Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arndís GuðrúnÓskarsdóttir (Lillý) fæddist á Sleitustöðum í Kol- beinsdal 28. júlí. 1941. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laug- ardaginn 1. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún Sigurðardóttir hús- freyja á Sleitustöð- um, f. 16.10. 1910, d. 23.9. 1988 og Óskar Gíslason bóndi á Sleitustöðum, f. 12.7. 1897, d. 27.7. 1977. Bróðir Lillýjar er Þorvaldur Gísli, f. 2.10. 1933, kvæntur Sigurlínu Eiríks- dóttur, f. 30.8. 1932. Lillý giftist 14.10. 1962 Brodda Skagfjörð Björnssyni bónda, f. 19.7. 1939. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigtryggsson bóndi á Framnesi í Akrahreppi, f. 14.5. 1901, d. 26.8. 2002, og Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10.3. 1907, d. 3.7. 2002. Börn Lillýjar og Brodda eru: 1) Sigrún Þuríður, f. Kjøsnes, f. 28.6. 1964. Synir þeirra eru Gunnar Þór, f. 26.11. 1999 og Jónatan, f. 3.8. 2001. Lillý ólst upp á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Hún gekk í Barna- skóla Óslandshlíðar í Hlíðarhúsi og fór síðan einn vetur í Héraðs- skólann í Reykholti en lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Lillý vann í Reykja- vík veturinn. 1958-1959 og sum- arið eftir starfaði hún við síldar- söltun á Siglufirði. Veturinn. 1959-1960 stundaði Lillý nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Sumarið. 1960 var hún kokkur á síldarbáti en veturinn. 1960-1961 starfaði Lillý sem ráðskona við Bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal. Lillý og Broddi hófu búskap á Framnesi í Akrahreppi. 1962 og þar bjó Lillý allt þar til hún lést eftir hetjulega baráttu við krabba- mein. Hún var virkur félagi í Kvenfélagi Akrahrepps og sat um tíma í stjórn Sambands skag- firskra kvenna. Lillý verður jarðsungin frá Miklabæjarkirkju í Akrahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 5.5. 1962, gift Stein- dóri Gunnari Magn- ússyni, f. 28.6. 1962. Dætur þeirra eru Freydís Dögg, f. 21.3. 1984 og Bergdís Björk, f. 1.8. 1997. Unnusti Freydísar Daggar er Björn Daníel Svavarsson, f. 8.7. 1982. 2) Hrafn- hildur Ósk, f. 4.8. 1963, gift Jóni Thor- berg Jenssyni, 24.12. 1964. Börn þeirra eru Arndís Embla, f. 30.9. 1995 og Tumi Thorberg, f. 4.12. 2001. 3) Óskar Gísli, f. 28.4. 1966, kvæntur Láru Gunndísi Magnúsdóttur, f. 11.1. 1970. Börn þeirra eru Svanhildur Arna, f. 6.6. 1995, Sigurður Sölvi, f. 6.8. 1997 og Lilja Margrét, f. 6.2. 2002. 4) Hjördís Edda, f. 14.5. 1968, sam- býlismaður Gunnar Kjartansson, f. 23.9. 1965. Börn þeirra eru Broddi, f. 25.6. 1999, Benedikt Darri, f. 10.4. 2003 og Glódís María, f. 1.7. 2006. 5) Birna Björk, f. 24.3. 1975, sambýlismaður Odd Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elsku hjartans mamma. Ástarþakkir fyrir allar góðu sam- verustundirnar og allt það góða veganesti sem þú gafst okkur fyrir lífið. Kærleikur þinn, ástúð og gjaf- mildi mun fylgja okkur alla tíð. Við söknum þín mikið. Það er alltaf sárt og ósanngjarnt að sjá lífið fjara svona út hjá þeim sem maður elskar og eru manni kærir, þó svo að öll þín erfiðu veikindi séu nú að baki. Við varðveit- um minningarnar um þig og miðlum áfram til barna okkar. Við biðjum Guð að geyma þig og styrkja pabba á þessum erfiðu tímum. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Sigrún, Hrafnhildur, Óskar Gísli, Hjördís Edda og Birna Björk. Elsku besta amma mín. Mér þykir svo afskaplega vænt um þig og vildi ekki að Guð tæki þig til sín strax. Ég man þegar þú varst ung og litaðir í litabók með mér. Mér þótti mjög vænt um þegar þú prjón- aðir peysu á mig og bangsann minn. Bara svo þú vitir það þá er bangsinn sem þú gafst mér í jólagjöf á fyrstu jólunum mínum, uppáhaldsleikfangið mitt. