Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 37
Niðurstöður PISA 2006 kalla á umræður og endurmat Niðurstöður alþjóðlegrarsamanburðarrannsóknarsem Ísland tók þátt í árið2006 (PISA) eru um margt vonbrigði. PISA er stærsta sam- anburðarrannsóknin á frammistöðu mennta- kerfa í heiminum en í rannsókninni er könnuð kunnátta 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði í 57 löndum. Þessi könnun var einnig lögð fyrir árin 2000 og 2003. Námsmats- stofnun sá um fram- kvæmd rannsóknarinnar á Íslandi og tóku allir grunnskólar og velflestir nemendur 10. bekkjar þátt í henni. Staða Íslands miðað við aðrar þjóðir hefur versnað milli ár- anna 2000 og 2006, mest í lesskilningi en minnst í stærðfræði. Í náttúrufræði og lesskilningi lendir Ísland rétt fyrir neðan meðaltal OECD en í stærðfræði rétt fyrir ofan meðaltal OECD. Grunnskóli í örri þróun Allt frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskóla árið 1996 hafa sveitarfélögin, ríkið og kenn- arasamtökin tekið höndum saman um að byggja upp öflugt skólakerfi. Fjár- veitingar opinberra aðila hafa stór- aukist á þessu tímabili, ekki síst á veg- um sveitarfélaga. Nú eru allir skólar einsetnir, námskrár hafa verið endur- skoðaðar, kennurum hefur fjölgað um- talsvert, nýtt námsefni hefur séð dagsins ljós og stoðþjónusta hefur verið aukin verulega, þar með talin að- stoð við þá sem standa höllum fæti í skólakerfinu. Allt hefur þetta verið gert til að bæta aðstæður í skólum og skapa forsendur fyrir öflugu skóla- starfi þar sem nemendum er gefinn kostur á að þroska hæfileika sína eins og best verður á kosið. Í ljósi fyrrgreindra aðgerða er ár- angurinn í PISA 2006 að mínu mati engan veginn ásættanlegur. Þá er sama hvort horft er á frammistöðu nemenda á prófunum eða stöðu Ís- lands í samanburði við önnur lönd. Við þetta má svo bæta að ef við berum okkur saman við önnur lönd þá fjölgar þeim löndum sem ná betri árangri en við. Þótt þessar niðurstöður séu í heild sinni áhyggjuefni þá hef ég sérstakar áhyggjur af lesskilningi nemenda okk- ar. Þar erum við að dragast mest aftur úr öðrum löndum. Árið 2000 náðu átta lönd betri árangri en við á lestrarpróf- inu en árið 2006 var þessi tala komin upp í 15. Þá eru það einnig vonbrigði að sjá að í náttúrufræði og lestri hefur íslenskum nemendum fjölgað í lægstu getuhópunum en fækkað í þeim efstu. Við skulum þó varast alhæfingar því niðurstöðurnar eru ekki einsleitar. Það er t.d. athyglisvert að sjá að dreg- ið hefur úr þeim mun sem var á frammistöðu drengja og einnig vakti það athygli mína hversu miklar fram- farir hafa orðið í árangri nemenda á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Ég hvet kennara og skólayfirvöld um land allt og ekki síður foreldra, að kynna sér niðurstöðurnar. Íslensku PISA-skýrsluna má nálgast á vef menntamálaráðuneytisins og vef Námsmatsstofnunar. Engin allsherjarlausn til Það er ljóst að það er engin ein skýring á þessari útkomu og því engin allsherjarlausn til. PISA-rannsóknin veitir ein og sér ekki óyggjandi vís- bendingar um orsakaþætti náms- árangurs en við teljum okkur vita með nokkurri vissu að kennsluhættir, tími sem varið er til kennslu einstakra greina, menntun kennara og ýmislegt annað skiptir máli í þessu sambandi. Við munum fara vandlega yfir þá þætti sem að okkur snúa og er ég þá ekki síst að hugsa um aðalnámskrána, viðmiðunarstundaskrána, kenn- aramenntunina og svo almennt eftirlit með skólakerfinu. Við þurfum t.d. að velta því fyrir okkur hvort íslensku- kennsla og kennsla í náttúrufræði- greinum hafi viðunandi sess í viðmið- unarnámskránni. Í kjölfar alþjóðlegu stærð- fræðikönnunarinnar TIMSS árið 1995 var tími til stærðfræðikennslu aukinn í viðmiðunarstundaskrá og það er ein- mitt í stærðfræði sem við virðumst halda okkar hlut, þótt einnig þurfi að bæta árangurinn