Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.12.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Emil BergmannEmilsson fæddist í í Hátúni í Seyðis- firði 31. október 1925. Hann lést 30. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Emil Th. Guð- jónsson og Guðný Helga Guðmunds- dóttir. Emil var 9. í röðinni af 12 systk- inum. Emil kvæntist 29. júní 1957 Cäcilie Höfner, f. í Hof bei Salzburg í Austurríki 12. júlí 1934, d. 23. ágúst 1995. Börn þeirra eru Emil Gautur, framhald- skólakennari í Reykjavík, f. 1958, Jóhann, rafmagnsverkfræðingur í Michigan í Bandaríkjunum, f. 1959, Reykjanesskóla í Ísafjarðardjúpi árið 1954. Þar kynntist hann Cäcilie. Þau giftust eftir að hafa búið einn vetur í Garði á Reykjanesi. Þaðan lá leiðin til Hafnar í Hornafirði, en árið 1959 fluttust þau til Seyðisfjarðar þar sem Emil kenndi næstu 30 árin, eða þar til hann fór á eftirlaun. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum. Sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar í tólf ár og þar af sem forseti bæjarstjórnar í fjögur ár. Hann var virkur í Leikfélagi Seyð- isfjarðar, Framtíðinni félagi eldri borgara á Seyðisfirði og Skógrækt- arfélagi Seyðisfjarðar fram á síðasta dag og hlaut m.a. fjöregg Land- græðslunnar fyrir störf sín með því síðastnefnda á síðasta ári. Útför Emils fer fram frá Seyðis- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Helga Martína versl- unarmaður í Seyðis- firði, f. 1960, Dagur grunnskólakennari á Egilsstöðum f. 1963, og Snorri, leiksjóri og þús- undþjalasmiður í Seyð- isfirði, f. 1964. Barna- börn Emils og Cillíar eru 11 og barnabarna- börnin 2. Emil ólst upp í Há- túni í Seyðisfirði. Hann tók landspróf frá Al- þýðuskólanum á Eiðum árið 1946. Næstu árin þar á eftir stundaði hann aðallega sjómennsku og vertíðarstörf. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1953. Örlögin höguðu því þannig að hann réðst til kennslu við Ég vil með nokkrum orðum minnast elskulegs bróður míns sem lést 30. nóvember eftir langt og strangt stríð við illvígan sjúkdóm 82 ára að aldri. Þó að æviárin hafi verið orðin mörg fannst mér þú alltaf ungur, þú fórst t.d. alltaf í þínar göngur, jafnvel upp um fjöll og firnindi, en útivera og náttúran voru svo stór hluti af þér. Núna þegar þú ert laus úr viðjum veikinda og þján- inga, veit ég að Sillý þín tekur á móti þér og þið getið tekið upp þráðinn og gengið saman um nýjar slóðir í landi ljóss og friðar. Þú hafðir þann sið í fjölda ára að slá á þráðinn til mín á aðfangadag jóla, hvar sem þú varst staddur hverju sinni, oftast frá Hátúni þar sem við ól- umst upp, eða úr lundinum þínum græna sem var þitt hugarfóstur. Mikið á ég eftir að sakna þess að heyra í þér um þessi jól og ég á eftir að sakna spjallsins okkar í hverri einustu viku. Það var alltaf svo gott og gaman að tala við þig um allt milli himins og jarð- ar, hlusta á þig fleygja fram vísum sem ultu upp úr þér við svo mörg tækifæri og hlusta á þig lesa ferðasögurnar þín- ar sem eru hrein snilld. Ég á líka mikið eftir að sakna þess að þú komir ekki í heimsókn suður til mín með tölvuna þína og fæ ekki lengur að njóta allra myndanna sem þú varst svo duglegur við að taka. Ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku bróðir, að ég gæti endalaust haldið áfram að telja þær upp. Í hjarta mínu er ég svo þakk- lát fyrir þær allar og mun geyma þær í hjarta mínu þar til við hittumst á nýju. Guð og allir góðir vættir gæti þín. Við hittumst þegar minni tími kemur. Þín systir Rúna. Elskulegur frændi minn, Emil, eða Milli eins og hann var ávallt kallaður, er látinn. Mig langar til að þakka fyrir að hafa átt hann að, þó vegalengdin hafi verið löng á milli okkar, var kær- leikurinn mikill og tengslin náin. Milli átti farsælt hjónaband með sinni heitt- elskuðu Sillý, sem lést langt fyrir aldur fram. Milli og Sillý voru fyrirmynd annarra hvað snertir samheldni, hlýju og kærleik og fjölskyldan var þeim allt. Eðlilega stóð kjarnafjölskyldan þeim næst, en stórfjölskyldan naut líka elsku þeirra og umhyggju. Milli var bróðir móður minnar en þau systkinin voru alls tólf, nú eru aðeins fjögur eftir á lífi. Samband móður minnar og Milla var fram á síðasta dag mjög náið og kærleiksríkt og veit ég að það verður henni erfitt að sjá á eftir elskulegum bróður og vini. Guð blessi ástvinina alla. Hinsta kveðja, Hjördís Árnadóttir. Ég vil með nokkrum orðum minnast vinar míns og samstarfsmanns til margra ára Emils Emilssonar kenn- ara frá Eyrunum í Seyðisfirði. Þegar ég flutti til Seyðisfjarðar með fjölskylduna haustið 1960 fengum við til afnota íbúð á efri hæð á Vesturvegi 8. Þá bjó á neðri hæðinni Emil með konu sinni Cäcilie (d. 1995), drengjun- um Gauta, Degi, Jóhanni og Snorra og dótturinni Helgu. Þegar ég byrjaði að taka til hendinni á efri hæðinni, alls ókunnugur í kaup- staðnum, lá beint við að leita til þeirra hjóna á neðri hæðinni með hitt og þetta sem til þurfti. Kynni okkar urðu allnáin strax á mínum fyrstu dögum hér og reyndust þau hjón okkur Dóru og krökkunum traustar hjálparhellur alla tíð síðan. Við Emil vorum sam- kennarar við Seyðisfjarðarskóla frá haustinu 1960 þar til ég hvarf frá skól- anum til annarra starfa 1985. Emil var farsæll, hávaðalítill kennari, fór oft sín- ar leiðir að viðfangsefnunum og komst upp með það. Ekki man ég að nokkur hefði skaða af hans nærveru, miklu heldur reyndist hann ráðagóður, gat verið glettinn og stríðinn, en vann öll sín verk með hógværð og stillingu. Ég dáðist að því hve snjall hann var að heyra það sem hann vildi heyra en sleppa hinu. Örlögin höguðu því þannig að við byggðum okkur báðir einbýlis- hús við Múlaveg, ég nr. 17, hann 19. Ég hafði lokið við mitt þegar þau byrjuðu að byggja sitt og átti ég því hægt um vik að fylgjast með framkvæmdum. Lítið var um öflug jarðvegstæki á þeim tíma, hendur og hjólbörur aðalverk- færin og vatn borið í tunnur. Ekki fór á milli mála hver stjórnaði á byggingar- stað við Múlaveg nr. 19. Dugnaður, út- sjónarsemi, gleði og kraftur frú Sillýjar vakti aðdáun allra sem til þekkti. Þau byggðu sér og börnum sínum fallegt heimili á Múlavegi 19. Ég var þar tíður gestur og Sillýjarkökurnar með sykr- uðum kaffibolla er eitthvað sem geym- ist í minningunni. Emil var „vinstri“ maður og náttúr- an, móðir jörð, átti að hans mati að njóta vafans í flestu ef ekki öllu. Hann var í bæjarstjórn Seyðisfjarðar í 12 ár, þar af forseti bæjarstjórnar eitt kjör- tímabil. Gegndi hann því starfi af trú- mennsku. Þau hjón leiddu skógræktarfélagið mörg ár til góðra verka. Stjórnuðu unglingavinnu bæjarins mörg sumur við að planta trjágróðri í bæjarlandið. Þar unnu þau mikið og þarft verk sem seint verður fullþakkað. Þegar litið er yfir bæjarlandið má sjá trjágróðurinn á völdum stöðum teygja sig mót birt- unni og mynda skjól fyrir gangandi í náttúrunni. Sillýjar-lundurinn lifir. Eg vil þakka þér, Emil, fyrir sam- veruna sem spannaði nær hálfa öld. Takk fyrir að vera eins og þú varst, breyttist ekkert. Þegar