Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birgir Guð-laugsson bygg- ingameistari fæddist á Siglufirði 28. apríl 1941. Hann lést þar 26. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- laugur Gottskálks- son, smiður og verkamaður á Siglu- firði, f. 1.10. 1900, d. 6.2. 1977, og kona hans Þóra María Amelía Björnsdóttir, f. 4.11. 1897, d. 27.3. 1976. Systkini Birgis eru Regína, f. 1928, Helena, f. 1932, Sonja, f. 1936 og Birgitta, f. 1945. Birgir kvæntist 28.4. 1963 Erlu Svanbergsdóttur frá Ísafirði, dótt- ur Svanbergs Sveinssonar, f. 29.3. 1907, d. 4.1. 2002, og Þorbjargar Kristjánsdóttur, f. 10.4. 1910, d. 28.2. 1984. Þau Birgir eignuðust þrjú börn. 1) Birgitta, f. 27.9. 1963, læknir í Svíþjóð, gift Jóni Rafni Péturssyni, f. 14.5. 1962 og er son- ur þeirra Pétur Rafn, f. 8.3. 1988. 2) Bryndís , f. 7.10. 1965, lyfjafræð- ingur, býr með Árna Magnússyni, f. 24.12. 1962. 3) Guðlaugur, f. 6.8. 1970, sjúkraþjálfari, sambýliskona Berglind Grétarsdóttir, f. 25.2. 1972. Börn Guðlaugs með fyrri eiginkonu, Önnu Rós Jensdóttur, eru Ástrós Erla, f. 1.6. 1998, og Birgir, f. 5.7. 2001. Birgir lauk grunnskólanámi á Siglufirði og hóf nám í trésmíði hjá Þórarni Vilbergs- syni og lauk því 1962. Með Þórarni stofnaði hann bygg- ingafyrirtækið Berg og rak það fyrst ásamt Þórarni en síðan einn. Fyrir- tæki Birgis hefur unnið að fjölda bygginga á Siglu- firði, lögreglustöðv- ar, ráðhúss og sjúkrahúss og marg- ir hafa lært til smíða hjá Birgi Guðlaugssyni. Bátahúsið í síldarminjasafninu er verk Birgis og safnaðarheimilið á Siglufirði sömuleiðis. Atvinnu- mál og velferð á Siglufirði voru áhugamál hans og sat hann í bæjarstjórn um hríð fyrir Alþýðu- flokkinn. Hann starfaði líka að vel- ferðarmálum með Kiwanishreyf- ingunni. Þá var hann ötull liðsmaður íþróttafélaga á Siglu- firði. Sjálfur var hann afreks- maður á skíðum á yngri árum og vann fjölda verðlauna á lands- mótum. Hann lék bæði blak og knattspyrnu og í Vasagönguna sænsku fór hann um sextugt. Hann iðkaði fjallgöngur og var liðtækur skákmaður. Útför Birgis verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Nú þegar jarðnesk tilvera þín hef- ur runnið sitt skeið langar mig að líta yfir farinn veg og minnast liðinna stunda. Fyrir mér varst þú ekki ein- göngu frábær faðir heldur stórkost- legur maður. Kosti þína kann ég ekki að telja alla, en læt mér nægja að staldra við ótrúlegt þolgæði, óbilandi jákvæðni, manngæsku, hreysti, rétt- sýni, að ógleymdri stakri ósérhlífni í öllum þeim verkefnum sem þú tókst þér fyrir hendur. Ekkert verkefni var óleysanlegt, hugsun lausnamiðuð og hindrunum rutt úr vegi. Í norðan stórhríð og byl þar sem gluggar brotnuðu og þakplötur flugu, varstu mættur fyrstur manna til að lagfæra það sem hægt var. Nú til dags er fólki tíðrætt um andlega og líkamlega orku til daglegra athafna. Guð má vita hvaðan þú fékkst þína orku og and- legan styrk, en öðru eins hef ég ekki kynnst á lífsleiðinni. Fátt kom þér úr jafnvægi, ef nokkuð. Geðslag þitt er fáum gefið. Með eljusemi, dugnaði, gleði og kímnigáfu hreifst þú fólk með þér meðan þú lifðir. Síðustu dagar hafa ríkulega staðfest hversu marga strengi þú snertir í hjörtum fólks á Siglufirði og víðar. Heilbrigt líferni var þitt val og staðfesta í því tilliti öðr- um hvatning og fyrirmynd. Efst í huga mér er þakklæti þér til handa fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og barnabörn þín. Öll sú viska sem af vörum þínum hnaut verður okkur leiðarljós í lífinu um ókomin ár. Takk fyrir allar sam- verustundirnar, skíðaferðirnar, fjall- göngurnar, sögurnar, yfirvegunina, væntumþykjuna og hlýjuna er frá þér streymdi. Það veit ég að Guð launar þér ríkulega á nýju tilverustigi fyrir allt það sem þú gafst samferðafólki í hinu jarðneska lífi. Þú varst engill í mannsmynd. Þinn Guðlaugur Birgisson. Elsku tengdapabbi minn Birgir. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tæpum tólf árum. Mér er minnisstæð- ur fyrsti fundurinn okkar, þar sem þú heilsaðir mér svo fallega, faðmaðir mig, og sagðir; „Vertu velkomin í fjöl- skylduna.“ Þetta varð til þess að það upphófst við okkar allra fyrstu kynni traust og tenging sem hefur alla tíð verið á milli okkar síðan. Nú þegar ég kveð þig, elsku Birgir minn, langar mig til að rifja upp nokkrar gullnar minningar. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem var hönnun og arki- tektúr. Við gátum skeggrætt fram og til baka um það. Eins og þegar þú smíðaðir sólpallana í garðinn okkar í Ásbúðinni var ekki svo lítið búið að liggja yfir blöðunum. Tröppurnar sem þú smíðaðir svo fagurlega, með litlu fjölunum framan á (sennilega 100 tals- ins) gerðir þú fyrir mig, þó seinlegt hafi verið. Þá sagðir þú: „Hvað gerir maður ekki fyrir þig, þú ert nú einu sinni uppáhalds tengdadóttir mín!“ sem var náttúrlega brandarinn þar sem þú átti bara eina tengdadóttur. Ég er svo þakklát fyrir stundirnar sem við áttum við borðstofuborðið heima. Þú hafðir svo mikla unun af því að segja sögur. Hve þú ljómaðir er þú sagðir frá öllum smáatriðunum. Þú hafðir svo skemmtilega frásagnar- gáfu. Svona varstu alltaf svo jákvæð- ur, eljusamur, þolinmóður og úrræða- góður maður, hjartahlýr og vildir allt fyrir alla gera. Það var ekkert sem var þér óyfirstíganlegt, þú leist á hlutina sem verkefni sem þyrfti að leysa. Kærleikur þinn og ömmu gagnvart börnunum ykkar, og barnabörnum var óendanlegur. Þið keyrðuð frá Siglufirði hvern mánuð til að heim- sækja okkur og knúsa litlu krílin ykk- ar sem nú sárt sakna afa síns. Stóru börnin mín minnast góðs afa líka. Er mér ljúft að minnast þess hversu fal- lega þú komst ávallt fram við þau, þó ekki hafi þau verið þér blóðskyld. Styrkur sá er þú og amma veittuð mér, er leiðir okkar Gulla skildu fyrir tveimur árum, var mér afar kærkom- inn. Fallegu orðin og kveðjurnar sem ég fékk er mér ómetanlegt að eiga í dag. Æðruleysi þitt í veikindum þín- um var aðdáunarvert. Þú barðist hetjulegri baráttu, allt til síðasta dags. Ég spurði mig oft af því hvaðan þessi kraftur og styrkur kæmi hjá þér. Mér fannst svo yndislegt að þú last í litlu Vonarbókinni hvern dag. Í hjarta mínu er nú staður sem þú munt alltaf eiga. Fallegur staður sem er fullur af ást, kærleika og hlýju til þín, elsku hjartans Birgir minn. Þú varst fyrirmynd mín og verður það áfram um ókomna tíð. Mundu að ég mun alltaf elska þig – alla leið til stjarnanna og aftur til baka. Ég á eftir að sakna þín en mun hugga mig og ylja við yndislegar minningar um þig. Ég mun gæta litlu gullmolanna þinna eins og þú kallaðir börnin okkar, og halda heiðri þínum á lofti um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku tengdapabbi minn. Þín Anna Rós Elsku Erla mín, Birgitta, Binna, Gulli, Pétur Rafn, og aðrir ástvinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk og styðja. Ég trúi því að afa líði vel núna þar sem hann er staddur. Minning um yndis- legan mann mun lifa í hjörtum okkar. Þín Anna Rós. Elsku afi minn. Núna ertu dáinn. Manstu þegar við fórum upp í fjall í berjamó þar sem við tíndum bláber og borðuðum svo með rjóma heima og þér fannst það svo gott og ömmu líka. Manstu þegar við fórum í