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þú ert alltaf hjá mér. Þú varst líka merkileg kona og öllum þótti vænt um þig og þú veist hversu mik- ið. Ég mun alltaf minnast þín fyrir það hversu góð og þolinmóð þú varst við mig, þó að ég væri stundum sjálf óþolinmóð og vildi að allt gerðist strax. Þín Bergdís Björk. Elsku góða amma Lillý. Við söknum þín mikið. Það var allt- af gaman og gott að koma í sveitina til ykkar afa Brodda. Þú hugsaðir vel um okkur og alltaf fengum við eitt- hvað gott að borða hjá þér. Þú steikt- ir heimsins bestu pönnukökur og kleinurnar voru svo góðar. Þó svo að við vöknuðum snemma í sveitinni þá varst þú alltaf komin á fætur á undan okkur og tilbúin með heitan hafra- grautinn. Mikið fannst okkur leiðin- legt hvað var langt að fara til ykkar afa Brodda, annars hefðum við komið oftar. Eftir að þú veiktist komst þú oftar í bæinn til þess að hitta lækninn þinn, þá gátum við hitt þig oftar. Við áttum margar góðar samverustundir í Mávahlíðinni sem við geymum og gleymum aldrei. Þegar þú komst í bæinn færðir þú okkur svo oft litlar fallegar gjafir og mikið urðum við glöð þegar þú birtist og við fengum nýja litabók, bíl, bók eða hlýja sokka. Þú varst alltaf að hugsa um ömmu- börnin þín og vildir gleðja okkur. Takk fyrir allar fallegu gjafirnar, stórar og smáar. Alltaf fengum við koss frá þér, þegar mamma var búin að tala við þig í síma. Takk fyrir öll fallegu póst- kortin þín, þú mundir alltaf eftir okk- ur þegar þú fórst til útlanda. Við ætl- um að geyma þau vel. Mamma sagði okkur að þú værir orðin mikið veik. Það var gott að hún gat verið hjá þér síðustu vikuna, því þú ert mamma hennar mömmu. Nú ert þú orðinn engill hjá Guði og getur fylgst ennþá betur með okkur. Þú ert ekki lengur með krabbamein og þér líður vel, það er gott. Við elskum þig mikið og við ætlum að tala oft um þig við Glódísi Maríu, svo hún muni líka eftir þér, en núna er hún svo lítil. Við kveikjum á kerti fyrir þig og horfum á myndina af þér og okkur saman. Takk fyrir allt, elsku amma Lillý. Þegar við förum með bænirnar okkar á kvöldin biðjum við Guð að hugsa vel um þig og afa Brodda. Broddi, Benedikt Darri og Glódís María. Elsku besta amma mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja og mér finnst það svo alltof snemmt. Ég á samt svo margar yndislegar minningar og fyrir þær er ég þakk- lát. Það var alltaf svo gott að koma í sveitina og mér fannst ekkert verra að vera eina barnabarnið á þeim tíma. Ég gat alltaf fundið upp á ein- hverju og húsið á Framnesi var æv- intýraheimur. Ég fór í fjársjóðsleit upp á loft og inn í forstofu og sýndi þér svo gersemarnar sem ég fann. Aldrei bannaðir þú mér að hnýsast um allt og oft vildir þú helst að ég fengi að eiga fjársjóðinn. Þú bakaðir líka bestu pönnukökur og kleinur í heimi og það var líka það sem ég borðaði helst í sveitinni, kleinur og soda stream, fyrir utan hafragraut- inn á morgnana. Það var líka alltaf skúffukaka í ofninum þegar ég kom því þú vissir hvað mér fannst best. Jólin á Framnesi voru æðisleg. Öll fjölskyldan saman komin, mamma og systkini hennar og svo ég. Birna setti vöfflur í hárið á mér og þú stóðst í eldhúsinu og sást til þess að allir fengju eitthvað gott að borða. Það eina sem skyggði á var hvað upp- vaskið tók langan tíma svo biðin eftir því að opna pakkana var endalaus að mér fannst. Í seinni tíð komum við sjaldnar í sveitina en þú komst þeim mun oftar til okkar og var það ekki verra. Þú gast alltaf hjálpað mér að laga kjóla sem ég hafði keypt í se- cond hand-búðum og sást til þess að ég ætti nóg af sokkum og vettlingum. Það var svo gaman að geta kynnst þér líka þegar ég var orðin aðeins eldri. Við áttum sameiginleg áhuga- mál og mér fannst aldrei leiðinlegt að fara með þér í svokallaðar skranbúð- ir og svo kíktum við á kaffihús á eftir. Ég held að þú hafir nefnilega líka haft gaman af fjársjóðsleit. Við höfð- um líka báðar ótrúlega gaman af töskum og nælum og slæðum og mér fannst svo skemmtilegt að skoða það með þér og líka að kíkja í hattabúðir. Það