grannt er skoðað hafa ekki verið til mörg eintök af mönnum eins og þér. Seyðisfjörður er því fátækari eftir á. Nú þegar þú hverfur yfir móðuna miklu, hittir Sillý og Dóru, skilaðu þá kveðju. Gauti, Dagur, Jóhann, Snorri, Helga og fjölskyldur, minning um góð- an mann lifir. Þorvaldur Jóhannsson. Leiðir okkar Emils lágu fyrst saman þegar á æskuárum mínum en hann var nokkrum sinnum kennari minn upp barna- og unglingaskólann eins og skólastigin nefndust þá. Síðar urðum við starfsfélagar við Seyðisfjarðar- skóla og bæði kennarar yngstu barnanna. Emil var mjög dagfarsprúð- ur maður, var ekki mikill æsingamað- ur en þegar honum var misboðið á ein- hvern hátt gat heyrst hátt í honum. Á kaffistofunni í þá daga voru landsmálin krufin til mergjar. Í kennarahópnum var töluvert af félagshyggjufólki og voru sumir rauðari en aðrir. Oftar en ekki var tekist á þegar skipst var á skoðunum og líflegar umræður urðu um pólitík og landsins gagn og nauð- synjar. Eftir að Emil hætti störfum vegna aldurs leit hann oft inn á kaffi- stofu skólans og hélt tengslum við kennarana. Saman lágu leiðir okkar líka í gegn- um leikfélagið og á Emil drjúgan þátt í því að halda við leikfélagsmenningu á Seyðisfirði og rífa upp starfið hjá Leik- félagi Seyðisfjarðar. Þau hjónin bæði voru af lífi og sál við hverja uppfærsl- una, Emil sem leikari eða leikstjóri og Cillí sem búningahönnuður og fleira. Í minni minningu er Gullna hliðið það verk sem stendur upp úr á mínum leik- ferli en þar lék Emil Jón bónda og ég lék kerlinguna sem staulaðist að hinu Gullna hliði til þess að bjarga sálu Jóns síns. Þau voru fleiri verkin sem við lék- um saman í, t.d. Húrra krakki, sem var fyrsta uppfærslan sem ég tók þátt í, Stalín er ekki hér, Maður og kona og mörg fleiri verk. Emil var líka leik- stjóri og er mér minnisstætt þegar hann setti upp barnaleikritið Leifur ljónsöskur. Langflestir leikararnir voru nemendur úr skólanum ásamt nokkrum fullorðnum. Þar fór Emil ekki troðnar slóðir, hann þýddi leikritið úr dönsku, hannaði leikmyndina sem var á þeim tíma mjög nýstárleg en um leið auðveld í uppsetningu. Cillí hann- aði leikbúninga en allar persónur leik- ritsins voru mismunandi dýrategundir. Það var mér mikill heiður í vor þegar Leikfélag Seyðisfjarðar hélt upp á 50 ára afmæli sitt að fá tækifæri til þess að leiklesa þátt úr Gullna hliðinu ásamt Emil og Hermanni. Við lásum okkar gömlu hlutverk, Emil sem Jón, Her- mann sem óvinurinn og ég sem kerl- ingin. Emil stóð sig með prýði eins og honum er einum lagið þó hann væri orðinn lasburða. Nú stendur Emil sennilega í þeim sporum að berja að hinu Gullna hliði. Ég trúi því að Lykla- Pétur opni fyrir honum hliðið og taki honum fagnandi. Ekki spillti það ef englakórinn syngi „Máría, mild og há, móðir guðs á jörð“ líkt og þegar María mey opnaði hliðið fyrir kerlingunni í sögu Davíðs Stefánssonar. Ég bið góðan guð að blessa minn- ingu Emils Emilssonar. Börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum send- um við hjónin innilegar samúðarkveðj- ur. Ólafía Þ. Stefánsdóttir. Góður drengur og gegn félagi er fallinn í valinn fyrir þeim vágesti er fáu eirir. Okkur gömlu bekkjarfélagana í Kennaraskólanum langar til að minn- ast þessa mæta mannkostadrengs sem við höfðum af hin kærustu kynni. Bekkurinn okkar var ríkur af efnis- fólki sem ætlaði að takast á við það vandasama og um margt viðkvæma verkefni að kenna börnum með það að leiðarljósi að koma öllum til nokkurs þroska svo árla á lífsins leið. Þá