sund sam- an, við fórum í leiki í sundlauginni og vorum að kasta á milli okkar. Ég fór svo stundum með ykkur ömmu í blak, þar sem ég fékk að horfa á ykkur. Ég man þegar við fórum í fjöruna og tínd- um kuðunga og skeljar og þú byggðir með mér kastala. Við kveiktum líka risastórt bál og Edda vinkona mín fékk að fara með okkur. Svo fórum við líka að veiða stundum á bryggjunni. Einu sinni þegar við vorum nývöknuð þá fórum við út í garð í snjóhúsið sem þú bjóst til fyrir okkur og fengum okkur heitt kakó. Þú bjóst til marga kubba úr snjónum og staflaðir þeim saman svo úr varð snjóhús. Ég man svo eftir þegar þú sagðir mér söguna af Loðinbarða, Grýlu og Búkollu og þá sofnaði ég eiginlega bara á fimm mínútum. Afi náði aldrei að klára sög- una því ég var alltaf steinsofnuð áður. Ég fékk alltaf að sofa á milli ömmu og afa og það var svo þægilegt. Þegar ég vaknaði á nóttunni þá gaf afi mér hrís- mjólk. Hann var rosalega góður við mig hann afi minn. Þegar ég fékk að fara með ykkur á Sigló stoppuðum við alltaf í Staðarskála. Mér fannst svo gaman þegar þú gafst mér kubbana úr vinnuskúrnum og ég mátti teikna á þá eða smíða úr þeim. Þú hjálpaðir mér að smíða rúm úr þeim og ég man þegar afi tálgaði nafnið mitt, Ástrós, í spýtuna. Það var svo flott. Ég man líka þegar ég nuddaði afa og honum leið mjög vel, hann sagði mér að nudda dálítið fast á einum stað, amma kom og sprautaði köldu kremi á bakið á afa og afi sagði mér að drífa mig að nudda því inn í húðina. Afi borgaði mér 200 krónur fyrir nuddið. Ég var mjög þakklát fyrir. Kæri afi, þú munt alltaf eiga allt í okkur. Þú hefur hugsað svo vel um ömmu mína og verndað hana. Takk fyrir alla samveruna sem við áttum, afi minn, og takk fyrir að vera svona góður við alla. Ég vona að þér líði núna vel. Kær kveðja frá ástarrósinni þinni Ástrós Erla. Elsku afi. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn. En ég vona að þú sért á betri stað núna og þér líði vel. Þú þurftir ekki að þjást lengur, sem er blessun. Þegar ég hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman þá koma margar minningar upp í hug- ann á mér. Snjóhúsið sem þú bjóst til á Sigló þegar ég var 10 ára er flottasta snjóhús sem ég hef séð. Síðan kom amma með heitt kakó og smákökur og við áttum góða stund saman. Allar fjallgöngurnar og fjöruferðirnar voru frábærar. Einna helst er mér þó í huga daginn sem við áttum saman í fyrrasumar þegar þú fórst með mér og Siggeiri um allan Siglufjörð. Sýnd- ir okkur öll fjöllin sem þú hefur geng- ið upp á, fórum í skógræktina og í síldarminjasafnið o.m.fl. Það var ynd- islegur dagur. Þú hefur kennt mér svo margt í gegnum árin, sem ég mun aldrei gleyma, og mun taka með mér inn í framtíðina. Núna ertu farinn úr þessu lífi og kominn á betri stað. En þú verður alltaf til í mínu hjarta. Elska þig, þín Lilja Björk. Elsku afi. Ég hef saknað þín mikið. Ég man eftir öllum sögunum sem þú sagðir mér fyrir svefninn. Svo fórum við oft á gervigrasið í fótbolta. Það var gaman. Alltaf þegar við horfðum á fótboltann í sjónvarpinu héldum við með Liver- pool og vorum glaðir þegar þeir skor- uðu. Einu sinni veiddum við fisk á Sigló og fengum verðlaun. Ég var líka oft með þér á vinnubílnum á Sigló og fórum við alltaf á verkstæðið. Það var líka gaman að fylgjast með þér smíða, þá fékk ég að negla með þér. Takk, afi, fyrir að hafa verið svona góður við mig. Þinn 6 ára afastrákur Birgir Guðlaugsson. Með örfáum orðum viljum við kveðja þig, elsku besti bróðir okkar. Margs er að minnast og minningarn- ar fylla hugann og ylja okkur um hjartarætur. En