Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 49 svo lánsamar að eiga margar góðar minningar af heimsóknum til ömmu og afa í Eyjum þar sem dekrað hefur verið við þær. Dóra hafði vissulega gaman af því að spilla barnabörnun- um pínulítið og gefa þeim t.d. súkku- laðirúsínur í morgunmat eða jafnvel að prófa að gefa þriggja mánaða dótt- ur minni sleikjó, foreldrunum ekki til mikillar ánægju þá, en það var stutt í stríðni og glettni hjá henni og húm- orinn oft á tíðum kaldhæðinn. Aldrei kom maður til Dóru öðruvísi en að það biði manns hlaðborð af kök- um eða heitum skonsum og það verð- ur skrýtið að venjast því að geta ekki bjallað í hana þegar það vantar upp- skrift, ráð við baksturinn eða bara að spjalla um það sem liggur á hjarta. Ég hef sagt það áður án þess þó að lasta aðra að Dóra var duglegasa og ósérhlífnasta manneskja sem ég hef kynnst og var alveg sama hversu mik- ið var að gera hjá henni í vinnu eða hversu margir gestir voru á heimilinu að alltaf tók hún öllu með ró og spekt og vakti þá bara fram eftir nóttu til að klára verkefnin sem oft voru ansi mörg hjá henni. Hún sýndi það enn og afur í veikindum sínum hversu mikil baráttumanneskja hún var en hún tók því sem höndum bar með miklu jafnaðargeði. Það er mikill missir fyrir okkur öll að fá ekki að hafa hana hjá okkur lengur en við geymum minningar um yndislega móður, tengdamóður og ömmu um ókomna tíð. Guð geymi hana. Anna. Elsku amma. Við fjölskyldan á Strembugötunni viljum fá að kveðja hana ömmu með nokkrum orðum. Alltaf var jafn gott að koma til þín á Heiðarveginn þar sem við fengum bæði andlega og líkamlega næringu enda varstu frábær kokkur, vel lesin og alltaf voru til súkkulaðirúsínur í nammiskápnum eða íspinni í frystin- um. Mikið varstu ráðagóð og hvort sem vandamálið var upplýsingaöflun í skólaritgerð eða hversdagslegir hlut- ir þá leystir þú það alltaf hratt og fumlaust. Þú varst dugnaðarforkur í hverju því sem þú tókst þér fyrir hendur og í mörg ár rakstu Bókabúð- ina með glæsibrag. Alltaf var jafn skemmtilegt að koma þar inn til að lesa nýjustu Andrésblöðin eða fletta Tinnabókunum á meðan mamma sat hjá þér í kaffi inni á skrifstofu. Það átti vel við þig að vinna í bókabúð því eitt af þínum helstu áhugamálum var lestur góðra bóka og bera bókahill- urnar á Heiðarveginum því glöggt merki. Um síðustu áramót fórum við fjöl- skyldan saman í siglingu um Karab- íska hafið. Þá sá maður svo vel hvaða mann þú hafðir að geyma, því þótt þú værir orðin mjög veik, þá tókstu full- an þátt í öllu og vildir alls ekki að heilsa þín hindraði okkar plön. Þetta var dýrmætur tími sem við munum geyma ásamt öllum hinum góðu minningunum í hjarta okkar. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Takk fyrir allt, elsku amma. Fjölskyldan Strembugötu. Elsku amma. Það er margt fallegt sem kemur í hugann þegar ég hugsa til þín, hvað þú varst dugleg og örlát en fyrst og fremst hvað þú varst góð við alla þá sem þú elskaðir. Þú varst ótrúlega sterk kona og sýndir það og sannaðir í veikindum þínum, þú vildir aldrei láta hafa neitt fyrir þér og vildir hvorki aðstoð né vorkunn. Þú leyfðir okkur aldrei að sjá hversu veik þú varst í raun og veru og þú barðist einsog hetja til síðasta dags. Þú skilur eftir þig fjölskyldu og vini sem munu ávallt minnast þín með ást og virðingu. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú varst. Bjarni. Elsku amma mín. Það er svo sárt að kveðja þig. Það er svo sárt að geta ekki lengur tekið upp símann og rabbað við þig um lífið og tilveruna. En ég mun fara með bæn á kvöldin og hvísla til þín því sem mér liggur á hjarta, því ég veit að þú munt alltaf hlusta á mig. Fallegi hláturinn þinn ómar í eyr- unum á mér, sögurnar þínar voru skemmtilegastar, ótrúlegu smáatrið- in sem fylgdu, litirnir og tilfinningin sem þú gafst með í frásögnum þínum fengu mig alltaf til að finnast ég hafa upplifað þetta allt með þér. Okkar ást á