafélaginu Hornfirðingi. Anna dvaldi á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands sl. 5 ár. Útför Önnu verður gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. blandaðan búskap. Börn þeirra eru: 1) Þóra Guðrún, hjúkr- unarfræðingur, f. 22. sept. 1953, gift Bjarna M. Jónssyni, forstöðumanni, f. 22. okt.1953, búsett í Reykjavík. Dætur þeirra eru: a) Lilja Rún, f. 1977, í sambúð með Anders Rom- undset, f.1979, sonur þeirra er Stormur Tor, f. 2005. b) Elísa- bet, f. 1979, í sambúð með Haraldi Arnórssyni, f. 1973, dóttir þeirra er Birta María, f. 2004. 2) Gunnhildur Elísabet, f. 21. júní 1957, gift Jóni M. Einarssyni, f. 20. des. 1957, þau eru bændur á Jaðri. Börn þeirra eru: a) Hanna, f. 1977, b) Maríanna, f. 1979, og c) Bjarni Malmquist, f. 1987. 3) Sonur, f. 22. júní 1957, d. 22. júní 1957. 4) Dóttir Önnu og Ólafs Hannessonar er Ingunn, f. 5. október 1948, bú- sett á Höfn. Hún giftist Kristjáni A. Jónssyni, sjómanni, f. 28. maí 1944, þau skildu. Dætur þeirra eru: a) Nú er svo komið að þú hefur kvatt þetta líf, mamma mín. Þú hefur fengið lausn frá erfiðum sjúkdómi sem setti mark sitt á líf þitt fyrir mörgum árum, í litlum mæli til að byrja með en tók stærri toll með hverju árinu sem leið. Þú hafðir bæði vilja og styrk, hélst þínu striki og sinntir þínum störfum af samviskusemi og einlægni eins lengi og stætt var. Árið 2002 fórstu svo á hjúkrunarheimili á Höfn og dvaldir til dauðadags. Það eru ljúfar minningar sem skjóta upp kollinum þegar ég hugsa til þín, mest æskuminningar enda fór ég ung að heiman. Þú hugsaðir vel um heimili þitt, gekkst líka til útiverka og sagðir stundum að þér þætti þau skemmtilegri, nema kannski að mjólka kýrnar. Það var mikill kraftur í þér, þú varst vinnusöm og ósérhlífin. Hugmyndir ykkar pabba um hvernig bæri að reka bú fóru saman og ykkur búnaðist vel. Þú varst yndislega hlý og gefandi og vildir allt fyrir mann gera. Það var líka stutt í brosið og gamansemina. Ég man hve hlýlegt og gott samband þitt var við Þóru ömmu og Bjarna afa sem bjuggu á efri hæðinni á Jaðri. Það var mikill samgangur við næstu bæi á þessum árum, fréttir voru sagðar og skipst á skoðunum. Nágrannarnir voru aufúsugestir, léttir og skemmti- legir og oft var glatt á hjalla í eldhús- inu hjá þér. Ég hugsa með hlýhug til þessara heimsókna. Það voru líka margir gestir lengra að komnir. Þú tókst vel á móti fólki og lagðir þig fram um að því liði vel. Ósjaldan tókstu að þér að hugsa um mat fyrir einstaklinga eða vinnuhópa sem störfuðu á svæðinu og oft sinntir þú veitingum fyrir kvenfélagið eða aðra starfsemi í sveitinni. Þú tókst líka að þér að vera ráðskona við Hrol- laugsstaðaskóla í nokkra vetur. Þú varst heimakær, en líka fé- lagslynd og sinntir félagsstöfum. Ég man vel leiksýningarnar sem þú tókst þátt í, og söngæfingarnar sem stund- um voru haldnar heima. Svo var það hestamennskan sem var sameiginlegt áhugamál ykkar pabba. Þú hafðir yndi af útivist og fallegri náttúru og allt fór þetta vel saman. Ég var dálítið stolt af ykkur þegar þið lögðuð af stað í „hestaferðalögin“ með mörg hross, að hitta góða félaga. Þetta voru ynd- islegar ferðir, ykkur mikilvægar og minnisstæðar og oft rifjaðar upp. Það var líka mikil upprifjun eftir briddsspilakvöldin, þó að hún væri öðruvísi, og ánægð varstu með spila- félaga þína. Þú varst alltaf dálítið kappsöm og áræðin og nýttir það við spilamennskuna. Þú ólst upp á góðu heimili, þar sem bóklestur var mikils metinn og mikið lagt upp úr góðu mál- fari. Þetta barstu með þér og gerðir þér far um að miðla til okkar sem yngri vorum. Elsku mamma mín, þær eru marg- ar góðu minningarnar sem tengjast þér. Mig langar að lokum að tileinka þér bæn sem þú kenndir mér ungri. