Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 51  Fleiri minningargreinar um Birgi Guðlaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. mörgu kostir hans nýttust líka vel við rekstur fyrirtækis hans, en Birgir hefur í tugi ára rekið stærsta bygg- ingafyrirtæki okkar Siglfirðinga og byggt tugi húsa og mannvirkja í bæn- um með sínum góðu starfsmönnum. Birgir var mjög virkur í félagslífi Siglufjarðar og starfaði í fjölmörgum félögum og valdist oft til forystu í þeim. Oft dáðist ég að störfum hans og þeim tíma sem hann lagði í þau vel studdur af eiginkonu sinni, Erlu Svanbergsdóttur, sem alltaf var traustur bakhjarl hans. Birgir var mikill jafnaðarmaður og vel vinnandi í okkar röðum. Ég átti því láni að fagna að eiga þau hjón að sem ötula stuðningsmenn ekki aðeins í prófkjörum og kosningum, heldur einnig sem álitsgjafa og ráðgjafa. Fyrir þetta þakka ég sérstaklega. Við Birgir ræddum oft um þá óheillavæn- legu þróun sem hefur orðið víða á landsbyggðinni, fækkun atvinnutæki- færa og fækkun íbúa, og alveg sér- staklega tókum við út fyrir þá miklu fækkun sem orðið hefur í okkar fal- lega heimabæ, Siglufirði. Fráfall Birgis skilur þar eftir sig vandfyllt skarð. Við hjónin færum Birgi kærar þakkir fyrir allar okkar ánægjustund- ir og mikinn stuðning og hvatningu í gegnum árin. Eftirlifandi eiginkonu hans og börnum þeirra hjóna svo og öllum ættingjum færum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Birgis Guðlaugssonar. Ljúf er minn- ing um góðan og traustan vin. Kristján L. Möller. Siglufjörður hefur nú misst einn af sínum bestu sonum, bærinn okkar var hljóður þegar fánar voru dregnir í hálfa stöng er fréttist af andláti þínu. Í litlum kaupstað verða einstak- lingarnir meira áberandi þar sem ná- lægðin er og hver og einn fylgist með nágranna sínum, högum hans og líð- an. Það var erfitt að sjá þig berjast við illvígan ólæknandi sjúkdóm. Þú varst oft fremstur í flokki þeirra vösku drengja sem fóru frá Siglufirði til að etja kappi á skíðamótum á veg- um Skíðafélags Siglufjarðar og knatt- spyrnuleikjum víða um land á vegum KS. Þú varst margfaldur Íslands- meistari á skíðalandsmótum og hélst á lofti nafni Siglufjarðar. Eftir eitt slíkt mót á Ísafirði komstu með eignkonu þína Erlu Svanbergsdóttur. Hjónaband ykkar var farsælt og áttuð þið barnaláni að fagna. Strákarnir okkar, Gulli og Sveinn, fylgdust að í íþróttum og deildu her- bergi í heimavist þegar þeir voru í Menntaskólanum á Akureyri. Þú lærðir trésmíði hjá Þórarni Vil- bergssyni og eignaðist síðar Bygg- ingafélagið Berg með honum. Ég man að leiðir okkar lágu saman við bygg- ingu Ráðhússins, þá sá ég strax á vinnubrögðum þínum að þú varst á réttri leið. Síðasta verk okkar hjá Raflýsingu var að leggja rafmagn í húsið ykkar á Hlíðarvegi 43, þar sem heimili ykkar stóð alla tíð og síðasta verk þitt sem tengdist mér var að byggja hús fyrir starfsemi Rarik á Siglufirði 30 árum seinna. Þessi tími spannar nánast alla starfsævi þína, þar sem verk þín er að líta hvarvetna í Siglufirði og bera vitni um hagleik þinn og hæfileika. Það var eftirtektarvert hvað þér hélst vel á starfsmönnum og hvað var góður starfsandi hjá ykkur. Ég harma að þér tókst ekki að ljúka við- byggingu Heilsugæslu Siglufjarðar, sú bygging verður viðbót við þær byggingar sem þú hefir staðið fyrir og munu halda á lofti nafni þínu. Eins og ég sagði áður hefur Siglu- fjörður misst einn af sínum ástsæl- ustu sonum sem bærinn okkar mátti síst við að missa. Hans er nú sárt saknað. Elsku Erla,við Auður sendum þér, börnunum og öðrum aðstandendum innlegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur. Auður og Sverrir Sveinsson. Það er verðugt rannsóknarefni að kanna hvernig á því stendur að slíkur fjöldi fólks, sem búið hefur á Siglufirði á árunum 1940–1960, hefur orðið krabbameini að bráð. Þegar maður elst upp með svo traustum og sterkum persónuleika eins og Biggi var, þá heldur maður að það sé ekkert óvenjulegt. Við vorum ákaflega samrýmdir og góðir vinir frá fyrstu barnæsku fram