Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 52

Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 52
52 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR/KIRKJUSTARF AKRANESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Stúlknakór Akraneskirkju syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. AKUREYRARKIRKJA | Vígsla kapellu Sjúkrahússins á Akureyri fer fram 14. des- ember kl. 10.30 og er öllum opin. Að henni lokinni gefst kostur á að skoða kap- elluna, muni hennar og aðstöðu trúar- legrar þjónustu. Kapellan er öllum opin, til bæna og/eða til að njóta kyrrðar í erli dagsins. Aðventuguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku sunnudagaskólabarna. Leikhópur úr Brekkuskóla syngur lög úr söngleiknum „Kraftaverk á Betlehemstræti“. Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustuna. ÁRBÆJARKIRKJA | Jólastund sunnudaga- skólans og Fylkis er kl. 11. Leikhópurinn Perlan með helgileik. Jólaball Fylkis og Ár- bæjarkirkju í safnaðarheimili kirkjunnar á eftir. Aðventuhátíð safnaðarins kl. 20. Ræðumaður kvöldsins Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður. Kirkju- og barna- kór kirkjunnar syngja jólalög. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón hafa Elías og Hildur Björg. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi og hressing eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson þjónar ásamt starfsfólki sunnu- dagaskólans. Bjartur Logi Guðnason organisti leiðir lofgjörðina. BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11.30. Aðventusamkoma kl. 18. Meðal efnis: Einsöngur, helgileikur barna og jólasaga. Kirkjukór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Al- mennur söngur. Ritningarlestur og bæna- gjörð. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | 150 ára afmælishátíð Brautarholtskirkju í Fólk- vangi kl. 14. Helgistund í umsjón sókn- arprests, barnakór Klébergsskóla og Karlakór Kjalnesinga syngja. Erindi um sögu kirkjustaðarins. Tónlistarflutningur: Egill Ólafsson, Jónas Þórir og Hjörleifur Valsson. Veitingar. BREIÐHOLTSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Þátttakendur í félagsstarfinu í Gerðubergi lesa ritningarlestra og bænir. Að lokinni messu verður kaffisala til styrktar Líkn- arsjóði Breiðholtskirkju í safnaðarheim- ilinu. Athugið breyttan messutíma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna með söng og fræðslu. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Ungmennahljómsveit spil- ar undir stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar ásamt sóknarpresti, kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Re- nötu Ivan. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Stoppleikhúsið með Jólin hennar Jóru. Aðventuhátíð í umsjá æskulýðsfélagsins Meme kl. 20, ræðumaður er Erla Guðrún Arnmundardóttir, æskulýðsfulltrúi Háteigs- kirkju. Kaffisala til styrktar mæðrastyrks- nefnd. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Aðventuhátíð barnanna í umsjá sr. Þorvaldar Víðissonar. Börn úr Vesturbæjarskóla syngja undir stjórn Nönnu Yngvadóttur. Einnig syngur Dóm- kórinn, organisti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 17. Söngur, jólaminn- ingar, helgileikur o.fl. Kyrrðarstund má- nud. 10. des. kl. 18. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Guðmundur K. Ágústsson. Kór Fella-og Hólakirkju leiðir al- mennan safnaðarsöng undir stjórn Guð- nýjar Einarsdóttur, félagar úr Leikni kveikja á aðventukransinum. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Þóreyjar Jónsdóttur. Kirkjuvörður/meðhjálpari er Kristín Ing- ólfsdóttir. FÍLADELFÍA | English service at kl. 12.30 pm Entrance – main door. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfs- son, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Ald- ursskipt barnakirkja, öll börn 1-13 ára velkomin. Bein útsending á Lindinni eða á www.gospel.is. Á sunnudagskvöldum kl. 20 á Omega er sýnd samkoma frá Fíladel- fíu. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís Huld Þrastardóttir syngur lög af nýjum geisladiski, Englar í ullarsokkum. Aðventukvöldvaka kl. 20. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur hugleiðingu kvöldsins. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar. Einsöngur Erna Blöndal. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Fjölskyldu- samkoma kl. 14. Barnastarfsmenn sjá um samkomuna og munu m.a. sýna leikrit. Á samkomunni verður einnig lofgjörð og fyr- irbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Barnastarf í umsjá Ásu Bjarkar, Móheiðar og Péturs Markan kl. 14. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður er Geir Jón Þórisson. Lög- reglukórinn syngur og einnig mun Eiríkur Hreinn Helgason syngja. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller sjá um tónlist- ina. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Sam- koma kl. 17, á Örkinni, Brautarholti 29. Eftir samkomu er kaffi og spjall. Orð dagsins: Teikn á sólu og tungli. (Lúk.21) Morgunblaðið/Sverrir Brautarholtskirkja Kjalarnesi. Aðventutónleikar í Skálholtsdómkirkju Árlegir aðventutónleikar Skál- holtskórsins verða í dag, laugard kl. 15 og kl. 18, í Skálholts- dómkirkju. Einsöngvarar með kórnum verða Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem sungið hefur á aðventutónleikum kórsins mörg undanfarin ár, og ungur tenór ætt- aður úr Tungunum, Egill Árni Páls- son. Einnig syngur Barna- og Kammerkór Biskupstungna, stjórn- andi tónleikanna er Hilmar Örn Agnarsson dómorganisti og kantor í Skálholtsdómkirkju. Jólalag Skál- holts 2007 er samið af Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáldi en kórinn hefur frumflutt a.m.k. eitt nýtt jóla- lag ár hvert undanfarin ár. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju Fjölskylduhátíð verður í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 og mun hún taka mið af aðventu og kom- andi jólum. Bjarni Gíslason fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar kynnir viðfangsefni hjálparstarfsins og jólasöfnun þess og sýnir myndir frá erlendum vettvangi. Leiðtogar sunnudagaskólanna leiða dag- skráratriði hátíðarinnar ásamt sr. Gunnþór Þ. Ingasyni sóknarpresti. Barna- og unglingakór Hafn- arfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Í lok- in verður boðið upp á góðgæti í Ljósbroti Strandbergs. Ljósamessa í Landakoti Maríumessa á aðventu verður laug- ardaginn 7. desember kl. 18. Að þessu sinni verður vökumessa þess- arar hátíðar haldin á aðfangadags- kvöld. Samkvæmt gömlum hefðum er sérstök messa haldin á aðventu sem kölluð er „ljósamessa“. Slökkt er á öllum rafmagnsljósum og kirkjugestir eru með kerti í hendi alla messuna. Að messu lokinni er boðið upp á heitt súkkulaði og smá- kökur í safnaðarheimilinu. Aðventusamvera í Kópavogskirkju Árleg aðventusamvera Kópavogs- kirkju verður kl. 20. Kór Kópavogs- kirkju syngur aðventu- og jólalög og leiðir almennan söng. Organisti og kórstjóri er Lenka Mátéová kantor kirkjunnar. Þórunn Elín Pétursdóttir syngur einsöng. Edda Andrésdóttir fréttakona flytur hug- vekju og Sigríður Stefánsdóttir les jólasögu. Sr. Auður Inga Ein- arsdóttir annast ritningarlestur, bæn og blessun. Samverunni lýkur með almennum söng og orgelleik. Boðið verður upp á súkkulaði í Borgum að aðventusamveru lok- inni. Aðventutónleikar í Selfosskirkju Messa verður kl. 11 í Selfosskirkju. Hjónin Helgi Sigurðsson og Hildur Thors lesa ritningarlestra. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Barnasamkoma er kl. 11.15. Léttur hádegisverður er að lokinni athöfninni. Aðventu- tónleikar verða kl. 17 og 20. Þar mun barna- og unglingakórar Sel- fosskirkju syngja, Strengjasveit Tónlistarskóla Árnessýslu, Lúðra- sveit Selfoss og Blásarasveit Tón- listarskólans leika og Kór Fjöl- brautaskólans, Kirkjukór Selfoss, Karlakór Selfoss, Samkór Selfoss, Jórukórinn og Hörpukórinn syngja. Í lokin verður almennur söngur. Kynnir á tónleikunum er Valdimar Bragason kirkjuvörður. Ágóði af tónleikunum rennur að þessu sinni til þess að bæta hljóð- og hlust- unarkerfi Selfosskirkju. Helgileikur í Grafarvogskirkju Barnakór Grafarvogskirkju flytur helgileik eftir John Høybye í fjöl- skylduguðsþjónustu í Borgarholts- skóla kl. 11. Prestur er séra Lena Rós Matthíasdóttir, umsjón hafa Gunnar og Dagný, stjórnandi er Svava Kristín Ingólfsdóttir og org- anisti er Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Sunnudagaskóli er í Graf- arvogskirkju kl. 11. Prestur er séra Vigfús Þór Árnason, umsjón hafa Hjörtur og Rúna og undirleikari er Stefán Birkisson. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur séra Bjarni Þór Bjarna- son. Guðsþjónusta á Hjúkr- unarheimilinu Eir kl. 15.30. Prestur séra Vigfús Þór Árnason og Þor- valdur Halldórsson leikur og syng- ur. Jólatónleikar verða kl. 16 þar sem Krakkakór, Barnakór, Ung- lingakór og Kór Grafarvogskirkju syngja jóla- og aðventulög. Stjórn- endur eru Hörður Bragason, Gróa Hreinsdóttir og Svava Kr. Ingólfs- dóttir. Hljóðfæraleikarar: Birgir Bragason bassi, Hjörleifur Valsson fiðla, Hörður Bragason orgel, Að- alheiður Þorsteinsdóttir píanó, Gróa Hreinsdóttir píanó. Aðventukvöld í Garðasókn Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Ví- dalínskirkju. Nemendur og starfs- fólk Hofsstaðaskóla koma í heim- sókn og taka þátt í athöfninni. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu und- ir stjórn æskulýðs-og forvarnarfull- trúa Garðasóknar. Aðventu- samkoma verður í Vídalínskirkju kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna. Karl Ágúst Úlfsson bæj- arlistarmaður Garðabæjar flytur hugvekju og kór Vídalínskirkju flytur sálma víða að úr heiminum undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar. Að lokinni athöfn verður boðið upp á súkkulaði með rjóma og piparkökur. Sjá www.garda- sokn.is Sigurbjörn Einarsson í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Aðventukvöldvaka verður í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði kl. 20. Frí- kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn Arnar Arnarsonar og Erna Blöndal syng- ur einsöng. Sungnir verða aðventu- sálmar sem beina huga okkar að hinu eina og sanna tilefni jólahátíð- arinnar. Hugleiðingu kvöldsins flytur dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Aðventuhátíð í Árbæjarkirkju Jólastund sunnudagaskólans og Fylkis verður í Árbæjarkirkju og hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Leikhópurinn Perlan sýnir helgileik um fæðingu frelsarans. Tendrað verður á öðru kerti aðven- tukransins, jólasaga lesin og jólalög sungin. Eftir stundina í kirkjunni er farið í safnaðarheimilið á jólaball og dansað í kringum jólatréð. Sveinar úr næsta nágrenni koma í heimsókn með góðgæti handa börn- unum. Aðventuhátíð Árbæjarsafnaðar er kl. 20. Á efnisskrá er m.a. Triosonate í B-dúr e. Händel I og II kafli og III og IV kafli, flytjendur eru Magnea Árnadóttir flautuleik- ari, Hjörleifur Valsson fiðla og Krisztina Kalló Skzlenár. Hátíð- arræðu kvöldsins flytur Sigmundur Ernir Rúnarsson sjónvarps- og fréttamaður, kirkjukór Árbæj- arkirkju syngur við undirleik og stjórn Krisztina Kalló Skzlenár. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Jensínu Waage, einnig verð- ur almennur söngur. Ferming- arbörn flytja helgileik „Sjá, konug- ur þinn kemur til þín“. Endað er á að rökkvað er í kirkjunni og að- ventuljós kirkjugesta tendruð og sungin jólasálmurinn Heims um ból. Kynnir kvöldsins er Sigurþór Ch. Guðmundsson sóknarnefnd- armaður. Eftir aðventustundina er boðið í heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar. Leikrit og aðventuhátíð í Lágafellskirkju Barnastarfið í Lágafellskirkju er kl. 13. Stopp-leikhópurinn flytur leikritið ,,Jólin hennar Jóru“. Að- ventuhátíð er kl. 20, samverustund á aðventu með tónlist, söng, ræðu/ hugvekju og bæn. Tónlistarflutning og söng annast hópur tónlista- manna og söngvara sem munu flytja hátíðleg aðventu- og jólalög og leiða almennan söng. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Kirkjukór Lágafells- sóknar, Skólakór Varmárskóla, undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar, strengja- og blás- arasveit. Organisti er Jónas Þórir og ræðumaður er Haraldur Sverr- isson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Að samverunni lokinni er öllum boðið til kaffiveitinga í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Karlakór Reykjavíkur syngur í Hallgríms- kirkju Messa og barnastarf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóni D. Hróbjartssyni og messuþjónum. Unglingar tendra tvö ljós á aðven- tukransinum. Magnea Sverrisdóttir djákni hefur umsjón með barna- starfinu. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar en þeir hafa í mörg ár sungið eina aðventumessu í kirkjunni. Síðustu tónleikarnir á Jóla- tónlistarhátíð Hallgrímskirkju verða kl. 17 og er yfirskrift tón- leikanna, Bach og jólin. Björn Steinar Sólbergsson organisti og Schola cantorum flytja jólatónlist eftir J.S. Bach. Stjórnandi Hörður Áskelsson kantor. Aðventuhátið verður í Hallgríms- kirkju í dag, laugardaginn 8. des- ember kl. 12-17. Hörður Áskelsson segir frá og kynnir Klaisorgel Hall- grímskirkju kl. 12. Leikið verður á klukkuspil og lúðra í Hallgríms- kirkjuturninum 12.30. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur kl. 13. Björn Steinar Sólbergsson flytur franska jólatónlist fyrir orgel kl. 13.30. Drengjakór og félagar úr Karlakór Reykjavíkur flytja jóla- tónlist kl. 14. Hörður Áskelsson leikur orgelverk samin fyrir Klais- orgelið kl. 14.30. Söngsveitin Fíl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.