fyrst og fremst finnst okkur þú vera besti bróðir í heimi. Gleðigjafi mömmu og pabba. Þú varst alltaf svo traustur og góður með þitt kærleiksríka hjarta. Alltaf áttir þú smátíma aflögu ef leitað var til þín, og aldrei voru vandamálin svo stór að ekki væri hægt að leysa þau. Það er því ekki nema eðlilegt í ljósi þess hvernig þú varst, að öllum börn- unum í fjölskyldunni þætti vænt um þig og voru þau að ræða það núna að þú værir kominn til guðs og englarnir væru líka örugglega að passa, þig því þú hefðir verið svo góður maður. Þú varst stoltur af fjölskyldunni þinni og ekki síst barnabörnunum sem voru þér einstakir gleðigjafar. Eiginkonan þín, hún Erla Svanbergs- dóttir, er ein af þessum hetjum, eins og við töluðum um síðast þegar við hittumst og þú brostir og sagðir, já ég hefði ekki getað fengið hana betri. Á hún því allan heiður og þakkir skildar fyrir dugnaðinn, þrautseigjuna og æðruleysið sem hún sýndi allan tím- ann sem þú háðir baráttuna við veik- indi þín, – allt til hinstu stundar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Biggi bróðir, far þú í friði og góður guð varðveiti þig og styrki og umvefji kærleika sínum Erlu, Birg- ittu, Bryndísi, Guðlaug og fjölskyldur þeirra og allra sem eiga um sárt að binda. Góður guð varðveiti minningu þína. Þínar systur, Regín, Helena, Sonja, Marzelia Birgitta og fjölskyldur. Mig langar að minnast æskuvinar míns Birgis eða Bigga. eins og hann var kallaður. Hann var öflugur skíða- maður. lagði áherslur á norrænar greinar. varð síðar margfaldur Ís- landsmeistari á gönguskíðum og stökki. Birgir var 3 árum eldri en ég og minnist ég þess að hann var að hvetja okkur strákana til að vera með á skíðunum. Fyrstu árin vorum við vinirnir við skíðaiðkun á Siglufirði en síðar fórum við að taka þátt í mótum í öðrum landshlutum. Ég minnist fyrstu áætluðu ferðar minnar til Reykjavíkur sem var með Bigga og öðrum skíðamönnum á Íslandsmótið 1958. Stökkkeppnin var á Kolviðar- hólspallinum og á mótið komu bestu stökkmenn landsins, ég var of ungur til að taka þátt í mótinu en boðið að vera undanfari á stökkpallinn fyrir keppendur. Ekki varð úr þessari ferð minni þá, því nokkrum dögum áður brotnaði ég í leikfimistíma í skólan- um. En síðar áttum við Birgir eftir að upplifa mörg ævintýri í skíðaferðum saman. Við Birgir unnum að því að bæta okkur af lífi og sál til að verða betri skíðamenn. Sumrin á Siglufirði iðuðu af lífi og mikið af aðkomufólki. Á veturna var staðurinn einangraður, mikil snjó- þyngsli og erfiðar samgöngur um bæ- inn. Engin göng komin og farið yfir Siglufjarðarskarð sem oft var illfært . Við tókum m.a. að okkur að leita uppi bilaðar rafmagnslínur sem ekki var óalgengt eftir óveður yfir bæinn og rafmagnsleysi. Rafmagnslínur til Siglufjarðar lágu frá Skeiðsfossvirkj- un í Fljótum til Siglufjarðar. Þetta var góð æfing fyrir okkur á göngu- skíðunum að ganga upp Siglufjarðar- skarð, yfir í Fljótin og aftur heim. Í byrjun árs 1961 fórum við saman til Lillehammer í Noregi í nokkrar vikur til að æfa okkur á gönguskíðum og stökki. Þetta var skemmtilegur tími. Gönguskíði frá því snemma að morgni, stökk æft eftir hádegi og oft ganga um kvöldmat. Þetta var ævin- týri líkast. Við fórum víða og tókum þátt í skíðamótum. Síðsumars 1963 bauð Skíðasam- band Íslands göngu- og svigmönnum upp í Kerlingarfjöll til alhliða styrkt- ar- og þolæfinga. Þetta var liður í undirbúningi í þátttöku Íslendinga á Vetrarólympíuleikana í Innsbruck 1964. Til undirbúnings á vali þátttak- enda á leikana sjálfa voru síðan haldin úrtökumót. Birgir og ég