ljóðum áttum við sam- eiginlega, þú gafst mér ljóðabók eftir Einar Benediktsson sem er dýrmæt- asta gjöf sem ég hef fengið. Húmorinn þinn var svo einstakur, þú varst svo skemmtileg. Samlokurnar í grillinu voru bestar hjá þér. Ella Fitzgerald, Louis Arms- trong, Boxið, Bókabúðin, svuntan þín sem ég saumaði handa þér. „Dótla mín“ sagðirðu alltaf við mig, ljóðin, gamli Lancerinn, fallega brosið þitt. Ég minnist þín í svo mörgu, elsku besta amma mín. Þú verður með mér í hverju skrefi sem ég á ótekið í mínu lífi. Ég mun leita til þín og geyma þig og elska í hjarta mínu þangað til við hittumst aftur. Takk fyrir að hafa verið þú. Þín Dóra Dúna. Elsku amma Dóra Þessi skref eru þung. Þú sem einn af mínum stóru stólpum ert fallin frá, en allt sem þú hefur kennt mér er ég að reyna að nýta mér á þessum erfiðu tímum. Ég hef mætt til þín nær dag- lega allt mitt líf og alltaf hefur þú haft tíma til að sinna mér og mínum og er ég þér mjög þakklát fyrir það. Þegar ég var lítil þá var stundum ósætti á loftinu hjá okkur Imbu og Hinna en ég vissi að ef ég gréti nógu hátt þá kæmir þú upp til að hugga mig. Þú hefur alltaf verið besti hugg- arinn minn, bæði í gleði og sorg, og þegar ég meiddi mig og þurfti að fara til læknis, sem gerðist nú nokkuð oft, þá vildi ég helst hafa þig líka með því þú varst alltaf svo góð í að láta mér líða betur. Sem betur fer á ég marga góða að núna sem vinna í því að láta mér líða betur en þitt skarð er erfitt að fylla. Að hafa fengið að vera svona mikið með ykkur afa hefur reynst mér góð gjöf út í lífið og mun ég reyna að kenna afkomendum mínum það sem þið hafið kennt mér. Þegar for- eldrar mínir fluttust til útlanda og ég fluttist til ykkar þá var oft glatt á hjalla. Afi að syngja í eldhúsinu og þú að hlaupa á milli hæða til að nýta tím- ann sem best, settir kartöflurnar und- ir og eldaðir matinn á milli þessi sem þú tókst saman sölu dagsins úr Bóka- búðinni. Á kvöldin fórum við oft sam- an niður í búð að taka upp vörur og koma þeim fyrir. Desembermánuður var okkar tími því þá var verið að vinna niðri langt fram eftir kvöldi og mikið spjallað. Eftir að ég flutti aftur heim til Eyja eftir að hafa menntað mig og stofnaði mína fjölskyldu hefur varla liðið sá dagur að við værum ekki í samskipt- um. Synir mínir hafa heimsótt ykkur afa 4-5 sinnum í viku síðan þeir fædd- ust og hafa þessar stundir við eldhús- borðið á Heiðó alltaf verið ómissandi í hversdagslífi okkar. Það hefur ávallt verið mér mikill heiður að fá að heita sama nafni og þú, elsku amma Dóra og vonandi á ég eftir að reynast mínum afkomendum jafn vel og þú hefur reynst þínum. Núna á enginn framar eftir að ruglast á okkur í síma en þegar það gerðist sagði ég alltaf ,,Nei þetta er vitlaus Dóra“. Að þessu svari mínu gátum við alltaf hlegið. Allar þær minningar sem ég á um þig, elsku amma, eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Amma, þú veist að ég mun reyna að sinna honum afa sem best ég get og verðum við í sameiningu dugleg að segja strákunum mínum frá ömmu Dóru. Hvíl í friði, Dóra Björk (Dottla). Elsku amma mín. Þá er víst komið að því að kveðja þig. Þar sem ég bý erlendis hef ég þurft að kveðja þig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en alltaf lifað í þeirri von að fá að hitta þig aftur þrátt fyrir veikindi þín. Svo verður ekki nú. Í þessum miklu veikindum sem þú hefur þurft að þola hefur þú alltaf verið ótrúlega sterk. Þegar við frétt- um að það væri ekki lengur hægt að hjálpa þér vildum við ekki trúa því en þú sagðir við okkur að Guð myndi aldrei leggja meira á okkur en við þyldum og þetta myndi gera okkur að sterkari manneskjum. Þú sagðir að þú myndir síðan taka á móti okkur með nýbakaðar kleinur. Þetta hef ég núna í huga í hvert skipti sem ég fer upp í flugvél. Ef eitthvað kemur fyrir þá tekur þú á móti mér. Það má með sanni segja að þú hafir verið klár kona og voru það því ófá skiptin sem ég leitaði til þín