Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 41 AÐ undanförnu hafa verið gerðar umfangsmiklar kjarakannanir á veg- um heildarsamtaka launafólks og einstakra stéttarfélaga sem hafa leitt það ótvírætt í ljós að almanna- þjónustan er að dragast aftur úr einkageiranum hvað launakjör áhrærir. Enda þótt þetta sé ekki ein- hlítt og til séu svið bæði innan al- mannaþjónustunnar og á einka- markaði þar sem þróunin hefur ekki verið á þennan veg þá er þetta engu að síður hin almenna regla. Í könnun sem framkvæmd var á vegum SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu kom til dæmis í ljós að launamunur var að meðaltali um 20% milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og þeirra sem vinna hjá hinu opinbera. Þessi munur kom bæði fram þegar bornar voru saman sambærilegar starfs- greinar og einnig þegar borin voru saman sambærileg störf eða starfs- heiti. Í samanburðinum milli starfa var munurinn allt upp í 39% milli sambærilegra starfa. Í rauninni þarf þetta ekki að koma neinum á óvart því slík hefur þensl- an verið í ýmsum atvinnugreinum með tilheyrandi eftirspurn eftir vinnuafli. Afleiðingarnar hafa meðal annars verið þær að fólk sem ella hefði farið til starfa innan almanna- þjónustunnar leitar nú á gjöfulli mið. Ekki hvað síst á það við um ungt fólk sem er að festa kaup á húsnæði með lánum sem nú rjúka upp úr öllu valdi með ofurþungum vaxtaklyfjum. Eðlilegt er að þetta fólk sæki í þau störf sem vel gefa af sér. Aðalfundur BSRB ályktar Afleiðingarnar innan almanna- þjónustunnar segja þegar til sín, m.a. í vaxandi erfiðleikum fjölda stofnana við að manna störf. Í allt sumar hafa borist fréttir af mönn- unarvanda á velferðarstofnunum. Um þetta var sérstaklega fjallað á nýafstöðnum aðalfundi BSRB. Í ályktun fundarins sagði um þetta efni: „Sums staðar er manneklan slík að horfir beinlínis til landauðnar. Á sjúkrahúsum og dvalarheimilum fyr- ir aldraða, á stofnunum fyrir fatlaða, innan löggæslunnar og víðar í grunnþjónustu samfélagsins verður sífellt erfiðara að ráða fólk til starfa á þeim kjörum og við þau skilyrði sem starfsfólki eru búin. Manneklan veldur síðan enn meira álagi á starfsfólkið og vinda erfiðleikarnir þannig upp á sig.“ Með puttann á púlsinum Nú er það ekkert nýtt að fólk kvarti und- an allt of lágum laun- um sem greidd eru víða innan velferð- arþjónustunnar. Það er hins vegar mik- ilvægt að viðsemj- endur stéttarfélaga innan almannaþjónustunnar búi sig undir komandi kjarasamninga með það í huga að verði ekki gerð veruleg bragarbót á kjörum starfsfólks eru alvarlegar blikur á lofti. Á aðalfundi BSRB kemur saman fólk sem hefur fingurinn á púlsi velferðarkerfisins. Umræðan á fundinum var öll á einn veg og ályktun sem aðalfundurinn sendi frá sér endurspeglar þann þunga sem var í fundarmönnum. Eigi lakara en best gerist Í niðurlagi ályktunarinnar segir: „Samfélagið þarf að horfast í augu við þá staðreynd að ef lengur verður látið reka á reiðanum stefnir í óefni, ef ekki neyðarástand. Í ljósi þessa krefst BSRB … að kjör innan al- mannaþjónustunnar verði stórbætt og starfsfólki þar eigi búin lakari kjör en þau sem best gerast á vinnu- markaði.“ Rétta þarf hlut almannaþjónustunnar Árni Stefán Jónsson og Elín Björg Jónsdóttir skrifa um kjarakannanir á vegum heildarsamtaka launafólks og einstakra stéttarfélaga »Bæta þarf kjörstarfsfólks í al- mannaþjónustu verulega í komandi samningum. Elín Björg Jónsdóttir Árni Stefán er formaður SFR – stétt- arfélags í almannaþjónustu. Elín Björg er formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Bæði eru jafnframt varaformenn BSRB. Árni Stefánsson GREIN þessi er skrifuð í tilefni út- komu bókarinnar Tíu litlir negra- strákar og vil ég þakka Gauta Egg- ertssyni fyrir frábæra grein, „Viðhorf einsleitninnar afhjúpaðar“, sem birt- ist í Morgunblaðinu. 