Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 43 MINNINGAR ✝ Jón EggertHallsson fædd- ist í Hvarfsdal á Skarðsströnd 25. apríl 1913. Hann lést á dvalarheim- ilinu Silfurtúni í Búðardal 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallur Jóns- son póstur, f. 1. okt. 1871, d. 31. ág. 1940 og Jóhanna Sturlaugsdóttir, f. 6. júlí 1874, d. 12. nóv. 1938. Bræður Jóns voru Sturlaugur, bóndi í Tröllatungu í Strandasýslu, f. 28. okt. 1895, d. 27. jan. 1940, Óli Kristinn, bóndi á Litlu-Brekku í Geiradal, f. 17. okt. 1910, d. 2. nóv. 1966. Dóttir hans er Unnur Breiðfjörð. Jón kvæntist 7. nóv. 1942 Sig- ríði Jóhönnu Aradóttur frá Seljalandi í Kollafirði, f. 20. júní 1909, d. 25. júlí 1986. Foreldrar hennar voru Ari Þórðarson og Vigdís Sigurðardóttir á Seljandi. Sonur Jóns og Sigríðar Jóhönnu er Hallur Sturlaugur, verkstjóri í Osta- og smjörsölunni í Reykja- vík, f. 9. maí 1943, maki Kristín Sigurðardóttir frá Skammadal í Mýrdal, f. 14. júní 1944. Hallur kvæntist Áslaugu Bragadóttur. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru Jón Eggert hagfræð- ingur, f. 29. júní 1980, og Helgi Rafn grunnskólakennari, f. 29. des. 1982, maki Stella Krist- mannsdóttir. Fyrir átti Hallur dæturnar, a) Lóu Björk leik- skólakennara, f. 7. mars 1972, maki Einar Þór Einarsson, börn þeirra Dagur Andri og Sólveig Halla, og b) Ing- unni Þóru leik- skólakennara, f. 31. maí 1973, maki Ólafur Ingi Grettis- son, synir þeirra Axel Ingi og Emil Grettir. Jón ólst upp vest- ur á Skarðsströnd. Um tvítugt flutti hann ásamt fjöl- skyldu sinni að Tröllatungu í Strandasýslu og dvaldi þar næstu 10 árin. Um 1940 missti hann foreldra sína og bróður. Árið 1950 hófu Jón og Sigríður búskap á Þorbergsstöðum í Döl- um og 1956 fluttu þau í Búð- ardal. Þar bjó hann allt þar til hann lést. Í Búðardal stunduðuð þau hjónin fjárbúskap og hrossarækt ásamt því að Jón vann við ýmis önnur störf. Hestamennska var líf hans og yndi. Hann byrjaði ungur að temja og versla með hross og var í hrossarækt til dánardæg- urs. Jón tók mikinn þátt í fé- lagslífi hestamanna hvar sem hann var. Hann var formaður Hestamannafélagsins Glaðs frá 1971-1979 og tók virkan þátt í starfi félagsins fyrir og eftir þann tíma. Jón var gerður að heiðursfélaga árið 1983 og sæmdur gullmerki Landssam- bands hestamannafélaga árið 1994. Jón verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Mig langar að minnast Jóns E. Hallssonar með örfáum orðum. Lífshlaup Jóns þekki ég ekki og ætla að eftirláta öðrum að rekja það. Ég varð hinsvegar svo lánsöm að kynnast honum fyrir fáeinum árum þegar ég hóf sambúð með Halli, syni hans. Í mínum huga fannst mér Jón vera höfðingi, svo sjálfbjarga og fastur á sínu. Kæri vinur, þakka þér fyrir alla um- hyggjuna sem þú sýndir mér. Far þú í friði og englar guðs vaki yfir þér. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. – Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem þér unnu og minnast þín. (Einar Benediktsson.) Kristín. Elsku besti afi, nú er komið að kveðjustund sem samt er svo erfið þó að þú hafir fengið að lifa í 94 ár sem er ekki öllum gefið. Það er á svona stundu sem minningarnar streyma yfir mann og það er margs að minnast af okkar samverustund- um. Ég heimsótti þig á hverju ein- asta ári frá því að ég var eins árs og stundum nokkru sinnum á ári í Búðardal en pabbi fór með mig, mömmu, eldri hálfsystur mína og móðurömmu í eina skylduferð á ári. Eftir að ég eltist fór ég samt alltaf til þín á sumrin og eftir að ég eignaðist mína fjölskyldu hélt ég þeirri hefð. Síðasta ferð okkar til þín var í sumar þar sem þú varst svo hress og kátur og fórst með okkur í bíltúr um sveitina. Ein af mínum bestu