Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HINIR árlegu jólatónleikar Graduale Nobili fara fram í kvöld kl. 22 í Langholtskirkju. Stjórnandi er Jón Stefánsson og að venju verða flutt tvö verk fyrir kvennakór og hörpu: „Dancing Day“ eftir John Rutter og „Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Britten en þeir Britten og Rutter eru af mörgum taldir á meðal fremstu tónskálda 20. aldar. Graduale Nobili-kórinn var stofnaður haustið 2000 og er skipaður 24 stúlkum, völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Gradualekór Lang- holtskirkju. Tónlist Jólatónleikar við kertaljós Nobili- stelpurnar. HIMNAMÓÐIRIN bjarta kallast aðventutónleikar sem haldnir verða á morgun í Lang- holtskirkju. Þar munu koma fram þau systkinin Nanna María og Aron Axel Cortes. Flutt verða íslensk og erlend Maríukvæði og jólalög frá ýms- um löndum, auk þess verður frumflutt nýtt verk, Magnific- at, eftir stjórnanda kórsins. Organisti er Steingrímur Þór- hallsson. Stjórnandi tónleikanna er Magnús Ragnarsson. Tónleikarnir verða einnig þann 12. des. og hefjast þeir báðir kl. 20. Miðar fást hjá www.midi.is, kórfélögum og við innganginn. Tónlist Söngsveitin Fílharmónía Himnamóðirin bjarta. LANDNÁMSSÝNINGIN í Aðalstræti býður til upplestrar við langeld í dag kl. 15 . Rithöf- undarnir sem lesa úr nýút- komnum bókum sínum eru Jón Kalman sem les úr bók sinni Himnaríki og helvíti, Kristín Svava Tómasdóttir sem les úr ljóðabók sinni Blótgælur og Þórdís Björnsdóttir sem les úr bók sinni Saga af bláu sumri. Einnig les Karl Emil Gunn- arsson upp úr þýðingu sinni á Yacoubian- byggingin eftir Alaa Al Aswany. Allir eru velkomnir og upplesturinn hefst eins og áður sagði kl.15. Bókmenntir Upplestur við lang- eld í Aðalstræti Langeldur á Land- námssýningunni. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SMEKKLEYSA hefur á undan- förnum árum verið í fararbroddi í útgáfu klassískrar tónlistar í flutn- ingi íslenskra tónlistarmanna, sam- tímatónlistar, þjóðlegrar tónlistar, djass og annarrar íslenskrar tónlist- ar. Að sögn Ásmundar Jónssonar framkvæmdastjóra er útgáfa Smekkleysu stærri í ár en und- anfarin ár, eða um 25 plötur alls, á móti 18 í fyrra og 16 í hittifyrra. Nýtt blóð í Njúton „Í klassíkinni erum við með sjö titla í eigin útgáfu. Fyrr á árinu komu tveir út; Melódía, með söng- hópnum Carminu undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar, og viðhafn- arútgáfa á verkum Árna Björns- sonar. Nú í haust koma út Dagbók- arbrot með Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara og Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur píanó- leikara, með samnefndu verki sem Hafliði samdi fyrir Þórunni. Hafliði valdi sjálfur að hafa Lachrymae eftir Britten með á plötunni. Plata með Njúton er sérstök og gaman að kom- ast í samband við þann hóp. Þau eru með verk eftir önnur tónskáld en mest hafa verið gefin út á síðustu ár- um. Þetta er nýtt blóð. Í gær kom út plata með Bryndísi Höllu Gylfadótt- ur og Steinunni Birnu; klassískt pró- gramm með verkum eftir Debussy, Brahms, Chopin og Schubert, en einnig með Myndum á þili eftir Jón Nordal. Sjötta platan kemur svo út í næstu viku, en á henni leikur Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Hún leikur klassísk verk og barokk, en líka verk eftir Jón Nordal og tvö verk eftir sjálfa sig. Að síðustu er það svo plata Rutar Ingólfsdóttur, þar sem hún leikur fyrstu íslensku fiðlusónöturnar með Richard Simm píanóleikara. Þetta eru frumherjar í íslenskri tónlist, Sveinbjörn Svein- björnsson, Karl O. Runólfsson, Fjölnir Stefánsson og Jón Nordal. Þessi plata er ekki í útgáfuröð Kammersveitar Reykjavíkur, sem við höfum verið að gefa út á síðustu árum, en Rut er með tvær plötur í þeirri röð í farvatninu, til útgáfu á næsta ári.