Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ENN hefur orðið hörmulegt bana- slys í umferðinni. Enn á ný horfumst við í augu við að kannski hefði mátt koma í veg fyrir slys ef tilteknum forvörnum hefði verið beitt. Þessi nöturlega staðreynd blasir of oft við þegar banaslys eru annars vegar. Hugur okkar er hjá foreldrum og öðr- um aðstandendum litla drengsins í Keflavík og öðrum sem misst hafa ástvini í umferð- arslysum. Orsakir slysanna eru margar og misjafnar og oft eru þær nokkrar og samverkandi. Hegðun ökumanns ræður miklu en færi og veður einnig. Stundum er það ástand ökutækis og stundum eitthvað í umferðarmann- virkjunum sem leiðir til slyss eða kemur í það minnsta ekki í veg fyrir það og afleiðingar þess. Æ meira er nú horft til þess að gera umferðarmannvirki þannig úr garði að þau og umhverfi þeirra dragi eins og kostur er úr afleið- ingum slysa og áverka ef eitthvað fer úrskeiðis í akstrinum. Þetta á einnig við um skipulag gatna, íbúð- arhverfa og þjóðvega sem er tilefni þessarar greinar. Skipulag skiptir máli Mörg rótgróin bæj- arfélög í landinu búa við skipulag sem er barn síns tíma sem í dag ræður ekki við sí- vaxandi umferð í bæj- unum. (Það á raunar við þjóðvegakerfið líka sem við erum orðin eft- ir á með að endurnýja og byggja upp.) Skipu- lag gömlu hluta bæj- anna byggist oft á að- algötum, tengibrautum og safnbrautum sem erfitt getur verið að greina á milli. Þegar umferð um aðalgöturnar gerist tafsöm leitar hún í tengigötur og safngötur og þar standa yfirleitt íbúðarhús. Oft er því lítill munur á húsagötu, safngötu og tengibraut. Þetta eru iðulega nokk- uð breiðar götur sem þýðir að hrað- inn er jafnmikill og á aðalgötunum. Þetta skipulag býður hættunni heim því að við þessar íbúðargötur er fólk á ferli, ekki síst börn, og allir vita að þau eru kvik og frá á fæti. Ný íbúðarhverfi hafa í seinni tíð verið skipulögð þannig að aðal- umferðaræðar liggja utan við hverf- in, þær tengdar saman með tengi- götum þar sem hraða er haldið niðri til dæmis með hringtorgum. Inn í hverfin sjálf liggja síðan safngötur, gjarnan með hraðahindrunum eða þrengingum, og stuttar húsagötur. Þar er hámarkshraðinn oft 30 km á klst. Skipulag þetta kallast flokkað gatnakerfi og er til þess fallið að draga úr óþarfa umferð inni í íbúðar- hverfum, hraða hennar og þeirri hættu að gangandi stafi ógn og hætta af umferð bíla. Það er því varasamt að horfa framhjá þessari hugmyndafræði hins flokkaða gatnakerfis þegar ný hverfi eru skipulögð. Ný stefna hef- ur hins vegar numið land sem felur í sér afturhvarf til fyrri tíma þar sem gert er ráð fyrir að umferðin geti flætt um allt viðkomandi hverfi án þess að eiga beinlínis erindi í það. Þetta hefur verið orðað svo að verið sé að fjölfalda 101 Reykjavík og þannig megi efla samskipti íbúanna. En jafnvel þótt gripið sé til hraða- hindrandi aðgerða í slíku gatnakerfi, sem að vísu duga misvel gagnvart öflugum bílum nútímans, þá er ekk- ert sem kemur í staðinn fyrir rólega húsagötu sem er algjörlega án um- ferðar sem á þangað ekkert erindi. Umferð beint á stofnbrautir Í nýlegri úttekt Reykjavík- urborgar á umferðaröryggi 30 km hverfa kom í ljós að slysatíðni er hæst í 101 Reykjavík, einmitt þar sem umferðin getur flætt hindr- unarlítið í gegnum hverfið og flokk- un gatna er lítil sem engin. Í úttekt- um á slysatíðni á öðrum götum kemur einnig í ljós að slysatíðni á vel útbúnum stofnbrautum með mis- lægum gatnamótum er með lægsta móti en götur sem eru með mismun- andi hlutverk eru yfirleitt með háa slysatíðni. Það er því allt sem