minningum eru allir þeir bíltúrar sem við fórum í sam- an, þú fékkst aldrei leið á því að keyra um og fræða mig um hvaða bændur byggju hvar, hvort að þeir væru skrítnir, einsetukarlar, frændur okkar eða bara bestu skinn. Einn af mínum eftirminni- legustu bíltúrum var þegar þú bauðst mér í bíltúr til Hólmavíkur, við settumst inn í Subaru Justy- bílinn þinn og byrjuðum á því að fara í kaupfélagið og kaupa kók og prins póló, brjóstsykur og suðu- súkkulaði sem þú braust niður og settir í plastpoka til að hafa í nesti með okkur. Þá hófst ferðalagið stefnan var tekin á Þorskafjarð- arheiði en ekki fannst mér hún álit- leg, ekkert nema urð og grjót og svo upp í mót en þetta komumst við og stoppuðum í sæluhúsi uppi á háheiðinni og skrifuðum nöfnin okkar í gestabókina. Við komust til Hólmavíkur og þar var auðvitað stoppað í sjoppunni og eitthvað keypt til að maula, ekki að ég hafi haft mikla sykurþörf því að ég held að ég hafi stanslaust verið með eitthvert nammi í munninum á leið- inni. Við vorum komin heim seinni- partinn og þá voru bjúgu og kart- öflur sett í pott því ekki vildir þú að ég yrði svöng á meðan ég væri hjá þér. Þér var alltaf í mun um að mér liði vel og það var nú auðvelt því þú hafðir svo góða nærveru. Það var svo eitt sumarið sem við hjónin fórum í heimsókn til þín og sú heimsókn er mér mjög hjart- fólgin en þá fórum við saman í okk- ar fyrsta og síðasta reiðtúr og ekki var að sjá að þú værir orðinn 84 ára þar sem þú geystist með okkur inn Laxárdalinn. Þér var mikið í mun að Einar fengi að prófa hann Gosa þinn og svo vorum við á bein- um kafla og þá heyrðist í þér „jæja, Einar, nú leggur þú hann“ og svo heyrðist hó í þér og þar með var Gosi rokinn með Einar. Mér eru minnisstæð orðin sem þú sagðir við mig í sumar þegar þú horfðir á mig og sagðir „voðalega ert þú mjó“ ég held að það þyrfti að setja þig á sumarbeit. Þessi orð koma alltaf upp í huga minn ef ég er á ferð um landið og sé hesta á beit að það væri hálfbroslegt að sjá mig sitja úti í haga með fulla körfu af mat og segja að ég væri þarna á sumarbeit. Elsku besti afi, takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höf- um átt saman og þú átt stóran sess í hjörtum okkar fjölskyldunnar og minning þín er ljós í lífi okkar. Með hjartans kveðju, þín Lóa Björk (Lóa þín). Elsku besti langafi. Við langafabörnin þín viljum þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman og við eigum fullt af myndum af þér sem við erum búin að vera að skoða og rifja upp minningar um þig með mömmu og pabba. Við vit- um að núna hefur þú það gott og ert kominn til Siggu langömmu sem við fengum því miður aldrei að kynnast. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Dagur Andri og Sólveig Halla. Í dag er lagður til hinstu hvílu Jón Eggert Hallsson. Hann var fé- lagi í hestamannafélaginu Glað til margra ára, allt til dagsins í dag. Hann var ákaflega virkur í félaginu og dugmikill hestamaður. Hann var formaður félagsins frá árunun- um 1971 til 1979 og vann hann þar sína vinnu af kappi og áhuga. Jón hafði mikið dálæti á hestum en einkum hafði hann ánægju af góð- um skeiðsprettum og tók hann oft gæðinga sína til kostanna á keppnisvellinum. Jón varð heiðurs- félagi í hestamannafélaginu Glað árið 1983. Góður félagi er fallinn frá. Við vottum fjölskyldu Jóns E. Halls- sonar okkar dýpstu samúð. Félagar í hestamannafélaginu Glað. Þá er hann fallinn frá, sá aldni höfðingi Jón Hallsson. Það má segja að við undirrituð höfum kynnst Nonna Hall tiltölulega seint í ævihlaupi hans í gegnum hóp „Vitlausra ferðafélaga“ sem hélt hópinn um langt árabil og ferðaðist á hestum um Dalahéruð og víðar. Nonni var öldungurinn í hópnum en það