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Ég bið guð og englana að blessa þig og alla þá sem þér þótti vænt um. Þín dóttir Þóra. Elsku Anna amma mín. Ég man þig, amma mín, svo létta og fallega í fasi, að hella upp á kaffi, steikja pönnukökur, á tveimur hellum, á hælaháum skóm. Syngj- andi. Sagðir gjarna „nú skulum við taka upp léttara hjal“. Að skella upp úr, spékoppana, í garðinum með blómunum þínum með þumalfingurna sem þú sagðir vera eins og rekur. Að sveifla þér á bak Hlyn og á leið í smalamennsku. Við hlið mömmu, báðar með á prjónunum. Með tígul- sögn. Sterkar. Hlustandi og ráðagóð- ar. Listalegt innsæi. Orð eins og slympa, verulegt og eigulegt. Orðin sem þú notaðir og orðin sem þú vildir að ég notaði ekki. Og að stríða afa. Meira sem þú þreyttist aldrei á því. Ég ætla sko ekki að kvelja mig né þig á því að fara að skrifa einhverja langloku. (Og þar fyrir utan er tak- markaður orðafjöldi til guðs lukku). En þar sem ég vil ekki trúa neinu öðru en þú eigir eftir að gægjast til þess að kíkja í Moggann með afa, má ég til með að láta dálítið flakka hér. Við sátum eitt sinn inni í stofunni ykkar afa, með fallega teppinu, og ræddum lífið og dauðann og þú spurð- ir mig hvað mér þætti um að hugsa til þess að hafa þig hjá mér eftir daga þína hér og ég sagðist nú kannski ekki beint kæra mig um það alltaf. „Hvernig gat ég sagt þetta,“ spurðir þú. Ég bara sagði það af hvatvísi. Ég hugsaði það ekki til enda, amma. Skammaðist mín þá, þegar ég sá við- brögð þín. En við ræddum það út. Og þú hlóst þegar þú heyrðir hvað lá að baki þessari athugasemd minni. Ég minnist samræðna ykkar afa sem ég þreyttist aldrei að hlusta á. Þegar afi spurði þig hvort þú hefðir aldrei haldið dagbók og þú hlóst og sagðist ekki skilja í því að þurfa að skrá hjá sér minningar. Að sumt væri til að geyma og maður geymdi það best hjá sjálfum sér og öðru væri í lagi að gleyma. Nú fór ég kannski frjáls- lega með hvað þú sagðir. Ég vona að það sé ekki svo slæmt. Eða var þetta hégómlegt? Kannski sumum finnist þetta ekki vera við hæfi sökum veik- inda þinna. Við ætlum ekki að velta okkur upp úr því meira, við tvær. Það er gott að vera búin að fá þig aftur. Þú kannski hefðir viljað segja það hálfgerð öfugmæli en ég vil bara að segja þér að ég skynja nálægð þína núna eins og ég vil muna þig. Þó svo þú sért farin. Þá ferðu ekki langt. Þú hafðir nú ekki svo gaman af ferðalög- um, fallega stelpan mín, eins og þú sagðir alltaf. Síðan skal ég segja þér seinna, yfir góðum kaffisopa, frá öllu því sem mig hefur langaði til að ræða við þig á síð- ustu árum. Ef ég man það þá sjálf. Takk fyrir allt, amma mín. Það var svo gott í fangi þér. Hann afi hoppaði sko yfir réttan læk þegar hann náði í þig. Hann hefði sjálfsagt stokkið yfir fljót hefði það ólgað fram þar sem lækurinn rennur áfram. Þegar ég óska góðrar ferðar stoppar hjartað. Má ég dreyma drauma sem snerta rætur þess? Handan tára sorgarinnar hefst nýr dagur og hækkandi sól birtist með tímanum og hjartað slær aftur í takt (Höf. ók.) Ég bið að heilsa, Guð geymi þig, elsku stelpan mín, ég held í hönd þér og veit að þú ert hjá mér, Hanna Jónsdóttir. Elsku Anna amma mín. Ég sit hér og hugsa um hvað ég eigi að segja því mig langar að segja svo margt. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa til tímanna með þér. Þegar ég kom inn í Gamla eins og við köllum það þá var iðulega pönnukökulykt í húsinu og þú á fullu að baka á tveimur pönn- um. Það var eitt af mörgu sem ég lærði af þér. Mér er alltaf minnis- stæður tíminn þegar við ræddum ætt- fræði og fórum yfir myndir í öllum al- búmunum. Það var oft of stuttur tími sem við höfðum eða það fannst okkur báðum og þá sérlega mér. Þú þurftir alltaf að fara að elda og ég var orðin þreytt á allri eldamennskunni þinni. Vá, alltaf þarf að vera að hugsa um mat. Þú sem öfundaðir alltaf bræður þína, þeir gátu unnið úti en þú þurftir að vera við inniverkin. Þegar við sát- um saman til borðs og við systur byrj- uðum að tala um hvað maturinn væri ógeðslega góður varst þú vön að segja, það er mikil mótsögn í að tala um hvað matur er ógeðslega góður, maður á að segja hvað hann er æð- islega góður eða yndislega góður. Þú sagðir oft að ef þú vildir líkjast einhverri manneskju þá væri það hún Guðrún amma þín og það er einmitt eins og ég hugsa til þín. Þú ert hetjan mín og ég lít upp til þín. Þú ert mér allt. Ég kvaddi þig með söng og ég hef alltaf sagt að mér finnst þú vera mér allt, bæði það sem ég á og það sem ég ekki á og þá sérlega eins og móðir því þegar ég hugsa um móður hugsa ég að sjálfsögðu um mömmu og þig, Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Þín nafna, Maríanna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þú varst ánægð með spékoppana sem við fengum frá þér og þeir hafa erfst alveg til langömmubarnanna þinna. Við berum þá stoltar í minn- ingu þinni. Hvíldu í friði, elsku amma. Þínar Lovísa Bylgja, Anna Björg og Jóna Benný. Elsku Anna amma. Þá ertu horfin okkur í þessum heimi. Við systur söknum þín og vildum óska þess að við hefðum fengið lengri tíma með þér heilli og kynnst þér betur. Við vorum svo ungar þegar heilsu þinni tók að hraka. Það hefði verið mikils virði að þekkja þig sem full- orðnar konur. Við erum afar þakklát- ar fyrir þær minningar sem við eig- um. Þær eru okkur dýrmætar og við teljum okkur heppnar að hafa fengið að eiga þig að. Fyrstu minningarnar eru af þér í sveitinni. Anna amma sem stóð fyrir utan Gamla með Inga afa þegar okk- ur bar að garði með foreldrunum. Við vorum hálffeimnar smástelpur sunn- an úr Reykjavík og seinna austan af Höfn. Alltaf tókstu á móti okkur með brosið blíða og fallegu spékoppana. Þetta bros var meira en nokkur feimni gat staðist. Svo faðmaðir þú okkur almennilega og kysstir okkur í kaf. Þú kysstir okkur alltaf oft og mörgum sinnum, líkt og til að koma örugglega á okkur nógu mörgum kossum. Það erum við þakklátar fyrir. Það gerum við líka við börnin okkar. Það er okkur mikils virði að þau skyldu fá tækifæri til að sitja í kjöltu þér áður en þú hvarfst á braut. Þú varst ætíð svo umhyggjusöm. Þú máttir ekki til þess hugsa að okkur yrði kalt á litlu höndunum okkar. Ef skreppa átti suður á sand með Inga afa komstu hlaupandi með sokka, vettlinga, húfur og peysur handa okk- ur svo okkur yrði ekki kalt. Sendir okkur af stað vel nestuð í hvert æv- intýri. Það var nú nesti í lagi ef þú komst þar nærri. Smurðar brauð- sneiðar og kökur í hverjum dalli, mjólk og djús á flösku og kaffi á brúsa. Þú hugsaðir vel um þína. Þeg- ar við sátum inni á miðherbergi á kvöldin að horfa á sjónvarpið komst þú endranær með teppi að breiða ofan á okkur svo vel færi um okkur. Þá þýddi lítið að mótmæla og þykjast ekki vera kalt. Oftast settist þú hjá okkur og straukst hendi þeirrar sem næst þér sat. Það var aldrei slæmt að vera sú sem sat þér næst. Þú mótaðir líf okkar meira en við gerðum okkur grein fyrir þá. Þú varst góð fyrirmynd að svo mörgu leyti. Þú varst blíð og umhyggjusöm en þú varst líka afar iðjusöm. Þú varst svo rösk, það var svo feiknamikill kraftur í þér. Eilífur pilsaþytur og ávallt stutt í smitandi brosið. Það var stórkostlegt að koma í sveitina til ykkar afa og í eldhúsið til þín. Það var alltaf góður matur og alltaf nógur matur. Okkur fannst þú galdra fram veislur á hverjum degi. Mest spennandi þótti okkur hvort yrði eftirréttur, þá venjulega ávaxta- grautur, ís með ávöxtum úr dós eða búðingur með rjóma. Það var hluti af þeirri vellíðan sem við upplifðum hjá þér. Ég held að við stelpurnar þínar höfum allar lært af þér mikilvægi þess að