þar. Les- skilningur er hins veg- ar slík undir- stöðuhæfni í öllu námi, eins og sést á sterku sambandi lesskilnings og frammistöðu í nátt- úrufræði, að við verð- um að leita leiða til að efla og styðja lestr- arkennslu. Það er mjög alvarlegt ef sá hópur sem ekki nær viðunandi árangri í lestri fer stækkandi eins og niðurstöður PISA rannsókn- arinnar gefa til kynna. Ekki má þó gleyma að börn verja einungis hluta úr degi í skólanum og miklu máli skiptir hvað gerist utan skólatíma. Því er áhyggjuefni að vís- bendingar eru um að frístundalestur barna sé stöðugt að minnka. Hér verða heimilin að taka sér tak ekki síð- ur en skólarnir. Þótt þessar niðurstöður gefi okkur tilefni til að skoða skólastarfið í ljósi nýrra upplýsinga vil ég leggja áherslu á að nú þegar eru ýmis verkefni í gangi á vegum ráðuneytisins sem miða að því að efla menntun íslenskra ungmenna og gera hana samkeppn- ishæfari í alþjóðlegu samhengi. Eitt slík verkefni snýr sérstaklega að nem- endum sem eiga í erfiðleikum með lestur. Nefnd sem ég skipaði í lok árs 2006 og skilaði skýrslu síðastliðið vor setti fram tillögur sem miða að því að bæta stöðu nemenda með lestrarerf- iðleika. Á grundvelli tillagna nefnd- arinnar er nú unnið að því í ráðuneyt- inu að hrinda í framkvæmd verkefnum sem ætlað er að bæta stöðu nemenda með lestrarerfiðleika. Meðal annars er unnið að breytingum á samræmdum prófum í 4. bekk þannig að þau nýtist betur til að skima fyrir lestrarvanda. Þá opnaði ég nýlega heimasíðu sem Kennaraháskóli Íslands hefur sett saman með upplýsingum um lestur fyrir nemendur, foreldra og kennara. Efling kennaramenntunar En síðast en ekki síst lagði ég ný- lega fram á Alþingi frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla, framhalds- skóla og menntun og ráðningu kenn- ara. Með frumvörpunum er í fyrsta skipti orðin til heildstæð stefnumörk- un um nám og kennslu allt frá leik- skóla til háskóla. Á öllum skólastigum verður lögð áhersla á að fylgt verði al- þjóðlegum viðmiðum um þekkingu og færni og komið verði til móts við ólíkar þarfir nemenda. Ég bind ekki síst miklar vonir við eflingu kennaranámsins og tel að hún muni skila sér í öflugri kenn- aramenntun og betri kennslu í skól- um. Breytingin gefur kennaramennt- unarstofnunum m.a. tækifæri til að efla menntun kennara í faggreinum, s.s. í náttúrufræðigreinum, en nýleg úttekt ráðuneytisins leiddi í ljós að innan við helmingur grunnskólakenn- ara sem kenna náttúrufræði í 8.-10. bekk hefur sérmenntun á því sviði. Slíkar spurningar verða teknar til gaumgæfilegrar skoðunar í ráðuneyt- inu á næstunni því samkvæmt frum- varpi mínu um kennaramenntun er gert ráð fyrir því að ráðherra setji reglugerð þar sem inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakenn- ara verður nánar skilgreind með tilliti til lágmarkskrafna um vægi kennslu- og uppeldisfræða og vægi faggreina. Það mikla sjálfstæði sem sveit- arfélög og íslenskir skólar njóta í starfi sínu krefst þess að ráðuneytið standi fyrir markvissri upplýs- ingaöflun um skólastarf, úttektum og rannsóknum og það er ástæðan fyrir því að í fyrrgreindum frumvörpum er reynt að skerpa á ýmsum ákvæðum um mat á skólastarfi. Frumvörpin kveða á um skyldu ráðherra til að leggja fram þriggja ára áætlun um út- tektir og mat á öllum skólastigum ásamt því að skilgreina þær upplýs- ingar sem skólar og rekstraraðilar skóla þurfa að standa skil á. Sveit- arfélög eiga jafnframt að móta al- menna skólastefnu og bera aukna ábyrgð á mati á skólastarfi í leik- og grunnskólum. Í dag vitum við einfald- lega of lítið um innra starf skólanna. Við þurfum að leita svara við því hvers vegna íslensk 10 og 11 ára börn standa sig betur í alþjóðlegum lestrarkönn- unum en íslenskir 15 ára unglingar. Getur verið að við hættum markvissri lestrar- og lesskilningskennslu of snemma? Hvað um eftirfylgni