1. nóvember. Í greininni fjallar Gauti um vanþekk- ingu Íslendinga á þjáningum banda- rískra blökkumanna, ekki síst þeirri meðferð sem þeir sættu eftir að þeir fengu frelsi. Ég skynjaði sambærilega vanþekkingu hjá sjálfri mér gagnvart helför gyðinga þegar ég kom til New York fyrir þrjá- tíu árum. Þar kynntist ég börnum fólks sem hafði lifað af hörm- ungar útrýmingarbúð- anna og það sló mig þegar ég áttaði mig á að einu ættingjar vin- konu minnar á lífi voru foreldrar hennar og föðurbróðir. Mér varð hugsað til Íslands, til pabba, mömmu, afa og ömmu og endalausra raða frændsystkina, sem öll lifðu góðu lífi á Íslandi. Eini stríðsglæpurinn sem hafði snert fjöl- skyldu mína var að móðursystir mín hafði gifst bandarískum hermanni. Ég hafði alist upp í þeirri trú að slík ástarsambönd hefði verið það versta sem kom fyrir íslensku þjóðina á stríðsárunum. Áðurnefnd vinkona mín var ofurnæm á allt sem bar vott um gyðingahatur og kynni mín af henni gerðu mig læsa á orð, tákn og myndir sem ég hafði ekki áður borið skynbragð á. Ég áttaði mig á að brandarinn sem sagður var á Íslandi um gyðinga sem gengu fram hjá Slát- urfélagi Suðurlands, merkt SS, og hlupu á brott, var ekkert fyndinn, heldur smekklaus og sýndi ótrúlegt ónæmi á þjáningar gyðinga. Engum stafaði ógn af Sláturfélagi Suðurlands nema íslenskum búfénaði en það ber vott um ónæmið sem ég tel að hafi al- mennt ríkt á Íslandi á hörmungar stríðsins, að það hafi aldrei svo mikið sem hvarflað að neinum að breyta skammstöfun félagsins eftir stríð úr SS í til dæmis, SLS. Tákn eins og SS eru í sjálfu sér merkingarlaus það er menningarlegt og sögulegt samhengi sem gefur þeim merkingu. Eftir stríðið varð skammstöfunin SS að tákni grimmdar í meðvitund heimsins og aðrar merkingar viku til hliðar og fáir nema þá öfgahópar leyfa sér að halda þessu tákni á lofti í dag. Það var annað tákn sem fór að velkjast fyrir mér eftir kynni mín að vinkonu minni í New York. Það var tákn þjóð- arstolts Íslendinga, Eimskipafélags- ins, hakakrossinn. Sem krakka var mér sagt að hakakross Eimskipa- félagsins væri ekki eins og hakakross nasista, hakarnir sneru í aðra átt og krossinn hallaði á annan hátt en hakakross Hitlers. Þegar ég síðar var blaðamaður kynnti ég mér þetta og komst að því að það var enginn mun- ur á hakakrossi Eimskipafélagsins og hakakrossi Hitlers, því til staðfest- ingar birti ég mynd af nasistaflaggi við hlið hakakross Eimskipafélagsins. Við engan var að sakast. Hakakross- inn er ævafornt sóltákn, tákn upprisu og vonar og Eimskip tók þetta tákn upp löngu fyrir tíma Hitlers. En reynsla stríðsáranna breytti merk- ingu þessa tákns upprisu og vonar í tákn grimmdar og dauða, en þessi merkingarbreyting skilaði sér ein- hvern veginn ekki inn í meðvitund Ís- lendinga. Starfsmaður Eimskips tjáði mér að eftir að útgáfa flugtímaritsins „Atlantica“ hófst hafi Eimskip aug- lýst starfsemi sína þar með haka- krossinum og hafi fengið kvört- unarbréf erlendis frá og fór svo að lokum að Eimskip felldi táknið niður. Ég hélt að alþjóðavæðingin á und- anförnum árum hefði útmáð þetta ólæsi á merkingu erlendra tákna, en útgáfa bókarinnar Tíu litlir negra- strákar gefur þó til kynna að svo er ekki með öllu. Það er áhugavert í mál- flutningi þeirra sem verja útgáfuna að þeir telja að hér sé um verndun þjóðararfsins að ræða þetta sé al- íslensk bók eftir ástsælustu lista- menn þjóðarinnar. Textinn algjör snilld og orðið negri ákaflega gott orð. Myndir bókarinnar bera vott um íslenska listsnilld og eftir Mugg liggi önnur þjóðargersemi, sagan af Dimmalimm. Munurinn er bara sá að Dimmalimm var und- urfögur og alíslensk og þjáðist ekki af sjálfseyð- ingarhvöt, eins og