Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hlutverk myndlistargagn-rýnanda er í sífelldri end-urskoðun. Sérstaklega hjá gagnrýnendum sjálfum því þessu hlutverki fylgir þónokkur ábyrgð. Á fimmtudögum hittumst við fjög- ur, myndlistargagnrýnendur Morg- unblaðsins, förum yfir sýningar- dagskrána og deilum niður verkefnum okkar á milli. Ég tók að mér, um daginn, að skoða sýningu í Galleríi Sævars Karls. Sýnandinn var kona sem ég þekkti ekki að nafninu til og var þar af leiðandi óviss á hverju ég ætti von. Þegar á hólminn var komið reyndist sýn- andinn ekki fagmaður í greininni og gengu málverk hennar svo ná- lægt verkum sem Guðrún Ein- arsdóttir hefur verið að þróa í rúma tvo áratugi að mér stóð alls ekki á sama. Ég sendi þá tölvupóst til koll- ega minna hjá blaðinu og velti fram nokkrum spurningum um hlutverk okkar. Fékk svör um hæl; „Sleppa að skrifa um sýninguna,“ „ástæða til að gagnrýna galleríið“ og „gæti verið áhugavert að fjalla um akk- úrat þetta vandamál í listum á Ís- landi?“    Það hefur löngum verið stefnaMorgunblaðsins í myndlistar- gagnrýni að sinna sem flestum myndlistarviðburðum í senn. Mikil fjölgun sýningarstaða og sýninga hefur gert blaðinu erfitt fyrir að halda utan um þessa stefnu og er nú farið að sleppa umfjöllun um sýn- ingar í auknum mæli. Mín fyrstu viðbrögð við sýningunni í Sævari Karli voru þau sömu og fyrsta svar- ið. Þ.e. að skrifa ekki um hana. Og til þess hafði ég tvær ástæður. Sú fyrri var vegna þess að sýnandinn var áhugamaður. Ekki vegna þess að hana skorti gráðu í myndlist, því að í hópi minna uppáhalds- myndlistarmanna eru t.d. Louis Soutter og Jean-Michael Basquiat, sem hvorugur gekk menntaveginn til myndlistar. Þeir voru hins vegar frumlegir í listsköpun sinni og/eða persónulegir í túlkun og tjáningu. Eitthvað sem var ekki að sjá í Gall- eríi Sævars Karls. Ástæðurnar giltu þá einungis ef þær stóðu tvær saman.    Vissulega er samt hlutverk gagn-rýnanda að láta í ljós skoðun sína á stefnu sýningarstaða ef svo ber við, en í þessu tilfelli fannst mér óþægileg tilhugsun að ráðast að galleríinu. Það yrði óumflýjanlega á kostnað sýnandans sem í sakleysi hengir upp myndir sínar og sýnir þær og selur af góðum hug. En varla getur maður gagnrýnt áhuga- menn fyrir að vera ekki fagmenn? Auðvitað ekki. En maður getur gagnrýnt gallerí, sem gefur sig út fyrir að vera faglegt, fyrir að stíga út af sporinu. Í stærri borgum þar sem opinber umfjöllun á sýningum er einungis brot af sýningarflór- unni sjálfri kynni slíkt hliðarspor að kosta viðurkennt gallerí algera útskúfun frá opinberri gagnrýni sem gæti tekið galleríið óratíma að vinna upp. Á Íslandi er fallið aldrei svo hátt, en hvað Gallerí Sævars Karls varðar hefur það gefið sig út fyrir fagmennsku í 20 ár og þar hafa margir okkar fremstu mynd- listarmanna sýnt verk sín. Þ. á m. Guðrún Einarsdóttir. Í ljósi eig- endaskipta má vel vera að það hafi nú breyst.    Vandamálið, sem þriðji kolleginnbenti á, sem gæti verið áhuga- vert að fjalla um felst í almennri óvissu um fagmennsku og áhuga- mennsku þegar kemur að myndlist- arsýningum. Jón úr Vör ku hafa skrifað grein um málefnið fyrir ein- hverjum árum (sem ég hef ekki les- ið en eingöngu heyrt af) þar sem hann greindi frá því hve nauðsyn- legt hafi verið að upphefja list- hneigð Íslendinga eftir að landið öðlaðist sjálfstæði og hrósa því sem borið var á borð til almennings, skipti ekki máli hvort það væri list eða fúsk. Þetta var þáttur í upp- byggingu á sjálfstrausti þjóð- arinnar. Með tímanum hefur þessi eilífa upphafning á öllu listastássi gert myndlistarmönnum sem starfa af metnaði og/eða framsækni erfitt um vik. Margt hefur nú verið reynt til að lagfæra ástandið, s.s stofnun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Sjónlistarverðlauna, en það er rétt komið yfir byrj- unarreit. Þótti mér umrædd sýning því góð áminning um hve stutt þrepið er til baka, aftur í sama far- ið. Aftur í sama farið AF LISTUM Jón B.K. Ransu »En maður geturgagnrýnt gallerí, sem gefur sig út fyrir að vera faglegt, fyrir að stíga út af sporinu. Ábyrgð „Hlutverk myndlistargagnrýnanda er í sífelldri endurskoðun.