á síðasta dag. Þrátt fyrir fjarvistir og á löngum drjúgan spöl á milli vina bar aldrei á skugga eða tómlæti. Þessi vinátta var alla tíð einlæg, sterk og fölskvalaus eins og Biggi sjálfur. Báðir lékum við saman knatt- spyrnu frá yngstu aldursflokkum KS upp í meistaraflokk. Sögurnar af þeirri samveru voru jafnan rifjaðar upp þegar við hittumst og þar naut sín hnyttin frásagnargáfa Bigga til fullnustu. Ógleymanleg eru öll þau skipti sem við lékum á móti sterkari liðum á suð- urmarkið á gamla vellinum á Siglu- firði. Vinstra megin á norðurhelmingi malarvallarins var oft stór pollur sem myndaðist um leið og eitthvað rigndi. Þegar sókn mótherjanna tók að þyngjast um of plataði Biggi þá út í pollinn. Enginn kunni að nýta sér tregðulögmál boltans í vatninu eins og hann. Hinir fræknustu knatt- spyrnumenn, sem sóttu okkur heim, urðu allir að láta í minni pokann þegar Biggi var búinn að taka með þeim nokkra snúninga í pollinum. Biggi og Erla kona hans voru lengst af duglegust að mæta í morg- unsund, en það ásamt öllum fjallgöng- unum hefur sennilega gert að þau hjón hafa haldist ótrúlega ungleg alla tíð. Ímyndir hreysti og æsku. Sú umhyggja verður seint full- þökkuð sem þau hjón sýndu öldruð- um foreldrum mínum heima á Siglu- firði með tíðum heimsóknum og ætíð réttandi hjálparhönd. Það var sama umhyggjan og þau sýndu þegar við Bigga heimsóttum Siglufjörð. Þar var alltaf opið hús og málin rædd í þaula langt fram eftir nóttu. Við Biggi vorum samherjar í póli- tíkinni. Við vorum aðeins smápjakkar þegar við fórum saman á fyrstu fund- ina þar sem stórkarlar í stjórnmál- unum leiddu saman hesta sína. Og það var fjörugt landslagið á Siglufirði í þeim efnum í þá daga. Ætíð fannst okkur kratarnir bera af í þeim leik og þurfti mikið til að sannfæra okkur um eitthvað annað. Þegar ég var sjálfur farinn að taka þátt í landsmálunum, þá var enginn traustari stuðnings- maður til en Biggi Guðlaugs. Sjálfur tók hann þátt í bæjarpólitíkinni eins og hann mátti vera að. Nú er skarð fyrir skildi þegar Biggi hverfur úr bæjarlífinu, hvernig sem á það er litið. Eins og ég sagði í upphafi glapti ná- lægðin sýn. Síðan á æsku- og ung- lingsárunum hef ég kynnst fjölda fólks um víða veröld og stundað íþróttir í Þýskalandi og víðar. Í sam- anburðinum við allt þetta fólk finnst mér sífellt meira til Bigga koma. Guð- irnir höfðu gefið honum hæfileika af rausn þeirra sem elska. Ókosturinn er að guðirnir taka þá allt of fljótt til sín aftur. Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Í lok ljóðsins „Einstak- ur“ eftir Terry Fernandez eru orð sem passa svo vel við Bigga vin minn: „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. Elsku Erla, Birgitta, Bryndís og Guðlaugur. Hugur okkar Biggu og Öggu og alls fermingarárgangsins 1941 er hjá ykkur og fjölskyldum ykk- ar þessa dagana. Við vitum, að Biggi er á besta stað og við elskum hann öll, ekki síður en guðirnir. Jón Sæmundur. Kveðja frá félögum í Blakklúbbnum Hyrnunni Hann var einn af frumkvöðlunum í öldungablaki á Íslandi. Allt frá árinu 1971 tók hann þátt ásamt félögum sín- um á Siglufirði, í þessari íþrótt sem vaxið hefur stöðugt undanfarna ára- tugi. Rólegur, sama hvað gekk á og það var oft ekkert lítið, enda Hyrnumenn þekktir fyrir flest annað en logn- mollu. En Birgir var sá sem náði mönnum niður á jörðina af rósemi og yfirvegun en þó með brosglampa í augum. Það er stórt skarð hoggið í hópinn, skarð sem aldrei verður fyllt. Við fé- lagarnir í Hyrnunni munum af alefli halda á lofti minningu góðs félaga, minningu sem er og verður jákvæð og hlý. Við sendum Erlu, eiginkonu Birgis og fjölskyldu innilegar kveðjur, hugur okkar er með þeim. Fyrir hönd Hyrnumanna, Sigurður Jóhannesson. Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. Þessar línur úr kvæði Stephans G. Stephanssonar, Greniskógurinn, koma mér í hug þegar ég minnist æskuvinar míns, Birgis Guðlaugsson- ar. Við vorum sessunautar síðustu 2 veturna í Barnaskóla Siglufjarðar og þá lærðum við þetta magnaða kvæði og ég er ekki frá því að við hefðum viljað gera lokaorð þess að einkunn- arorðum okkar í lífinu. Þegar leið að próflestri á þessum árum lásum við stundum saman undir próf eða kennslustundir. Oftast fór ég til hans og sátum við þá á efri hæðinni á heimili hans og komum okkur nota- lega fyrir undir brattri súðinni. Við slógum ekki slöku við lesturinn en gáfum okkur einnig tíma til að taka eina og eina skák eða tala um eitthvað skemmtilegt. Ekki spillti það ánægj- unni þegar Þóra, móðir Birgis, birtist með einhverja góða hressingu handa okkur og spjallaði hún þá gjarnan við okkur um leið. Mér fannst ég alltaf fullorðnast ofurlítið eftir slíkar sam- ræður. Síðar á ævinni var ég svo heppinn að eiga við hann gott og gefandi sam- starf við ýmis verk, svo sem innrétt- ingu á Safnaðarheimili Siglufjarðar- kirkju, byggingu sýsluskrifstofu á Siglufirði og nú síðast endurbætur og viðbyggingu við Heilbrigðisstofn- unina á Siglufirði. Ætíð var faglegur metnaður og vandvirkni í fyrirrúmi hjá honum og lærði ég mikið af sam- vinnunni við hann. Eftir að ferming- arárgangurinn okkar tók upp á því að hittast reglulega til þess að rækta æskuvináttuna var Birgir þar fremst- ur í flokki. Það var alltaf gott að vera í návist hans og alla tíð dáðist ég að því hve vel hann var af guði gerður og vandfundið var betra dæmi um hraustan og heilbrigðan mann. Því var erfitt að trúa því að hann hefði ekki betur í baráttunni við hinn erfiða sjúkdóm sem hann barðist við af miklu æðruleysi. Hann bognaði ekki í þeirri glímu en varð um síðir að lúta í lægra fyrir þeim stóra byl sem fellir okkur öll að lokum. Eftir sitjum við með trega í hjarta en erum jafnframt full af þakklæti fyrir að hafa átt þenn- an góða dreng að vini. Hugurinn er hjá Erlu og fjölskyld- unni allri. Missir þeirra er mikill og við Maggý biðjum þeim blessunar í sorg þeirra. Helgi Hafliðason. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, BJARNE PETTERSEN, Tromöy, Noregi lést á sjúkrahúsinu í Arendal, Noregi, miðvikudaginn 5. desember sl. Jarðsett verður frá Tromöy kirka miðvikudaginn 12. desember kl. 12:30. Fyrir hönd ættingja og vina, Linda Antonsdóttir Pettersen, Dan Pettersen, Lene Pettersen og Atle Pettersen. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför HJARTAR HJARTARSONAR, Professorsgatan 2b, 215-53 Malmö, Svíþjóð. Vilborg Arinbjarnar, Hjörtur Hjartarson, Geirþrúður María Kjartansdóttir, Matthías Hjartarson, Eygló Arinbjarnar, Christopher John Kerr, Sigurður Arinbjarnar, Kristbjörg Karen Hjartardóttir, Matthías Hjörtur Hjartarson, Hjörtur Hjartarson, Jensína Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Skúli Lýðsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Sigurður Ólafsson, Anna Ásta Khan Hjartardóttir, Hrafn Sabir Khan, Björn Grétar Hjartarson, Guðmundur Ingi Hjartarson, Sigríður Sigmarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖLDU BJARKAR KONRÁÐSDÓTTUR, Hásæti 11a á Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnun- arinnar á Sauðárkróki, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut. Trausti Pálsson, Linda Traustadóttir, Hjalti Vésteinsson, Edda Traustadóttir, Björn Jóhann Björnsson, Páll Rúnar Traustason, Aron Trausti, Tinna Birna, Erna og Atli. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNA EYVINDSSONAR, Hveragerði. Starfsfólki á Hjúkrunarheimili Áss í Hveragerði eru færðar hjartans þakkir fyrir frábæra umönnun. Gunnhildur Þórmundsdóttir og aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og við útför elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, MARTEINS VIGFÚSSONAR frá Sunnuhvoli, Vopnafirði. Bergþóra Friðbjörnsdóttir, Friðbjörn Marteinsson, Þórunn Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. desember kl. 15.00. Jón Ásgeir Eyjólfsson, Margrét Teitsdóttir, Atli G. Eyjólfsson, Lára Friðjónsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson, Linda Ólafsdóttir, Haukur Eyjólfsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Gunnar Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.