mælir með því að hindra að óviðkomandi umferð fari um húsagötur og safn- götur og henni verði beint að af- kastamiklum stofnbrautum þar sem hún kemst leiðar sinnar á greiðan og öruggan hátt. Gatnaskipulag íbúðarhverfa á fyrst og fremst að þjóna þeim sem þar búa. Þar verða öryggissjónarmið að vera efst á blaði og hámarkshrað- inn sem minnstur. Umferðin safnast í rólegheitunum að stærri götunum og síðan út úr hverfinu. Á sama hátt þegar menn koma inn í hverfið er hinn takmarkaði hámarkshraði skýrt tilgreindur bæði með góðum merkingum sem og gerð gatnanna. Hringtorg, þrengingar, hraðahindr- anir og skýrar hraðamerkingar eru lykilatriði í íbúðarhverfunum auk eftirlits lögreglu. Ef við ætlum að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að fækka slysum verðum við að skoða alla möguleika. Við getum bætt hegðan okkar, við vitum að það er víða nauð- synlegt að grípa til ákveðinna að- gerða og við vitum að allt kostar það fjármuni. Samgönguyfirvöld og sveitarfélög þurfa að láta umferð- aröryggismál njóta forgangs – með- an svo er ekki getum við ekki vænst þess að slysunum fækki. Umferðarslys og skipulagsmál Kristján L. Möller skrifar um samhengi umferðarslysa og skipulags » Gatnaskipulag íbúð-arhverfa á fyrst og fremst að þjóna þeim sem þar búa. Þar verða öryggissjónarmið að vera efst á blaði og hámarkshraði sem minnstur. Kristján Möller Höfundur er samgönguráðherra. SÚ umræða sem að undanförnu hefur átt sér stað um samning Björgólfs Guðmunds- sonar og RÚV um framlag þess síð- arnefnda til innlendra, leikinna sjónvarps- þátta hefur að mínu mati litlu skilað og ekki nálgast kjarna málsins. Hún hefur ekki snúist um að ræða málið ofan í kjölinn heldur það hver getur haft hæst. Ég átti orðastað um þetta við Pál Magnússon í sjónvarpi, sem varð til þess að ég fékk undarlega sendingu frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráð- herra lýðveldisins, í fréttum RÚV. Ráðherrann sagði á þá leið að stjórnarmenn Hollvina Rík- isútvarpsins væru óvildarmenn RÚV vegna þess að þeir væru á móti þessum „góða samningi“. Þetta rakti ráðherrann til særinda vegna þess að við töpuðum í bar- áttunni gegn hlutafélagsvæðingu stofnunarinnar. Þetta er ekki svaravert og á lítið skylt við lýð- ræðislega umræðu. Samningur hefur nú verið birtur á heimasíðu RÚV, eftir að þess var krafist með tilvísan til upplýs- ingalaga. Hann reyndist vera hin mesta hrákasmíð, bæði hvað snerti merkingu, innihald og málfar, auk þessa sem þar eru ýmsar þver- sagnir. Ég sagði í samtali okkar Páls að Hollvinasamtökunum fyndist að opinbert útvarp ætti ekki að þiggja styrk frá einkafyrirtæki. Svar Páls var að styrkirnir færu ekki til RÚV heldur beint til kvikmynda- framleiðenda sem framleiddu efnið. Ég spurði þá hvers vegna mætti ekki stofna sjóð utan RÚV. Þá væri verið að styrkja efni sem yrði ekki sýnt í RÚV, var hið undarlega svar útvarpsstjórans. Í samningnum stendur að tveggja manna framkvæmdanefnd skuli velja þau verkefni sem styrkt verði og að þessi nefnd skuli skip- uð dagskrárstjóra Sjónvarps (Þór- halli Gunnarssyni) og fulltrúa Ólafsfells ehf., fyrirtækis í eigu Björgólfs Guðmundssonar sem annast þetta mál fyrir hans hönd. Þótt Björgólfur segist ekki ætla að skipta sér af verkefna- vali eru bein tengsl milli hans og fulltrúa hans í framkvæmda- nefndinni. Þá eru í samn- ingnum vægast sagt undarleg ákvæði um væntanlegan hagnað af þeim verkefnum sem styrkt verða. Þar segir að stefnt skuli að því að verja hluta væntanlegs hagnaðar til að framleiða ný verkefni en mig grun- ar reyndar að fátítt