“ Verk eftir Guðrúnu Einarsdóttur frá 2001. ransu@mbl.is ÍSLENSKA óperan hefur löngum verið illa liðin af strengjaleikurum. Eða öllu heldur hús Íslensku óperunnar. Hljómburðurinn í Gamla bíói er afleitur þegar strengjaleikur er annars vegar. Endurómunin er svo lítil að glansinn, sem á að ein- kenna hljóm fiðlunnar, sellósins og annarra fjölskyldumeðlima strengjaættarinnar, hverfur með öllu. Eftir stendur undarlega mött tónlist sem sjaldan er gaman að hlýða á, nema þá hún sé hluti af ein- hverju miklu stærra, eins og heilli óperu. Af þessum ástæðum var ein- kennilegt að fara á tónleika með tón- listarhópnum Camerata Dramma- tica, en hann samanstendur af sex fiðluleikurum, tveimur sellóleikurum og víóluleikara, auk þess sem leikið er á violone (eins konar kontrabassa) og sembal. Heildaráferð leiksins var svo þurr og litlaus að jafnvel þótt spilamennskan hafi oftast verið ásættanleg var ekki sérlega ánægju- legt að hlýða á hana. Dramað, sem greinilega átti að vera til staðar í músíkinni ef marka má nafngift hópsins, var ekki til staðar. Auk þess voru feilnótur óþægilega áberandi. Vissulega eru alltaf einhverjar mis- fellur í lifandi flutningi, og þær skipta sjaldnast máli. Hér gerði tak- mörkuð endurómunin hins vegar að verkum að maður heyrði hnökrana of vel. Blæbrigðin, sem hefðu gert tónlistina lifandi, voru aftur á móti lítt greinanleg. Sennilega var besta atriðið hjá hópnum Concerto grosso VII eftir Händel. En meira að segja hann kom ekki nægilega vel út. Hljóm- burðurinn gerði hann svo flatan og tilbreytingarlausan að það var ekki annað hægt en láta sér leiðast, þótt auðheyrt væri að allir hljóðfæraleik- ararnir legðu sál sína í flutninginn. Tveir söngvarar komu fram með sveitinni, þau Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir, en hún hljóp í skarðið á síðustu stundu fyrir Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur. Hallveig hefur fíngerðan söngstíl sem er varla heppilegur fyrir Gamla bíó, en hún söng engu að síður vel. Og Ágúst, sem er án efa einn besti söngvari þjóðarinnar, var frábær að vanda. Vonandi fær maður að heyra Camerata Drammatica undir ákjós- anlegri kringumstæðum næst. Megi hún þá standa undir nafni. Drammatica? Nei TÓNLIST Íslenska óperan Tónlist eftir Händel, Telemann og Muffat í flutningi Camerata Drammatica. Ein- söngvarar: Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir. Sunnudagur 2. desember. Kammer- og söngtónleikar  Jónas Sen JÓLATÓNLEIKAR Mótettukórs Hallgrímskirkju eru árviss við- burður og ávallt ánægjulegur. Tón- leikarnir sem ég fór á síðasta sunnu- dagskvöld voru þar engin undantekning. Efnisskráin var að mestu hefðbundin, þetta voru Betle- hemsstjarnan, Kom þú, kom vor Immanúel, Slá þú hjartans hörp- ustrengi, Það aldin út er sprungið, Guðs kristni í heimi, Bjart er yfir Betlehem og margt fleira. Kröftugur, vandaður söngur Mót- ettukórsins undir innblásinni stjórn Harðar Áskelssonar var svo stór- fenglegur að það var eins og maður væri að heyra þessa músík í fyrsta sinn. Það kveikti í mér löngun til að koma í jólamessu í Hallgrímskirkju. Máttur tónlistarinnar er mikill! Einsöngvari með kórnum var Gissur Páll Gissurarson tenór. Hann söng sérlega vel, enda með gríð- arlega fallega rödd sem unun var að hlýða á. Í síðustu lögunum fékk Hörður tónleikagesti til að syngja með kórn- um. Þá var stemningin orðin svo mögnuð að ég þurfti að hafa mig all- an við til að hefja ekki upp raust mína líka (það er hálfhallærislegt þegar tónlistargagnrýnandi fer að syngja með þeim sem hann er að skrifa um). En ég söng með kórnum í andanum! Stemning í Hallgrímskirkju Jónas Sen TÓNLIST Hallgrímskirkja Mótettukór Hallgrímskirkju flutti jóla- tónlist. Einsöngvari: Gissur Páll Giss- urarson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Sunnudaginn 2. desember klukkan 20. Kórtónleikar  Ársfundur Listaháskóli Íslands boðar til ársfundar mánudaginn 10. desember kl.16:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði kennaranáms í Laugarnesi, gengið inn að vestan. Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn. 2007 Stjórn Listaháskóla Íslands Listaháskólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.