Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI NEMENDALÝÐRÆÐI og gjaldfrjáls leikskóli er meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir, VG, hefði viljað sjá tryggt í frumvörpum menntamálaráðherra um skólamál en var engu að síður jákvæð í garð breytinganna. „Gott skóla- samfélag byggir á því að allir sem mynda samfélagið taki virkan þátt í mótun þess,“ sagði Katrín og hafði jafnframt efasemdir um auknar heimildir foreldra til að kenna börn- um sínum heima. Dæmin frá Bandaríkjunum sýndu að í slíkum tilvikum væri oft um foreldra með sérstakar trúar- skoðanir að ræða. „Skóli er einmitt samfélag þar sem börn læra að til er meira en þau þekkja heima hjá sér,“ sagði Katrín og lagði einnig áherslu á kjarabætur fyrir kennara. Katrín fagnaði þeirri hugmyndafræði að stúdentspróf séu ólík innbyrðis en áréttaði að gera þyrfti ráð fyrir mismiklum kostnaði ríkisins við ólík stúd- entspróf, t.d. eftir því hvort þau eru 180 eða 220 einingar. Þá sagðist Katrín hafa viljað sjá lengra gengið varðandi samræmd próf þannig að stöðluð próf, sem geti verið stýrandi, séu ekki bundin í lög og við ákveðin ár. Nemendalýðræði og efasemd- ir um leyfi til heimakennslu Katrín Jakobsdóttir Mætti ganga lengra varðandi samræmd próf „ÉG SÉ í sjálfu sér ekki ríkar ástæður fyrir því að við séum að keyra ungt fólk fyrr út á vinnumarkaðinn,“ sagði Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, í umræðum um lagafrumvörp um menntamál á Alþingi í gær og lagði áherslu á að ekki yrði settur þrýst- ingur á framhaldsskóla að stytta nám til stúdentsprófs. Höskuldur sagðist hefðu viljað sjá gjaldfrjálsa leikskóla sem og gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum og var ekki sáttur við að „kristilegt siðgæði“ yrði tekið út úr grunnskólalögum. „Þjóðfélagið okkar er byggt upp á kristilegu siðgæði. Við lifum í mjög friðsömu og umburð- arlyndu þjóðfélagi,“ sagði Höskuldur en varaði við „um- burðarlyndisfasisma“. „Ég tel að þrýstingur vissra trúleysingja sé ekki alveg af hinu góða.“ Höskuldur hafði jafnframt efasemdir um auknar heimildir til heimakennslu og spurði hvaða kröfur yrðu gerðar til foreldra sem kenna börnum sínum heima við. „Þeir sem eru teknir út úr skólastarfi og kennt heima, það eru oft börn sem mest þurfa á umhverfi skólans að halda.“ Verði ekki þrýst á styttingu náms til stúdentsprófs Höskuldur Þór Þórhallsson Kristilegt siðgæði sé áfram í grunnskólalögum Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is NÝ FRUMVÖRP um menntamál marka ákveðin tímamót í íslenskri menntasögu, sagði Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra, þegar hún mælti fyrir fjórum frumvörpum um leikskóla, grunn- skóla, framhaldsskóla og menntun kennara á Alþingi í gær. „Fræðslu- lögin sem samþykkt voru fyrir um hundrað árum lögðu grunninn að velsæld okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður og bætti við að þá hefði Ísland verið meðal fátækustu ríkja Evrópu. „En nú erum við meðal þeirra þjóða þar sem mest velsæld ríkir.“ Þingmenn voru almennt jákvæðir í garð frumvarpanna en þau fela í sér heildarendurskoðun á löggjöf um skólamál. Að sögn Þorgerðar er lögð áhersla á samfellda menntun frá leikskóla til grunnskóla auk þess sem lögfest yrði að leikskólar og grunnskólar skuli vera án aðgrein- ingar, þ.e. taka móti öllum börnum óháð stöðu og sérþörfum. Lengur í leikskóla Þorgerður sagði að grundvallar- breyting yrði á mörkum milli leik- skóla og grunnskóla. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að félagsþroski og námsframvinda barna geti ráðið því hvenær þau ljúki leikskólanámi og hefji nám í grunnskóla.