sé að hagnaður sé af framleiðslu Sjónvarpsins. En fari svo er þetta ákvæði alltént tekið aftur í 4. grein þar sem segir að Ólafsfell ehf. skuli hafa forgang að hagnaðinum þar til hann nemur „15% af hlutdeild RÚV og Ólafs- fells í viðkomandi verkefni, en fjár- hæðin skal uppreiknuð miðað við vísitölu neysluverðs á þeim tíma er hún kemur til greiðslu. Að fram- angreindu marki náðu skulu end- urgreiðslur af hverju verkefni greiðast til Ólafsfells og RÚV í þeim hlutföllum sem aðilar lögðu fram til fjármögnunar á verkefni (sic!)“. Af fyrstu fréttum af samn- ingnum varð ekki annað ráðið en báðir aðilar ætluðu að leggja fram jafna hluti. Ekkert segir þó um það í samningnum en í grein 4b er 40% framlag Ólafsfells á móti 20% framlagi RÚV (þegar 15% markinu er náð!) nefnt sem dæmi um skipt- ingu hagnaðar, ekki 50/50. Loks má rýna í þá staðhæfingu að Björgólfur og RÚV ætli að leggja fram 2-300 milljónir króna á samningstímanum, sem er þrjú ár. Það eru 100 til 150 milljónir á hvorn aðila eða 33 til 50 milljónir á ári. Það dugir nú satt að segja fremur skammt í þessum bransa! Og því hefur auk þess verið fleygt að RÚV hafi tilkynnt að vegna þessa samnings verði styrkir sem áður höfðu verið ákveðnir skornir niður um helming – því Björgólfur muni sjá um afganginn! Þá er það mjög varhugavert að með samningnum fær Þórhallur Gunnarsson ótrúlega mikil völd. Hann er dagskrárstjóri, hann stjórnar Kastljósi sem er ætlað að umfaðma allt fréttatengt efni Sjón- varpsins og drjúgan hluta af menn- ingarumfjöllun þess. Og nú fær hann nánast einræði við val á efni sem verður styrkt með fé frá Björgólfi – en hefur þó fulltrúa hans sér til fulltingis. Æðstu yfirmenn RÚV segjast virða hlutverk þess sem almanna- útvarp og fullvissa okkur um að það verði ekki selt. En frjáls- hyggjumenn, sem vilja almanna- útvarpið feigt, hafa tilbúið laga- frumvarp um einkavæðingu RÚV og hafa ekki gefist upp á að koma því í gegn. Þeir afneita menningar- hlutverkinu, því hlutverki sem er þó meginforsenda almannaútvarps, ekki aðeins hér heldur og annars staðar á Norðurlöndum, í Bret- landi og Bandaríkjunum. Útvarps- stjóri og dagskrárstjóri leggja of- uráherslu á að auka „áhorf“ með öllum ráðum, án tillits til gæða þess efnis sem sýnt er; eina hugs- unin er að efnið falli sem flestum í geð. Þannig getur almannaútvarp ekki hagað sér. Almannaútvarp er ekki rekið með hagnaðarvon, jafn- vel ekki í Bandaríkjunum, og á ekki að vera á útflöttum popp- markaði. Menntamálaráðherra kallar okk- ur Hollvini RÚV óvildarmenn stofnunarinnar. Það eru mikil öf- ugmæli. Þótt Ríkisútvarpið hafi nú verið gert að hlutafélagi telur stjórn Hollvinasamtakanna að þau hafi enn hlutverki að gegna og vinnur að því þessar vikurnar að tryggja nýjan grundvöll undir starfsemi samtakanna, þar sem að- almarkmiðið verður að styðja og styrkja Ríkisútvarpið og hvetja það góða starfsfólk sem þar vinnur í baráttunni við að halda úti ís- lensku hljóðvarpi og sjónvarpi í al- mannaþágu. Orðaskylmingar um Björgólfssamning Þorgrímur Gestsson skrifar um samning Björgólfs Guðmunds- sonar og RÚV um styrki til framleiðslu innlends leikins sjónvarpsefnis » Og nú fær hann nán-ast einræði við val á efni sem verður styrkt með fé frá Björgólfi – en hefur þó fulltrúa hans sér til fulltingis. Þorgrímur Gestsson Höfundur er formaður Hollvina Ríkisútvarpsins. Í TILEFNI af átaki gegn kynbundnu of- beldi finnst mér mik- ilvægt að við hugum að hvar við stöndum í umræðunni um heil- brigð sambönd, og hvað við gerum til að kenna unga fólkinu okkar mikilvægi heil- brigðra