“ Smekkleysa er dreifingaraðili sænsku útgáfunnar BIS á Íslandi. Á þeirra vegum koma út tvær plötur með íslensku efni, að sögn Ásmund- ar; önnur með Flautukonsertum og bassakonsert eftir Hauk Tómasson, en hin með Eddu I eftir Jón Leifs. Smekkleysa dreifir líka plötum Naxosútgáfunnar, og þar eru einnig tveir íslenskir titlar; annars vegar sett í kassa, þar sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands leikur allar sin- fóníus Síbelíusar undir stjórn Petris Sakaris, og hins vegar plata þar sem Nína Margrét Grímsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sigurgeir Agnarsson leika verk eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. „Þetta er það sem við gefum út sjálf.“ Auk eigin útgáfu á Smekkleysa samstarf við einstaklinga um dreif- ingu og kynningu. „Við dreifum fimm plötum með djassi, eða sem hafa skírskotun í djassinn. Þar nefni ég fyrst Cycles, plötu Einars Schev- ing, þar sem hann fær til liðs við sig Eyþór Gunnarsson, Óskar Guð- jónsson og Skúla Sverrisson. Þetta er músík eftir Einar hljóðrituð í New York, en unnin í Ósló. Þá eru systkinin Ingibjörg, Óskar og Ómar Guðjónsbörn með plötu, þar sem Ingibjörg syngur íslensk lög með bræðrum sínum. Svo er það Tómas R. Einarsson með endurblandaða Kúbutónlist, Romm-tomm-tomm, þar sem ýmsir plötusnúðar vinna með tónlist af Kúbuplötum hans. Þessi plata gengur vel. Við gefum líka út Fnyk, stórsveitarplötu Sam- úels Jóns Samúelssonar og Jagúar- plötu, sem er svolítið meira poppuð. Þá dreifum við líka plötu með Þjóð- lagasveitinni á Akranesi, en hún heitir Milli tveggja heima.“ Breytt neysla en platan lifir Ásmundur segir aukna útgáfu nú að hluta ráðast af því að fyrirtækið sé yfirleitt með mörg járn í eldinum, og að sumar plötur séu mörg ár í vinnslu. „Ef við horfum á síðustu fjögur ár erum við að jafnaði með 15 til 20 plötur í vinnslu á ári. Það hafa orðið breytingar á dreifingu vegna breyttrar neyslu, og þess hvernig fólk verður sér úti um tónlist. Það lýsir sér í breyttu smásöluumhverfi. En fólk vill hlusta á tónlist, og mín tilfinning er sú að fólk vilji áfram hafa aðgang að plötum og plötu- verslunum.“ Smekkleysa er stærsti útgefandi klassískrar tónlistar og dreifir einnig plötum í sjálfstæðri útgáfu Fólk vill hlusta á tónlist Morgunblaðið/Golli Smekklegt Smekkleysa sinnir íslenskri tónlist af myndarskap. ÞÝSKA tónskáldið Karlheinz Stockhausen lést á miðvikudag- inn á heimili sínu í Kuerten í Þýskalandi. Stockhausen var 79 ára að aldri. Hann er talinn frumkvöðull raftónlistarinnar og eitt mik- ilvægasta tónskáld 20. ald- arinnar. Hann samdi um 352 tón- verk, allt frá sinfóníuverkum til raftónlistarverka. Hann er samt best þekktur fyrir fram- úrstefnulega raftónlist sína. Árið 1953 samdi hann verkið „Electronic Study“ sem var fyrsta raftónverkið og árið eftir sendi hann frá sér „Electronic Study II“ sem var fyrsta raf- tónlistarverkið sem var gefið út. Stockhausen hafði áhrif á marga tónlistarmenn og meðal þeirra sem hafa nefnt hann sem áhrifavald eru Björk Guðmunds- dóttir, Miles Davis og Frank Zappa. Stockhausen kemur líka fyrir á plötuumslagi Bítlaplöt- unnar Sergeant Pepper en Paul McCartney var einn af helstu aðdáendum hans. Stockhausen fæddist í Moedrath, litlum bæ nálægt Köln, 22. ágúst 1928. Hann lærði í Tón- listarskólanum í Köln og í Há- skólanum í Köln frá 1947 til 1951. Árið 1952 fór hann til Par- ísar þar sem hann vann undir stjórn tónskáldanna Olivier Messiaën og Darius Milhaud. Stockhausen, sem giftist tvisv- ar og eignaðist sex börn, verður jarðsettur í litlum skógar- kirkjugarði nálægt Kuerten. Karlheinz Stockhausen látinn Eitt mikilvægasta tón- skáld 20. aldarinnar Frumkvöðull Hafði áhrif á marga. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞEIR Sunnlendingar sem ala með sér listmál- aradrauma fá tækifæri til að spreyta sig í dag, í Lista- safni Árnesinga í Hvera- gerði. Þar sendur nú yfir sýning á safneigninni, en kjölfestan í henni er vegleg listaverkagjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona henn- ar til safnsins á árunum 1963–86. Þar er um að ræða 74 verk sem spanna tæp- lega 90 ára tímabil, og eru eftir alla helstu listmálara þjóðarinnar. Verkin á sýn- ingunni nú eru langflest úr gjöf Bjarnveigar. En sýningin ber yfirskriftina Stefnumót við safneign, listir, leikur, lærdómur, og þar kemur að þeirri ný- breytni, að gestum er boðið að vera gerendur auk þess að njóta verkanna. Að sögn safnstjórans, Ingu Jónsdóttur, verður þeim boðið að taka sér liti í hönd og gera tilraunir á pappír, undir leiðsögn myndlist- arkennara. Í dag, milli kl. 14 og 16 verður Margrét Zophaníasdóttir með leiðsögn fyrir gesti, en hún er fjöl- menntaður myndlistarmaður. „Þetta verður ekki formleg kennsla, en fólk fær að grípa í liti og blað. Oft er auðveldara að nálgast útlistun þegar fólk fær að prófa sjálft. Nálgunin verður öðru vísi.“ Inga segir að sumir séu hræddir við að prófa, en hafi gaman af því að koma og skoða; enn aðrir séu ólmir í að fá að snerta. „Í bakherbergi í vinnustofu safnsins verðum við svo með aðra sýningu, vatnslitamyndir barna af leikskólanum. Leik- skólinn og foreldrar voru með þemavinnu sem fólst í því að kynna börnum starfsvettvang myndlistamanna og safn. Þau fóru í heimsókn á vinnustofu myndlist- armanns hér í Hveragerði. Í fram- haldinu heimsóttu þau safnið og það varð úr að þau fengu að hengja eigin myndir upp hér.“ Safnið er við Aust- urmörk 21 og opið frá kl. 12–18. Listasafn Árnesinga sýnir 60 verk úr safneigninni Listir, leikur, lærdómur Gefandinn Bjarnveig Bjarnadóttir í blýantsteikn- ingum eftir Ásgrím Jónsson frá árunum 1948 og 49. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA verður hefð- bundið, maður á að vera íhaldssamur á aðvent- unni,“ segir Einar Jó- hannesson klarinettu- leikari, en í dag kl. 17 leika Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar Kvöldlokkur á jólaföstu í Fríkirkjunni í Reykja- vík. „Við byrjum á Beet- hoven oktett, einu af verkunum sem hann samdi í Bonn áður en hann fluttist til Vínarborgar, rúmlega tvítugur. Þá erum við með oktett eftir Schubert. Hann hefur verið gefinn út sem fjögurra þátta verk, en af því það er ekki fullvíst að Schubert hafi samið nema tvo þeirra, spilum við bara þá; menúett og fin- ale. Þá kemur ein af um 20 partítum eftir Krommer. Ég fann hana í London um daginn. Þar er einn trompet með, og gaman að hafa hann með. Við erum með útsetningu af Ave ver- um corpus, eftir Moz- art sem Sigurður I. Snorrason gerði, og það er komin hefð á að við spilum hana á þessum tónleikum,“ segir Einar. Krommer er síst þekkta tón- skáldið í þessum hópi, en blásaratónlist hans er þó undur- falleg. Spurning er hvort Krommer sé vanmetið tónskáld. „Það getur verið að tónlist hans sé oftar flutt í Slóvakíu, þar sem hann fæddist. Hann var síðasta keisaralega hirð- tónskáld Habsborgara. En hann náði sér á flug í blásaratónlistinni og hún heyrist oft.“ Kvöldlokkur í jólarökkri Kvöldlokkumenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.