hug- arsýn átti Emil í ríkum mæli. Emil var með þeim elztu í hópnum, góðum námsgáfum gæddur, hæglátur en ákveðinn, einkar ljúfur í allri um- gengni og átti vináttu allra sem fengu honum nánar kynnst. Hann var dulur um margt, gat komið okkur skemmti- lega á óvart með hnyttnum athuga- semdum sínum, enda átti hann ríka kímnigáfu og gat vissulega glaðst með okkur á góðum stundum. En undir- tónn alvörunnar þótti okkur ávallt skammt undan í öllu lífsviðhorfi hans og fari. Emil kaus fljótlega að halda til kennslu á heimaslóðum á Seyðisfirði og átti þar hina ágætustu sögu. Hann kom víða við í félagsmálum í heima- byggð, var alla tíð vinstrisinnaður í skoðunum og félagshyggjumaður, sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar um fjölda ára og var forseti bæjarstjórnar þar um hríð og í stjórn Sambands sveitar- félaga á Austurlandi, hann reyndist trúr og vandaður í öllum sínum störf- um á vettvangi sveitarstjórnarmála. En Emil kom víðar við, hann var virkur í leikstarfsemi og stóð sig þar með prýði og nú á seinni árum var hann í forystu fyrir eldri borgurum á Seyðisfirði allt þar til heilsan gaf sig, vinsæll og vel metinn þar sem annars staðar. Of sjaldan bar fundum okkar gömlu félaganna saman, en alltaf urðu það fagnaðarfundir, handtakið hlýtt og fast og viðmótið gott og gefandi alltaf til staðar, einnig á síðustu samfundum þegar honum þótti sýnt að hverju drægi, rólegur og án allrar æðru. Við minnumst Emils í mikilli virð- ingu og einlægri þökk, sendum hans fólki um leið innilegar samúðarkveðj- ur. Þar fór góður drengur í bestu merkingu þeirra orða. Blessuð sé minning Emils Emils- sonar. Helgi Seljan, Ólafur Einarsson. Emil Bergmann Emilsson ✝ Jóhann Valdi-mar fæddist á Akureyri 2. nóvem- ber 1983. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut 27. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kjartan Jakob Valdimarsson skip- stjóri á Grundfirð- ingi frá Grundar- firði, f. 24. ágúst 1961, og Auður Anna Gunnlaugs- dóttir húsmóðir, f. 11. júní 1968. Systkini Jóhanns Valdimars eru Valgeir Hólm, f. 6. september 1990, Anna Júnía, f. 3. desember 1994, og Ágústa Bjarney, f. 7. ágúst 2000. Jóhann ólst upp á Árskógssandi og Hauganesi, hann gekk í Árskógsskóla og lauk tíunda bekk í Dalvíkurskóla. Hann byrjaði ungur til sjós og var sjómaður sína starfsævi á neta- vertíðum og svo á línuskipum, nú síðast var hann á mb. Garpi frá Grundarfirði sem veiddi beitukóng og jafnframt því var hann á vélstjórn- arbraut frá Fjöl- brautaskóla Snæfell- inga og átti eftir eina önn er hann lést. Jóhann Valdimar verður jarð- sunginn frá Stærra-Árskógskirkju í Dalvíkurbyggð í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég man mjög vel eftir kvöldi einu fyrir rúmlega 24 árum þegar lítill drengur kom í heiminn, það var elsta systir mín sem hafði eignast son. Ég var aðeins sjö ára, en það er eins og minningin um þessa frétt sé meitluð í stein í höfðinu á mér. Næstu árin var ég mikið í kringum þig Jóhann, ann- aðhvort fór ég til ykkar upp í Sólvelli eða þið komuð niður í Árbæ til okkar. Það má eiginlega segja að ég hafi eignast bróður þegar þú komst í heiminn. Þegar ég lít til baka þá eigum við margar góðar og skemmtilegar minningar. Ég man sérstaklega eftir kassabílarallinu á sumrin þar sem við smíðuðum saman kassabíla, þú stýrð- ir svo græjunni á meðan ég ýtti af öllu afli. Á veturna fékk ég Drifterinn lán- aðan hjá pabba og dró þig svo á snjó- þotu eða skíðum um alla sveitina. Þau eru líka ófá