Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAÐ hefur aukist mjög að ungt fólk leiti sér aðstoðar hjá okkur vegna verulegra fjárhagsörð- ugleika og við höfum miklar áhyggjur af því. Það er greinilegt að auka þarf fræðslu varðandi fjár- mál meðal ungs fólks og það er nokkuð sem við munum beita okkur fyrir í auknum mæli,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna. Samkomulag um hlutverk og rekstur ráðgjafarstofunnar var undirritað í gær. Kreditkort hf. bættist þá í hóp þeirra 15 aðila sem standa að baki stofunni og gildir samkomulagið að þessu sinni til fimm ára. Fram til þessa hefur það verið endurnýjað á þriggja ára fresti frá því stofan var sett á lagg- irnar árið 1996. 600 umsóknir á ári Ráðgjafarþjónustan veitir ein- staklingum og fjölskyldum ráð vegna greiðsluerfiðleika og hjálpar þeim að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál sín og leita lausna. „Frá upphafi hefur stærsti hópurinn sem leitar til okkar verið einstæðar mæður. Við höfum ekki enn tekið saman tölur fyrir þetta ár, en ein- stæðar mæður eru líklega um þriðj- ungur hópsins eins og verið hefur. Stærsti aldurshópurinn hingað til hefur verið fólk á milli þrítugs og fertugs, en hópurinn á milli tvítugs og þrítugs er alltaf að stækka og sí- fellt yngra fólk leitar til okkar. Annars hefur þetta ár verið svipað síðustu tveimur árum, en við höfum verið að afgreiða um 600 umsóknir á ári,“ segir Ásta Sigrún Helgadótt- ir. Ráðgjafarþjónustan veitir m.a. aðstoð við gerð greiðsluáætlana og leit að hentugum úrræðum. Hægt er að fá persónulega ráðgjöf, en einnig er veitt ráðgjöf símleiðis. Þjónustan er endurgjaldslaus og óháð búsetu. Að baki ráðgjafarstofunni standa auk félagsmálaráðuneytisins Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, ýmis stéttarfélög og fyrirtæki á fjármálamarkaði. Morgunblaðið/Eggert Auka þarf fræðslu um fjármál TVEIR skipverjar af Súlunni EA 300 sem strandaði í innsiglingunni við Grindavík í gærmorgun voru fluttir á sjúkrahús og var annar þeirra með höfuðáverka. Hafði hann dottið á dekkinu og rekið höfuðið í. Skips- félagi hans meiddist þegar hann datt við löndun. Hvorugur þeirra hlaut þó alvarleg meiðsl samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Suðurnesjum. Súlan var drekkhlaðin þegar hún lagði úr Grindavíkurhöfn í gærmorg- un á tíunda tímanum. Um borð voru 900 tonn af síld sem áttu að fara til Norðfjarðar. Skipið var að koma frá Grundarfirði en hafði stoppað í Grindavík til að losa sig við rifna nót. Þegar út var haldið lenti skipið á rangri leið og hraktist til vesturs og strandaði á grynningum rétt utan við höfnina. „Straumurinn tók bátinn einhvern veginn og við misstum stjórnina,“ sagði annar þeirra skipverja sem meiddust um borð, skömmu eftir að skipið var dregið til hafnar. Þrettán manns voru í áhöfn og þegar björgunarlið kom á vettvang var dimm hríð sem slotaði þó fljót- lega. Taugin úr Oddi V. slitnaði „Við fengum útkall kl. 9.54 og vor- um farnir af stað nokkrum mínútum síðar,“ sagði Guðjón Sigurðsson skip- stjóri á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni. „Við settum taug í skipið en lítið gerðist þegar byrjað var að toga.“ Björgunarbáturinn Villi bætt- ist í hópinn og hjálpaði við dráttinn og brátt fór níðþungt skipið að hreyf- ast. Það gekk þó ekki átakalaust því taugin úr Oddi V. slitnaði en áfram var þó haldið og tókst loks að mjaka skipinu og losa það skömmu fyrir kl. 11. Var skipið síðan komið að bryggju klukkan rúmlega 11.30 „Báturinn var mjög fastur um tíma en þetta hafðist,“ sagði Guðjón. „Þegar við komum var skipið tölu- vert fyrir utan [innsiglingar]merk- in.