Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞORSKSTOFNINN er ekki að hjarna við sam- kvæmt niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar úr stofnmælingu botnfiska í haust. Heildarvísitala þorsks lækkaði um 20% frá haustmælingunni í fyrra og hefur lækkað um 34% frá 2004. Þá eru vísbendingar um að þorskárgangurinn frá í ár sé slakur. Meðalþyngd 6-8 ára fisks mældist 19-15% lægri en í fyrra en holdafar þorsksins á norð- ursvæði reyndist svipað og þá. Fæðuathuganir sýndu að heildarfæðumagn í þorskmögum var það minnsta síðan mælingar hófust. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, sagði enga einhlíta skýringu vera á því hvers vegna þorskurinn virðist eiga jafn erf- itt uppdráttar og mælingar gefa til kynna. Hann sagði niðurstöður í haustrallinu innan skekkju- marka og í samræmi við stofnmat stofnunarinnar frá síðasta vori og stofnmælingu í mars sl. „Það er visst áhyggjuefni að það virðist hafa verið minna fæðuframboð nú en í fyrra,“ sagði Jó- hann. Hann sagði kolmunna ekki jafn aðgengileg- an þorskinum nú miðað við sem var frá 2002 til 2005. Kolmunna hefði lítið orðið vart innan lög- sögunnar upp á síðkastið. Þá virtist vera minna af loðnu nú en í fyrra og sandsíli hefði verið í lægð. Minna fæðuframboð hefur haft áhrif á með- alþyngd fiskanna, en þrátt fyrir það er holdafar gott og ljóst að fiskurinn er ekki að drepast úr hor, að sögn Jóhanns. Hafið kemur sífellt á óvart Í frétt Hafrannsóknastofnunar kemur fram að stofnmæling að hausti nái ekki vel til þorsks á grunnslóð, enda beindist hún upphaflega aðallega að grálúðu, karfa og þorski í landgrunnshallanum. Jóhann sagði stofnmælingu í mars (togararall) vera lykilstærð til að meta ástand þorsksins. Hún hefði verið framkvæmd í 23 ár og sérstaklega mið- uð við að ná sem best til þorskstofnsins bæði grunnt og djúpt. Búið er að stofna starfshóp full- trúa Hafrannsóknastofnunar og aðila úr sjávar- útvegi til að fara yfir reynsluna af togararallinu og koma með tillögur um betrumbætur. Gísli Vilhjálmur Jónsson, skipstjóri á línuveið- aranum Páli Jónssyni GK-7, sagði að ef nið- urstöður Hafró væru réttar væri málið alvarlegt. Hann kvaðst hafa ákveðnar efasemdir um stofn- stærðarmælingar með togararalli, en það væri stærsti þátturinn í veiðiráðgjöfinni. „Ég er búinn að vera skipstjóri í 35 ár og hafið er alltaf að koma mér á óvart,“ sagði Gísli. „Ég get aldrei gengið að fiski. Verð að byggja á reynslu, en mest eru það tilviljanir sem gera að verkum að menn fiska og það að kunna að lesa úr nátt- úrunni.“ Gísli kvaðst líta svo á að frekar ætti að líta á niðurstöður úr togararallinu sem vísbend- ingar en staðreyndir. Hann nefndi að þegar tog- ararallið var sett upp voru kuldaskil í hafinu fyrir norðan og vestan land og alltaf mikið af fiski við þau. Alltaf er togað á þessum bleyðum þótt skilin séu löngu horfin. Hins vegar hafi menn á grálúðu verið að fá þorsk niður á 400 faðma dýpi sem hafi verið óþekkt á árum áður. Hann taldi að breytt hitastig sjávar hefði valdið dreifingu fiskjarins. Gísli taldi að veiði undanfarins áratugar hefði verið í hámarki fyrir tveimur árum. Í fyrra og sér- staklega í ár hefði þróunin verið niður á við. „Fiskurinn hefur verið smár, en það er ekkert að því. Það segir okkur að fiskur er að alast upp,“ sagði Gísli. Páll Jónsson GK er gerður út af Vísi í Grindavík. Á sama tíma í fyrra máttu 56% af því sem þeir veiddu vera þorskur, en nú má það ekki fara yfir 40%. Gísli taldi að talsvert væri af þorski í hafinu. „Við forðumst þorsk eins og við lifandi getum. Ef skoðuð eru gögn frá Vísi má ekki lesa úr þeim að það sé minna af þorski í sjónum, heldur að við séum að reyna að veiða eitthvað annað.