snjóhúsin sem við höfum gert saman. Sérstaklega man ég eftir risasnjóhúsinu sem við gerðum á stóra skaflinum sem myndaðist alltaf á sólpallinum við Árbæ. Þú gast labb- að uppréttur inni í húsinu og þú áttir litla herbergið en ég það stóra. Veikindi þín síðastliðið eitt og hálft ár hafa veitt mér nýja sýn á lífið. Þú barðist með þvílíkum þrótti og hug- rekki sem uppskar sigur í mörgum orustum. En því miður tapaðist þetta stríð. Eftir að þú lagðist inn á há- skólasjúkrahúsið við Hringbraut í haust reyndi ég að vera duglegur að heimsækja þig. Það tók mjög á mig að sjá hvernig þér hrakaði smám saman og undir restina var alveg ljóst hvert stefndi. Þrátt fyrir ólýsanlega mikil veikindi síðustu dagana varst þú hvergi bugaður og fyrir það ertu algjör hetja í mínum augum. Guð geymi þig elsku frændi. Innilegar samúðarkveðjur til minnar kæru Auðar systur og fjölskyldu hennar. Stefán. Jæja elsku frændi, nú skilur leiðir. Mér finnst ég verði að kveðja þig hér með nokkrum orðum. Minningarnar um þig eru margar, þá sérstaklega frá barnæsku okkar. Þú varst mikið hjá okkur í Árbæ og ég var mikið hjá ykkur í Sólvöllum. Pabbi þinn var einmitt að rifja það upp um daginn hvað þú kallaðir mig þegar þú varst lítill, þú gast ekki sagt Soffía og sagð- ir í staðinn Bjabja. Svo krúttlega sagt eitthvað. Ég var búin að steingleyma þessu, en mundi það auðvitað um leið og hann sagði mér það. En við bar- dúsuðum margt og mikið saman og man ég sérstaklega eftir strumpaá- horfinu mikla, þú elskaðir strumpana og oftar en ekki horfði ég á þá með þér þegar ég var hjá ykkur. Svo inn á milli fékkstu þér gongort með engu í eins og þú kallaðir það. Gongort þýddi jógúrt og með engu í þýddi karamellujógúrt. Við borðuðum þær nokkrar og brauð með mysingi með, klikkaði ekki. Ég man að ég var alltaf að reyna að kenna þér hitt og þetta, sem dæmi man ég að þegar ég fór að sofa á kvöldin þá bjó ég alltaf til horn á sænginni minni og strauk það með fingrunum, þetta var voðalega róandi og þess vegna vildi ég endilega kenna þér þetta. Það tókst líka svona stórvel og fyrr en varði varst þú líka farinn að notast við svona horn. Þér tókst reyndar ekki eins vel að búa þau til sjálfur heldur leitaðir þú þau uppi á sænginni, það var líka bara flott, virk- aði alveg eins og nú vorum við bæði farin að notast við svona „hornaslök- un“. Þú varst bara 10 ára þegar við Summi byrjuðum saman, við eigum líka margar sameiginlegar minningar um þig. Gleymum seint Flórídaferð- inni sem þú fórst með okkur, ömmu, afa og Stebba. Margt var nú brallað og margar ljúfar minningar koma í hugann þegar litið er til baka. Það var okkur Summa ómetanlegt að þú skyldir koma norður og heimsækja okkur áður en þú fórst út til Svíþjóð- ar, þú kvaddir okkur með þeim orð- um að þú ætlaðir að finna þér íbúð á Akureyri og flytjast norður þegar meðferðin væri yfirstaðin. Það var líka yndislegt að koma til ykkar á Grundarfjörð í sumar og eiga með ykkur tíma. Það dýrmætasta í huga mér núna er þó líklega að hafa náð tíma með þér á síðustu dögunum, ég mun aldrei gleyma því. Það verður ekki svo að þú fáir þér íbúð á Akureyri eins og þú ætlaðir þér, en þú munt samt búa þar, hjá mér í hjarta mínu. Guð varðveiti þig elsku Jóhann minn. Auður, Daddi, Valgeir, Anna Júnía og Ágústa, ég bið góðan Guð að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Soffía frænka. Jóhann Valdimar Kjartansson  Fleiri minningargreinar um Emil Bergmann Emilsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.