til að fá hjálp við að skilja ljóð úr Eddu-kvæð- um, til að leiðrétta ritgerðir eða bara til þess að fá einfalda uppskrift, það er að segja í eitt af þeim fáu skiptum sem ég hef látið sjá mig í eldhúsinu. Þar sem við systkinin bjuggum er- lendis, þegar við vorum yngri, höfð- um við ekki jafn oft tækifæri til að umgangast ykkur afa og við hefðum kosið en eftir að við fluttum aftur til Íslands finnst mér við hafa orðið mun nánari ykkur en við vorum. Svo eftir að þú veiktist voru þið afi mikið í Reykjavík og gistuð hjá mömmu og pabba. Þetta gaf okkur meiri tíma með ykkur. Fyrir þær stundir er ég afar þakklát. Ég kveð þig því núna, amma mín, með söknuð í hjarta en um leið þakka ég fyrir að hafa átt svona frábæra og góða ömmu. Þín, Sara Pálsdóttir. Elsku Dóra. Hjartans þakkir fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú fórst of fljótt og skyndilega frá okkur. Sökn- uðurinn er mikill fyrir okkur og alla fjölskylduna. Þú varst ákaflega trygglynd og góður vinur, blátt áfram, jarðbundin og víðsýn kona. Það var lærdómsríkt að fylgjast með þér og þinni fjölskyldu þegar þú háðir þína lokabaráttu. Kom þá ber- lega í ljós samheldnin sem þú hafðir byggt upp á þínum búskaparárum, eiginmaðurinn, börnin og barnabörn- in öll sem einn klettur þér við hlið, allt til loka. Ekki lést þú veikindin stoppa þig í því sem þú ætlaði þér og aldrei heyrði maður þig kvarta. Minnisstætt er þegar við heimsótt- um ykkur hjónin í sumarbústaðinn sem þú hafðir tekið ástfóstri við, en naust allt of lítils. Þar fann maður fyr- ir hlýjunni sem þú varst svo rík af en flaggaðir ekki of mikið. Þegar þú fórst ítrekað á sjúkrahús- ið í haust, fór mig að gruna að dvöl þín meðal okkar væri að styttast og jólin yrðu þér fjarri. Enda fór það svo að 26. nóvember sl. kvaddir þú þetta líf eftir harða baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem lagði þig að velli. Ég mun sakna þín, kæra mágkona. Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýjasundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ) Elsku Bjarni, Silla, Guðmunda, Sighvatur, Ingibjörg, Hinrik, Dóra Björk og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín mágkona, Adda. Í dag kveðjum við elskulegu frænku okkar Dóru sem við munum sárt sakna. Við biðjum Guð að styrkja fjöl- skyldu hennar á þessari erfiðu stundu. Elsku Dóra, nú ertu farin fyrir fullt og allt. Vitum við að aðrar og meiri dyr standa þér opnar og þar mun verða tekið vel á móti þér. Og með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þínar frænkur Þórunn, Harpa, Dröfn og Guðlaug. Við vissum um veikindi Dóru, en þó brá okkur þegar okkur var tilkynnt andlát hennar og sorgin helltist yfir okkur. Ég kynntist Bjarna og Dóru, þegar við Bjarni vorum í Stýrimannaskól- anum 1953-54. Heima í Eyjum vissi ég auðvitað hver þau voru, en þekkti þau lítið. Það höfðu sjaldan verið jafn margir nemendur úr Eyjum í skól- anum og þennan vetur. Bjarni og Dóra höfðu leigt sér herbergi niðri í miðbæ og það var venja hjá okkur Eyjamönnum, að þegar við fórum í bæinn var oftast komið við hjá þeim. Það var oft lítill tími hjá Bjarna í heimanáminu, en alltaf tók Dóra okk- ur vel. Eftir að við Bogga giftum okkur, endurnýjaðist vinátta okkar. Við fór- um margar ferðir saman til sólar- landa og ég hef ekki orðið tölu á öllum þeim sumarbústaðaferðum, þar sem við vorum saman á sumrin og leið ákaflega vel með þeim og við gátum ekki hugsað okkur betri ferðafélaga. Undanfarin ár höfum við oftast komið til Eyja í nokkra daga á sumrin og það eigum við þeim að þakka. Þau buðu okkur að vera í V-Þorlaugar- gerði, en það er hús suður á Eyju (fyrir ofan hraun), sem þau keyptu fyrir nokkrum árum og þar leið okkur ákaflega vel. Að eiga vini eins og Dóru og Bjarna er mikil gæfa og við geymum minningarnar í hjörtum okkar. Við kveðjum Dóru með söknuði og biðjum almættið að styðja Bjarna og fjölskyldu í sorg þeirra. Vilborg og