Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á aðventu blómstrar end- urtekningin. Þá er hefð fyrir því að heyra sömu sögurnar, syngja sömu söngvana, elda sömu steikina, baka sömu smákökurnar, hlakka til sömu pakkanna, vera á sama spaninu, hitta sama fólkið. Á að- ventu hugsum við líka til þess ómiss- andi fólks sem hvílir í kirkjugörðum heimsins og er saknað við hlaðborðið. Hér er því ein lítil endurtekin saga: Það kemur fyrir á Íslandi að aldr- aður einstæðingur deyr einn og ligg- ur dögum eða jafnvel vikum saman á heimili sínu. Nályktin ein kemur upp um dauðann. Ég man einmitt eftir einni frétt um slíkt um og eftir síð- ustu jól. Mér verður hugsað til góðs manns sem ég fékk örlítið að kynnast í New York á sínum tíma. Hann var á ní- ræðisaldri, bjó í lítilli íbúð á Manhatt- an, og ég heimsótti hann tvisvar með vini mínum. Þótt heimsóknirnar yrðu aðeins tvær var ég ekki lengi að átta mig á að þarna fór magnaður persónuleiki. Lifandi, fyndinn, skemmtilegur og umhyggjusamur maður, sem bjó um leið að dýpri þjáningu en flestir þurfa nokkru sinni að kynnast. Hann var þýskur gyðingur að uppruna, hafði misst nær alla fjölskyldu sína í helför- inni, en sjálfur lifað hana af á átak- anlegan hátt. Ég féll fyrir honum og sat límd í litlu stofunni hans tímunum saman. Hann hafði á yngri árum stúderað heimspeki með Heidegger og viðraði ýmsar hugmyndir, talaði jafnvel við mig á reiprennandi sænsku og sagði mér frá sagnfræðiverki sem hann væri að reyna að leggja lokahönd á – þótt hrakandi heilsa gerði honum að- eins erfiðara fyrir að skrifa en skyldi. Eftir hann höfðu áður komið út rit og honum var í mun að ná að ljúka þess- ari síðustu bók sinni. Í henni var hann að fjalla um stöðu flóttamanna og gagnrýna með margþættum hætti þá litlu umfjöllun sem honum fannst flóttamenn við hinar ömurlegustu að- stæður fá í raunum heimsins. Það á ekki bara að tala um milljónirnar sem eru myrtar í þjóðarmorðum, sagði hann, heldur líka milljónirnar sem um leið eru gerðar fjölskyldulausar, heimilislausar, landlausar, kærleiks- lausar, allslausar. Við sem eftir lifum, hvaða líf bíður okkar? Nokkru eftir síðari heimsókn mína til hans, þar sem ég var stödd í ann- arri borg í öðru landi, fékk ég þær fréttir að hann hefði fundist látinn á heimili sínu. Hann hefði verið búinn að liggja þar aleinn í einhverja daga áður en nágranni vitjaði hans. Síðar kom í ljós að handritinu að hans síð- asta verki, ásamt ýmsu öðru á heimili hans, hefði fyrir gáleysi verið hent á haugana þegar íbúðin var hreinsuð og aðeins því „markverðasta“ og „verð- mætasta“ haldið til haga. Sá sem gekk í gegnum einar mestu hörmungar og grimmdarverk mann- kynssögunnar, og komst lífs af við ill- an leik, dó að lokum einn og yfirgef- inn í stórborginni. Sögu hans og sýn var hent á haugana, harmleikurinn var endurtekinn. Mér finnst þessi saga varpa nokkru ljósi á þá grimmd sem býr í okkar nú- tíma, beint fyrir framan nefið á okk- ur. Ekki bara í fjarlægum álfum eða á hrjáðum stríðssvæðum, heldur hér mitt á meðal okkar. Sá nútími lýsir sér á stundum ekki bara í beinu of- beldi, heldur í grófu afskipta- og um- hyggjuleysi okkar sem eigum allt til alls – okkar sem til dæmis horfum aftur upp á æ fleiri landa okkar í kröggum leita hjálpar hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands og Mæðrastyrks- nefnd. Við tölum um það á aðventu hvernig örbirgðin eykst í miðri