Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 27 AKUREYRI ÁRLEGIR Aðventutónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands verða í Íþróttahöllinni í dag, laug- ardag, kl. 18. Einsöngvari með hljómsveitinni að þessu sinni er Garðar Thór Cortes. Með hljóm- sveitinni koma einnig fram Söng- félagið Sálubót og Lára Sóley Jó- hannsdóttir sem leikur einleik á fiðlu. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskránni er jóla- og að- ventutónlist, m.a. eftir Antonio Vivaldi, Ottorino Respighi, Leroy Anderson, og útsetningar á jóla- tónlist eftir Óskar Einarsson og Guðmund Óla Gunnarsson svo eitt- hvað sé nefnt. Garðar Thór Cortes er einn af fremstu söngvurum Íslands. Hann lærði söng við Söngskólann í Reykjavík og fór þaðan til fram- haldsnáms í Austurríki en síðan fór hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði næstu árin nám hjá Andrei Orlowitz. Síðar stund- aði hann nám við óperudeildina í Royal Academy of Music. Árið 1999 urðu straumhvörf á ferli hans þegar honum bauðst aðalhlutverk- ið í Phantom of the Opera í Kon- unglega leikhúsinu í West End í London. Hann hefur komið fram víða um heiminn, sungið með þekktum söngvurum, m.a. Kiri Te Kanawa og Natasha Marsh. Hann gaf út hljómplötu sína Cortes í Bretlandi í vor og fór hún beint í fyrsta sæti klassíska sölulistans í þar. Eftir tónleikana hér fer Garð- ar til Bretlands að syngja við sjó- setningu Queen Victoriaen. At- höfnin fer fram í Brighton að viðstaddri bresku konungsfjöl- skyldunni. Lára Sóley Jóhannsdóttir nam fiðluleik við Tónlistarskólann á Húsavík og Tónlistarskólann á Ak- ureyri. Árið 2002 hóf hún nám við The Royal Welsh College of Music and Drama og lauk þaðan B.Mus. Honours-gráðu sumarið 2006. Lára var konsertmeistari sinfóníu- og óperuhljómsveitar skólans sum- arið 2006 og lék einnig einleik með strengjasveitinni. Hún var valin til að vera fulltrúi skólans í sam- starfsverkefni í Singapúr við Nan- yang tónlistarháskólann vorið 2005. Lára lék í þrjú ár með Sin- fonia Cymru sem skipuð er nem- endum úr öllum helstu tónlistarhá- skólum Bretlands og hefur leikið með fjölda kammerhópa. Lára Sól- ey starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Í HNOTSKURN »Söngfélagið Sálubót, semstofnað var 1993, er bland- aður kór sem starfar í Suður- Þingeyjarsýslu. Kórfélagar eru um fimmtíu og búa flestir í Þing- eyjarsveit auk nokkurra sem búa á Húsavík, í Mývatnssveit og á Akureyri. Stjórnandi kórsins er Eistlendingurinn Jaan Alavere. Lára Sóley Jóhannsdóttir Garðar Thór Cortes Garðar Thór og Sinfó í Höllinni UPPSKERUHÁTÍÐ Evrópuárs jafnra tækifæra í skólum Akureyrarbæjar verður haldin 19. desember. Undan- farnar vikur hafa nemendur í 7. bekk Lundarskóla rætt og ritað um mannréttindi og sáttmálann um réttindi barnsins. Þar fengu þeir, m.a. þessar stúlkur, Mannréttindabókina að gjöf frá Rauða krossinum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fræðast um mannréttindi MÁLÞING verður haldið á mánu- daginn í Ketilhúsinu á vegum Há- skólans á Akureyri og Utanrík- isráðuneytisins. Yfirskriftin er „Mannréttindi í utanríkisstefnu Ís- lands - Hvers vegna?“ Meðal framsögumanna eru Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra, Guðmundur Alfreðsson prófessor og Árni Snævarr fulltrúi á upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Málþingið verð- ur kl. 14-16 og er öllum opið. Mannréttindi í utanríkisstefnu Í TENGSLUM við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi efna Leik- félag Akureyrar og Jafnréttisstofa til sérstakrar aukasýningar á leik- ritinu Ökutímum á morgun, sunnu- dag, kl. 20. Á eftir verða umræður sérfræðinga, leikhúsfólks og horf- enda. Meðal þátttakenda eru Krist- ín Ástgeirsdóttir, framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu, Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræð- ingur, María Reyndal leikstjóri og allur leikhópurinn. Umræður eftir sýningu LEIKRITIÐ Óvitar víkur senn fyrir Fló á skinni þrátt fyrir að uppselt sé á allar sýningar LA á verkinu. Fló á skinni verður frumsýnd í Samkomuhúsinu eftir áramót og síðustu sýningar á Óvitum verða því um áramótin. Að sögn leik- hússtjórans, Magnúsar Geirs Þórð- arsonar, er ljóst að færri munu komast að en vilja og er þess vegna unnið að því þessa dagana að Óvit- ar geti snúið aftur á svið eftir tæpt ár, í september 2008. Óvitar víkja fyrir Flónni 20 mínútur og því verður ekki löng bið eftir að komast að. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér þessa miklu framkvæmd,“ segir í fréttinni. Hof til sýnis almenningi Arkþing HIÐ nýja menningarhús Hof á Akureyri verður til sýnis fyrir almenn- ing sunnudaginn 9. desember klukkan 13- 15. Mögulegt verður að ganga um fyrstu hæðina og líta inn í að- alsal hússins sem kemur til með að rúma 500 manns í sæti. Þannig gefst tækifæri til að kynna sér þá gífurlegu möguleika sem í húsinu felast og kynnast byggingunni af eigin raun, segir í frétt frá bænum. „Af öryggisástæðum verður far- ið inn í bygginguna í 30-40 manna hópum og fær hver hópur leiðsögn um húsið. Hver ferð tekur um 15- PLÚSFERÐIR – Lágmúla 4 – 105 Reykjavík - Sími 535 2100 Bókaðu strax á www.plusferdir.is Gefðu sólargjöf... Ferðaskrifstofa Jólapakki 1 - Kanarí 4. janúar til 26. febrúar 39.900* kr. Verð frá: Verð frá 39.900 kr. á mann m.v. 2 í gistingu á Paraiso, Las Tartanas eða sambærilegri gistingu í 7 nætur. Aukavika: 15.000 kr. á mann, bókast á skrifstofu. Jólapakki 2 - Kanarí 4. janúar til 26. febrúar 44.900* kr. Verð frá: Verð frá 44.900 kr. á mann m.v. 2 í gistingu á Roque Nublo, Montemar eða sambærilegri gistingu í 7 nætur. Aukavika: 18.000 kr á mann, bókast á skrifstofu. *Gisting getur verið íbúð, stúdíó, smáhýsi eða hótelherbergi. Takmarkað sætaframboð og gisting í boði í hverja brottför - fyrstur kemur fyrstur fær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.