Stefán. Vinkonu minni og velgjörðarmanni Dóru Guðlaugsdóttur kynntist ég um leið og samstarf og okkar Bjarna, eig- inmanns hennar, hófst fyrir einum 30 árum. Einnig var ég nágranni þeirra á Heiðarveginum um tíma. Mann- gæska Dóru var mikil og ávallt tók þessi ágæta vinkona mér vel, sama hvort ég hringdi eða kom. Dóra var hlý kona og gefandi og þess naut ég ómælt þegar brimskaflar og brotsjóir dundu á í mínu lífi. Þegar flestir voru hvergi, fáir nefndu nafnið mitt og enn færri töluðu við mig, heilsaði Dóra mér ávallt, með þessum orðum, sæll Gísli minn, takk fyrir að hringja, Gísli minn. Það gaf oft vonarneista til að klára næsta dag eða næstu klukku- stund. Þegar ég svo greindist með ill- kynja sjúkdóm kom Dóra ásamt Bjarna í heimsókn til mín, ég reyndi að bera mig vel en Dóra sá af sinni næmi og hlýju að ég var að bogna, stóð upp og faðmaði mig, orð voru óþörf, hlýja Dóru og umhyggja sögðu allt. Stuðningur Dóru og Bjarna var mér ómetanlegur og hefur ekki annað fólk mér óskylt reynst mér betur á lífsleiðinni. Á kveðjustund þakka ég vináttu og hjálpsemi í minn garð. Dóra átti sjálf í erfiðri baráttu við sjúkdóm sem gaf engin grið en tók á móti af kjarki og þeirri reisn sem ein- kenndi alla hennar framgöngu í lífinu. Hetjuleg barátta Dóru við erfiðan sjúkdóm er öðrum til eftirbreytni. Fleiri orð eru óþörf til að lýsa manngæsku Dóru, dugnaði og hetju- lund. Elsku Bjarni, ég get því miður fátt gert til að létta þér róðurinn á þessari sorgarstundu en bið algóðan Guð að leiða þig, börnin og barnabörnin. Blessuð sé minning velgjörðar- manns míns Dóru Guðlaugsdóttur. Gísli Ásmundsson. Trúðu á tvennt í heimi. Tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi. Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson) Þessa vísu skrifaði Dóra í minn- ingabók mína frá Versló en þar kynntumst við 14 ára gamlar. Ég trúi að Guð sendi fólk og að hann hafi sent mér Dóru. Í 58 ár hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar. Við vorum ekki alltaf sammála, stríddum hvor annarri á skólaárunum og vorum stundum í fýlu fram að hádegi, en lengra náði það aldrei. Seinna þegar Dóra kynntist Bjarna mátti hann þola það að hafa mig í eftirdragi og enn seinna son minn Felix. Á erfiðustu stundum lífs míns flúði ég til Dóru. Fyrsta skiptið sem ég kom til Vest- mannaeyja var það daginn eftir jarð- arför föður míns. Dóra, foreldrar hennar og systkini gerðu allt til að létta mér lífið. Dóra var svo margt, stórbrotin kona, greind og skemmtileg. En fyrst og síðast var hún eiginkona, amma, langamma og Vestmannaeyingur. Í Eyjum vildi hún lifa og deyja. Hún setti sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti, Bjarni og börnin höfðu alltaf forgang. Börn hennar voru öll í Versló þar sem ég hafði annað augað á þeim. Ingi- björg, yngsta dóttir hennar, bjó hjá mér einn vetur, mér til mikillar ánægju. Felix, sonur minn, var í Eyj- um og vann og bjó hjá Dóru og Bjarna. Ég veit að honum þótti óend- anlega vænt um Dóru. Vinátta okkar Dóru gengur í erfðir. Börnin okkar þekkjast. Áslaug sonardóttir mín og Arna Sif dótturdóttir Dóru eru vin- konur. Þær ætla sér að slá „vinkon- umet“ okkar Dóru. Þegar ég fór til Eyja að kveðja Dóru grétum við ekki. Dóra kvaddi mig með einu orði; „sjáumst“. Skólafélagar okkar „VÍ 1953“ votta Dóru virðingu sína og senda Bjarna og fjölskyldunni sam- úðarkveðjur. Elsku Bjarni, við Felix, Þórunn Helga og Áslaug sendum þér, Sillu, Guðmundu, Sighvati, Ingibjörgu, Hinriki, tengdabörnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum samúð okkar og vináttu. Dóru þakka ég langa samfylgd og kveð hana eins og hún kvaddi mig; sjáumst. Þórunn H. Felixdóttir.  Fleiri minningargreinar um Dóru Guðlaugsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGFÚSSON, Stafholtsey, lést á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 5. desember. Sigríður Blöndal, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.