Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR/KIRKJUSTARF AKRANESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Stúlknakór Akraneskirkju syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. AKUREYRARKIRKJA | Vígsla kapellu Sjúkrahússins á Akureyri fer fram 14. des- ember kl. 10.30 og er öllum opin. Að henni lokinni gefst kostur á að skoða kap- elluna, muni hennar og aðstöðu trúar- legrar þjónustu. Kapellan er öllum opin, til bæna og/eða til að njóta kyrrðar í erli dagsins. Aðventuguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku sunnudagaskólabarna. Leikhópur úr Brekkuskóla syngur lög úr söngleiknum „Kraftaverk á Betlehemstræti“. Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustuna. ÁRBÆJARKIRKJA | Jólastund sunnudaga- skólans og Fylkis er kl. 11. Leikhópurinn Perlan með helgileik. Jólaball Fylkis og Ár- bæjarkirkju í safnaðarheimili kirkjunnar á eftir. Aðventuhátíð safnaðarins kl. 20. Ræðumaður kvöldsins Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður. Kirkju- og barna- kór kirkjunnar syngja jólalög. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón hafa Elías og Hildur Björg. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi og hressing eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson þjónar ásamt starfsfólki sunnu- dagaskólans. Bjartur Logi Guðnason organisti leiðir lofgjörðina. BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11.30. Aðventusamkoma kl. 18. Meðal efnis: Einsöngur, helgileikur barna og jólasaga. Kirkjukór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Al- mennur söngur. Ritningarlestur og bæna- gjörð. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | 150 ára afmælishátíð Brautarholtskirkju í Fólk- vangi kl. 14. Helgistund í umsjón sókn- arprests, barnakór Klébergsskóla og Karlakór Kjalnesinga syngja. Erindi um sögu kirkjustaðarins. Tónlistarflutningur: Egill Ólafsson, Jónas Þórir og Hjörleifur Valsson. Veitingar. BREIÐHOLTSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Þátttakendur í félagsstarfinu í Gerðubergi lesa ritningarlestra og bænir. Að lokinni messu verður kaffisala til styrktar Líkn- arsjóði Breiðholtskirkju í safnaðarheim- ilinu. Athugið breyttan messutíma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna með söng og fræðslu. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Ungmennahljómsveit spil- ar undir stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar ásamt sóknarpresti, kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Re- nötu Ivan. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Stoppleikhúsið með Jólin hennar Jóru. Aðventuhátíð í umsjá æskulýðsfélagsins Meme kl. 20, ræðumaður er Erla Guðrún Arnmundardóttir, æskulýðsfulltrúi Háteigs- kirkju. Kaffisala til styrktar mæðrastyrks- nefnd. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Aðventuhátíð barnanna í umsjá sr. Þorvaldar Víðissonar. Börn úr Vesturbæjarskóla syngja undir stjórn Nönnu Yngvadóttur. Einnig syngur Dóm- kórinn, organisti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 17. Söngur, jólaminn- ingar, helgileikur o.fl. Kyrrðarstund má- nud. 10. des. kl. 18. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Guðmundur K. Ágústsson. Kór Fella-og Hólakirkju leiðir al- mennan safnaðarsöng undir stjórn Guð- nýjar Einarsdóttur, félagar úr Leikni kveikja á aðventukransinum. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Þóreyjar Jónsdóttur. Kirkjuvörður/meðhjálpari er Kristín Ing- ólfsdóttir. FÍLADELFÍA | English service at kl. 12.30 pm Entrance – main door. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfs- son, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Ald- ursskipt barnakirkja, öll börn 1-13 ára velkomin. Bein útsending á Lindinni eða á www.gospel.is. Á sunnudagskvöldum kl. 20 á Omega er sýnd samkoma frá Fíladel- fíu. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís Huld Þrastardóttir syngur lög af nýjum geisladiski, Englar í ullarsokkum. Aðventukvöldvaka kl. 20. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur hugleiðingu kvöldsins. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar. Einsöngur Erna Blöndal. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Fjölskyldu- samkoma kl. 14. Barnastarfsmenn sjá um samkomuna og munu m.a. sýna leikrit. Á samkomunni verður einnig lofgjörð og fyr- irbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Barnastarf í umsjá Ásu Bjarkar, Móheiðar og Péturs Markan kl. 14. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður er Geir Jón Þórisson. Lög- reglukórinn syngur og einnig mun Eiríkur Hreinn Helgason syngja. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller sjá um tónlist- ina. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Sam- koma kl. 17, á Örkinni, Brautarholti 29. Eftir samkomu er kaffi og spjall. Orð dagsins: Teikn á sólu og tungli. (Lúk.21) Morgunblaðið/Sverrir Brautarholtskirkja Kjalarnesi. Aðventutónleikar í Skálholtsdómkirkju Árlegir aðventutónleikar Skál- holtskórsins verða í dag, laugard kl. 15 og kl. 18, í Skálholts- dómkirkju. Einsöngvarar með kórnum verða Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem sungið hefur á aðventutónleikum kórsins mörg undanfarin ár, og ungur tenór ætt- aður úr Tungunum, Egill Árni Páls- son. Einnig syngur Barna- og Kammerkór Biskupstungna, stjórn- andi tónleikanna er Hilmar Örn Agnarsson dómorganisti og kantor í Skálholtsdómkirkju. Jólalag Skál- holts 2007 er samið af Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáldi en kórinn hefur frumflutt a.m.k. eitt nýtt jóla- lag ár hvert undanfarin ár. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju Fjölskylduhátíð verður í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 og mun hún taka mið af aðventu og kom- andi jólum. Bjarni Gíslason fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar kynnir viðfangsefni hjálparstarfsins og jólasöfnun þess og sýnir myndir frá erlendum vettvangi. Leiðtogar sunnudagaskólanna leiða dag- skráratriði hátíðarinnar ásamt sr. Gunnþór Þ. Ingasyni sóknarpresti. Barna- og unglingakór Hafn- arfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Í lok- in verður boðið upp á góðgæti í Ljósbroti Strandbergs. Ljósamessa í Landakoti Maríumessa á aðventu verður laug- ardaginn 7. desember kl. 18. Að þessu sinni verður vökumessa þess- arar hátíðar haldin á aðfangadags- kvöld. Samkvæmt gömlum hefðum er sérstök messa haldin á aðventu sem kölluð er „ljósamessa“. Slökkt er á öllum rafmagnsljósum og kirkjugestir eru með kerti í hendi alla messuna. Að messu lokinni er boðið upp á heitt súkkulaði og smá- kökur í safnaðarheimilinu. Aðventusamvera í Kópavogskirkju Árleg aðventusamvera Kópavogs- kirkju verður kl. 20. Kór Kópavogs- kirkju syngur aðventu- og jólalög og leiðir almennan söng. Organisti og kórstjóri er Lenka Mátéová kantor kirkjunnar. Þórunn Elín Pétursdóttir syngur einsöng. Edda Andrésdóttir fréttakona flytur hug- vekju og Sigríður Stefánsdóttir les jólasögu. Sr. Auður Inga Ein- arsdóttir annast ritningarlestur, bæn og blessun. Samverunni lýkur með almennum söng og orgelleik. Boðið verður upp á súkkulaði í Borgum að aðventusamveru lok- inni. Aðventutónleikar í Selfosskirkju Messa verður kl. 11 í Selfosskirkju. Hjónin Helgi Sigurðsson og Hildur Thors lesa ritningarlestra. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Barnasamkoma er kl. 11.15. Léttur hádegisverður er að lokinni athöfninni. Aðventu- tónleikar verða kl. 17 og 20. Þar mun barna- og unglingakórar Sel- fosskirkju syngja, Strengjasveit Tónlistarskóla Árnessýslu, Lúðra- sveit Selfoss og Blásarasveit Tón- listarskólans leika og Kór Fjöl- brautaskólans, Kirkjukór Selfoss, Karlakór Selfoss, Samkór Selfoss, Jórukórinn og Hörpukórinn syngja. Í lokin verður almennur söngur. Kynnir á tónleikunum er Valdimar Bragason kirkjuvörður. Ágóði af tónleikunum rennur að þessu sinni til þess að bæta hljóð- og hlust- unarkerfi Selfosskirkju. Helgileikur í Grafarvogskirkju Barnakór Grafarvogskirkju flytur helgileik eftir John Høybye í fjöl- skylduguðsþjónustu í Borgarholts- skóla kl. 11. Prestur er séra Lena Rós Matthíasdóttir, umsjón hafa Gunnar og Dagný, stjórnandi er Svava Kristín Ingólfsdóttir og org- anisti er Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Sunnudagaskóli er í Graf- arvogskirkju kl. 11. Prestur er séra Vigfús Þór Árnason, umsjón hafa Hjörtur og Rúna og undirleikari er Stefán Birkisson. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur séra Bjarni Þór Bjarna- son. Guðsþjónusta á Hjúkr- unarheimilinu Eir kl. 15.30. Prestur séra Vigfús Þór Árnason og Þor- valdur Halldórsson leikur og syng- ur. Jólatónleikar verða kl. 16 þar sem Krakkakór, Barnakór, Ung- lingakór og Kór Grafarvogskirkju syngja jóla- og aðventulög. Stjórn- endur eru Hörður Bragason, Gróa Hreinsdóttir og Svava Kr. Ingólfs- dóttir. Hljóðfæraleikarar: Birgir Bragason bassi, Hjörleifur Valsson fiðla, Hörður Bragason orgel, Að- alheiður Þorsteinsdóttir píanó, Gróa Hreinsdóttir píanó. Aðventukvöld í Garðasókn Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Ví- dalínskirkju. Nemendur og starfs- fólk Hofsstaðaskóla koma í heim- sókn og taka þátt í athöfninni. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu und- ir stjórn æskulýðs-og forvarnarfull- trúa Garðasóknar. Aðventu- samkoma verður í Vídalínskirkju kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna. Karl Ágúst Úlfsson bæj- arlistarmaður Garðabæjar flytur hugvekju og kór Vídalínskirkju flytur sálma víða að úr heiminum undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar. Að lokinni athöfn verður boðið upp á súkkulaði með rjóma og piparkökur. Sjá www.garda- sokn.is Sigurbjörn Einarsson í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Aðventukvöldvaka verður í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði kl. 20. Frí- kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Arnar Arnarsonar og Erna Blöndal syng- ur einsöng. Sungnir verða aðventu- sálmar sem beina huga okkar að hinu eina og sanna tilefni jólahátíð- arinnar. Hugleiðingu kvöldsins flytur dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Aðventuhátíð í Árbæjarkirkju Jólastund sunnudagaskólans og Fylkis verður í Árbæjarkirkju og hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik um fæðingu frelsarans. Tendrað verður á öðru kerti aðven- tukransins, jólasaga lesin og jólalög sungin. Eftir stundina í kirkjunni er farið í safnaðarheimilið á jólaball og dansað í kringum jólatréð. Sveinar úr næsta nágrenni koma í heimsókn með góðgæti handa börn- unum. Aðventuhátíð Árbæjarsafnaðar er kl. 20. Á efnisskrá er m.a. Triosonate í B-dúr e. Händel I og II kafli og III og IV kafli, flytjendur eru Magnea Árnadóttir flautuleik- ari, Hjörleifur Valsson fiðla og Krisztina Kalló Skzlenár. Hátíð- arræðu kvöldsins flytur Sigmundur Ernir Rúnarsson sjónvarps- og fréttamaður, kirkjukór Árbæj- arkirkju syngur við undirleik og stjórn Krisztina Kalló Skzlenár. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Jensínu Waage, einnig verð- ur almennur söngur. Ferming- arbörn flytja helgileik „Sjá, konug- ur þinn kemur til þín“. Endað er á að rökkvað er í kirkjunni og að- ventuljós kirkjugesta tendruð og sungin jólasálmurinn Heims um ból. Kynnir kvöldsins er Sigurþór Ch. Guðmundsson sóknarnefnd- armaður. Eftir aðventustundina er boðið í heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar. Leikrit og aðventuhátíð í Lágafellskirkju Barnastarfið í Lágafellskirkju er kl. 13. Stopp-leikhópurinn flytur leikritið ,,Jólin hennar Jóru“. Að- ventuhátíð er kl. 20, samverustund á aðventu með tónlist, söng, ræðu/ hugvekju og bæn. Tónlistarflutning og söng annast hópur tónlista- manna og söngvara sem munu flytja hátíðleg aðventu- og jólalög og leiða almennan söng. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Kirkjukór Lágafells- sóknar, Skólakór Varmárskóla, undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar, strengja- og blás- arasveit. Organisti er Jónas Þórir og ræðumaður er Haraldur Sverr- isson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Að samverunni lokinni er öllum boðið til kaffiveitinga í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Karlakór Reykjavíkur syngur í Hallgríms- kirkju Messa og barnastarf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóni D. Hróbjartssyni og messuþjónum. Unglingar tendra tvö ljós á aðven- tukransinum. Magnea Sverrisdóttir djákni hefur umsjón með barna- starfinu. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar en þeir hafa í mörg ár sungið eina aðventumessu í kirkjunni. Síðustu tónleikarnir á Jóla- tónlistarhátíð Hallgrímskirkju verða kl. 17 og er yfirskrift tón- leikanna, Bach og jólin. Björn Steinar Sólbergsson organisti og Schola cantorum flytja jólatónlist eftir J.S. Bach. Stjórnandi Hörður Áskelsson kantor. Aðventuhátið verður í Hallgríms- kirkju í dag, laugardaginn 8. des- ember kl. 12-17. Hörður Áskelsson segir frá og kynnir Klaisorgel Hall- grímskirkju kl. 12. Leikið verður á klukkuspil og lúðra í Hallgríms- kirkjuturninum 12.30. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur kl. 13. Björn Steinar Sólbergsson flytur franska jólatónlist fyrir orgel kl. 13.30. Drengjakór og félagar úr Karlakór Reykjavíkur flytja jóla- tónlist kl. 14. Hörður Áskelsson leikur orgelverk samin fyrir Klais- orgelið kl. 14.30. Söngsveitin Fíl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.