vorum síðar valdir sem þátttakendur á gönguskíð- um á leikana 1964. Ótal minningar- brot hafa komið í hugann þegar ég minnist áranna á Siglufirði og míns besta vinar og félaga á Siglufirði. Áður en við héldum til Noregs hafði Biggi kynnst ungri stúlku frá Ísafirði sem átti hug hans allan. Bjuggu þau allan sinn búskap á Siglufirði í sínu fallega húsi. Eignuðust 2 dætur og einn son sem er á aldur við syni okkar. Á árum áður fórum við með börnin til ömmu og afa í vetrar- og sumarferðir. Tókst vinskapur með Gulla syni þeirra og okkar sonum og hefur sú vinátta haldist alla tíð. Síðast þegar ég talaði við Bigga í símann var hann kominn til Siglufirði úr sinni síðustu ferð frá Reykjavík úr læknismeðferð. Í samtalinu sagði hann við mig að fyrra bragði að batinn væri hægur. Erla mín, Birgitta, Bryndís og Gulli, við Eygló og börnin sendum ykkur innilega samúðarkveðju. Bless- uð sé minning kærs vinar. Þórhallur Sveinsson. Í litlum samfélögum eins og heimabæ mínum Siglufirði er einn af höfuðkostunum að allir þekkja alla, og að fólk er meðvitað um samborg- ara sína. Það tekur þátt í gleði þeirra og sorgum, sigrum og ósigrum. Þann- ig hefur mér verið kunnugt um veik- indi vinar míns, Birgis Guðlaugssonar byggingameistara, og ég hef fylgst náið með líðan hans og baráttu í veik- indunum. Ég hafði því grun um hvaða tíðindi væri verið að færa mér þegar hringt var til mín úr símanúmeri Birgis og eiginkonu hans Erlu. Ég horfði smástund á símanúmerið og bjó mig undir slæm tíðindi og tilfinn- ing mín reyndist því miður rétt, systir Birgis, Regína, tilkynnti mér andlát hans. Allir Siglfirðingar, hvar sem þeir búa í heiminum, þekktu Birgi vel og eingöngu af góðu einu. Sumir þekktu hann af afrekum hans á íþróttasviðinu en Birgir var til fjölmargra ára einn af bestu skíðagöngu- og skíðastökks- mönnum landsins. Margir þekktu hann einnig af félagsmálastörfum hans. Birgi kynntist ég fyrst sem sam- starfsmanni þegar ég var íþrótta- fulltrúi á Siglufirði. Þar áttum við samvinnu m.a. í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og við skipulagningu og stjórnun móta. Sem strákpatti leit ég upp til Birgis sem hins unga fjölhæfa og geðprúða íþróttamanns og þeirri skoðun minni deildu fjölmargir ung- lingar. Hann var góð fyrirmynd í einu og öllu. Birgir náði langt í skíðaiðkun sinni og vann marga titla fyrir Siglu- fjörð á skíðamótum landsins. Hann lét ekki skíðin ein duga en var einnig vel liðtækur í knattspyrnu. Birgir var því í íþróttum allt árið, og alla sína ævi. Ég átti þess kost, þrátt fyrir nokkurn aldursmun, að vera með Birgi í einni íþróttagrein, það er í öld- ungablaki, og áttum við þar margar góðar stundir og tókum þátt í fjöl- mörgum mótum. Birgir var ævinlega hrókur alls fagnaðar og var meðal annars falið að stýra að minnsta kosti tveimur mörg hundruð manna öld- ungamótum heima á Siglufirði og veita öðrum góð ráð um framkvæmd slíkra móta. Góð íþrótt er gulli betri og heilbrigð sál í hraustum líkama voru, að mér fannst, einkunnarorð Birgis. Fram- takssemi, góð skipulagning og glað- værð fylgdu Birgi í öllum störfum hans. Hann var gull af manni. Hinir Birgir Guðlaugsson Kæri afi. Þín er saknað ólýsanlega mikið og ég get ekki hugsað mér sársaukann sem þú þurftir að fara í gegnum. En ég er stoltur af þér fyrir hörkuna og er þakklátur fyr- ir að þú þyrftir ekki að kvelj- ast þegar þú fórst inn í hinn eilífa draum. Þú varst svo hraustur og gast lagað allt. Ég sakna þín mikið. Hvíldu í friði, elsku afi. Kveðja, Bergþór Dagur. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.