“ Samkvæmt frumvarpi um grunn- skólalög er ekki gert ráð fyrir að skólastarf eigi að mótast af kristi- legu siðgæði eins og í núgildandi lög- um. Þorgerður benti á að í frumvarp- inu væri vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildi og að þau hugtök endurspegluðu inntak kristi- legs siðgæðis. „Áhersla er lögð á að með þessari breytingu er ekki verið að draga úr mikilvægi kristinnar trú- ar og kristilegs gildismats, menning- ar og hefða,“ sagði Þorgerður og tók jafnframt vel í hugmynd Karls V. Matthíassonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, um að kærleika yrði bætt við í upptalninguna. Gert er ráð fyrir að grunnskóla- nám sé gjaldfrjálst en að sveitar- félög megi taka gjald fyrir skólamál- tíðir og lengda viðveru. Hins vegar megi ekki láta nemendur greiða fyrir vettvangsnám sem er hluti af skyldunáminu þó að heimilt sé að innheimta gjald fyrir uppihald í námsferðum. Mesta breytingin verður á starfs- umhverfi framhaldsskóla og gert er ráð fyrir nýju framhaldsskólaprófi auk þess sem skólar geta fengið skil- greind annars konar námslok með staðfestingu frá menntamálaráðu- neyti. „Frumkvæði að stofnun slíkra námsbrauta getur eftir atvikum komið m.a. frá launþegasamtökum og fagfélögum, atvinnurekendum, starfsgreinaráðum í samstarfi við skóla eða aðra fræðsluaðila,“ sagði Þorgerður en jafnframt er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Tímamót í menntasögu  Almenn jákvæðni í garð fjögurra frumvarpa menntamálaráðherra um skólamál  Áhersla er lögð á samfellda menntun frá leikskóla til framhaldsskóla Morgunblaðið/Kristinn Í leikskóla er gaman Börn munu eiga möguleika á að ljúka leikskólanámi yngri eða eldri en venjan er ef frumvörpin verða að lögum. Í HNOTSKURN »Ef frumvörp mennta-málaráðherra verða sam- þykkt verður iðn- og verknám metið til jafns á við bóknám. »Framhaldsskólar munu getaboðið upp á framhaldsskóla- próf til viðbótar við stúdents- og starfsréttindapróf. »Kennaramenntun verðurlengd í fimm ár og leikskóla- kennarar munu eiga kost á sí- menntun. »Samræmd próf í núverandimynd verða lögð af en tekin upp samræmd könnunarpróf. Íslensk tunga Íslensk tunga og menntamál voru í aðalhlutverki á Alþingi í gær. Menntamálráðherra mælti fyrir fjór- um frumvörpum um skólamál auk þess sem rætt var utandagskrár um nýja ályktun íslenskrar málnefndar og í upphafi þingfundar um nið- urstöður PISA-könnunarinnar. Þing- menn höfðu almennt áhyggjur af niðurstöðunum en Ísland lenti þar undir meðaltali OECD-ríkja. Falleinkunn „Með þessari könnun er komin mæling á menntastefnu Sjálfstæð- isflokksins. Niðurstaðan er fall- einkunn,“ sagði Höskuldur Þór Þór- hallsson og vakti athygli á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið með menntamál í rúm sextán ár. Bæði Framsóknarmenn og Frjáls- lyndir hnýttu í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa barið sér á brjóst yfir lífskjarakönnun SÞ, þar sem Ísland lenti í efsta sæti, en vilja síðan sem minnst tala þegar Ísland lendir neð- arlega á lista. „Þeir sem þakka sér sólskinið verða að láta sér lynda að þeim sé kennt um rigninguna,“ sagði Jón Magnússon. Ekki eins hugljúf Einari Má Sig- urðssyni þótti hins vegar spaugilegt að Framsókn skyldi gagnrýna Sjálf- stæðisflokkinn á þennan hátt. For- maður þess flokks hefði til- kynnt að nið- urstaða lífs- kjarakönnunar SÞ hefði verið Framsókn að þakka en skelli síðan skuldinni á Sjálfstæðisflokkinn þeg- ar niðurstaðan er ekki „jafn hug- ljúf“. Viðamikil könnun Stjórnarliðar sögðu niðurstöðu PISA-rannsóknarinnar vera vonbrigði en lögðu áherslu á að ekki væri hægt að dæma allt skólakerfið út frá einni könnun. Undir það tóku þingmenn VG. Katrín Jakobsdóttir benti á niðurstöður Hafsteins Karls- sonar, skólastjóra, um að finnska skólakerfið, sem alla jafna er mjög ofarlega í samanburðarrann- sóknum, sé tiltölulega íhaldssamt en hið íslenska frjálslyndara og Kol- brún Halldórsdóttir sagði PISA rann- sóknina það viðamikla að ekki væri hægt að ræða um hana í upphróp- unarstíl. Hún lagði því til að menntamálanefnd þingsins fengi sérfræðinga á sinn fund eftir ára- mót til að fara yfir rannsóknina. Einar Már Sigurðsson ÞETTA HELST … Þegar íslensk tunga er ræddá Alþingi gerast flestirræðumenn hátíðlegir.Samhljómur er um að tungan eigi í vök að verjast og að all- ir þurfi að leggjast á eitt við að vernda hana, enda sé það hún sem geri Íslendinga að þjóð. Mér finnst síðasta fullyrðingin alltaf óþarflega dramatísk og í of- análag er ég svo bjartsýn að halda því fram að íslenskan standi á styrk- um stoðum. Börn og unglingar eru skapandi í málnotkun sinni og frá kennaravinum mínum