“ Súlan var í hinni svonefndu rennu þegar hún hraktist til vesturs en með rennunni er átt við þrönga innsigl- inguna inn í höfnina. Nokkur undir- alda var þegar skipið var að mjaka sér út úr rennunni og í ofanálag var straumur, en að öðru leyti var sjólag gott. Einn skipverji um borð sagði skemmdirnar hafa reynst ótrúlega litlar en í gær fór fram rannsókn á til- drögum óhappsins og skemmdum. Þar voru á ferðinni fulltrúar trygg- ingafélagsins ásamt fulltrúum Síld- arvinnslunnar Neskaupstað, eiganda skipsins. Að sögn Karls Jóhanns Birgissonar, rekstrarstjóra útgerð- arsviðs hjá Síldarvinnslunni, var ekk- ert búið að staðfesta um orsakir strandsins en grunur hefur beinst að stýrisbúnaði. Síldarvinnslan eignaðist skipið í árslok 2005 og segir Karl Jóhann að Súlan hafi verið lengi í viðskiptum við Síldarvinnsluna fram að kaupunum og verið farsælt skip. Auk Odds V. og Villa tóku þátt í björgunarstörfunum björgunarbát- arnir Árni í Tungu og Áskell. Varð- skip Landhelgisgæslunnar var einn- ig sent áleiðis sem og þyrla. Súlan er smíðuð árið 1967. Misstu stjórnina þegar straumur tók skipið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laus Súlan EA 300 losnaði af strandstað laust eftir klukkan 11 í gær og var drekkhlaðið skipið dregið til hafnar í Grindavík. Skemmdir virtust ekki miklar við fyrstu sýn en tveir skipverjar úr áhöfn meiddust við fall um borð.                            27 ÁRA gamall Lithái, Tomas Arl- auskas (áður Malakauskas), sem fékk tveggja og hálfs árs fangelsi í líkfund- armálinu svokallaða fyrir rúmum tveimur árum, var dæmdur í 16 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi í gær. Sak- arefnið var brot á útlendingalögum og amfetamínvarsla. Útlendingastofnun hafði í septem- ber 2006 vísað Tomasi á brott af Ís- landi og bannað honum að koma aftur næstu 10 ár. Þann 20. nóvember sl. handtók lög- reglan Tomas í bifreið í Hafnarfirði. Sagðist hann eiga eiginkonu hér á landi og ættu þau von á barni í febr- úar. Hann hefði tekið upp eftirnafn eiginkonu sinnar og fengið ný skilríki útgefin í Litháen. Ástæðan hefði verið sú að nafn hans hefði verið orðið þekkt bæði á Íslandi og í Litháen vegna hins svokallaða líkfundarmáls. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdóm- ari dæmdi málið. Dæmdur á ný í fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Gunnar Rúnar Gunnars- son, 34 ára karlmann, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðis- brot, skjalafals og brot gegn umferð- arlögum. Honum var jafnframt gert að greiða fórnarlambi sínu 800 þús- und krónur í miskabætur og rúmar 850 þúsund krónur í sakarkostnað. Maðurinn rauf reynslulausn og reiknast með í refsinguna 330 dagar sem eftir voru afplánunar. Hvað varðar kynferðisbrotið var Gunnar Rúnar sakfelldur fyrir að hafa haft samræði við konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum veikinda. Gunnar játaði hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna án hennar vilja og lýsti atburðarásinni á svipaðan hátt og konan. Fyrir dómi dró hann játninguna til baka og bar við að lögregla hefði þvingað sig til að játa. Þvertók hann fyrir að hafa haft samræði við konuna. Dómurinn taldi breyttan fram- burð fjarstæðukenndan. Dró játningu sína til baka HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, framið í byrjun sumars 2005. Honum var jafnframt gert að greiða fórnar- lambi sínu 900 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn neitaði ávallt sök og sagðist ekki þekkja stúlkuna sem hann braut á – sem þá var 14 ára. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að við mat á sönnun brotsins hafi að- eins verið hægt að líta til framburðar mannsins og stúlkunnar. Framburð- ur mannsins var talinn ótrúverður en stúlkunnar trúverðugur, alla vega að því leyti að mökin áttu sér stað. Þá var það mat dómsins að samræðið hefði verið gegn hennar vilja, þrátt fyrir ónákvæman framburð. Braut gegn 14 ára stúlku ♦♦♦ Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.