vel- megun, við endurtökum endurtekn- inguna. Mikið hljótum við öll að vona að allt þurfi ekki alltaf að endurtaka sig, að einhver jólin einhvern tímann í fram- tíðinni verði sagt: þessi jólin voru öðruvísi en hin. Nú leita færri hjálpar en ekki fleiri, nú er eymdin á und- anhaldi en ekki í uppgangi, nú drekka færri en ekki fleiri, nú kvíða færri en ekki fleiri, og viti menn, þessi jól dó enginn einn. Sagan þarf ekki alltaf að endurtaka sig. Endurtekningin » Sá sem gekk í gegnumeinar mestu hörm- ungar og grimmdarverk mannkynssögunnar, og komst lífs af við illan leik, dó að lokum einn og yfir- gefinn í stórborginni. Sögu hans og sýn var hent á haugana, harmleikurinn var endurtekinn. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir PISTILL Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ALLTOF algengt er að hönnuðir og byggingaverktakar virði ekki byggingastaðal um að heitt vatn á heimilum geti ekki orðið heitara en 65°C. Staðallinn gekk í gildi ár- ið 2003 en Magnús Sædal, bygg- ingafulltrúi í Reykjavík, segir að svo virðist sem hann hafi farið fram hjá mörgum, bæði þeim sem hanna og byggja hús og þeim sem sjá um eftirlit með þessum aðilum. „Núna er verið að herða á því að menn fylgi þessu eftir enda er þetta dauðans alvara,“ segir hann. Ekki er ofsagt hjá Magnúsi að heita vatnið, aðalvarmagjafi Ís- lendinga, sé dauðans alvara og er skemmst að minnast fatlaðs manns sem lést í sumar eftir að hann hafði skaðbrennst í sturtu á heimili sínu í Hátúni í Reykjavík. Alvarleg slys eru mun fleiri eins og rakið er á vefnum www.still- umhitann.is. Skýrari ákvæði í staðli Á Íslandi er algengt að vatn úr heitum krönum sé 70-75°C heitt en sums staðar er það enn heitara, jafnvel 90°C. Í umræddum bygg- ingastaðli, ÍST 67:2003 er hins vegar krafa um að vatnið sé ekki heitara en 65°C á töppunarstað (krönum) á heimilum. Bygginga- reglugerðin er hins vegar ekki eins afdráttarlaus, a.m.k. ekki er varðar heimili. Í reglugerðinni segir að hanna skuli neysluvatns- kerfi þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda og að vatnshitastig í böðum skuli ekki vera svo hátt að hætta sé á húð- bruna við töppunarstaði í steypi- böðum og baðkerum. Skýrari ákvæði gilda um op- inbera baðstaði en í reglugerðinni segir að tryggt skuli að vatn verði ekki heitara en 60°C. Þá er mælt með því að hitastýrð blönd- unartæki séu notuð til þess að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hót- elum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum. Magnús Sædal segir að þar sem í reglugerðinni sé tekið fram að staðallinn gildi hér á landi, þá gildi ákvæði staðalsins undantekn- ingalaust. „Þú átt ekki að geta komist fram hjá því að nota eitt- hvað annað en þennan staðal,“ segir hann. Þetta eigi hönnuðir og byggjendur að vita, það sé fyrst og síðast á þeirra ábyrgð að fara eftir reglunum. Kikna í hnjáliðunum Staðallinn tók gildi árið 2003 og nú fjórum árum síðar er, að sögn Magnúsar, alltof algengt að ekki sé farið eftir honum. Algengt er að hitastýrð blöndunartæki séu sett í baðherbergi en ekki í eldhús og þvottahús, líkt og krafa er um. Í sumar sendi Magnús ásamt 13 öðrum byggingafulltrúm á Suð- vesturlandi bréf til hönnuða, bygg- ingafyrirtækja og fleiri þar sem minnt er á staðalinn og tekið fram að framvegis fái hús ekki loka- úttekt nema ákvæði hans séu virt að þessu leyti. Spurður hvers vegna staðlinum hafi ekki verið fylgt eftir