heyri ég alls konar skemmtilegar sögur af ljóða- lestri og jafnvel besta skáldskap hjá æsku landsins. Það þýðir þó ekki að unnendur málsins geti setið með hendur í skauti sér, enda má einmitt þakka þeim ágæta stöðu tungumálsins. Ég verð að játa á mig smá kvik- indisskap. Ég hef stundum punktað hjá mér skondin ummæli sem falla á Alþingi og í þessum umræðum um tunguna fór ég að velta fyrir mér hvort ég ætti kannski að greina frá mannlegum tungumálamistökum þingmanna. Ég var ekki komin langt í þeim hugleiðingum þegar síminn hringdi og á línunni var Íslendingur, búsettur í Bandaríkjunum. Hann benti mér kurteislega á að ég hefði í frétt frá Alþingi gefið dauðum hlut vilja og vit og vísaði hann til fréttar um að orrustuflugvélum sé í sjálfs- vald sett hvort þær séu vopnaðar eða ekki. Duglegar flugvélar það! Þetta kom vel á vondan. Ég hef nefnilega ekki þá afsökun að ég sé óundirbúin í ræðustóli. Þrátt fyrir þetta þá stenst ég ekki mátið að segja a.m.k. frá ónefndum framsóknarþingmanni sem lét þessi orð falla í ræðustóli: „Róm var ekki unnin á einum degi“. Og enn er ég að reyna að fá botn í þessa setningu úr nefndaráliti: „Tekjur ríkissjóðs eru vanáætlaðar og verða meiri en gert var ráð fyrir.“ Getur frelsi verið vopn? Þingskapafrumvarp forseta Al- þingis er mikið rætt þessa dagana en Vinstri græn standa ein flokka gegn því þó að efasemdarraddir um ákveð- in atriði megi heyra í fleiri flokkum. Athugasemdir VG snúa aðallega að því að frumvarpið sé ekki lagt fram í sátt allra flokka sem og að umbætur á starfsaðstöðu þingmanna sé spyrt- ar saman við breytingar á þing- sköpum. Ég verð að játa að mér þótti dálítið undarlegt að lesa um þessar áætluðu umbætur í greinargerð með frumvarpi um annað efni. Engu að síður hlýtur að teljast eðlilegt að fjallað sé um þessi mál samhliða breytingum á þingsköpum, enda hafa Vinstri græn sjálf sagt að ekki sé hægt að skerða ræðutíma nema að þingið, og þá ekki síst stjórn- arandstaðan, séu styrkt verulega. Mér hefur líka þótt dálítið und- arlegur málflutningur hjá VG að nota orðið vopn yfir málfrelsi, eða hvernig getur frelsi verið vopn? Hins vegar mætti kalla málþóf vopn en persónulega er ég almennt á móti beitingu vopna. Ég á líka dálítið bágt með að kaupa þau rök að ef ekki sé hægt að halda langar ræður á Alþingi geti mál runnið í gegnum þingið án þess að þjóðfélagið taki eftir. Ég vona a.m.k. að fjölmiðlar séu öflugri en svo, sem og þingmenn í að koma skoðunum sínum á framfæri. Hins vegar má taka undir þau sjónarmið VG að fleiri breytingar þurfi að gera. Þingmenn verða að hafa nægilegan tíma til að kynna sér mál til hlítar og þá ekki síst stjórn- arandstöðuþingmenn. Lýðræðið snýst ekki bara um að meirihlutinn ráði heldur líka að öll sjónarmið heyrist. Frumvarpið er samt sem áður skref í átt að betra þingi og ég held að flest fjölmiðlafólk hljóti að fagna styttri og markvissari ræðum og snarpari skoðanaskiptum. Jesú í Sjálfstæðisflokknum „Jesú er greinilega genginn í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði sjálf- stæðisþingmaður kankvís í vikunni eftir að VG hafði sakað Sjálfstæð- isflokkinn um að selja sjálfum sér eignir á gamla hersvæðinu í Kefla- vík. Forsætisráðherra vísaði þessu á bug og tók sem dæmi að Þjóð- kirkjan hefði verið meðal kaupenda, varla væri kirkjan Sjálfstæðisflokk- urinn. Í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér í hvaða flokki Jesú væri. Það vinnur óneitanlega með Sjálf- stæðisflokknum að gamli presturinn minn er giftur inn í hann og svo á ég líka vin sem er prestur og er blár í gegn. En á móti kemur að Jesú virt- ist ekkert sérstaklega hrifinn af kapítalisma, a.m.k ekki í guðs húsi. Og svo þekki ég líka prest í Sam- fylkingunni! En svo er auðvitað önnur spurn- ing um hvort Jesú væri yfirleitt í Þjóðkirkjunni? Kannski væri hann bara í einhverjum vingjarnlegum búddistasöfnuði. Ég þori nú samt ekki að spyrja hvort hann gæti verið í Siðmennt enda myndi ég þá líklega fá báða aðila í stærsta deilumáli þessara daga upp á móti mér. Duglegar flugvélar og íslenska tungan í góðum málum ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.