var líka stundum svo notalegt að sitja með þér í eldhúsinu heima fyrir svefninn og spjalla saman. Mér finnst ég svo ótrúlega heppin að hafa upplifað sveitina hjá þér sem barn og að hafa svo fengið að eiga þig að vin- konu líka þegar ég varð eldri. Þú varst líka alltaf svo ánægð með mig og það skipti mig svo miklu máli. Ég er svo glöð yfir að þú skulir hafa lagt þig fram um að mæta á tón- leikana mína flesta og þú misstir aldrei af neinum atburði í mínu lífi. Það var yndislegt að hafa þig á út- skriftartónleikunum mínum í vor og ég veit að þú vildir líka alls ekki missa af þeim. Engillinn sem þú færðir mér er líka svo fallegur og ég mun passa hann alltaf. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og ég vildi að þú hefðir verið hress lengur og að þú værir hér enn, þú varst enn svo ung. Ég veit að ég sé þig aftur, fallega amma mín, en þangað til mun hugur minn vera hjá þér því þú ert mér svo dýrmæt. Þín Freydís Dögg. Hún amma bakaði góðar pönnu- kökur. Amma bjó líka til bestu fiski- bollur í heimi. Já, hún amma Lillý vildi alltaf gefa okkur eitthvað gott. Hún hafði hlýjan faðm sem við skrið- um oft upp í. Þegar við vorum lítil hlupum við oft milli húsanna á nátt- fötunum í von um gott í munninn og ömmuknús. Besta byrjun á góðum degi þá var að borða hafragraut og lýsi í ömmuhúsi með afa og ömmu. Það voru forréttindi að eiga skjól hjá ömmu þegar hitt fullorðna fólkið var upptekið. Nú er hún amma farin til himna í faðm mömmu sinnar og pabba. Jólin verða öðruvísi en áður. Núna er okk- ur kalt í sálinni og við vermum okkur við fallegar minningar um ömmu Lillý. Með tímanum kemst ylur í all- an kroppinn á ný. Elsku amma, takk fyrir allt. Svanhildur Arna, Sigurður Sölvi og Lilja Margrét. Arndís Guðrún Óskarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Arndísi Guðrúnu Óskarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn og barnabarnabarn, KRISTINN VEIGAR SIGURÐSSON, Birkiteig 17, Keflavík, lést af slysförum laugardaginn 1. desember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. desember kl. 14:00. Anna Guðbjörg Kristinsdóttir, Birgir Stefánsson, Sigurður Óskar Sólmundarson, Vilborg Rós Eckard, systkinin, afar, ömmur, langamma og langafi. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls STEFÁNS LÁRUSAR ÁRNASONAR múrara. Kristín Haraldsdóttir, Stella K. Stefánsdóttir, Stefán Valdimarsson, Sigrún M. Stefánsdóttir, Erla D. Stefánsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Leifur Þórsson, Halla Björk Stefánsdóttir, barnabörn. ✝ DR. HANS MARTIN LIPP, fyrrum prófessor við háskólann í Karlsruhe, Þýzkalandi, og tengiliður íslenskra verkfræðinema þar, lést að heimili sínu í Stupferich fimmtudaginn 5. desember. Jarðarförin fer fram í Stupferich föstudaginn 14. desember kl. 14:00. Barbara Lipp, Andreas Lipp, Agnezieska Lipp, Hartmut Lipp, Anne-Marie Metzker. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HARALDUR TEITSSON matreiðslumaður, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu (líknardeild), laugardaginn 10. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Heiða Magnúsdóttir, Atli Haukur Haraldsson, Teitur Haraldsson, Haukur Haraldsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN JÓSEP FRIÐRIKSSON, Smyrlafelli, Bakkafirði, lést fimmtudaginn 6. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Guðrún Sigurjónsdóttir, Stefanía Sigurjónsdóttir, Jón Eyþór Steinþórsson, Reimar Sigurjónsson, Dagrún Þórisdóttir, Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA SIGURÐARDÓTTIR viðskiptafræðingur, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. desember klukkan 15.00. Rannveig Rist, Jón Heiðar Ríkharðsson, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, Hólmfríður Vigdís Rist Jónsdóttir, Bergljót Rist, Sveinn Atli Gunnarsson, Hekla Rist, Kolka Rist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.