Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SJÁLFSTÆÐISMENN fagna í dag 70 ára afmæli Sjálfstæðiskvenna- félagsins Hvatar í Reykjavík sem er fjölmennasta stjórnmálahreyfing kvenna á landinu. Í sjö áratugi hafa sjálfstæðiskonur í Reykjavík verið einn af máttarstólpum flokksstarfs- ins. Þær hafa í 70 ár borið hitann og þungann af öflugri kosningabaráttu og sýnilegu flokksstarfi í höfuðborg- inni. Í seinni tíð hafa sjálfstæðiskonur enn fremur látið að sér kveða með beinum og óbein- um hætti, m.a. staðið fyrir fund- um og nám- skeiðahaldi fyrir konur um stjórn- mál og þannig fengið til liðs við flokkinn fleiri öflugar konur sem hafa tekið þátt í pólitísku starfi og þannig sýnt einstaka samfélagslega ábyrgð. Að öflugu starfi Hvatar hafa í gegnum tíðina staðið konur sem á óeigingjarnan hátt hafa sýnt Sjálf- stæðisflokknum og samfélaginu holl- ustu sína með mikilli vinnu. Við Hvat- arkonur erum stoltar af því starfi. Um leið og ég vil óska félaginu mínu til hamingju með afmælið hvet ég allt sjálfstæðisfólk til að mæta í Valhöll í dag kl. 17 og fagna merkum tímamótum. ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR fv. varaformaður Hvatar. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt 70 ára Frá Ásthildi Sturludóttur: JÓLIN nálgast með sínum ljósum, gjöfum, hátíðleika, stressi og jóla- tónleikum. En þeim fylgir líka sorg og söknuður. Því á jólunum verða hughrifin meiri en aðra daga. Margir eiga um sárt að binda, hafa misst náinn ættingja, gengið í gegnum skilnað eða eiga hreinlega ekki peninga fyrir öllu því sem fylgir jólunum. Það er sárt og þá sérstaklega fyrir börnin að horfa á allt fallega dótið í búð- unum og vita að þau geta ekki einu sinni látið sig dreyma um að eignast þessa hluti. Einnig eru örugglega ekki létt sporin hjá þeim fullorðnu að fara til Mæðrastyrksnefndar og þiggja mat eða annað til að geta haldið jólin. Á hverju ári fyrir jólin er umfjöll- un í fjölmiðlum um fátækt á Íslandi en síðan er lítið minnst á þessa skömm sem hefur aukist til muna í velmegunarþjóðfélaginu síðustu ár. Munurinn milli ríkra og fátækra er orðinn gríðarlegur. Laun sums fólks eru skammarlega lág og ekki dettur ríkisstjórninni í hug að gera eitthvað í þeim efnum þó að það sé afgangur í ríkiskassanum. Nei, það er aldrei svigrúm til þess að hækka kaup hinna lægst launuðu en alltaf svig- rúm til að aðstoða þá ríku til að verða ríkari. Svo er alltaf sami söng- urinn hjá íhaldinu um að brask- ararnir sem eru að braska erlendis og hér heima séu nauðsynlegir því þeir borgi svo háa skatta. Þeir borga t.d. 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan launþegar borga u.þ.b. 40 prósent tekjuskatt, það fólk borgar engan fjármagnstekjuskatt því það á engan afgang til að kaupa hlutabréf. Getur það talist eðlilegt að laun eins manns séu tugir milljóna á mán- uði meðan annar er með 120 þúsund á mánuði? Nei, auðvitað á þetta ekki að viðgangast! Og hvað er til ráða? Kjósa ríkisstjórn sem gerir eitthvað raunhæft til að koma á jafnari skipt- um þjóðarkökunnar! Það eru fáir stjórnmálamenn í dag sem eru samkvæmir sjálfum sér, flestir hugsa um eigin hag. Einn stjórnmálamaður sem ég hef mikið álit á reynir að gera eins mikið fyrir fólkið í landinu og hún er fær um í þessari ljónagryfju sem stjórnmál eru, en það er Jóhanna Sigurð- ardóttir. Auðvitað eru fleiri