Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARNÓTT og Flickr@Iceland (ljós- myndahópur fyrir Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru á Íslandi, á Flickr- ljósmyndavefnum) efndu til ljósmyndasamkeppni á Menningarnótt í ágúst síðast- liðnum. Keppt var að því að fanga stemningu Menning- arnætur í víðum skilningi. Flickr@Iceland var stofnuð í byrjun árs af Svavari Ragn- arssyni, starfsmanni CCP og áhugaljósmyndara, sem átti hugmyndina að samkeppn- inni. Svavar hefur verið í hópi sjálfboðaliða sem hjálpað hafa til við ýmislegt sem við- kemur Menningarnótt síð- ustu 2-3 ár. Sjálfboðaliðarnir tóku upp á því að taka ljós- myndir fyrir Höfuðborgarstofu, til að ná stemningunni og hafa gaman af. 5.578 ljósmyndir Nú eru 455 meðlimir í Flickr@I- celand og komnar 5.578 ljósmyndir (þegar þetta var skrifað í gærmorg- un) frá þeim hópi sem skoða má á Flickr-vefnum. Keppt í sjö flokkum Keppt var í sjö flokkum og voru auk þess veitt aðalverðlaun, en þau hlaut Hörður Sveinsson fyrir ljós- myndina ,,Concert“, af útitónleikum á Miklatúni. Hörður átti einnig sig- urmyndirnar í flokkunum Maraþon- ið og Augnablikið. Aðrir flokkar voru Börn, Húmor, Manneskjan og Mannfjöldinn. ,,Somebody is watching you“, ljós- mynd Gunnars Salvarssonar, hlaut fyrstu verðlaun í flokknum Mann- eskjan og hlaut Gunnar einnig við- urkenningu fyrir myndina ,,Street music“ í flokknum Atburðurinn. Jóhann Smári Karlsson hlaut við- urkenningu í flokknum Börn fyrir myndina ,,Laugarnesstúlka á Menn- ingarnótt“. Örlygur Hnefill Örlyx fór með sigur af hólmi í flokknum Mannfjöldinn og Snorri Páll Har- aldsson í flokknum Húmorinn. Í að- alverðlaun voru ferð með Icelandair fyrir tvo til Evrópu. Einu skilyrðin fyrir þátttöku voru þau að vera í fyrrnefndum Flickr-hópi. Aðalverðlaunahafinn, Hörður, er atvinnuljósmyndari og var að taka myndir fyrir Fréttablaðið þetta kvöld, Menningarnótt. Verðlauna- myndin Concert er samsett úr tveimur ljósmyndum, annarri af himninum og hinni af sviði og áhorf- endum. Hörður er 26 ára Reykvík- ingur og starfar nú fyrir auglýs- ingastofuna Vatikanið, tekur allar ljósmyndir fyrir blaðið Mónitor. Hann nemur ljósmyndun við Me- dieskolerne í Viborg á Jótlandi. Hörður segist heppinn að geta unnið við það sem sér þyki skemmtilegast, að taka ljósmyndir af tónlist- armönnum og listafólki sem sé sér- deilis gaman. Í dómnefnd sem valdi bestu myndir keppninnar sátu: Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar; Sif Gunn- arsdóttir, verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu; Kristín Við- arsdóttir bókasafnsfræðingur; Kristín Einarsdóttir frá skrifstofu borgarstjóra; Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, og loks María Kar- en Sigurðardóttir, safnstjóri Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Concert Hörður Sveinsson hlaut aðalverðlaun fyrir þessa mynd sem er tekin á útitónleikum á Miklatúni. Tónleikamynd þótti best Laugarnesstúlka Myndin hlaut verðlaun í flokknum Börn. Somebody is watching you Besta myndin í flokknum Manneskjan. Street Music Atburðamynd ársins. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Ljósmynd/Jóhann Smári Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.