í öðrum námsgreinum? PISA-rannsóknin bendir til þess að verklegar athuganir í náttúrufræðitímum, virk samskipti nemenda og svigrúm til að rannsaka sé minna hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Það er alveg ljóst að við þurfum að afla frekari vitneskju um kennsluhætti í skólum og innihald kennslu. Mikilvægi rannsókna og þróunar Í mínum huga gegna rannsóknir og þróun lykilhlutverki í skólaumbótum. Sagan sýnir okkur að stór og kostn- aðarsöm átaksverkefni sem farið er út í án nægjanlegs undirbúnings fjara oftast út án þess að skilja eftir sig var- anleg áhrif í skólastarfinu. Nú þegar verjum við töluverðu fé til mennta- rannsókna og þróunarstarf í skólum. og ég hef fullan hug á því að finna leið- ir til að efla það enn frekar. Nefna má nýtt ákvæði í frumvörpunum um að stofnaður verði sameiginlegur sprota- sjóður fyrir þróunarstarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Auk þess þarf að efla endurmenntun kennara í samvinnu við sveitarfélög og kenn- arasamtök. Í þessum anda ákvað ég fyrr á þessu ári að Ísland tæki þátt í alþjóðlegri könnum á starfsumhverfi kennara sem lögð verður fyrir á vor- mánuðum. Í könnuninni, sem einnig fer fram á vegum OECD, verður aflað gagna um aðstæður, viðhorf, skoðanir, endurmenntun og kennsluaðferðir í grunnskólum. Það er von mín að þessi könnun verði ein af fjölmörgum út- tektum sem auka mun þekkingu okkar og skilning á innra starf skóla á Ís- landi á næstu árum. Ég lít ekki svo á að PISA-niðurstöð- urnar séu áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu þótt vissulega valdi þær vonbrigðum. Ég tel að í öllum að- alatriðum sé íslenskt menntakerfi traust og veiti nemendum góðan und- irbúning undir líf og starf í samfélagi sem er í stöðugri þróun. Alla jafnan værum við ánægð yfir því að skipa okkur á bekk með þjóðum á borð við Dani, Norðmenn, Svía og Bandaríkja- menn. Við sættum okkur hins vegar ekki við annað en að vera í hópi þeirra þjóða sem ná framúrskarandi árangri. Við eigum að setja markið hátt. En til þess að svo megi verða verðum við að fjalla á hreinskilinn og heiðarlegan hátt um niðurstöður sem þessar og þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Mun ég eiga frumkvæði að því að ríki, sveitarfélög, samtök kennara og foreldra leggist sameiginlega yfir niðurstöðurnar og greiningu á þeim með það að markmiði að ná samstöðu um leiðir til úrbóta. Ég tel að við höf- um allar forsendur til að vera í fremstu röð en til þess að svo megi verða verðum við að þekkja veikleika okkar og styrk og vita hvert við stefnum. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Við eigum að setjamarkið hátt. En til þess að svo megi verða þá verðum við að fjalla á hreinskilinn og heiðar- legan hátt um niðurstöð- ur sem þessar og þau verkefni sem við stönd- um frammi fyrir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er menntamálaráðherra. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 37 la r- ) er i en svör g engið kti Það rið rður 5. búnir m- m- - til o g g allt ófa u- lega er ég ánægð með að við tök- um þátt í PISA og sakna ekki TIMSS. PISA leggur fyrir nemendur viðfangsefni sem gefa þeim kost á að sýna hvernig þeir eru undir það búnir að bregðast við annars konar verkefnum en þeir hafa verið að æfa í skólanum. PISA leitar eftir því hversu vel nem- endur séu í stakk búnir til að átta sig á stærðfræðilegum aðstæðum í lífinu utan kennslustofunnar og nýta þekkingu sína og hæfni í breiðara samhengi en áhersla skólanna kann að hafa opnað þeim. Æfingar, allt að því hömrun (drill) á viðfangsefnum fyrri sam- ræmdra lokaprófa kemur kannski að skammtímanotum innan skól- anna, en það hjálpar ekki við að standa sig vel í PISA. Lítum aftur til KappAbel, ekki vegna þess að hér sé komin lausn- in sem nota má til að bretta upp ermar og redda málum í snar- hendingu. Þetta