ágætir stjórnmálamenn en hún stendur upp úr og mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar. En yfir í léttara hjal. Það er alltaf hátíðlegt að fara á að- ventunni og hlusta á fallega jóla- tónlist, því fylgir slökun og gleði. Nú í ár virðast jólatónleikar hjá dægurlagastjörnum okkar vera mjög vinsælir og er húsfyllir á alla tónleika þeirra. Það er yndislegt að fólk gefi sér tíma í jólakapphlaupinu til að sinna andlegu hliðinni, ekki veitir af í stressinu. En það eru fleiri með tónleika en dægurlagasöngv- arar okkar. Flestir kvenna- og karlakórar á landinu eru með tón- leika fyrir jólin og hvet ég fólk til að sækja þá og hlusta á hátíðlegan og fallegan söng fyrir lágt miðaverð. Um leið og ég óska samlöndum mínum gleðilegra jóla hvet ég fólk til að vera virkara í samfélagi okkar og hafa meiri samkennd með náung- anum. GUNNUR INGA EINARSDÓTTIR, ritari og hársnyrtir. Raunveruleikinn á jólunum Frá Gunni Ingu Einarsdóttur FYRR á árinu fékk Bæjarráð Kópavogs erindi þar sem fyrirtæki, sem sérhæfir sig í rekstri sundlauga, óskaði eftir að taka við rekstri Sundlaug- ar Kópavogs í til- raunaskyni. Ástand mála í rekstri sund- laugarinnar hefur verið umræðuefni á síðustu misserum og er því framtakið fagn- aðarefni. Standa bæj- aryfirvöld frammi fyrir tímamóta- ákvörðun í sambandi við þjónustu við bæj- arbúa. Kópavogsbær stóð fyrir frumkvöðla- ákvörðun árið 1997 þegar hann gerði samning við Nautilus um tilraunarekstur heilsurækt- arstöðvar í sundlaugum Kópavogs. Hefur árangurinn þótt svo góður að ástæða þótti til að framlengja þjónustusamninginn nú á dög- unum. Þá hefur Kópavogsbær gert þjónustusamninga við einstaklinga og fyrirtæki um ýmiss konar starf- semi, s.s. rekstur knattspyrnuhall- ar, leikskólastarfsemi og skóla, m.a. frumkvöðla eins og Waldorf- leikskólann í Kópavogi. Slíkir samningar hafa verið gerð- ir víðar og vakti m.a. sérstaka at- hygli samningur Garðabæjar við Hjallastefnuna um rekstur einka- skóla, en óhætt er að fullyrða að Hjallastefn- an hafi skilað góðum árangri í rekstri leik- skóla. Þó að efasemdir hafi verið í upphafi um ágæti svona rekstr- arfyrirkomulags hefur komið á daginn að fyr- irkomulagið hentar vel. Starfsmannaveltan er minni og þjónusta við bæjarbúa jafngóð, ef ekki betri, í lang- flestum tilvikum. Þá virðist samkeppni einnig örva opinberan rekstur á sambæri- legum sviðum. Einok- un er aldrei af hinu góða. Hverjir eru hags- munir bæjarbúa? Íbúar í Kópavogi fá betri og fjölbreyttari þjónustu á sambærilegu verði. Ég hvet bæj- aryfirvöld í Kópavogi til að ganga til samninga um rekstur Sundlaug- ar Kópavogs með þjónustusamn- ingi því það er bæjarfélaginu Kópavogi til bóta. Framsækinn rekstur í Kópavogi Hallgrímur Viðar Arnarson skrifar um þjónustusamning um Sundlaug Kópavogs. Hallgrímur Viðar Arnarson »Hverjir eruhagsmunir bæjarbúa? Höfundur er formaður Týs, f.u.s. í Kópavogi. MJÓLKA ehf. leggst alfarið gegn hugmyndum landbúnaðarráðherra um breytingu á verðmyndun og verðlagningu á mjólkurvörum eins og þær eru kynntar í frumvarpi til laga um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvör- um sem nú er til um- ræðu á Alþingi. Við teljum afar var- hugavert að hreyfa við verðlagningu og verð- myndun á mjólk- urvörum án þess að grundvallarend- urskoðun fari fram á því lagaumhverfi sem þessari framleiðslu er búið. Sérstaklega