sambanda. Umræður um heil- brigði sambanda eru að mínu mati kjarninn í forvörnum gegn kyn- bundnu ofbeldi. Við verðum að kenna ungu fólki, jafnt drengjum sem stúlkum að of- beldi gagnvart öðrum, í hvaða formi sem er, er aldrei réttlæt- anlegt. Að brjóta ann- an aðila niður, þvinga hann til að gera hluti eða taka þátt í athöfn- um gegn hans vilja er ekki undir nokkrum kring- umstæðum í lagi. Forvarnir gegn kynbundnu of- beldi byrja inni á heimilum okkar, og við foreldrar verðum að leggja áherslu á að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Hlutverk feðra skiptir þar miklu máli, bæði sem fyrirmyndir sona sinna í hegðun gagnvart konum, og sem fulltrúar annarra karlmanna í samskiptum við dætur sínar. Við verðum að ræða við börnin okkar um skelfileg áhrif kynbundins ofbeldis, á þann hátt sem aldur þeirra og þroski leyfir. Höfum augun opin fyrir þeim sam- böndum sem unglingarnir okkar eru í og grípum inn í ef grunur leikur á ofbeldi í sambandinu. Skólarnir gegna líka mjög mik- ilvægu hlutverki þegar kemur að forvörnum. Mikið og gott starf hef- ur farið fram innan skólanna um forvarnir gegn fíkniefnaneyslu, svo og kynfræðsla fyrir unglinga sem forvarnir gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. En fræðsl- an um heilbrigði í samböndum? Unglingadeildir grunnskóla og framhaldsskólarnir eru kjörinn vett- vangur til að koma þessu að. Lífs- leiknikennsla í sumum skólum tekur á þessu, en það virðist ekki vera markvisst. Ef við kennum börn- unum og unglingunum okkar virð- ingu gagnvart hvert öðru, kennum þeim hvað er heilbrigt og óheilbrigt í sam- böndum við aðra, þá er ég sannfærð um að við getum minnkað kyn- bundið ofbeldi. Til er námsefni sem notað hefur verið með góðum árangri í Bandaríkj- unum í formi stuttra námskeiða eða hóp- umræðna. Þessi nám- skeið eru á ensku, en hægt er að nálgast þau og þýða með lítilli fyr- irhöfn. Þar er ungling- um kennt að þekkja einkenni heilbrigðra og óheilbrigðra sambanda, þeim hjálpað að skilja mismunandi tegundir ofbeldis og áhrif þess í samfélaginu, og kennd- ar leiðir til að taka rétt- ar ákvarðanir fyrir sig sjálf. Mér finnst sú staðreynd oft gleymast í umræðunni um kyn- bundið ofbeldi að margar unglings- stúlkur upplifa líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi í þeim sam- böndum sem þær eru í. Oft hafa þær ekki styrkinn eða stuðninginn til að koma sér út úr þeim að- stæðum eða vita ekki hvert þær eiga að snúa sér til að fá hjálp. Því er mikilvægt að við sköpum þeim vett- vang þar sem hægt er að ræða þessi mál, spyrja spurninga og fá svör. Þrátt fyrir að umræðan núna snú- ist um kynbundið ofbeldi gegn kon- um, megum ekki gleyma því að karl- menn í gagnkynhneigðum samböndum verða líka fyrir ofbeldi þó það sé sjaldgæfara, svo og konur og karlar í samkynhneigðum sam- böndum. Við þurfum líka að muna að ofbeldi gegn einstaklingum er fjölþættara en líkamlegt eða kyn- ferðislegt ofbeldi, það getur t.d. líka verið félagslegt, andlegt og/eða fjár- hagslegt. Ég vil í lokin skora á foreldra, og þá sérstaklega feður að sýna gott fordæmi og nýta tækifærið á meðan á þessu átaki stendur til að ræða al- varleika kynbundins ofbeldis við unglingana sína. Kynbundið ofbeldi – hugum að forvörnum Margrét Grímsdóttir skrifar um heilbrigði í samböndum Margrét Grímsdóttir »Fræðsla fyrirunglinga um heilbrigði í sam- böndum er mik- ilvægur þáttur í forvörnum gegn kyn- bundnu ofbeldi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað við fræðslu gegn ofbeldi í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.