var ekki merkjanlegt með nokkrum hætti þar sem hann gaf þeim yngri ekkert eftir og fór yfir- leitt með þeim síðustu til hvílu en var jafnan með þeim fyrstu á fæt- ur. Það kom sterkt í ljós í þessum ferðum hversu geðprúður maður Nonni var. Hann skipti aldrei skapi og linnti vel við alla sína félaga. Nonni var náttúrubarn í þeim skilningi að hann naut þess að vera í kringum skepnurnar sínar og þá fyrst og fremst hestana. Hann átti góða hesta úr eigin ræktun og fór oftast hratt yfir á þeim. Skeiðið var hans aðall og hann átti góða vekr- inga og kunni að fara með þá og þá gangtegund sem ekki er allra. Nú er Nonni hins vegar farinn að þeysa um grundir himnaríkis og leggur á Rjóð, Gosa, Hörpu og fleiri gæðinga sem víst er að hafa beðið hans óþreyjufull og frísandi við hlið Lykla-Péturs, áfjáð í að spretta úr spori með fóstra sinn á flugaskeiði. Það voru forréttindi að fá að kynnast Jóni Hallssyni og fá að verða honum samferða um tíma. Minning hans lifir. Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. Í mannsbarminn streymir sem aðfalls-unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. – Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson.) Svandís og Guðmundur Helgi. Jón E. Hallsson  Fleiri minningargreinar um Jón E. Hallsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐJÓNSSONAR rafvirkjameistara, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Brautarlandi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Arndís Guðjónsdóttir, Guðjón Magnús Jónsson, Sigríður Þorláksdóttir, Margrét Katrín Jónsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Björn Baldvinsson, Magnea Ólöf Guðjónsdóttir, Halldór Kjartansson Björnsson, Arndís Guðjónsdóttir, Magnús Örn Guðmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Eva Björg Torfadóttir, Hrafn Eyjólfsson, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Halldór Ingi Hákonarson, Jón Örn Eyjólfsson og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi ARI STEINBERG ÁRNASON, Lindasíðu 2, Akureyri, lést í Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimahlynningu á Akureyri njóta þess. Guðrún Elísabet Aradóttir, Júlíus Fossberg Arason, Fríður Leósdóttir, Ingunn Kristín Aradóttir, Hinrik Karlsson, Jón Björn Arason, Helga Guðjónsdóttir, Árni Arason, Sveinbjörg Pálsdóttir, Rúnar Arason, Dýrleif Skjóldal, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSTRÁÐUR VALDIMARSSON Hraunsholtsvegi 2, Garðabæ, lést á Landspítalanum, Fossvogi, miðvikudaginn 5. desember. Útförin auglýst síðar. Kristjana Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Ástráðsdóttir, Már Þorvaldsson, Hjördís Ástráðsdóttir, Peter Tompkins, Brynja Ástráðsdóttir, Pétur Bjarnason, og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR GARÐARS, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. desember kl. 15.00. Þorgerður Jörundsdóttir, Anna María Hilmarsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, Guðrún Sóley Guðjónsdóttir, Þorgerður Jörundsdóttir, Þorsteinn Jörundsson, Þuríður Elfa Jónsdóttir, Jörundur Jörundsson, Jóhanna Símonardóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Hilmar Þorsteinsson, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín og móðursystir, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir frá Kárstöðum, Helgafellssveit, lést á Hrafnistu við Brúnaveg 2. desember 2007. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 14. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent Orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Reikningur 309 18 930076, kt. 630269-0839. Minningarkort fást í Heimahorninu, sími 438 1110. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.