er varhugavert að gera það án þess að afnema undanþágur Mjólkursamsöl- unnar og tengdra aðila frá sam- keppnislögum. Það getur þýtt enda- lok samkeppni í þessari grein. Mjólkursamsalan og Osta- og smjörsalan sf. hafa ítrekað brotið lög á Mjólku ehf. og hefur það verið staðfest með úrskurði Samkeppn- iseftirlitsins sem birtur var hinn 13. október 2006. Samkeppniseftirlitið hefur nú jafnframt til meðferðar kvörtun frá Mjólku ehf. vegna und- irboða og undirverðlagningar Mjólkursamsölunar og Osta- og smjörsölunnar sem hafa boðið við- skiptavinum sínum allt að 40% af- slátt af þeim vörum sem eru í sam- keppni við framleiðsluvörur Mjólku ehf. Tilmæli Samkeppniseftirlits til ráðherra Í álitsorðum samkeppniseftirlits frá 13. október 2006 kom meðal ann- ars fram að ákvæði búvörulaga um sölu mjólkur- og mjólkurafurða raski samkeppni og feli í sér mis- munun gagnvart einstökum fyr- irtækjum í mjólkuriðnaði og fari því gegn markmiðum samkeppnislaga. Í áliti sínu beindi samkeppniseft- irlitið nokkrum tilmælum til land- búnaðarráðherra. Í fyrsta lagi að hann beiti sér fyrir að afnema verð- og magntolla á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólk- uriðnaði. Í öðru lagi að hann beiti sér fyrir að afnema þá grein búvöru- laga sem snýr að verðtilfærslu af- urðastöðva í mjólkuriðnaði. Í þriðja lagi var þeim tilmælum beint til ráð- herra að hann beiti sér fyrir afnámi 71. gr. búvörulaga sem undanþiggur mjólkuriðnaðinn frá ákvæðum sam- keppnislaga um samráð og samruna afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Loks hvatti Samkeppniseftirlitið ráð- herra til að jafna að öðru leyti sam- keppnisstöðu afurðastöðva í mjólk- uriðnaði sem starfa annars vegar innan Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og hins vegar þeirra er starfa utan samtakanna. Með hliðsjón af þessum til- mælum Samkeppn- iseftirlitsins hlýtur það að vera skilyrð- islaus krafa Mjólku ehf. að allar und- anþágur sem Mjólk- ursamsalan og tengdir aðilar hafa í dag frá Samkeppnislögum verði þegar í stað af- numdar. Tillaga Mjólku Mjólka leggur til að gerð verði grundvall- arbreyting á opinberri íhlutun í verðlagningu á mjólk- urvörum. Breytingin felur í sér að verðmyndun á heildsölu- og smá- sölustigi á mjólkurvörum verði gef- in frjáls og verðlagsnefnd lögð nið- ur. Opinber íhlutun verði fyrst og fremst á hrámjólk og bændur fari sjálfir með alla samninga við hið op- inbera og afurðastöðvar. Við leggj- um til að litið verði á hrámjólk með svipuðum hætti og til dæmis grunn- net Símans og sá þáttur verði að- skilinn frá rekstri úrvinnslustöðv- anna. Þannig verði það bændur sjálfir sem fari með samninga við hið opinbera um framleiðslustuðn- ing og samninga við afurðastöðvar/ úrvinnslufyrirtæki. Opinber íhlutun í verðmyndun yrði þá fyrst og fremst á hrámjólk- urstiginu. Þá gæti samlagsfélag orðið sú grunneining sem myndar samtök mjólkurframleiðenda sem aftur færi með samninga við af- urðastöðvar og hið opinbera. Þar með yrðu bændur virkir þátttak- endur og áhrifavaldar um afkomu sína og kjör. Afurðastöðvunum yrði ekki lengur í sjálfsvald sett hvernig og hvað þær greiða fyrir afurðir bænda. Bændur gætu þá óskað eft- ir tilboðum í kaup á mjólk frá ólík- um aðilum og þar með skapað virka samkeppni um afurðir sínar. Um leið yrði tryggð samkeppni á neyt- endamarkaði sem myndi