er fremur til að minna á að stærð skrefa hjálpar ekki ef haldið er í ranga átt. Kapp- Abel vísar í ákveðna átt, sem grundvallast á vitneskju um að nemendur eru megnugri en skóla- árangur sýnir. Það má ögra þeim meira og það má treysta þeim bet- ur, hafa meiri áhuga á þeirra framlagi og skilningi og ætlast til þess að þeir geti komið slíku frá sér á skilmerkilegan og lipran hátt. Þess vegna tengi ég saman umræðu um PISA og KappAbel. KappAbel byggist upp á þraut- um. Það þarf hugkvæmni til að leysa þær og það þarf hæfni til að rökstyðja stærðfræðilega svo að lausn verði samþykkt af öðrum í hópnum og síðan af öllum bekkn- um. Mismunandi uppástungur um lausnir koma fram og oft er hart tekist á í viðræðum bekkjanna áð- ur en lausnir eru sendar inn. Þannig er það líka í lífinu utan skólanna. Bekkjarverkefnið í KappAbel er nýjung í stærðfræðikennslu á Íslandi. Og þeim fer fjölgandi skólunum sem gefa nemendum bæði hvatningu og aðhald til að vinna þetta verkefni vel. Stærð- fræði og íþróttir, stærðfræði og tónlist, stærðfræði og byggingar eru dæmi um þemu sem verið hafa og í vetur er það stærðfræði og dýr. Bekkjarverkefnið gefur nemendum tækifæri til að rann- saka tengsl stærðfræði við önnur svið og þætti í daglegu lífi, að læra að halda stærðfræðilegri vöku sinni í margvíslegum viðfangs- efnum og samskiptum í lífinu. Ekkert tilboð eða fyrirmæli til skólanna eru örugg um árangur. Þar koma einkum til aðalleikend- urnir; nemendur og kennarar. Ef við teljum einhvers um vert að taka þátt í PISA og að leitast við að ná góðum árangri, verðum við að leggja mun meiri áherslu í skólum á þá þætti sem þar skipta máli, og það eru mikilvægir þættir fyrir unga fólkið okkar. Ég hef trú á því, í ljósi langs og víðtæks sam- starfs við íslenska skóla, að kenn- arar muni fagna slíkum áherslum og enda þessi orð á skeyti sem ég fékk frá stærðfræðikennara eftir að nemendur höfðu leyst verkefni 1. lotunnar. Kennarinn kom í fyrsta sinn að KappAbel í vetur: „Ég vil þakka þér fyrir þennan tíma en hann var ekki bara besti stærðfræðitími sem ég hef kennt heldur sennilega sá besti sem ég hef upplifað, bæði sem nemandi og kennari. Þetta er alvörunám.“ . dur Höfundur er prófessor við Háskól- ann í Agder í Noregi, Kennarahá- skóla Íslands og er forstöðumaður KappAbel á Íslandi. ak@khi.is m um að ekki væri hægt að ætlast ettist á skólabekk til að læra eftir langan og strangan vinnu- ri forsendu að það væri ekki talið um árangri. Þá kom fram að æri á kennurum, námskeiðum og ar rannsóknarinnar telja athygl- tarfsöryggi sumra hópa innflytj- öguleikar þeirra á hreyfanleika í andi eru oft nátengd tungu- þeirra. Þeir sem hafa lært ís- afnvel ensku eiga betri mögu- a var t.d. sýnilegt í Fjarðabyggð arfsmenn áttu á hættu að vera m umsvifalaust ef þeir stóðust málapróf í ensku eða íslensku eind voru í samningum þeirra. verkalýðsfélaganna lýstu yfir áhyggjum af þessu og bentu á að þeir þyrftu að skoða mál starfsmanna í hvert skipti til að athuga hvort það væri samkvæmt lög- bundnum réttindum á Íslandi að senda við- komandi starfsmenn heim á þessum for- sendum. Höfundar rannsóknarinnar benda á að bæjarfélögin tvö hafi gengið í gegnum mikl- ar breytingar undanfarin ár. „Slíkar breyt- ingar hafa ekki síður áhrif á þá sem eru ný- fluttir heldur en þá sem hafa búið þar í lengri tíma,“ segir í niðurstöðum rannsókn- arinnar. „Við teljum að það sé mikilvægt að skoða hvernig fólk lifir saman í fjölmenning- arlegu samfélagi á Íslandi, hvernig það upp- lifir og leysir vandamál sem upp koma. Við- tölin sýndu enn og aftur að íslenska er fyrir útlendingum og Íslendingum mikilvægur lykill að því að slíkt takist.“ stan en urlandi Ljósmynd/Jón H. Sigurmundsson nar við glæsilegt listaverk. Í Ölfusi er hlutfall innflytjenda 13,1%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.