frá árinu 2003 segir Magnús að það sé of algengt að töluverður tími líði frá því nýjar reglur taka gildi og þar til þær verða virkar. „Það er veikleiki í kerfinu,“ segir Magnús. Meg- inástæðan sé hið mikla vinnuálag sem sé bæði á hönnuðum og þeim sem hafa eftirlit með þeim. Ástæðan fyrir því að bygginga- fulltrúarnir tóku við sér einmitt nú er átakið Stillum hitann og þá sér- staklega fyrirlestrar Jens Kjart- anssonar, yfirlæknis á lýta- lækningadeild Landspítalans. „Þegar maður sá myndirnar af fólki og heyrði hver kostnaður er við þetta, fyrir utan allar þjáning- arnar, þá rann manni kalt vatn milli skinns og hörunds.“ segir Magnús. „Menn kiknuðu í hnjálið- unum.“ Þá minnir Magnús á að eig- endur eldri húsa verði líka að sjá til þess að heita vatnið verði ekki of heitt og sömuleiðis að huga að viðhaldi á blöndunartækjum. Byggingafulltrúar herða á eftirliti með að vatn í húsum sé ekki heitara en 65°C Of margir fylgja ekki reglum Viðkvæm Ung börn eru í sérstakri hættu á að brennast. Bæði vegna þess að þau bregðast seinna við og húð þeirra er viðkvæmari. Heitt vatn Þetta barn hlaut alvarlega áverka í andliti af völdum heits vatns. Læknismeðferð bar góðan árangur, þótt áverkarnir hafi ekki horfið. Í HNOTSKURN »Engin nauðsyn er á því aðvatn á heimilum sé heitara en 60°-65°C en það má ekki vera kaldara en 50-55°C. » Hægt að kæla heita vatniðvið inntak í hús. Stundum er það ekki hægt og þá má setja sérstaka hitastilla við hvert og eitt blöndunartæki. » Dræmar undirtektir hafaverið við námskeiði um regl- ur um heitt vatn sem Orkuveita Reykjavíkur stendur fyrir. JENS Kjartansson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítala í Fossvogi, segir að alvarlegum brunaslysum af völdum heits vatns hafi fækkað umtalsvert frá því átakinu Stillum hitann var ýtt úr vör sl. vor. „Það er greinilegur munur, það er tilfinning okkar sem vinnum hérna,“ segir hann. Jens hefur varað mjög við að hleypa of heitu vatni inn í neyslu- vatnslagnir enda ekki að furða, inn á brunadeild Landspítala hafa venjulega komið 5-6 einstaklingar með alvarlega brunaáverka af völd- um heits vatns. Börnum, gamalmennum og veik- burða fólki er hættast við bruna- slysum af völdum heits vatns. Á vefnum stillumhitann.is kemur fram að sá sem lendir í 80°C heitu vatni er þegar í stað kominn með þriðja stigs bruna. Barn hefur hálfa sekúndu til að forða sér undan heitu vatni og fullorðinn maður eina sekúndu. Þegar komið er nið- ur í 50°C hefur barn 21⁄2 mínútu til að forða sér en fullorðinn maður fimm mínútur. Átakið hefur haft áhrif SÖLUMENN Tengis, sem er um- svifamikið í sölu á blöndunar- tækjum, vara viðskiptavini ein- dregið við að kaupa svokölluð tveggja handa blöndunartæki fyr- ir baðkar og sturtu, þ.e. tæki sem hafa tvo krana, annan fyrir heitt vatn og hinn fyrir kalt. Á þessu ári hefur verslunin selt 14 slík tæki en mörg hundruð tæki með hitastilli og öryggisrofa. Magnús Hjaltason, sölustjóri Tengis, segir að sölumenn versl- unarinnar séu allir samstiga um að ráða fólki frá því að kaupa tveggja handa tæki, hvort sem er fyrir baðkar, sturtu, handlaugar eða eldhúsvask og er ástæðan sú að meiri hætta er á brunaslysum. Algengast er að tveggja handa tæki séu notuð við þvotta- húsvaska. Með hitastýringu, t.d. við inntak heita vatnsins, er hægt að tryggja að vatnið verði ekki of heitt. Fá að vita um hættuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.