neg- rakrúttin tíu. En er það bara verndun þjóð- ararfsins sem vakir fyrir útgefendum? Býr eitt- hvað annað og meira að baki útgáfunnar? Ég las einhvers staðar að lengi hafi ekkert forlag viljað ráðast í endurútgáfu bókarinnar, en nú væru breyttir tímar. Já, tím- arnir eru vissulega breyttir, nú búa á Ís- landi 17 þúsund erlendir verkamenn, auk nokk- urra þúsunda barna og fullorðinna íslenskra ríkisborgara af erlendum toga, sumir dekkri á húð og hár en hinn almenni Íslendingur. Er það algjör tilviljun að einmitt nú hafi sprottið upp þessi þörf til að vernda þjóðararfinn og gefa út bók, sem var upphaflega rituð á tímum magnaðs kynþáttahaturs og var liður í því að halda hinum „útlendu“, hinum „óæðri“, hinum „lituðu“ undir hæl og utangátta í samfélaginu? Mér er spurn. Ég vona svo sannarlega að út- gáfa þessarar bókar verði til að vekja Íslendinga til meðvitundar um sögu kynþáttahaturs og grimmilegar af- leiðingar þess. Á Íslandi bjó lengst af einsleit þjóð, sem stóð utan við kyn- þáttablöndun og kynþáttaátök. Nú eru breyttir tímar og því þörf að ræða þessi mál til að varna því að í framtíð- inni verði sýningarbás á Þjóðminja- safninu sem sýnir sögu kynþáttahat- urs á Íslandi í máli og myndum. Verndun þjóðararfsins? Inga Dóra Björnsdóttir skrifar í tilefni af endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar Inga Dóra Björnsdóttir » Textinn al-gjör snilld og orðið negri ákaf- lega gott orð. Höfundur er mannfræðingur. Náttsloppar og náttfatnaður í úrvali Gott verð Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 frá kr. 19.990 Nú er frábær t skíðafæ ri í Austur ríki! Austurríki Skíðaveisla í Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu laugardaginn 8. des. til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA • N M 3 12 24 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins 10 eða 11 dagar – frábært sértilboð! Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í ferðir til Austurríkis í janúar. Um er að ræða frábær sértilboð á flugsætum og á vinsæl- um gististöðum í Flachau, Lungau og víðar, 5. eða 15. janúar í 10 eða 11 nætur. Þarna eru frábær skíðasvæði, með góðum brekk- um af öllu tagi og net af afbragðs lyftum sem ætti að tryggja öllum skíðamönnum það besta sem völ er á í fríinu. Gríptu þetta frábæra tækifæri og smelltu þér í einstaka skíðaveislu með Heimsferðum og njóttu lífsins til hins ýtrasta í Austurríki. Ath. takmarkaður fjöldi flugsæta og herbergja í boði á þessu tilboðsverði! 5. eða 15. janúar Frábær jóla- gjöf fyrir alla fjölskylduna. Áskr. verð Alm. verð Þú sparar 5. / 15. jan. allt að Flugsæti Flugsæti báðar leiðir með sköttum 19.990 30.790 10.800 Skihotel Speiereck (með hálfu fæði) - Lungau Gisting í tvíbýli með hálfu fæði 66.990 89.590 22.600 Hotel Unterberghof (með hálfu fæði) - Flachau 2 fullorðnir og 2 börn (2-11 ára) í fjölsk.herbergi 89.990 125.195 35.205 Gisting í tvíbýli með hálfu fæði 99.990 129.190 29.200 Pension „án nafns“ í Zell am See/Schuttdorf/Kaprun (með morgunv.) * Gisting í tvíbýli með morgunverði 54.990 85.590 30.600 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í viku (fæði skv. því sem valið er) og fararstjórn. Birt með fyrirvara um prentvillur. Verð getur breyst án fyrirvara. * Gististaður án nafns, þ.e. farþegi fær uppgefið nafn gististaðar í síðasta lagi 4 dögum fyrir brottför. Er að öllu jöfnu „pension“, þ.e. einfalt snyrtilegt gistihús eða heimagisting, herbergi með sér baðherbegi. Oftast er setustofa eða annað sameiginlegt rými og öll nauðsynleg þjónusta, en sjaldnast veitingastaður fyrir kvöldmat. Fjölbreyttir valkostir - frábært verð! Þú sparar allt aðkr. 35.205á mann- allt að 140.820 kr. fyrir fjölskylduna Netverð á mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.