“ Reynslan af togararallinu verður tekin til skoðunar Skipstjóri segist þurfa að forðast þorskinn sem mest hann má Morgunblaðið/Eggert ÁRLEGUM fundi samstarfshóps um þorskrannsóknir lauk í gær. Þar ræddu málin sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunar og um 15 skipstjórnarmenn og útgerðaraðilar. Í frétt af fundunum segir m.a.: „Fram kom í máli skipstjórnarmanna, og var það stutt með gögnum frá vinnslu, að hlutfallslega væri nú veitt meira af smáþorski vegna aukinnar sóknar í ýsu á grunnslóð. Vaxandi hlutfall smá- þorsks í afla kemur einnig fram í gögnum Hafrannsóknastofnunarinnar. Menn voru almennt sam- mála að þessi breyting á sóknarmynstri væri áhyggjuefni og þyrfti að skoða nánar.“ Smáþorskur sækir á grunnslóð STJÓRN Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar hefur sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: „Stjórn Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar telur mikilvæga þá ákvörð- un Ríkisendurskoðunar að ráðast í út- tekt á starfsemi félagsins, eins og stjórn Þróunarfélagsins óskaði eftir fyrr á þessu ári. Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar er þess fullviss að úttekt Ríkisendurskoðunar leiði í ljós að við sölu fasteigna á Keflavík- urflugvelli hafi í öllu verið farið eftir lögum um Þróunarfélag Keflavíkur- flugvallar. Ennfremur að unnið hafi verið samkvæmt þeim skilyrðum og fyrirmælum sem félaginu voru sett. Tilgangurinn með stofnun Þróun- arfélagsins var meðal annars að koma fasteignum í eigu ríkisins á Keflavík- urflugvelli sem fyrst í arðbær borg- araleg not með það að markmiði að já- kvæð samfélagsleg áhrif verði sem mest og neikvæðum áhrifum á nær- samfélagið verði haldið í lágmarki. Í þjónustusamningi Þróunarfélags- ins við ríkið er kveðið á um markmið, umboð og heimildir Þróunarfélagsins. Félagið var stofnað 24. október 2006 og hefur starfað faglega samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var 9. desember sama ár. Þróunarfélagið hefur frá upphafi kallað eftir áhugasömum aðilum með hugmyndir um nýtingu eigna á svæð- inu, meðal annars með áberandi aug- lýsingum með vísun í upplýsandi vef félagsins, þar sem allar óseldar eignir ríkisins á svæðinu eru kynntar og söluskilmálar tíundaðir. Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Magnús Gunnarsson, Árni Sigfússon, Stefán Þórarinsson.“ Fagna úttekt á starfsemi Þró- unarfélagsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Árna Sig- fússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ: „Í ræðum á Alþingi, sem útvarp- að og sjónvarpað var fyrir alþjóð, létu alþingismennirnir Atli Gíslason og Bjarni Harðarson falla ummæli í minn garð sem eru alger ósannindi. Atli Gíslason sagði m.a. að Reykjanesbær væri eigandi í Há- skólavöllum, sem keypt hafi 1700 íbúðir og ég væri þar stjórnarfor- maður! Þar væri ég að gæta hags- muna báðum megin við borðið. Þetta eru ósannindi. Reykjanesbær er ekki eigandi að Háskólavöllum. Ég er þar hvorki stjórnarformað- ur né í stjórn þess félags, og á enga hluti í því félagi og á engra persónu- legra hagsmuna að gæta í því félagi. Bjarni Harðarson fullyrti í ræðu fyrir alþjóð að ég ætti persónulega hluti bæði í Þróunarfélagi Keflavík- urflugvallar og skólafélaginu Keili sem stofnað var til að byggja upp vísindasamfélag á fyrrum varnar- svæði. Þetta kom einnig fram í Mbl. í morgun (föstudag). Þetta eru einnig hrein ósannindi. Ég á engra persónulegra hags- muna að gæta í þessum félögum. Ég á enga hluti í þessum fé- lögum. Ég starfa að uppbyggingarverk- efnum á Vallarheiði en svæðið er m.a. hluti af Reykjansbæ. Ég starfa þar sem fulltrúi sveitarfélaga á Suð- urnesjum og Reykjanesbæjar. Netþjónabú, kvikmyndaver, flug- akademía, orkusetur, nemendagarð- ar og menntasamfélag eru afurðir uppbyggingar á Vallarheiði. Ég mun hvergi gefa eftir í því hlutverki til að skapa öflugt og ný- stárlegt atvinnulíf með heiðarlegum hætti, þátt fyrir ósannindi og for- tölur þessara manna. Ég krefst þessa að þingmennirnir leiðrétti ósannindin í minn garð. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ“ Þeir sögðu ósatt ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.