koma vel fyrir, að koma vel fram við aðra og tala fallega. Þú elskaðir sveitina þína og fannst hún fallegasti staður á jarðríki. Þú sagðir: „Það er hvergi jafnfagurt og í henni Suðru minni“. Okkur þykir líka vænt um hana Suðursveit. Þar eigum við rætur, þar býr hluti af okkur og þar býrð þú í hugum okkar. Hvíl í friði, í faðmi sveitarinnar sem var þér svo mikils virði, elsku amma okkar. Lilja Rún og Elísabet. Komin er kveðjustundin, frá kirkjunni ómar lag. Enginn veit ævina sína, né endalok hinsta dag. Nú laus ert úr veikinda viðjum, vefur þig örmum á ný, indæla ástríka sveitin er ól þig við brjóstin hlý. Fákarnir brottfarar bíða, bundnir, þeir frísa lágt. Heilsa þar Hrefna og Hlynur þið haldið í sólarátt. Allir sem áður fóru á undan í ljóssins geim, bíða þín brosandi glaðir og bjóða þig velkomna heim. Loks færðu aftur að faðma fallega drenginn þinn. Í bernskunni flaug hann frá þér til fundar við drottin sinn. Við kveðjum og blessunar biðjum er betri heim flytur í. Englarnir yfir þér vaki, aftur finnumst á ný. (T.H.T.) Elsku frænka mín og svilkona. Nú þegar kveðjustundin er komin reikar hugurinn aftur í tímann, það er svo margs að minnast frá liðnum ár- um. Ég man þig fyrst er þú komst í heimsókn að Hrollaugsstöðum, ung og afar falleg stúlka með fallega spé- koppa. Þú varst í svo logandi fínni kápu, sem þú hafðir eflaust saumað sjálf, enda hafðir þú lært að sauma í henni Reykjavík. En mér eru þó í barnsminni rauðu hælaháu skórnir, slíka dýrindis skó hafði ég aldrei séð og varð því mjög starsýnt á þá. Ég man heimsóknir að Kálfafelli, Anna, hressa og káta heimasætan, bar á borð fínar kökur og súkkulaði með rjóma. Ég man jólaveislu á Kálfafellsstað. Þið Ingimar nú trúlofuð og eiginlega ennþá í tilhugalífi, láguð uppi á rúmi Þóru og Bjarna á Kvistherberginu og Inga dóttir þín sat hjá ykkur, lítill og sætur stelpuhnokki. Þetta fannst mér falleg, upprennandi fjölskylda og mér er svo minnisstætt hvað þið voruð glöð og brostuð svo hýrt hvort til ann- ars. Já, Anna mín, brosið þitt var ávallt hýrt og fallegt, en aldrei þó eins hýrt og glatt og þarna þegar þú brost- ir til hans Inga þíns. Í þessu brosi fól- ust mörg og fögur fyrirheitin. Svo liðu árin. Ógleymanlegar eru allar heimsóknir mínar og minnar fjölskyldu að Jaðri, þar sem tengda- foreldrar okkar Önnu bjuggu á efri hæðinni, en þið Ingimar og dætur ykkar bjuggu á neðri hæðinni. Þá var oft kátt í kotinu, margt skrafað og skeggrætt, margur góður kaffisopinn innbyrtur, á meðan glaðleg hlátra- sköll barnanna okkar hljómuðu um húsið er þau hlupu upp á efri hæðina að finna afa og ömmu. Hann mágur þinn á margar ó- gleymanlegar minningar um þig og minnist þess með hlýhug hvað gott var að leita til Önnu mágkonu á ung- lingsárunum, en á þeim árum er oft svo margt sem þarf að glíma við og þá er alveg ómetanlegt að eiga góða að. Hestarnir þínir voru ávallt þitt líf og yndi. Þið Ingimar fóruð í margar hestaferðirnar vítt og breitt um land- ið með góðum vinum og kunningjum. Og vinirnir heimsóttu ykkur, það var farið í útreiðartúra, þá fórum við hjónin stundum með. Á eftir var svo veisla að Jaðri og fyrir kom að dansað var úti á hlaði á hlýjum sumarkvöld- um. Þetta eru ógleymanlegar stundir. Og alltaf var Anna, þessi ljúfa og broshýra kona, mesti gleðigjafinn. Já við hjónin og fjölskyldan okkar eigum svo sannarlega margs að minn- ast og kveðjum þig með söknuð í huga, en samgleðjumst þér þó að vera nú loksins laus úr viðjum veikind- anna. Elsku Ingimar, dætur, tengdasyn- ir, barnabörn og barnabarnabörn, guð styrki ykkur og styðji á erfiðri stundu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Torfhildur Hólm Torfadóttir og fjölskylda. Anna Þorgerður Benediktsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.