leiða til aukinnar hagræðingar og betra verðs til neytenda. Íslenskur mjólk- uriðnaður væri þar með að auka samkeppnishæfni sína og undarbúa sig fyrir samkeppni erlendis frá. Tryggja þyrfti að bændur geti einn- ig starfað sjálfstætt utan við sam- lagsfélög ef þeir kjósa að vinna úr sínum afurðum sjálfir. Þar með hefðu bændur val og forsvarsmenn mjólkurbænda fengju aðhald frá umbjóðendum sínum og yrðu að ná sem bestum samningum. Gengið þvert á tilmæli ’ Samkeppniseftirlits Þrátt fyrir tilmæli Samkeppn- iseftirlitsins og óskir Mjólku um breytingar á því samkeppn- isumhverfi sem þessari grein og fyr- irtækinu er búið hefur landbún- aðarráðherra ekki brugðist við og í raun gengið þvert gegn ábendingum þar um. Þannig hefur mjólkuriðn- aðurinn nú verið sameinaður í eitt fyrirtæki sem hefur algjöra einok- unarstöðu og yfirburði á mat- vælamarkaði. Ekkert fyrirtæki á matvælamarkaði í Evrópu hefur fengið jafn ívilnandi löggjöf. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi er aðför að tilvist Mjólku ehf. og heggur nú sá er hlífa skyldi. Verði frumvarpið að lögum óbreytt er gengið enn lengra í að hefta sam- keppni og Mjólkursamsölunni í raun færður stimpill verðlagsnefndar sem vopn í samkeppni við Mjólku með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Frumvarp ráðherra er aðför að tilvist Mjólku Ólafur M. Magnússon fjallar um verðlagningu og verðmyndun á mjólkurvörum » Það frumvarp semnú liggur fyrir Al- þingi er aðför að tilvist Mjólku ehf. og heggur nú sá er hlífa skyldi. Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Mjólku. Cavendish - tvímenningur BR Ómar Freyr Ómarsson og Örlyg- ur Már Örlygsson fengu risaskor á öðru kvöldi í Cavendish-tvímenn- ingi BR og fóru úr mínus og á topp- inn! Staða efstu para er þannig þegar eitt kvöld er eftir í þessari skemmti- legu keppni: Ómar F. Ómars. – Örlygur Örlygss. 1001 Gísli Steingrímss. – Sveinn Þorvaldss. 910 Alda Guðnad. – Esther Jakobsd. 755 Gunnl. Karlss. – Kjartan Ingvarss. 705 Gabríel Gíslason – Harpa Ingólfsd. 686 Hlynur Garðarss. – Kjartan Ásmundss. 649 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 4. desember var spilað á 14 borðum. Athygli vakti skorið hjá Ólafi og Sigurbergi en það var 69,7%. Þá fengu Magnús og Óli 66,2% skor. Úrslit urðu þessi í N/S Bjarnar Ingimarss.– Albert Þorsteinss. 384 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 370 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 361 Oddur Jónss. – Katarínus Jónsson 348 A/V Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínus. 435 Magnús Oddsson – Óli Gíslason 413 Jens Karlsson – Björns Björnsson 386 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 360 Meðalskor var 312. Endilega taka maka og börnin með. Þeir sem mættu í fyrra skemmtu sér konunglega. Bingó- spjaldið kostar aðeins 100 kr. (Áætlað að spila 5-7 leiki). Bingó- stjóri verður Inda Hrönn Björns- dóttir. u kvöldi í Cavendish-tvímenningi BR og fóru úr mínus og á toppinn! Staða efstu para er þannig þegar eitt kvöld er eftir í þessari skemmti- legu keppni: Ómar F. Ómarsson – Örlygur Örlygsson 1001 Gísli Steingrímss. – Sveinn Þorvaldss. 910 Alda Guðnad. – Esther Jakobsd. 755 Gunnl. Karlss. – Kjartan Ingvarss. 705 Gabríel Gíslason – Harpa Ingólfsd. 686 Hlynur Garðarss. – Kjartan Ásmundss. 649 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.